Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Franikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (úb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indri'öi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómals Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánssori. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305 Skrif- stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — 1 lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h,f. Horft fram ÞaS koin glöggt í ljós á nýloknum aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga, að sú stjórnarstefna, sem nú ríkir í landinu, þrengir á margan hátt að starfsemi samvinnu- félaganna. Þau eiga því í höggi við ýmsa erfiðleika, en það er hins vegar ekki nýtt í sögu samvinnusamtakanna. Fram að þessu hafa samvinnufélögin sigrað slíka erfið- leika með samheldni og skilningi félagsmannanna og framsýni og festu forustumannanna. Svo mun vissulega enn verða. Fyrir þá, sem sátu seinasta aðalfund SlS, mun það verða minnisstæðast síðar, að þótt margt væri rætt um áðurnefnda erfiðleika, setti erindi, sem Erlendur Ein- arsson forstjóri flutti um „byltingu í samvinnumálum Danmerkur11, einna mestan svip á fundinn. I framhaldi af því samþykkti fundurinn einróma að kjósa fimm manna nefnd, ,,er hafi það hlutverk að gera tillögur um framtíðarstarfsemi samvinnuhreyfingarinnar með það fyrir augum, að hún geti sem bezt gegnt hlutverki sínu við síbreytta aðstöðu í þjóðfélaginu". Eins og kom fram í erindi Erlends Einarssonar er að gerast bylting í samvinnumálum Danmerkur á þann hátt, að kaupfélögin eru að hefja miklu nánara samstarf en áður til þess að geta skipulagt verzlunina sem bezt og fullkomnað þjónustustörf hennar. Að ýmsu leyti hafa Svíar gengið hér á undan og fyrirmyndir Dana verið sóttar þangað. Hinir breyttu og bættu starfshættir sam- vinnufélaganna í þessum löndum hafa stutt mjög að eflingu þeirra á síðari áruin. Neytendasamvinnan hefur sennilega hvergi eflzt meira á síðari árum en þar. Að sjálfsögðu eru aðstæður á ýmsan hátt öðruvísi hér en í Danmörku og Svíþjóð, en jafn nauðsynlegt er það eigi að síður, að samvinnufélögin fylgist vel með erlendri þróun og hagnýti sér hana eftir föngum. Þetta hafa þau raunar gert og má t. d. benda á, að þau ruddu kjörbúð- arfyrirkomulaginu braut. Kaupfélag Hafnarfjarðar hefur að undanförnu gert tilraun með kjörbúðarbíl, sem hef- ur gefið mjög góða raun. Margt fleira mætti nefna. En íslenzk samvinnuhreyfing ætlar ekki að láta sér nægja að hafa rutt brautina á undanförnum áratugum og árum. Hún ætlar sér að halda því áfram. Markmið henn- ar er að tryggja viðskiptamönnum sínum síbatnandi þjón- ustu. Þess vegna voru það ekki stundarerfiðlf'ikarnir. sem settu mestan svip á aðalfund S.I.S.. heldur hitt. að þeir voru ekki látnir hindra það að áfram væ’-i horft fram á leið, þótt eitthvað kunni qð þurfa að draga úr skriðnum í bili. Því starfi verður eigi að síður haldið áfram að leit- ast við að veita viðskiptafólkinu batnandi þjónustu í sam- ræmi við breyttar aðstæður og aukna tækni Merkasti atburðurinn Morgunblaðið fer í gær þeim orðum um nýgert sam- komulag ríkisstjórnarinnar og verklýðssamtakanna, að það sé „vafalaust einn merkasti atburðurinn í tuttugu ára lýðveldissögu íslands“. Morgunblaðið getur þess að sjálfsögðu ekki, að ríkis stjórnin ætlaði sér upphaflega að fara allt aðra leið. lög- kúgunarleiðina, en var knúin til þess af stjórnarandstöð unni og verkalýðssamtökunum að gefast upp við hana Ef ríkisstjórnin hefði fengið að ráða. befði þessi oinr merkasÞ atburður“ lýðveldissögunnar aldrei gerzt.. Þannig getur einbeitt og jákvæð stjórnarandstaða >' komið góðu til vegar og hindrað óþnrftarverk afturhaldi samrar og neikvæðrar ríkisstjórnar. T