Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 13
GRJÓTKAST Framhald ai 8. síðu. ast sagt úr hörðustu átt. Nokkurs tviimælis mun það orka, hversu hann hafi rækt skyldu sína um álagningu söluskatts. Hann veit og mætavel, sem formaður skatta- nefndar á þeim tíma, að deila stóð hjá fyrirtækjum um land allt við í kattayfirvöld um - túlkun laga- ákvæða varðandi m. a. söluskatt- skyldu á úttekt hjá eigin fyrirtækj um. Þá var og deilt um hvort greiða bæri t. d. söluskatt af við gerð húsa, sem eigið trésmíðaverk stæði framkvæmdi. Hins vegar iéK enginn efi á að slík viðgerð var söluskattsfrjáls, ef til vinnunnar voru fengnir ssniðir, sem ekKi töldust ráðnir á verkstæði. Fjöldi fyrirtækja um land allt beið endan legs úrskurðar um þessi mál. Með al þeirra var Kaupfélag Skagfirð inga — og fór ekki dult með. Minn ist ég þess, að framkvæmdastjóri félagsins skýrði frá þessu hvað cftir annað á aðalfundi. Reiknings skil á söluskatti K. S. hafa jafnan verið gerð í fullu samráði við yí- irvöld söluskattsmála. Hefur bæj arstjórinn, fyrrverandi formaður skattanefndarinnar á Sauðárkróki, ekki átt hinn minnsta þátt í að koma þeim málum á hreint í umdæmi sínu. Mun þó nauimast hafa verið vanþörf á einhverju eft irliti hjá þeim aðiljum sumum, sem honum eru öiiu hjartfólgnari en Kaupfélag Skagfirðinga. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að láta flictfæmi og óstýri- látan vilja til að óvirða ímyndað an andstæðing, ríða heilindi og heilbrigða skynsemi á slig. ,'Má-ég-bíta-sjónarmið“. — Og enn heldur grjótflugið áfram: ,,Á vitorði er að talnasérfræðing ur sá, er framtöl þessi gerði“, — hér er vafalaust átt við framtöl K. S„ — „hefnr ásamt sínum' nán- ustu pólitísku samherjum staðxð að linnulausum óhróðri um menn og málefni á Sauðárkróki og beitt í því skyni stórkostlegum blekkingum og einkanlega þó talna falsi (auðk. hér), eftir að hafa ver ið sviptur þeim trúnaði að telja fram fyrir fyrirtækið og síðm sviptur prókúruumboði þess.“ Ekfki eru nú stóryrðin né hell- ur óhróðurinn — um ónafngreiirl an mann. Þeir, sem til þekkja, vita, að þama er átt við Martein Friðrik-s son, framkvæmdastj. Fiskiðiu Sauðárkróks h. f. og starfsmann K. S., enda bótt bæjarstjórinn skirrist við að horfa beint fram- an í hann, en blindskakiki þess í stað á hann augunutn. Til áréttingar hinni hógværu! grein bæjarstjórans á Sauðárkróki í Morgunbl. 7. apríl s. 1. kemur önnur, undirrituð af meiri hluta bæjarstjórnar. Hallast þar hvorki á um hógværð nc prúðmennsku í rithæ'tti. Skólastjóri bamaskólans, sem pistilinn skrifar í fyrstu per- sónu eintölu, („ . . . tel ég“ . . . „finnst mér . . . “), enda þótt undirritaður sé af fjórum bæjar- fulltrúum og síðast sjálfum Birni Daníelssyni með ,og“ fyrir fram an nafnið, ræðst af heilagri vand- lætingu á einhvern nafnleysingja, sem mér skilst að hafi verið a-5 abbast upp á þá lélaga í Þjóðvxlj anum, en það blað sé ég ekki. Nafniaus árásarskrif eru ósómi og eigi furða þótt sá, setm kennir börnum góða siðu, fyllist viðbjóð1, þegar fullorðnir fara þar út af sporinu. En í brennandi siðférð isákafa sínum heggur kappinn á báðar hendur og hirðir lítt, hverj ii fyrir verða. Hann gerir öllum siðgæðisfjendutn upp orðin: ,,—Má ég bíta, má ég fcíta? hvísla þei;. Og auðvitað fá þeir að bíta og fylgja dyggilega formúlunni: læddu af stað óhróðri . . nag- aðu milli þils og veggjar". Og hann beitir andríki svo miklu i þessari höggorrustu orðanna, að mælt mál hrekkur ekki til, svo að úr penna hans renna hinar snjöllustu samsetningar eins og „Má-ég-bíta-sjónarmið.