Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 9
JÓN H. MAGNÚSSON SKRIFAR FRÁ AMERÍKU Kynþáttavandamál í Suðurríkjunum Þeir bera það fyrir sig, að þeir Nashville, Tennessee, 5. júní. Það er svo til ómögulegt fvr i’r nokkurn mann að komast Ajá því að sjá hið mikla oil nér í Suðurrlkjunum á milli hins nvíta og dökka kynstofns Eins er það svo til ógerning- ur að loka augunum fyrir hinni þjóðfélagslegu byltingu dökka mannsins, sem enn er ekki kom in á hástig hér í Bandaríkjun- um. Hér í Tennessee er svertingj unum haldið eins mikið niðri og hægt er, þeim er haldið „utan dyra“ alls stað- ar þar sem hviti maðurinn er, t. d. á veitingahúsum, í hótel- um, á rakarastofum o. s. frv. Svertingi getur í flestum til- fellum aðeins komið á þessa staði, ef hann vinnur þar við þjónustu- Fari svo, að kyn- þáttafrumvarpið, sem nú er til umræðu f sambandsþinginu í Washington, fari í gegn í ár, má ekki neita svertingjum um aðgang að þessum stöðum. En eins og bæði svartir og hvítir segja hér, þá er ekki allt feng ið með þessu frumvarpi, og það er langt i land, þar til hóparnir geta lifað hlið við hlið í sátt og samlyndi. Hubert Humphrey, öldunga- deildarmaður. sagði hér í ræðu nýlega: „Mannréttindafrum- varpið mun ekki leysa kynþátta vandamálið ú einni nóttu. Það mun aftur a móti reyna á þroska fólksins, það mun sanna að báðir kynþættirnir hér í Amerí'ku geta unnið saman að því að leysa þetta vandamál sfn á milli og í sameiningu byggt upp sitt eigið þjóðfélag Mannréttindalögin koma til með að reyr.a mjög mikið á þolinmæði, hugrekki, skilning og dugnað foringja bæði svaria og hvíta hóprins". Eins og Humphrey sagði þá mun ástandið ekki breytast á einni nóttu. Eitt af mörgum dæmum um ástandið í dag hér í Suðurríkjunum er sú stað- reynd, að hvítir rakarar neita algjörlega að klippa svertingja. kunni ekki að skera hár svert- ingjans og þeir hafi aldrei læri það. Svertingjar og þeir, sem styðja þá í jeínréttindabarátt- unni segja aftur á móti, að þetta sé tómur fyrirsláttur og hvítir rakarar vilji ekki klippa svertingja af kynþáttaástæðum. Frétatmaður liefur kynnt sér þetta mál töl;.; vert, þar sem það það er afar mikilvægt atriði Eg hef spurt hvíta rakara í New York, Chicago, Minnea- polis, St. Louis, og hér í Nash- ville, hvort það sé satt, að þeir kunni ekki að klippa hár svar :a mannsins. Flestir þeirra segja, að þeir hafi aldrei lært það sem lærlingar og geti það þar af leiðandi ckki. Eins hef ég spurt kennara í rakaraskólum hvort þetta sé satt og þeir segja það sama og bætá við að það taki fjórar til átta vikur að læra svertingiaklippingu. A5- alástæðan er sú, að hár svert ingja er töluvert frábrugðið hári hvítra manna. Hubert Humphrey Jafnréttindafrumvarpið mun mjög líklega fara í gegnum þing ið í ár og þá verða rakarar samkvæmt 'dgum að klippa alla menn, jafnt hvíta sem svarta. Fari svo, að hvítur rak ari neiti að kiippa svertingja, er hægt að dæma hann og setja í „steininn“. Það er vit að mál, að Marfandi' rakarar hér í Suðurríkjunum muni halda áfram að neita að klippa svarta og þeir munu bera það fyrir sig, að þeir hafi hvorki ráð né tíma ti! að læra slíkan hárskurð. Þeim helzt ef- laust uppi að bera fram þessa afsökun, enda er hún að vissu leyti skiljanleg. Aftur verða lærlingar að iæra að klippa alia menn. hvort sem þeir hafa Ijóst eða svart hár: sítt eða stutt, liðað eða slétt. Þannig verður þess langt að bíða, að svertingjar geta farið inn á hvaða rakarastofu sem er og fengið sómasamlega hár- greiðslu. SUMAR- NÁMSKEIÐ Eins og undanfarin ár verður haldið sumarnámskeið á vegur.i Guðspekifélags íslands í Hlíðar- dal í Ölfusi í þéssum mánuði, dag ana 18.