t M I N N, miðvikudagur 10. júní 1964. ~ Þetta þurfa íslenzkir bændur að keppa við: - Ríkisstyrkir nema 2/3 af nettdtekjum brezkra bænda úr skýrslu Framlelðsluráðs um úMlufniug landbúnaðarafuröa Á aðalfundi StéttarsaœbariJs bænda var lögð fram skýrsla Franileiðsluiráðs iandbúnaðar'ins fyrir 17. starfsár þess. í þessairi skýrs.lu er að finna merkilegar upplýsingar um útflutning land búnaðarafurða, og verður kafli úr þeim þætti hennar birtur hér á eftir. í þeim hluta þessa þáttar. sem ekki er birtur hér, kemur það fram, að fyrir diikakjöt, sem hefuir >erið flutt út á þessu ári, m hefur fengiz 54% af heildsölu verði innanlands (73% af salt kjöti), en fyrir mjólkurafurðir, sem hafa verið fluttar út, mun minna frá 26% til 47%. Fyoir dyrum stendur að flytja út all- miki.ð af smjöri vegina mikillar nýmjólkurframleiðslu í vetur. Hefst svo kafli sá, sem birtur veirður úr skýrslu Fram'leiðslu- ráðs: Nú Lipp' á síðkastið hefur verið rætt mikið um útflutningsáætlun fyrir landbúnaðarvörur fyrir yfir standaudi verðlagsár. Umræður þessar 'nafa faiið fram hjá sölu samtökum landbúnaðarins og framleiðsluráði Nokkrar líkur eru til þess að til útflutnings- bóta purfi að ætla um 170 mill- íónir króna Er þá miðað við það að minnka sm.iörbirgðirnar í landirr allve>'"lpga Hins vegar er verðmætaáætlun landbúnaðar afurða um 1600 milljónir króna. svo útflutningsbætur samkvæmt gildandi lagaákvæðum geta naum ast orðið meiri en 160 milljónir Það er því sýnilegt að draga verð ur eitthvað úr útflutningi þessa árs og færa hann til yfir á næsta verðlagsár, ef önnur úrræði verða ekki fundin | S HagstæSara aS flytja út sauðf járafurðir Samkvæmt þessari áætlun er • gert ráð fyrir því að útflutnings ábvrgð.n fyrir sauðfjárafurðir verði oni 70 millj. en um 100 fyrir njólkurafurðir Nú ber á það að lita að engar uppbætur hefur purft að greiða á ullar- og gærusölu Útflutningsverðmæti ullarinnar er naumast undir 35 milliónum króna og útflutnings- verðmæti gæranna er um 100 milljónir króna Fob — verðmæti kirda' iötsins sem út er flutt er um 75 milljónir. Alls er því út- flutningsverðmæti sauðfjáraf urðanna um 210 milljónir króna 70 milljóna uppþótagreiðsla á það gerir um 33%. Til viðbótar þessu verðmæti kemur svo verð mæti jarna og annarra innyfla sem eKki liggui fyrir hve mikið er Ekki er þvf ósennilegt að ú> flutningsbætu' á sauðfjárafurð ir séu aðeins um 30% af útflutr ingsverðmætinu þegar öll kur’ koma til grafar. Það er því ekkert samþæri ’egt hve útflutníngur sauðfjáraf 'irða er hagstæðari ,en útflutnini ir mjólkurvara Þó ber að benda á þá staðreynd að mjög er það nismunandi hvc háa upphæð hir j i>- einstök’ mjólkurafurðir gefa í tekjur eins og þær eru verð lagðar á innlendum markaði. Að jafnaði er það svo að þær vöru tegundir sem þurfa hlutfallslega mestar uppbætur úr ríkissjóði við útflutning gefa bóndanun einnig hæst verð Ef útfkitningsbæturnar eru mældai á mælikvarða innlends verðmætis, þ e verðmæti fram- leiðsbinnar. eins og hún er greidd bændum. deilt í áætlað- ar útflutningsbætur. kemur eftir farandi í ljós Verðmæti nautgripaafurðanna þar með talið nautgripakjöt og húðir, er áætlað að sé á yfirstand andi verðlagsári um 800 milljón ir króna. Útflulningsuppbæturn- ar. satnkvæmt því sem áður er sagt, eru 100 milljónir. Útflutn- ingsuppbætur af heildarverðmæti eru þvi 12,5. hvað nautgripaaf- urðirnar snertir. Heilcarverðmæti sauðfjárfram leiðslunnar er á sama hátt talið vera um 550 milljónir króna. 