blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 9

blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 9
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 FRETTIR Svíþjóð Fullur í stjórn- klefanum Ölvaður flugmaður var handtekinn á Arlanda-flug- velli norður af Stokkhólmi í Svíþjóð, rétt áður en hann átti að fljúga vél með 157 manns innanborðs til Kanaríeyja í gær. Flugstöðvarstarfsmenn höfðu samband við lögreglu eftir að hafa fundið áfengislykt af flugmanni flugvélar Ukra- inian International Airlines, þegar hann var á leið upp í vél á ný eftir að hafa millilent í Svíþjóð. Á vef Aftonbladet segir að farþegarnir um borð hafi verið starfsmenn snyrtivörufyrir- tækisins Oriflame. aí Sviss Dæmdir fyrir vanrækslu Líbanon 222 vígamenn drepnir Svissneskur dómstóll hefur dæmt fjóra starfsmenn flugum- ferðarstjórnunarfyrirtækisins Skyguide seka um manndráp af gáleysi, þegar tvær flugvélar skullu saman í lofti yfir Þýska- landi árið 2002.71 maður lést í slysinu, aðallega rússnesk börn, og var slysið rakið til van- rækslu mannanna í starfi. Þrír flugumferðarstjóranna fengu skilorðsbundna fangels- isdóma, en sá fjórði sekt. Atta menn voru ákærðir í málinu og neituðu þeir allir sök. aí Stjórnvöld í Líbanon segja að stjórnarher landsins hafi drepið að minnsta kosti 222 íslamska vígamenn úr röðum Fatah al-Islam-samtakanna og handtekið 202 í fimmtán vikna umsátri um Nahr al-Bared, flóttamannabúðir Palestínumanna í norðurhluta Líbanons. Stjórnarher Líbanons náði loks búðunum á sitt vald um helgina eftir margra vikna átök. Yarnarmálaráðherra Líbana segir að Fatah al-Islam hafi haft það að markmiði að einangra norðurhluta Líban- ons til að mynda þar yfirráða- svæði hryðjuverkamanna. aí Sænsk ádeilubók á hefðbundna sjávarútvegsstefnu vekur mikla athygli og umræður Stjórnmálamenn hafa eyðilagt hafið Hefðbundin sjávarútvegspólitík sænskra stjórnvalda og Evrópusam- bandsins hefur valdið gríðarlegu umhverfisslysi sem enn sér ekki fyrir endann á. Þetta segir sænski rannsóknarblaðamaðurinn Isa- bella Lövin í nýrri bók sinni sem ber heitið Þögult haf og hefur vakið mikla athygli og umræður í Svíþjóð. Lövin segir nauðsynlegt að líta hafið öðrum augum, þar sem ekki sé einungis litið á þorskinn sem fros- inn mat heldur eina mikilvægustu tegund sjávar. Sjávarútvegurinn á ekki iífríkið „Að líta á lífríki hafsins sem eitt- hvað sem sjávarútvegurinn „eigi“ og að hann geti sjálfkrafa heimtað bætur ef gripið er inn í því til verndar, er úrelt og hreinlega hættulegt sjón- armið,“ segir Lövin í blaðagrein sem hún byggir á bókinni. Hún segir Kanadamenn á sínum tíma ekki hafa hlustað á ráðlegg- ingar vísindamanna, heldur haldið áfram að dæla styrkjum í alltof stóran fiskveiðiflota. Auk þess hafi sjávarútvegurinn kvartað undan minnkandi afla, á sama tíma og full- yrt var að ótakmarkaður þorskur væri í sjónum. „Það var fyrst árið ^992, þegar þorskaflinn hafði á nokkrum árum minnkað úr 250 þúsund tonnum niður í tvö þúsund tonn, að kanadísk yfirvöld gerðu sér grein fyrir að nú væri nauðsyn að vernda þorskinn í stað sjávarútvegs- fyrirtækjanna. Veiðin stöðvaðist, en það var of seint.“ Lövin spyr hvort ekki sé kominn tími til að láta stjórnmálamenn svara fyrir þá stórslysapólitík sem þeir hafi rekið. Að þrátt fyrir margra milljarða króna fjárfestingar, rann- sóknir og stjórnun hafi hún ein- ungis leitt til útrýmingar á stórum hluta af villtri náttúru Svíþjóðar. atlii@bladid.net 80% verðmunur Sportbúðin oq Veiðihornið - sérverslanir skotveiðimannsins Lítil verðkönnun hefur leitt í Ijós að sambærilegar gervigæsir kosta ríflega 80% meira annars staðar en hjá okkur. í einum kassa hjá okkur eru 12 gæsaskeljar; 8 á beit, 2 á verði og 2 í hvíld. Öll festijárn fylgja með. Vel samansettur hópur sem þú færð í Veiðihorninu, Veiðimanninum og Sportbúðinni á aðeins 8.995. Ef þú kaupir 2 kassa færðu 5% afslátt og ef þú kaupir 3 eða fleiri færðu 10% afslátt frá þessu frábæra verði. Gerðu verðsamanburð og sparaðu. Einnig álftir, flotgæsir, gerviendur, gallar, skot og fleira og fleira. hálfsjálfvirk, bakslagsskift byssa með snúningsboltanum frá Benelli og skiptibúnaði frá Hálfsjálfvirk, bakslagsskift byssa með snúningsboltanum frá Benelli og skiptibúnaði frá Franchi. Franchi. 26“ hlaup, 5 þrengingar, ólarfestingar og byssupoki. Stoeger er í eigu Beretta. 26" hlaup, 5 þrengingar, ólarfestingar og byssupoki. Stoeger er i eigu Beretta. Aðeins 54.900.- stgr. eða vaxtalausar raðgreiðslur til 12 mánaða. Aðeins 56.900.- stgr eða vaxtalausar raðgreiðslur til 12 mánaða. Hálfsjálfvirk, bakslagsskift byssa með snúningsboltanum frá Benelli og skiptibúnaði frá Pumpa með snúningsboltanum frá Benelli. 26" hlaup, B þrengingar og byssupoki. Franchi. 26" hlaup, 5 þrengingar, ólarfestingar og byssupoki. Stoeger er í eigu Beretta. Stoeger er í eigu Beretta. Aðeins 62.900.- stgr. eða vaxtalausar raðgreiðslur til 12 mánaða. Aðeins 39.900 stgr. eða vaxtalausar raðgreiðslur til 12 mánaða. Hálfsjálfvirk, bakslagsskift byssa frá Beretta. 26" hlaup, 3 þrengingar, byssupoki. Hálfsjálfvirk, bakslagsskift byssa frá Beretta. 26" hlaup, 3 þrengingar, byssupoki. Aðeins 94.900 stgr. eða vaxtalausar raðgreiðslur til 12 mánaða. Aðeins 96 900 st9r- eða vaxtalausar raðgreiðslur til 12 mánaða. Muniö vinsælu gjafabréfin okkar Krókháls 5 - Simi 517 8050 Sportbudin.is Sídumúli 8 - Sími 568 8410 Veidihornid.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.