Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 3
 SPEGLITIMANS Stúlkan hér á MYNDINNI var í heimsfréttunum fyr- ir stuttu. Hún er dönsk og heitir Kirsten Pedersen, 22 hafi trúaS sögu hennar, því að ef þeir hefðu vita'ð sannleik- ann, þá hefði hún getað feng- ið langa fangelsisvist. Hin fagra og góða leikkona, Shirley MacLaine, er eins kon- ar „glöð ekkja“ í nýjustu kvik- mynd sinni. Hún giftist nefni- lega mörgum glæsilegustu karl mönnunum í Hollywood — Ro- bert Mitchum, Poul Newman, Dean Martin, Gene Kelly og Dick Van Dyke — en leggur þá síðan í gröfina hvern af öðrum! Þeir eru henni nefni- lega til hinna mestu leiðinda. Allt annað er að segja um peningana þeirra, og fyrir þá skemmtir hin skemmtanasjúka ekkja sér dásamlcga. Hennar mikla áhugamál eru föt, og í kvikmyndinni klæðist Shirley 70 mismunandi búningum, sem jafnvel á Hollywood-vísu verð- ur að teljast mikið. Og hverj- um búning fylgir sérstök hár- greiðsla! Kvikmyndin, sem er rómantískur grínleikur, heitir „What a way to go“ og kostar 20th Century Pox 35 milljónir króna. A MYNDINNI sjáum við Shirley rétt fyrir upptöku. ára gömul. Hún var í Austur- Berlín fyrir nokkru og gerðist þá svo fífldjörf að lána austur- þýzkri stúlku vegabréf sitt, en stúlkan ætlaði síðan að flýja til Vestur-Berlínar. Kirsten sagði síðan austur- þýzku lögreglunni, að hún hefði týnt vegabréfi sínu. Lög- reglan hélt henni í yfirheyrsl- um í fjóra daga, en sleppti henni síðan. Er talið að þeir Ekki er enií þá vitað, hvort austur-þýzku stúlkunni tókst að flýja, en í Vestur-Þýzka- landi er talið, að hún hafi ein- ungis einn möguleika af 10.000 um að sleppa vel frá slíkri til- raun, því að austur-þýzka Vopo-lögreglan rannsaki öll vegabréf mjög nákvæmlega. Á MYNDINNI er Kirsten ásamt móður sinni. Það er alls ekki að ástægu- lausu, að ríkasti maður heims- ins, Paul Getty, er dálítið hik- andi við að leyfa sjónvarpsfé- lögum um allan heim að sýna kvikmyuidina um hann: „Ein- mana milljónamæringur". — „Ég veit alltaf hvenær, og hvar, kvikmyndin hefur verið sýnd“ — sagði hann ný- lega. — „Því að betlibréfin streyma inin í langtum stærri mæli, en mig hafði dreymt um. Eftir eina einustu sjónvarps- sýningu í Bandaríkjunum, fékk ég 20.000 slík bréf! Mörg bréf komu einnig firá Ítalíu, en það lítur út fyrir, að fólk hafi það betra í Ástralíu og Nýja Sjá- lawdi,, því ag þaðan fékk ég einungis 10—20 bréf. Það versta er, að það er inæstum þeirra, sem virkilega þannig, að ég geti náð tiJ ómögulegt að flokka bréfin eiga hjálp skilið“. ------------ Ilún kemur, hún fer, hún hverfur, hún veikist, hún nær sér aftur, hún flakkar milli Parísar og Tahiti, hún skilur við mann sinn, hún talar um að gifta sig á ný — þannig segja Parísarbiiar að Martine Carol sé. Hún kom til Parísar nýlega til þess að halda upp á 40 ára afmælisdag sinn, og fór, ásamt ástvini sínum, í einn hinna mörgu rússnesku næturklúbba þar í borg til þess að fagna dcginum með góðu kampavíni. En það gekk ekki vel, því að rússneski hljómsveitarstjór- inn gerðist svo ástleitinn við hana, að vinurinn varð brjálað- ur af afbrýðisemi — og þeir lentu í hörkuslagsmálum! Þá