Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 14
101 heilsu og hve sterklegur og ung- legur hann -er á að sjá. Eg er viss um, að hann á sín leyndarmál um, hvemig . . .“ Og ári síðar kom bróf frá Cle- enentíne lil K.F.U.K. svohljóðandi „Álfakóngurinn minn, hann Giraudier sendi mér enn einu sinni konunglega gjöf . . .“ Það var enn ein ávísun, sem hljóðaði upp á 500 pund, og hann hélt áfram að senda sömu upp- hæð árlcga, unz Castro kom í veg fyrir, að það væri unnt. „Lafði Churchill beinir iðulega peningum til okkar, sem henni eru boðnir,“ sagði ungfrú Walder „Mér er cinna minnisstæðast, þeg ar aðdáandi hennar frá Canada spurði hana ááð 1949 hvort hún mundi veita viðtöku minkakápu, sem hann hugðist gefa henni. Auk þess sem aðdáandinn átti stórt dag blað, átli hann einnig hluti í Btðru minkabúi. Frú Churchill svaraði honum á þá leið, að hún vildi frekar fá peningana sem kápan kostaði til að gefa til líknarmála, þó að henni að vísu enundi þykja afar vænt um kápuna.“ Aðdáandinn, sem ól upp mink- ana var augsýnilega örlátur ná- ungí — hann sendi ávísun og Cle- mentine skrifaði K.F.U.K.: „Ávísun þessi barst mér fyrir stuttu fra J. W. McConnel, eiganda Montreal Star. Eg kynntist hon- um í stríðslokin, þegar ég fór með eiginmanni mínum á aðra Quebeck ráðstefnuna. Þá var ég forseti áróðursnefndar K.F.U.K. á styrj aldartímum og af vinsemd sinni gaf hann mér 1000 pund í sjóð- inn. Hann kom í október til Lund- úna ásamt eiginkonu sinni og bauðst til að gefa mér minka- kápu. Hann er afar örlátur og gefur mörgum kunningjum sín- um slíkar gjafir. (Meðal margra fyrirtækja í hans eigu er hið fræga skinnafirma Holt Renfrew, en þar er hann stjórnarformaður.) Eg sagði honum, að ég vildi heldur fá einhvert fé til þess starfs, sem éjg var að reyna að inna af hendi fýrir K.F.U.K. og ég spjallaði við hann alllengi um gistiheimilin. Hann lofaði að senda mér ávísun, en þar sem ekkert þeyrðist frá honum, hélt ég að honum hefði leiðzt í mér talið. En nú komu jólin og þessi dásamlega gjöf frá honum . . .“ Ávísunin, sem kom í stað minka kápunnar var upp á .10.000 pund.; Hampen lávarður veitti gjöf-( inni opinberlega móttöku á fundi hjá K.F.U.K. Hann var formað,ur fjárhagstiefndar, og þegar Cle-: mentine heyrði hann segja frá! því, að „aðdáandi hennar hefði \ sent henni peninga í staðinn fyrir; mink" skríkti hún af hlátri, þar; sem hún faldi andlitið á bak viðj pappírana, sem höfðu legið á borði | hennar. Og á þennan hátt var Clemen-Í tine Churchills álman í höfuð ’■ stöðvabyggingu samtakanna við Baker Street reist fyrir minka kápu — og samt voru eftir 7000 pund til að greiða til endurreisn ar annarra gistiheimila. Auk alhliða starfa hennar í þágu K.F.U.K. varð hún forseti Styrj aldarsjóðs samtakanna frá 1941 til 1946, formaður gistihúsanefndar innar frá 1948 til 1952. 