—25. Aðalfræðari og fyr irlesari á námskeiði þessu verður enskur maður, Edward Gall (fb. Goll) að nafni. Hann er þekktur rithöfundur og hefur' ferðazt víðs vegar um England og flutt fyrir lestra um andieg efni. Þykir hann snjall fyrirlesari og er talinn vit- ur maður og víðsýnn. Leggja mun hann meiri áherzlu á það, sem kalla mætti hina innri hlið guð- spekilegra fræða en hina fræði- legu og formbundnu, og mun þvi hafa sitthvað að gefa einmitt þeim mönnum, sem þrá andann fremur en bókstafinn, dýptina fremur en breiddina. Hann mun tala tvisv ar á dag. í Hlíðardal er landslag fjöl- breytilegt og ber mjög íslenzkan svip. Er staður þessi mjög kyrrlát ur. Húsakynni eru hlýleg og all- ur viðurgjörningur góður. Þarna er sem sagt mjög gott að vera cg verður sumarfríi varla betur varið með öðru en því að dveljast f kyrrð og næði í skauti náttúrunn ar en hafa jafnframt frjósama snertingu við andleg fræði, setn boðuð eru á aðgengilegan hátt og án allrar kenningakergju. Fyrirlestrar Edwards Gall verða að sjálfsögðu túlkaðir og fögur tónlist mun gleðja þá, sem hljóm vísir eru. Framkvæmdastjóri sum arskóla þessa er frú Anna Guð- .mundsdóttir, Hagamel 27 (sími 15569) og lætur hún í té allar frekari upplýsingar. Það er sannfæring mín, að á sumarnámskeiði þessu muni menn geta átt margar góðar stundir og jafnvel sótt þangað líkamlega og andlega heilsubót. Gretar Fells. HESTAR OG MENN FAGURTERÁ FJÖLLUM Einhverjar ánægjulegustu ferðirnar sem margir fara, eru ferðalög á hestum um óbyggð ir landsins. Eiga ýmsir ógleym anlegar endurminningarfrá slík um ferðum og þrá það heitast að kcimast afiur í slík ferðalög, og þá gjarnan um ókunnar slóð ir. Hjá sumu fólki eru ferða lög um fjallvegi orðin að föstum lið í íumarlifi þeirra og geta ekki til þess hugsað -ið verða án þeirra yndisstunda sem auðfengnar eru í slíkum ferðum. — Myndirnar, sem hér fylgja eru úr einu slíka ferðalagi og þurfa þær ekki skýringa við. Eitt og annað. Hestamenn eru nú farnir að hugsa til hreyíings um sumar- ferðalög og ákveða hvert fara skuli. Margir sunnanmenn munu fara norður, á Fjórðungr,- mótið við Húnaver sem haldið verður dagana 27—28. þ. :n. Undirbúningur að því er nú í ÍlllÉlPl liiilill \^V | o,; I Á Arnarvatnsheiði. Eiríksjökull i baksýn. fullum gangi og má búast við að þar verði margt um hesta og menn. Reykvíkingar eru nú fyrir nokkru búnir að koma hestum sínum í sumarhaga, flestir í næsta nágrenni, þar sem fljót legt er að gripa til þeirra um helgar og oftar Viðrar nú þann ig að freistandi er að nota frí stundirnar tii að skreppa á bak og dansa „á fáksspori yf- ir grund“. — Allir reiðvegir eru nú þurrir cg eins góðir og þeir geta verið án nokkurra að gerða. — Samt sem áður þurfa reiðgöturnar víða einhverra lagfæringa, svo þær geti talizt sæmilegar yfirferðar. Nýju vegalögin eru nú að komast til framkvæmda og cr gott til þess að hugsa, að hlut ur hestamanna í umferðar- málunum verði nú bættur að mun samkvæmt ákvæðum þeirra Ekki tr enn fullráði‘5 hvar helzt verði unnið að t-eiðvegagerð í sumar, en að sjálfsögðu verður stefnt að því að beina rramkvæmdunum þangað, sem þórfin er brýnust — Er nokkur eftintenting þvi samfara hvar hafizt verði handa. Á Hlöðuvelli. Skjaidbreið í baksýn. KH T í M I N N, miðvikudagur 10. júni 1964. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.