fannst Martine meira en nóg komið. Hún sagðist ætla á ljónaveiðar í Afríku, því að villidýrin þar væru svo sann- arlega miklu friðsamari en mennirnir! — ------------------------------ Ung dönsk stúlka í Ilolly- wood hefur mjög góða mögu leika á því að verða ný Mari- lyn Monroe, að því er talið er þar vestra. Henry Alper, sá, sem skapaði Marilyn, hefur skrifað undir sjö ára samning við hina 17 ára gömlu Bonnie Ewans, d-óttur Kai Ewans, sem flutti frá Danmörku til Kali- forníu fyrir 8 árum. Hann á og rekur veitingahús, Danish Table, í Beverly Hills, og þar var Bonnie þjónustustúlka þar til nýlega, að hún var „upp- götvuð“ oig nú liggur vegur kvikmyndanna hen-ni opinn. Á MYNDINNI sjáum við Kai Ewans, dóttur hans Bonnie og konu hans Kylsan. A VÍDAVANGI Samningarnir undirritaðir HINIR Iöngu fundlir ríkis. stjóirnarinnar með Alþýðusam- bandinu og atvinnurekendum virðast loks hafa borið þann áranguir, að forða vinnustöðv- unum, nú i upphafi sildarver- tíðarinnar. Og flestiir muru draga andanm léttar eftir þær fréttir, sem boúizt hafa upi undirskirift hinna nýju samn- inga, því líklegt er talið, að verkaiýðsfélög hinna ýmsu stáða á landinu muni fallast á þann grundvöll, sem þar vair lagðui. Á öðrum stað í blað- inu í dag eru helztu sammnga- atriðin rakin efnislega. Ýmsum fininst þó eflaust, að hlutur verkalýðsfélaganna hefði átt að vera meiri. En héir vefltur þó fyrst og fremst á þeim lof- orðum ríkisstjórnarinnar, sem hún hefur gefið við samninga- borðið, hvoirt þau verða haldin oig á hvern veg þau verða efnd. En ánægjuefni má það vera, að nokkurrar stefnubreyting- ar gætir nú í verkalýðsmálum, sem vonandi er upphaf að fríð- samari tímum en verið hafa undir „viðreisnarstjórn“ og lamdsmeivn þekkja af reynsl- unni Lögþvingunarleiðin stöðvuð Eins og allir muna, taldi rík- isstjóirn sú, er nú síitur, það hið mesta glapræði að hafa sam vinnu við launþegasamtökin í landinu og beinlínis móðgaindi fyrir Alþingi að skipta sér af sammngum um kaup og kjör fólksins. Hin miMa „viðreisn“, sem átti að vera eins konar efnahagsmálaskilvinda, ' sem gengi sjálfkrafa og leysti vanda málin jafnóðum, reyndist ekki betur í kaupgjaldsmálum en öðrum málum. Um það vitna samningar þeir, sem ríkis- stjórnin var neydd til að gera nú, svo sem að framan greinir. Lögþvingunairleiðin, sem stöðv uð var svo eftirminnilega í vetur, sýnir glöggt, að það var heldur ekki sú leiðin, sem þjóð- in vildi við una. Samninga- leiðin ein var fær, heiðarleg og nauðsynleg, eins og Fram- sóknarmenn hafa alltaf bent á og unnið að, að fairin yrði. Urðu undir Öfgamenn stjórnarflokk- ainna hafa sífellt hamrað á lög- þvingunum og ýmiss konar hót- unum í kaupgjaldsmálum, eftir að skilvinda „viðreisnarinnar“ reyndist ómýt. Þeiir hafa nú lent í minuihlutainum og er það vel, hvað sem um hina nýgerðu samninga má að öðru leyti segja í einstökum atriðum. En í sjáliu sér er það htnn mesti ávinningur að samniingaleiðin var tarin, og þess vegna mun henni faignað af þorra fólks í þessu landi (Dagur). □ T f M I N N, miðvikudagur 10. júní 1964. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.