1944 flutti hún fyrsta erindið í útvarpserindaflokki sínum í út- varpi til Indlands. Hún mælti: „í fyrsta sinni í sögunni bíða konurn ar ekki lengur eftir mönnum s< um heima. Okkur er ekki lengr ’ ætlað að hlýða á góðar eða illar fregnir af eiginmönnum okkar eði sonum, sem berjast fyrir okk Svo sannarlega erum við höfuð skotspónn óvinaliðsins. Þið á Indlandi getið ekki haft minnstu hugmynd um þá harð stjórn, sem við mundi taka, ef Bretar yrðu sigraðir." Til viðbótar hreyfingunni um Rússlandshjálparsjóðinn og allt annað, sem hún hafði með höndum varð hún einnig formaður fyrir stjórn fæðingarsjúkrahúss. Starf inu sinnti hún af alvöru og kost gæfni í upphafi, athugaði, hvar úrbóta var þörf og hvað væri unnt að gera (il batnaðar. í öllu sýnir hún sömu nákvæmnina. En þó að hún leggi yfirleitt á- herzlu a stranga kurteisissiðu og formfasta siðu í framkomu, veit hún hvenær og hvernig leggja ber slíkt til hliðar. Hún er alltaf rólynd og tekst að róa alla, sem í kringum hana eru. Eitt sinn, er hún kom í óvænta heimsókn á gistiheimili fyrir stúlk ur í '..ergagnaverksmiðju, gekk hún beint inn á dansleik á vegum verksmiðjunnar. Það leið ekki á löngu fyrr en hún var farin að dansa við einn af verkstjórum verksmiðjunnar og hafði mikið gaman af. Annað sinn heimsótti hún eldhús fyrir Sjálfboðaliðs- sveitir Kvenna og þar sem hún sá, að mikið var að gera fór hún inn fyrir borðið og hjálpaði til við að hella teinu í bollana. Enn einu sinni kom hún í könnunar ferð til herstöðva og kom þá í eld búsið. Einn yfirmanna þar sagði svo um heimsókn hennar: „Eg veitti því athygli, hvernig hún heilsaði upp á nokkra sjóliðana og flugmennina. Hún kom fram við sérhvern þeirra eins og hún hefði einmitt komið þangað í því eina skyni að hitta hann.“ Hreinskilni hennar kom glöggt í ljós í könnunarferð hennar á gistiheimili í Bristol. Hún var harð ánægð yfir rekstrinum og sagði: ,,Það væri vel til fundið, að gera lista yfir kosti þess og fegurð og senda um allt land til þeirra aðila sem hafa í hyggju að reisa eða endurreisa gistiheimili. Farangurs herbergi eru á hverri hæð, svo að stúlkurnar þurfa ekki að geyma töskurnar sínar undir rúmunum og svo er þar gott þvottahús, ekki bara örlitið borð og heitt járn.“ Glöggt auga hennar og góð at hyglisgáfa veldur því að þeir að- ilar, sem í hlut eiga gleyma aldrei heimsóknum hennar á gistiheim- ilin. Hún taldi rúmin á gistiheimilun um, þreifaði á dýnunum, rann- sakaði gæði teppa, ábreiða og laka opnaði skápana. athugaði fjarlægð ina á miili rúmanna í svefnsalnum og horfði í hvern pott í eldhúsinu. Þegar hún hitti starfsfólkið að máli, reyndi hún að tala við hvern, sem á annað borð eitthvað hafði með gistiheimilið að gera og þá skiptist hún ekk) bara á örfáum kurteisisorðum við fólkið, heldur spurði það út úr — og með spurn ingum kom í Ijós, að hún kunni glögg og greinileg skil á verki starfsmannanna og skyldustörfum. Allir sem áttu við hana orða- stað voru steinhissa á, hve vel hún var öllum hnútum kunnug. Og meira að segja kunni hún skil I á persónulegri forlíð þeirra. En jþá vitneskju fékk hún vegna þess | hve mikla áherzlu hún lagði á að jfá fyrirfram nákvæmar upplýsing , ar um alla, sem hún kynni að þurfa að hafa einhver afskipti af við heimsóknina. Hún var eitt sinn viðstödd garð i yrkjusýningu á vegum flughers- I ins. Þá kom hún hálfri stundu fyrr j en ætlað var, svo að hún gæti í mæði athugað sýningargripina fyr , irfram. Hún setti upp gleraugun við og t við til að athuga hlutina betur og jsneri sér að einum liðsforingjanna jog sagði. ,,Eg hef aldrei á ævi : minni séð annað eins grænmeti, ; svo þroskamikið og fallegt.