blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 15
blaöið MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 27 Reglur um meðferð efna Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeinandi reglur um með- ferð efna í efnafræði- og smíða- stofum. Ákveðið var að gera það í kjölfar skýrslu sem kom út síðastliðið vor um efnanotkun í grunnskólum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að brýnt sé að fræða og upplýsa skólastjórnendur og kennara um efnanotkun almcnnt. Reglurnar skiptast í leiðbeiningar vegna efnavöru og leiðbeiningar vegna aðstöðu og búnaðar. Reglurnar eru miðaðar við grunnskóla en geta nýst til hliðsjónar alls staðar þar sem geymd eru og unnið er með hættuleg efni. Jafnréttisviður- kenning 2007 Jafnréttisráð Iýsir eftir tilnefn- ingum til jafnréttisviðurkenn- ingar fyrir árið 2007. Þeir sem geta hlotið viðurkenninguna eru einstaklingar, hópar, fyrir- tæki eða félagasamtök sem hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgang- urinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða. Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 24. september til Jafnrétt- isráðs, Borgum, 600 Akureyri. Heilbrigði í atvinnulífinu Aukið heilbrigði - ábyrgð atvinnulífsins er yfirskrift morgunverðarfundar Samtaka verslunar og þjónustu sem hald- inn verður á Nordica Hóteli þann 13. september kl. 8:30-10. Aðal- fyrirlesari er Magnús Scheving, framkvæmdastjóri Latabæjar, sem fjallar um leiðir sem hægt er að fara til að stuðla að hollari lífsháttum. Einnig fjallar Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri samtakanna, um leiðir sem verslanir í ná- grannalöndunum hafa farið til að stuðla að hollari lífsháttum neyt- enda og Jónína Þ. Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun, fjallar um hollustumerk- ingar á vörum. Aðgangseyrir er 2.500 kr. og er morgunverður innifalinn. Hægt er að skrá sig á nctfangið svth@ svth.is eða í síma 5113000. Sparað í matarinnkaupum Þó að matvælaverð á íslandi sé með því hæsta sem þekkist í Evr- ópu og jafnvel í heiminum öllum er engin ástæða til að eyða meira fé í mat en nauðsynlegt er. Með smá- vegis útsjónarsemi og hagkvæmni er hægt að draga úr mánaðarlegum útgjöldum til matarinnkaupa og eyða peningunum í eitthvað annað. • Verslaðuþar sem verðið erlágt. Mat- vörur eru að jafnaði ódýrastar í svo- kölluðum lágvöruverðsverslunum en dýrari í klukkuverslununum. • Fylgstu með tilboðum og nýttu þér þau. Betra er samt að fullvissa sig um að um raunverulegt tilboð sé að ræða en ekki auglýsingabrellu áður en veskið er dregið upp. • Ekki kaupa meira af ferskum mat- vælum en þú þarft á að halda. Á Vesturlöndum fer stór hluti þeirra matvæla sem fólk kaupir inn óét- inn í ruslið. Þá er alveg eins hægt að henda peningunum beint í tunnuna. • Ef fjölskyldan er stór getur verið hagkvæmt að kaupa mat í stórum pakkningum eða með magnaf- slætti. Það á ekki sist við um þurrmat svo sem pasta, baunir og hrísgrjón. • Bakaðu þitt eigið brauð. Það smakkast ekki aðeins betur heldur margborgar það sig. Það sama má segja um önnur matvæli sem fólk getur búið til í eldhúsinu. • Það getur margborgað sig að eiga frystikistu. I henni má til dæmis geyma mat sem maður torgar ekki sem hefði að öðrum kosti skemmst. í henni er einnig upplagt að geyma heimalagaðan mat til síðari tima. • Nýttu gjafir jarðar og tíndu ber og annað ætilegt úti í náttúrunni. Þar leynist meira ætilegt en margir gera sér grein fyrir. Upplagt er að rækta eigið grænmeti og krydd á sumrin ef maður hefur aðstöðu til þess. Kanadískirgæðapottar RYMINGARSALA Munum á næstu vikum opna stærstu pottaverslun í Evrópu í nýju 800m2 húsnæði í Faxafeni 9 SpaBMÍKongen Lækjargötu 34 • Hafnarfjörður • S. 554 7755 www.spakongen.is heitirpottar.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.