blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 6
FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 blaðið Vill stöðva Hiinnebeck Þrjátíu verkamenn skráðir til bráðabirgða Starfsgreinasamband íslands undrast aðgerðaleysi Vinnumála- stofnunar gegn meintum ólög- mætum starfsmannaleigum og krefst þess að starfsemi þeirra verði stöðvuð nú þegar. Á heimasíðu SGS segir að Hiinne- beck, sem starfar sem undirverktaki hjá Arnarfelli við Kárahnjúkavirkj- unar, hafi ekki getað gert grein fyrir launa- og ráðningarkjörum starfs- manna. „Þetta kemur ekki á óvart, enda sjálfsagt ekkert fram að leggja. Okkur vitanlega hafa hvorki skattar né skyldur samkvæmt leikreglum á vinnumarkaði verði tilgreindar neins staðar frá þessu fyrirtæki,“ segir á heimasíðu SGS. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, sagði í samtali við mbl.is að verið væri að fara yfir þau gögn sem borist hafa frá Hunnebeck varðandi 30 erlenda starfsmenn sem hafa verið óskráðir við vinnu við Kárahnjúkavirkjun. Gissur stað- festi að mennirnir hafi ekki verið skráðir en að nú hafi þeir fengið bráðabirgðaskráningu. Gissur segir að verið sé að skoða hvort mönn- unum hafi verið greidd laun sam- kvæmt íslenskum launataxta. Það ætti að skýrast í dag. Talsmaður neytenda Engin tilmæli til bankanna Gísli Tryggvason, talmaður neytenda, hefur hætt við að gefa út formleg tilmæli til fjár- málafyrirtækja varðandi svo- kallaðan FIT-kostnað líkt og hann hafði boðað. Hann fer þó fram á það til bráðabirgða að „tryggt verði að neytendur séu upplýstir um viðbrögð banka og sparisjóða við yfirdrætti“. Þess í stað ætlar talsmaðurinn að bíða niðurstöðu starfshóps við- skiptaráðherra um gjaldtöku fjár- málafyrirtækja fyrir þjónustu og rafræn greiðslukerfi, en Gísli á sjálfur sæti í hópnum. Þsj ★★★★★★★★★★ ★ * * JOÐFÆRÁVERSLUN* jóðlagagítar* Poki, Ól, Stilliflauta, * Auka Strengjasett, J eMedia geisladiskur.* Kr. 13.900 ; ★ * Fáanlegir Litir> Víðarlitaður, * Sunburst, * Svartur, * Blár. * * * ★ JStórhöfða 27 * Sími: 552-2125^ www.gitarinn.is * ★★★★★★★★★★★★★★★★★ Ríkið vill land sem það seldi árið 2000 ■ íslenska ríkið seldi Orkuveitunni land en gerði síðan kröfu um að það yrði lýst þjóð- lenda ■ Orkuveitan hefur krafist ógildingar á úrskurði þess efnis fyrir dómstólum Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Islenska ríkið seldi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) landsvæði um síðustu aldamót sem óbyggðanefnd hefur síðan úrskurðað að sé þjóð- lenda. Samkvæmt því getur ríkið eignast aftur land sem það seldi fyrir örfáum árum. OR hefur höfðað mál fyrir Hér- aðsdómi Suðurlands til að krefjast ógildingar á úrskurði óbyggðanefnd- arinnar og var málið tekið fyrir þar síðastliðinn mánudag. Þá var ákveðið að málflutningur hefjist í lok október. Tóku við greiðslu með bros á vör OR keypti lönd af landeigendum í Ölfusi á árunum 1999 og 2000 undir starfsemi Hellisheiðarvirkj- unar. Hluti af þeim löndum var í eigu íslenska ríkisins. Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR og lögmaður fyrirtækisins í málinu, segir að kaupverð á þessum löndum hlaupi á hundruðum milljóna króna. Tugir milljóna króna hefðu verið greiddir fyrir landið sem íslenska ríkið átti og hefur verið úrskurðað þjóðlenda. Hjörleifi þykir það sérkenni- legt að ríkið geti selt fyrirtækinu land einungis til að taka það aftur nokkrum árum síðar með stjórnvaldsaðgerð. „Þetta þykir okkur mjög skrýtið. Fjármálaráðherra fékk heimild Al- þingis til að selja landið á fjárlögum. Hann seldi það með gögnum og gæðum. Ríkið tók síðan við greiðslu með bros á vör en skömmu síðar gera þeir kröfu um að hluti þess lands sem þeir seldu okkur verði aftur eign ríkisins. Það er kröfugerð sem við höfum alla tíð átt mjög erf- itt með að sætta okkur við.