“ (Auðk. G.M.). Árás á ónefndan mann. Eins og ummæli bæjarstjórans, þau er greind eru hér að framan, bera imeð sér, ræðst hann þar með fúkyrðum og ænxmeiðingum á einn starfsmann K.S., en þorir ekki að nefna nafn hans. ........ læddu af stað óhróðri . . . nagaðu milli þils og veg^ segir í hinni ágætu formum barnaskóla- stjórans og þeirra félaga. Manni kemur ósjálfrátt í hug það sem einhvem tíma var sagt: Vei yður, þér hræsnarar. Yfirlýsing kaupfélagsstjórnar, sú er hér fer á eftir, má þykja hæfilegt andsvar við lævíslegum óhróðri bæjarstjórans um Martein Friðriksson og ódrengilegri árás á hendur honum: YFIRLÝSING. Út af alls ómaklegum og meið- andi usnmælum Rögnvalds Finn bogasonar, bæjarstjóra á Sauðár- króki, um Martein Friðriksson, framkvæmdastjóra Fiskiðju Sauð árkróks h. f. og starfsmann Kaup- félags Skagfirðinga, í Morgunblað inu 7. apríl s. 1., telur stjórn fé- lagsins rétt og skylt að taka þeÞa fram: 1. Enda þótt bæjarstjórinn hafi valið þann kost — ef til vill þótt það vissara — að nafngreina ekki þann mann, er hann ber þungurn sökum, fer ekki milli mála, við hvern er átt. 2. Bæjarstjórinn sakar „talnasér fræðinginn", er hann kallar svo, um „talnafals". Eigi styður bæjar- stjóri þessa þungu ásökun neinum rökum enda verður að líta á hana sem furðulegt ábyrgðarleysi. 3. Bæjarstjórinn staðhæfir, að, „talnasérfræðingurinn“ hafi veiúð „sviptur þeim trúnaði að telja fram fyrir fyrirtækið (þ. e. K. S. og síðan sviptur prókúruuimboði þess.“ Hér er gersamlega rangt með farið. Það var á sínum tíma ákveðið fyrir áeggjan Marteins Friðriks- sonar, er þá um nokkra hríð hafði annazt framtalsgerð til skatts fyr- ir Kaupfélag Skagfirðinga, að feia Guðmundi Skaftasyni lögfræðingi á A'kureyri, sem og er löggiltur endurskoðandi, þetta starf. Efast enginn um hæfni Guðmundar, enda hefur hann um árabil annazt fram talsgerð fyrir ýmis stór fyrirtæki, svo sem Kaupfélag Eyfirðinga, Kaupfélag Þingeyinga o. fl. Vorið 1962 fór Sveinn Guð- mundsson kaupfélagsstjóri ut.an vegna heilsubrests. Skömmu áður en Sveinn fór, var Marteini Frið- rikssyni faiið prókúrúumboð fyrir félagið í fjarveru kaupfélags- stjóra, er dvaldist ytra sumar- langt. Er heim kom aftur um haustið, tók hann þegar að fuilu við sínu fyrra starfi. Um leið var að sjálfsögðu prókúruumboð Marteins Friðrikssonar fellt nið ur. Það eru hrein ósannindi, að hann hafi verið „sviptur“ þrókúru umboði fyrir Kaupfélag Skagfirð- inga, miðað við þá einu merkingu, sem sögnin „að svipta“ hefur í mæltu máli. Þetta veit bæjarstjórinn á Sauð árkróki mætavel. Sauðárkróki, 20. maí 1964. Tobías Sigurjónsson. Björn Sig- tryggsson- Bessi Gíslason. Gísli Magnússon.“ —„Var ekki einhver að tala um heiðarleika", spurði bæjarstjórinn. 