70 milljómr útflutningsbætur á það gerir 12,7% eða svipað hlutfall og það sem er varðandi nautgripa afurðirnar. Öfgafullar umræður Á siðast liðnum vetri urðu miklar umræður um landbúnað- armál og framtíð atvinnuvegar ins. Þessar umræður fóru fram bæði .nnan veggja Alþingis, á sérstökum fundum sem boðaðir voru i þessu skyni og síðast en ekki sizt, í dagblöðunum. í þessum umræðum hafa kom ið fram mörg og margvísleg sjónarmið, sem ekki er unnt að rekja hér. Margar þær hugmynd ir, sem þar hafa komið fram eru úr hóf. öfgakenndar, svo að þær verða uaumast teknar alvarlega Þar endurtekur sig gamla sagan að þegar menn hafa leiðzt út í deilur um einhver málefni. eru öfgar ■< næsta leiti Ekk: er nokkur vafi á því að greiðsla útflutmngsbóta af opin beru ffc hefur verið meðverkandi orsök að því að slíkar umræðui sem oessar hafa komizt af stað Það er nú einu sinni þannig, bæði með einstaklinga og hópa, að meðan þeir standa einir sér og óstuddir telur enginn ástæðu til að gagnrýna þa En eru greiðslur útflutnmgsbóta úr ríkissjóði næg Astæða til gagnrýni? Geta þær orðið mælikvarði á fram leiðni landbúnaðarins? Áðu: en þessu verður svarað er nauðsynlegt að gera sér ljóst eðli þess markaðar, sem venju- lega er nefndur heimsmarkaður og sem íslenzkir bændur þurfa að selja á um það bil Vi af kinda kjötsframleiðslu sinni. Þessi markaður er brezki mark aðurinn. Styrkii sem brezkur land- búnaður fær í þessum mánuði er nýlega lokið verðlagsumræðum brezku bændasamtakanna og ríkisstjórn arinnai Þessir samningar fara fram cinu sinni á ári og lýkur ávallt það snemma að brezkir bændn geti hagað framleiðslu sinni samkvæmt þeim. f þetta skipti ci talið að brezkir bændur hafi fengið 7% hækkun Verð- lagskeifið í Bretlandi er annars nokkuð flókið, en aðaleinkenni þess er að innlend framleiðsla á að seijast í samkeppni við inn- fluttar landbúnaðarvörur. Brezk ir bændur hafa samt tryggt visst ábyrgðarverð Það sem á vantar að ma-kaðsverðið gefi ábyrgðar verðið greiðir ríkissjóður. Til þess að létta undir með greiðsl um ríkissjóðs í þessu skyni hafa verið ,agðir misjafnlega háir tollar a innflutt matvæli og sumt af intiutningnum, eins og t.d. smjör er háð beinum innflutn- ingstakmörkunum. Eftir nýaf- staðna verðlagssaníninga í Bret landi er áætlað að ofannefndar greiðsiur til landbúnaðarins verði um 320 milljónir sterlingspund á framleiðsluárinu 1964-1965 Þessi fiárhæð samsvarar 38 millj örðum ísl. króna. Tölurnar ein- ar segja ekki svo mikið í þessu sambandi, en þegar það er haft í huga að þessi fjárhæð samsvar ar % af nettotekjum brezkra bænda sjá allir hversu gífurlegar fjárhæðir eru þarna á ferðinni. Einnig sýna þessar tölur hve langt oi frá því að brezkir bænd ur geii framleitt landbúnaðar- vörur tyrir það söluverð sem gildir , þeirra eigin landi En sýnir þetta ekki þá hve brezkui landbúnaður er langt á eftir iandbúnaði þeirra þjóða sem flytja vörur til Bretlands? Nei, alls ekki Engar þjóðir, nema þá ef til vill Nýja-Sjáland og Ástralía, flytja landbúnaðar- vörur á brezkan markað, án þess að kom: til aðstoð af al- mannafé, i einu eða öðru formi. Jafnve' Danir hafa sett hærra verðlag á nokkurn hluta land- búnaðarvaranna á heimamarkaði eij þeir fá fyrir sömu vörur við útflutning og auk þess nýtur danskui landbúnaður beinna styrkja sem eru að upphæð ein- hvers staðar milli 1 og 2 millj- a-ða danskra króna. Þó cr það viðurkennt að danskur landbún aður siendui á mjög háu stigi. Sannleikurinn um heims- markaðinn Sann.eikurinn um hinn svo- kallaða heimsmarkað er nefni- lega sa að hann er fyrst og fremst samsafn umframfram- leiðslu sem flestar þjóðir nota til þess að koma því í eitthvert verð sem þeir þurfa ekki að nota neimafyrir Hann ei það sem erlendar þjóðir kalla ,,dumping-markað“ og menn hér heima nefna ciðurboðsmarkað. Verðlag á slíkum markaði getur aldrei orðið mælikvarði á fram- leiðni eins atvinnuvegar Flest ar þjóðir hafa á síðari árum, stefnt að því að þeir sem land Framhald é 13. sfðu z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.