blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 blaöiö FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Þetta er snilldarherbragð, sérstaklega þar sem búið er að gera þetta að frétta- efni og þeir þurfa ekki lengur að borga fyrir umræðuna. Fjármálaráðuneytið Lánasýsla ríkisins lögð niður Fjármálaráðherra hefur ákveðið að fela Seðlabanka fslands útgáfu innlendra markaðsverðbréfa ríkis- sjóðs sem Lánasýsla ríkisins annast nú, en bankinn annast nú þegar umsýslu erlendra lána ríkissjóðs. Lánasýslan verður því formlega lögð niður með lögum eftir að samn- ingur þessa efnis tekur gildi. I tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu segir að í ljósi þeirra breyt- inga, sem orðið hafa á íslensku fjár- málaumhverfi og á stöðu ríkisins á lánamarkaði, sé nú talið mögulegt að framkvæma lánaumsýslu rík- issjóðs með hagkvæmari hætti en verið hefur með því að flytja verk- efni Lánasýslunnar til Seðlabanka fslands. atlii@bladid.net Stýrivextir ákvarðaðir í vikunni Seðlabanki f slands mun til- kynna stýrivaxtaákvörðun sína á morgun. Síðast var ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,30 prósentum, þann 5. júlí. í Morgunkorni Glitnis segir að bú- ist sé við óbreyttum stýrivöxtum víðast hvar, en bankastjórnir seðlabanka Evrópu, Englands, Ástralíu, Kanada og Svíþjóðar munu jafnframt tilkynna stýri- vaxtaákvarðanir sínar í vikunni. Haraldur Johannessen á Viðskiptablaðið Haraldur Johannessen hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskipta- blaðsins við hlið Jónasar Haralds- sonar ritstjóra. Haraldur er hag- fræðingur frá Háskóla fslands og hefur starfað sem sérfræðingur í greiningardeild Landsbanka fslands frá árinu 2006. Haraldur var aðstoðarmaður umhverfisráðherra á árunum 2004 til 2006. Haraldur var blaða- maður á viðskiptablaði Morgun- blaðsins á árunum 2000 til 2004. mbl.is BORGARBYGGÐ Skipulagsauglýsing um deiliskipulag frístundalóða i landi Guðnabakka, Borgarbyggð. ( samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingariaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa eftirfarandi deiiiskipuiag: Um er að ræða deiliskipulag fjögurra lóða fyrir frístundahús i landi Guðnabakka, Borgarbyggð. Lóðirnar eru á bökkum Þverár með aðkomu frá Guðnabakkavegi og er hver þerra um 2ha að stærð. Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14 Borgarnesi frá 5. september til 3. október og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 17. október. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og bygginganefn- dar í Ráðhús Borgarbyggðar. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast henni samþykkir. Borgarnesi 5. september 2007 Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Auglýsingin Auglýsing Símans er umdeild, en nær vafalaust því markmiði að vekja athygli. Símaauglýsingin „snilldarbragð" ■ Smekkleysa eða vel heppnuð markaðssetning? H Með umfjöllun fréttamiðla fær Síminn ókeypis auglýsingu, segir prófessor við LHÍ Eftir Trausta Salvar Kristjánsson og Atla fsleifsson Mjög skiptar skoðanir eru á nýrri auglýsingu Símans, þar sem spaugað er með síðustu kvöldmál- tíðina. Biskup íslands sagði í gær að auglýsingin væri smekklaus. Guð- mundur Oddur Magnússon, pró- fessor við Listaháskóla fslands og dómnefndarmaður í auglýsingasam- keppni ÍMARK mörg undanfarin ár, segir hins vegar auglýsingaherferð Símans greinilega vera að takast. „Þetta er snilldarherbragð, sérstak- lega þar sem búið er að gera þetta að fréttaefni og þeir þurfa ekki lengur að borga fyrir umræðuna.“ Guðmundur Oddur segir auglýs- inguna góða og vel gerða. „Þarna er verið að beita klassísku myndmáli og að mínum dómi er ekkert við þetta að athuga. Það er spurning hvort ekki sé hægt að gera meiri athugasemdir við notkun kirkj- unnar á kristsmyndinni. Hún hefur ekki verið söm í gegnum tíðina og þannig má í raun segja að kirkjan sé að kasta steinum úr glerhúsi með at- hugasemdum sínum.“ Karl Sigurbjörnsson biskup sagði í viðtali við fréttavefinn mbl.is í gær MARKAÐURINNÍGÆR „Auglýsingaherferð Símans er hönn- uð af atvinnumönnum sem væntan- lega fylgjast vel með hvaða viðbrögð auglýsingar vekja og hafa vakið hérlendis og erlendis. Auglýsing sem nær að skapa umtal og fangar athygli almennings svo mikið að það sé talaö um hana hittir í mark.