“ Hefur áhrif á nýtingarrétt Hjörleifur segir þessa aðgerð hafa ýmis áhrif á fyrirtækið verði úrskurðinum ekki snúið. Hluti þeirra hitaréttinda sem Hellisheið- arvirkjun nýtir i sína starfsemi er inni á þeim löndum sem óbyggða- nefnd lýsti þjóðlendur. „Við munum eiga minna land en við gerðum ráð fyrir og þurfum Hellisheiðarvirkjun Orkuveita Reykjavíkur keypti lönd fyrir hundruð milljóna króna af bændum í Ölfusi um síðustu aldamót. Meðal seljenda var ís- lenska ríkið. Óbyggðanefnd hefur síðan úrskurðað að hluti landsvæðisins séu þjóðlendur. ÞJÓÐLENDULÍNAN Mörk þjóðlendu, skv. úrskurði óbyggðanefndar ••• Krafa fjármála- ráðherra f.h. ríkisins um þjóðlendumörk Skikinn ÞJÓÐLENDUR ► Þjóðlendulögin tóku gildi 1. júní 1998 en hefur þrívegis verið breytt síðan þá. Til- gangur þeirra er að leysa úr óvissu um eignarhald á ýmsum hálendissvæðum íslands. Þjóðlenda er samkvæmt þeim skilgreind sem „land- svæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi". ► Óbyggðanefnd hefur það hlutverk að skera úr um hvaða land telst til þjóð- lendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. þá væntanlega að kaupa eða leigja hitaréttindin af ríkinu. Hluti af því landi sem við nýtum fyrir okkar virkjun er óumdeilanlega innan þjóðlendunnar og við munum auð- vitað semja við ríkið um endurgjald fyrir þá nýtingu, en hluta af þessu landi keyptum við líka af bændum í Ölfusi. Ef það land verður end- anlega úrskurðað þjóðlenda fyrir dómstólum þá hafa landeigend- urnir selt okkur land sem þeir hugs- anlega ekki áttu.“ Júlíus Vífill Ingvarsson Ekki betri leið til að úthluta fúlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkur- borgar, segist ekki hafa heyrt tillögu sem komið gæti í stað núverandi fyrir- komulags við úthlutun þeirra fjármuna sem borgin veitir til tónlistarskóla. „Óskandi væri auðvitað að allir sem vilja stunda tónlistarnám gætu gengið inn í tónlistarskóla fyrirvaralaust. En einhvers staðar þarf að draga mörkin hvað varðar fjármagn í þennan lið og við hjá menntasviði reynum að nota þá fjármuni sem við höfum sem allra best.“ hos Borgin sögð mismuna tónlistarskólum og -nemum í fjárstuðningi „Gerræðislegar ákvarðanir" •Kir Ur Tónskóla Hörpunnar Skólinn A kennir 300 nemum, en fær bara styrk I frá borginni fyrir 60 nema. iiiiuiMiiii ——h i Æm Reykjavíkurborg mismunar bæði nemendum sem stunda vilja tónlist- arnám og starfandi tónlistarskólum í Reykavík, segir Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónskóla Hörpunnar í Grafarvogi. „Borgarstjórn ákveður eftir eigin geðþótta og án þess að styðjast við neinar reglur eða forsendur, hversu mikla fjármuni hver tónlistarskóli fær.“ Kjartan segir þetta skipulag mismuna tónlistarskólum. Gerður sé þjónustusamningur við hvern skóla þar sem skilgreint er til kennslu hversu margra barna fjár- munirnir séu ætlaðir. Sú áætlun komi þó ekki alltaf heim og saman við veruleikann. „Við kennum t.d. 300 nemendum, þrátt fyrir að borgingreiðieinungis með 68“ Biðiistar í tónlistarskóla Hjá menntasviði Reykjavíkur- borgar fengust þær upplýsingar að um 1000 manns hafi verið á biðlista eftir tónlistarnámi í Reykjavík und- anfarin ár. „Mér finnst mjög hart að búa í samfélagi þar sem ég get lent í því að geta ekki sent börnin mín í tónlistarskóla, meðan nágranni minn getur það,“ segir Kjartan. Um helgina tilkynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra að hún hygðist leggja fram frumvarp til laga sem hefur í för með sér að ríkið greiði fyrir kostnað vegna tónlistarnáms á framhalds- stigi. Samkvæmt heimildum Blaðs- ins standa vonir til þess innan borg- arinnar að með því náist að stytta biðlistana eftir tónlistarnámi. hlynur@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.