Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 10. júní 1964 128. tbl. 48. árg. !H!!ii!P!jÍ!!!!;!i<!!i|ijiP|!i!!Í!! REYKJA VÍK SKARTAR 4 NÝJUM HÖGGM YNDUM HF-Reykjavík, 9. júní. Síðastliðna nótt og í gærkvóldi voru tvö listaverk sett up í Reykja víkurborg, stúlkumynd eftir Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara, og Út- lagiren eítir Einar Jónsson. Stúlku myn-din stendur i Hallargarðinum fyrir framan Kvennaskólann, en Útlaginn fyrir sunman gamla kirkjugarðinn á stórum mosavöxn. um steini úr Öskjuhlíðinni. Tvö íistaverk hafa og nýlega verið sett í grasgarðinn inni í Laugad-al: Systurnar og Móðir Jörð eftir Ás- mirnd Sveinsson. Borgarstjóri sýndi blaðamönn- um í dag þessar styttur og með í förinni voru ýmsir framámenn listahátíðarinnar, forráðamenn borgarinnar og listamaðurinn / mundur Sveinsson. Borgarstjórinn sagðist fyrir hönd borgarinnar vilja skila þakklæti til þeirra lista- manna, sem hlut ættu að máli. • jafnframt til ekkju Einars Jóns- sonar. Einnig vildi hann koma framfæn þakklæti til Bjarn; Jónssonar og Guðmundar Jens- sonar, eigenda Nýja Bíós, en í til- efni af 50 ára starfsafmæli kvik- myndahússins gáfu þeir borginni- Útlagann. Bjarni er bróðir Einars Jónssonar. Borgarstjóri gat þess einnig, að í næstu viku yrði hafizt handa um að rækta upp Klambratúnið, en þar mundi verða komið fyrir höggmynd af Einari Benediktssyni eftir Ásmund Sveinsson. Á þessu ári er aldarafmæli Einars Bene- diktssonar. Jafnframt tjáði borg- arstjóri blaðamönnum, að Klyfja- hesturinn eftir Sigurjón Ólafsson væri nú í steypu í Kaupmanna- höfn, og mundi verða settur upp á Hlemmtorgi í Haust. Allt stuðlar þetta að því að prýða borgina, og fer vel á því fyrir 20 ára afmæli lýðveldisins og á meðan listamannahátíðin stendur yfir. Móðir jörð er önnur höggmynda Ásmundar Sveinssonar, sem sett hefur veriS upp í Laugardal. (Tímamynd, GE). Geðveiki er svipuö hér og í Danmörku Aðils-Kaupm.höfn, 9. júní , í gær varði Tómas Helgason, prófessor og yfirlæknir Klepps- spítalans doktorsritgerð sína við háskólann í Árósum. Andmælcnd- urnir, sem voru tveir, þeir dr. med. Erik Strömgren og yfirlækn ir dr. med. Kurt Fremming, Iuku Utlaganum komið fyrir Ljósmyndari TÍMANS ná8i þessari mynd af Útlaganum í fyrrinótt, þegar bæjarstarfsmenn unnu að þvi að koma honum fyrir á stalli lians sunnan gamla kirkjugarðsins. Útlaginn er voldugt listaverk og þurfti mikil um- svif við að koma honum á fast, eins og sjá má á myndinni. (Tímamynd GE). SKEMMTIFÖR FRAM- SÓKNARKVENNA I FÉLAG Framsóknarkvenna fer , í skemmtiför til Þingvalla fimmtu j daginn 11. júní. l arið verður frá I Tjarnargötu 2f> ki. 1. Félagskon- | ur fjölmennið og Uafið með ykk- 1 ur nesti. Tilkynnið þátttöku í i síma 155 64 frá kl. 1 til kl. 6. Leifur Eiríksson / viígerð FB-Reykjavík, 9. júní Þcgar nýja flugvél Loftleiða, Leifur Eiríksson, var á flugi í 19 þúsund feta hæð yfir Nýfundna landi um fjögur Ieytið í nótt urðu flugmcnn allt í cinu varir við, að hnykkur kom á flugvélina. Vélin flaug cðlilega eftir þetta, en þeg- ar hún lenti á Keflavíkurflugvelli i morgun kom í ljós, að eitt skrúfu blaðið hafði bognáð. Vélin fór til Luxemborgar í dag til viðgerðar og kemur hingað aftur á morgun, að sögn Sigurðar Magnússonar, blaðafulltrúa Loftleiða. Leifur Eiríksson var á austur- leið yfir Nýfundnalandi o-g flug- maður var Magnús Guðmundsson, þegar allt í einu kom hnykkur á vélina. Hnykkurinn var ekki harð ur, en þó greinilegur. Flaug vél- in áfram eftir þetta, og störfuðu mótorarnir allir eðlilega og ekk- ert dró úr hraða hennar, og lenti hún á Keflavíkurflugvelli kl. 8 í morgun. í Keflavík kom í ljós, að eitt skrúfublað vélarinnar hafði bogn- að, en ekki er vitað, hvað hefur orsakað það. Að sögn Agnars Ing ólfssonar fuglafræðings, er mögu- legt, að fugl hafi orðið fyrir vél- inni, en einnig kemur til greina, að veðurathugunartæki hafi orðið á vegi hennar. Leifur Eiríksson var fullur af farþegum, og fengu sumir þeirra far áleiðis til Evrópu með Flugfó- i lagsvél, en aðra tekur frönsk leigu flugvél, sem kemur hingað í kvöld Leifur Eiríksson flaug á þremur hreyflum til Luxemborgar í dag og verður þar sett á hann nýtt skrúfu blað, en vélin er væntanleg hing að aftur á morgun. miklu lofsorði á ritgerðina, en í henni gerir Tómas grein fyrir raimsóknum sínum á tíðni geð- veiki á íslandi. Þar kemur m. a. í ljós, að tíðni geðveiki í Dan- mörku og á íslandi er sú sama. Ritgerðin riefnist á ensku Epidemiologi of Mental Disorders og er hún byggð á rannsóknum Tómasar á geðveikitíðni meðal ís- lendinga, en þær rannsóknir hóf j hann árið 1956. Samkvæmt dönsk I um blaðaskrifum hefur Tómas rannsakað æviferil 5395 íslend- inga, allt frá fæðingu fram að 61 árs aldri. Kom í ljós að ís- lendinga getur einhvern tíma á ævinni orðið fyrir geðtruflunum. Tómas sýndi einnig fram á í rit- gerð sinni, að veiki lítil eða mikil, leggst misjafnlega á fólk og Framhala á 15 síðu ' "y, X X,t , t."t t SUt t, ■■.■tt"ttX.ttttt '■/ ■ ■ 'í Próf. TÓMAS HELGASON Skyndihappdrætti S.U.F. og F.U.F. Nú fara að verða síðustu forvöð fyirir umboðsmenn úti á landi að panta miða til við- bótar. Þá þurfa allir, sem feng- ið hafa miða að gera skil sem al'Ira fyrst 25 vinningar. Opel Rekord 1964 og 24 vinningar, húsgögn að eigin vali frá Húsgagna- verzlun Austurbæjar. Miðar verða seldir í bifreið- inni • Austurstræti. Skrifstofan er að Tjarnargötu 26, símar: 1 55 64 og 1 29 42. Opin frá 9— 12, 1 —6::30 og 8—10. Hringið. og við sendum yður miðana heim ef óskað er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.