“ Salvör Gissurardóttir á blog.is „Það er alltaf verið að ögra fólki, fara meira og meira yfir velsæmismörkin. Við horfum upp á að ekkert er heil- agt. Hvar endar það?“ Karl Sigurbjörnsson biskup í viðtali við mbl.is að auglýsingin væri smekklaus. Á Biskupsstofu fengust þær upplýs- ingar að auglýsandinn yrði þó ekki kærður fyrir guðlast. Linda Waage, upplýsingafulltrúi Símans, segir Sí- mann halda ótrauðan áfram og aug- lýsa nýju tæknina enda hefði engin kæra borist. Vildi gera þetta af virðingu Jón Gnarr, grínisti með meiru, réði sig til auglýsingaskrifstofunnar EnnEmm fyrir mánuði. Símaaug- lýsingin var hans fyrsta verk þar á bæ. Þemað í auglýsingunni er síð- asta kvöldmáltíðin, þar sem Jesús hringir í Júdas úr 3G-síma og spyr hvort hann ætli ekki að mæta í mat, en þá er Júdas staddur úti í bæ þar sem hann var að taka við fullum poka af silfurpeningum. „Ég vildi gera þetta fallega og af virðingu. Því fór ég á fund biskups til þess að greina frá ætlan minni. Og þó svo hann legði ekki blessun sína yfir þetta, þá fordæmdi hann heldur ekki hugmyndina. Hann tal- aði svona einsog biskupar tala, sagði að þetta væri viðkvæmt mál og að það bæri að sýna þessu virðingu, sem ég tel mig hafa gert enda krist- inn maður sjálfur,“ segir Jón Gnarr og bætir við: „Ég hef nú verið að básúna það svolítið undanfarið og hef oft farið óhefðbundnar leiðir til þess að kynna trúmál og skapa umræðu um slík málefni. Eg fór af stað með þetta sem nokkurs konar nútíma- legt trúboð, að taka þennan vinkil inn í auglýsingar. Því kom sú yfir- lýsing biskups mér mjög á óvart að auglýsingin væri smekklaus.“ Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 4. sept. 2007 • Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Icelandair Group, fyrir um 9,8 milljarða króna. Næstmest viðskipti voru með bréf Glitnis, fyrir 3,2 milljarða. • Mesta hækkunin var á bréfum Century Aluminum, eða 3,88%. Viðskipti í krónum ATH. = Athugunariisti Fólög f úrvalsvfsitölu a Atorka Group hf. ▼ Bakkavör Group hf. ♦ Exista hf. ▲ FL Group hf. ▲ Glitnir banki hf. ▼ Hf. Eimskipafélag Islands Viðskipta- verð 9,70 66,40 33,95 26,20 28,45 Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi breyting viðsk.verðs viðskipta 2,97% 4.9.2007 15 -0,15% 4.9.2007 6 0,00% 4.9.2007 33 0,77% 4.9.2007 24 0,53% 4.9.2007 46 Heildar- viöskipti dagsins 112.218.001 5.179.819 214.534.903 59.848.544 3.203.725.094 Tilboð 1 lok dags: Kaup Sala 9,70 9,71 66.20 66,40 33,80 33,95 26.20 26,35 28,40 28,45 41,00 -0,24% 4.9.2007 10 4.754.908 41,00 41,30 Bréf Atorku hækkuðu um 2,97% og bréf Alfesca um 2,56%. ▲ lcelandair Group hf. ▼ Kaupþing banki hf. a Landsbanki íslands hf. 27,70 1152,00 41,90 0,73% -0,09% 0£4% 4.9.2007 4.9.2007 4.9.2007 17 69 47 9.801.778.351 1.427.088.564 468.559.427 27,70 1151,00 41,80 27.90 1153,00 41.90 Mosalc Fashions hf. 17,50 - 4.9.2007 - - - - • Mesta lækkunin var á bréfum Össurar, eða 2,34%. Bréf 365 lækk- ▼ Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 20,35 -0,73% 4.9.2007 58 306.352.660 20,35 20,40 ▼ Teymihf. 6,15 -0,16% 4.9.2007 15 42.555.000 6,11 6,19 ▼ össur hf. 104,50 -2,34% 4.9.2007 10 23.442.200 104,50 106,00 uðu um 1,85% og bréf Foroya Banka Önnur bréf á Aðallista y 365 hf. 2,65 -1,85% 4.9.2007 3 2.660.000 2,64 2,66 um 1,32%. ▲ Alfesca hf. Atlantic Petroleum P/F 6,01 1070,00 2,56% 4.9.2007 4.9.2007 23 8 43.675.078 2.667.844 5,99 1070,00 6,02 1089,00 4 Eik Banki 693,00 0,00% 4.9.2007 6 5.592.845 692,00 697,00 • Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,08% í gær og stóð í 8.283 stigum Flaga Group hf. 1,55 - 4.9.2007 1 147.250 1,53 1,55 ▼ Foroya Bank 225,00 -1,32% 4.9.2007 9 3.282.964 224,00 228,00 lcelandic Group hf. 5,95 - 22.8.2007 - - 5,90 5,98 í lok dags. ▲ Marel hf. 96,80 2,54% 4.9.2007 12 62.001.238 96,00 96,80 Nýherji hf. 21,50 - 30.8.2007 - - 21,50 21,90 • íslenska krónan veiktist um a Tryggingamiðstöðin hf. 40,50 0,62% 4.9.2007 4 11.936.000 40,40 40,60 Vinnslustööin hf. 8,50 - 22.8.2007 - - - 9,00 0,50% í gær. First North á Islandi a Century Aluminium Co. 3210,00 3,88% 4.9.2007 8 76.101.000 3225,00 3230,00 HB Grandi hf. 12,00 - 4.9.2007 11 13.579.402 - 12,00 • Samnorræna OMX40-vísitalan Hampiöjan hf. 6,50 - 20.6.2007 - - - 6,50 hækkaði um 0,76% í gær.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.