“ j Æruverðugur Harold Mcmillan iþingmaður segir: „Hún er ekki | aðeins eiginkona þess manns, er nafn hans verður í heiðri haft i svo lengi sem ensk tunga er töluð, , en hún hefur einnig orðið kær vinur vina sinna. Allt frá því hún fyrst hóf afskipti af pólitískum rnálum hefur hún unnið með eigin manni sinum/ Er hún hafði forsæti fyrir ár- legu þingi forstöðukvenna konung legu fríu sjúkrahúsanna í Lundún 8 innan hálftíma. Ertu þreytt? Hann hafði spurt þess sama einu sinni áður, en honum hug- kvæmdist ekkert sem hann gæti talað um. Og með einhverju móti var hann að rjúfa þögnina í bíln- um og fá lífsmerki eða mannlegt hljóð frá stúlkunni, sem hreyfing- arlaus sat við hlið hans. Síðan þau lögðu af stað frá London í bilnum, sem Brett hafði skilið þar eftir, þegar hann flaug til New York; hafði Tracy setið eins og vaxbrúða. Hendurnar lágu mátt- leysislega í kjöltu hennar og hún starði beint fram fyrir sig, eins og hún hefði gleymt að einhver annar væri hjá henni. Flugvél- inni hafði seinkað vegna óveðurs ella hefðu þau komizt heim á Píl- grims Barn um hádegið, en nú var síðla dags. Tracy fannst þau hafa ekið heila eilífð um grænt, víðáttumikið landslag — og þann- ig mundi þau halda áfram til ei- lífðarnóns. — Nei, ekki vitund. Þau beygðu við aðalgötuna við Reading og óku nú á fáfarnari vegum gegnum lítil kyrrlát sveita- þorp. Kannski langaði hana að nema staðar og fá tesopa einhvers staðar, hugsaði Brett. Það mundi tefja heimkomuna litla stund. Eða kannski vildi hún bara komast á leiðarenda sem fyrst og fá þessu lokið. Hann gat ekki um það dæmt, það var ógerningur að lesa nokkuð úr svipbrigðalausu andliti hennar — sem enn var nokkuð framandi. Það var sem gríma hefði verið dregin yfir hennar rétta gamla andlit. — Langar þig í sigarettu? — Já, takk, það held ég bara. Hann dró úr ferðinni og tók fram sígarettur og kveikjara. Nú var aðeins hálftími sem hann hafði til stefnu, og áður en hann væri liðinn yrði hann að segja henni frá því, Og tíminn var alltof naumur, þegar hann íhugaði, að hann hafði ekki minnstu hug- mynd um, hvernig hún myndi taka því. — Ég held ég fái mér sigarettu þér til samlætis. Við skulum stanza smástund. Eftirmiðdagssólin kastaði löng- um skuggum yfir græn engin þar sem kýr voru á beit. — Þú kvíðir vonandi ekki fyr- ir að koma heim, Tracy? spurði hann. — Þú þarft engu að kvíða, skal ég segja þér. Mamma og Nan — já og allir munu reyna að að skilja, hvað þetta hlýtur að vera einkennilegt fyrir þig. Við munum ekki gera neinar tilraun- ir til að neyða þig að muna. — Ég er ekkert hrædd við þær. Tracy tók af sér græna hattinn og rpnndi fingrum gegnum hrokk- ið hárið. — En það er önnur mannvera, sem ég mun hitta. Og það er erfiðara? 