26. maí. Gísli Magnússon. Eftir að grein þessi var rituð hefur það gerzt, að framtalsnefnd Sauðárkróks samþykkti á fundi hinn 26. þ. m. að leggja nýtt við- bótarútsvar á Kaupfélag Skagfirð inga fyrir árið 1960, að fjárhæð samtals kr. 315.711,00. Hún er ekki alveg af baki dottin, sú stutta. Hér getur vitaskuld orðið um dómsmál að ræða. Á því naurn ast við að fjölyrða um málið á frumstigi — og væri þó freistandi nokkuð, því að fyrir leikmanns sjónum virðast hækkanir framtals nefndar reistar á næsta ótraust- um grunni og suimar jafnvel heid- ur barnalegai’. 26. maí segir Morgunbl. „Frá aðalfundi Mjólkursamlags Skag- firðinga". 5. maí s. 1. Fréttagrein in er örstutt, en nógu löng þó tii þess að vera mjög einhliða og vill andi. Hins vegar hefur blaðið ekki birt stuttorða greinargerð um að alfund Kaupfélags Skagfirðinga 33. og 14. maí, sem því mun hafa verið send, sem cg fleiri blöðutn, að loknum fundi. Síðastl. fimmtudag (28. þ. m.) tekur Morgunbl. sig aftur á móti til og birtir efnisútdrátt úr dómi Hæstaréttar í útsvarsmáli K. S. — 50 dögum eftir uppkveðningu dóms ins! Vonandi verður þess skemmra að bíða, að blaðið segi frá hinu nýja og síðasta afreki framtals- nefndar Sauðárkróks, — hefur ef til vill þegar gert það. Hún er mistæk nokkuð, frétta- þjónusta Morgunblaðsins. 31. maí 1964. Gísli Magnússon. RÍKISSTYRKIR Framhald ai 7 síðu búnað sunda, hafi sambærileg kjör við aðrar stéttir. Þetta hef- ur tekizt misjafnlega vel í hin- um ymsu löndum, en þetta . grundvallarsj ónarmið hef ur samt valdið því að ■ hver þjóð nefur myndað sér sína eigin stefnu í landbúnaðarmál- um. Víðast hafa þessar aðgerðir örvað framleiðsluna, með þeim afleiðingum að meiri eða minni hluta, ,fffratpleiðslunnar hef ur þurft 'að flytja út og. þá ávallt við verði sem stendur ekki undir framleiðslukostnaðinum í fram- leiðsluiandinu. ísland er engin undantekning hvað petta snertir. Hér er lög- fest að bændur eigi að hafa sömu laun og aðrar vinnandi stéttir. Þeir sem settu þetta í lög fyrst, gerðu ráð fyrir þvi, að hærra verðlag innanlands, en fékkst við útflutninguíinn gerði þetta mögulegt. Fyrir nokkrum árum vildu neytendur ekki una slíku fyrirkomulagi. Undan óskum þeirra var látið, en í staðinn tók hið opinbera á sínar herðar að brúa þetta bil. Núverandi útflutn ingsbætur eru því í rauninni nýtt' fyrirkomulag til þess að tryggja bændum sama rétt og þeir höfðu áður þ.e. að fá svipuð laun og aðrar vinnandi stéttir. ■ VEX VORURNAR Vex er óvenju gott þvottaefni íýmsan ® vandmebfarinn þvott. Vex þvottalögurinn er áhrifaríkt þvottaefni semfer vel með hendumar. Vex handsápumar hafa þrennskonar ilm. Veljið ilmefni viðyðar hœfi. amiuuaiiiiia ■ 15 ára ^ I fl fk |f| || M m A 15 ára stúlka óskar eftir að SilQarvinna komast á gott sveitaheimili. Söltunarstúlkur og karlmenn vantar á söltunar- Upplýsingar í síma 1759, stöð á Reyðarfirði. Fríar ferðir og gott húsnæði, frítt. Keflavík. Upplýsingar hjá Garðari Jónssyni, verkstjóra. Hitakönnur síma 11, Reyðarfirði, Þórði Sigurðssyni, verkstjóra, sími 1530, Akranesi, kr. 273.00 og Ólafi Elíassyni, verkstjóra, sími 1117, Akranesi. Póstsendum Söltunarstöðin ALDAN KJARAKAUP Njálsgötu 112. Reyðarfirði. T I M I N N, miðvikudagur 10. júní 1964. — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.