1 — Áttu við . . . byrjaði hann vandræðalega, en hún greip fram í: — Ég þá við sjálfa mig. Tracy Sheldon! Hún er mér fullkomlega ókunnug. Ég hef ekki minnsta grun um, hvers konar manneskja hún er. Og ég er tilneydd að reyna að komast að þyí. Brett leit hissa á hana. Um þetta hafði hann ekki hugsað fyrr, einfaldlega af þeirri ástæðu að slík hugsun var honum mjög fram andi og ólík Tracy. Innst inpi hélt hann enn að það væri möguleiki að hún vissi, hver hún væri. Flug- slysið hafði varla eyðilagt og breytt persónuleika hennar, þótt andlit hennar hefði breytzt. — Þú ert indæl stúlka, Tracy. En það er . . . annar sem ég hef ekki talað um Það hefur þú ekki gert heldur og ég get ekki varizt því að brjóta heilann um, hvers vegna þú hefur ekki spurt neins. — Mark? hún sló af sígarett- unni út um gluggann. — Ef til vill hef ég brotið heilann um, hvers vegna þú hefur ekki minnzt á hann. Hvers vegna hefurðu ekki gert það? Þú hlýtur þó að skilja að það er mjög erfitt fyrir mig að spyrja? — Auðvitað skildi ég það. En ég vildi ekki kvelja þig, þú hefur orðið að þola miklar raunir. Hann flýtti sér að bæta við: — Sannleikurinn er sá, að ég stöðvaði bílinn til að gefa sjálfum mér tíma til að segja þér frá hon- um. Hann er ekki í Pilgrims Barn til að taka á móti þér. — Ekki? Brett horfði á hana til að at- huga, hvort hann sæi bregða fyrir vonbrigðasvip — eða kannski von —í augum hennar, en hann sá ekkert. — Nei, því miður ekki. Hann gat heldur ekki komið til New York vegna þess . . . f stuttu máli sagt . . . hann situr í fangelsi. — Fangelsi! Hann hafði sagt henni frá þessu svo ruddalega, að sízt var að undra, þótt hún virtist ringluð. Hún starði á Brett, eins og hún skildi ekki orðin. —■ Já, hann losnar ekki fyrr en um miðjan næsta mánuð. Nú varð hann að halda áfram ,fyrst hann var byrjaður. — En þú skalt ekki vera ótta- slegin, það var ekkert glæpsam- legt sem hann gerði. Það var bíl- slys . . . mjög alvarlegt, héld ég. Manstu alls ekkert eftir þvi, Tracy? Orðið ,.fangelsi“ hlaut að koma henni svo mikið á óvart að það þrengdi sér inn í undirmeðvitund hennar, liugsaði hann vonleysis- lega. Hún hefði ekki getað gleymt hræðslu þeirri sem hún sjálf hafði verið gripin, þegar þetta gerðist, og heldur ekki, hvernig hún hafði neitað að taka á sig ábyrgðina af gerðum sínum. — Gerðist það áður en ég fór til Ameríku? spurði hún hissa og hann kinkaði stuttlega kolli. — Nei, ég man ekki eftir því, I Brett. Hvað kom eiginlega fyrir? ' Ilann gafst ekki tími til annars j og meira en stuttrar frásagnar. | Það var ekki hægt að segja henni allan voðalega sannleikann, eink- um og sér í lagi óhugsandi eftir að hún hafði sagt honum, hve framandi hún var sjálfri sér. Hann gat ekki tekið á sig áhætt- una, sem ef til vill var samfara því að segja henni frá því sem hún hafði gert á hluta Marks. Það var ekki fyrr en miklu síðar að hann fór að brjóta heilann um, hvers vegna hann hafði álitið að sannleikurinn myndi skelfa hana, sem sök hafði átt á ógæf- unni. Þess vegna sagði hann að- eins i sem stytztu máli frá slys- inu, réttarhöldunum og dómnum og gætti þess að horfa ekki á hana meðan hahn talaði. — Ég skil, sagði hún seinlega, þegar hann lauk máli sínu. — það er voðalegt, en hann hefur tekið út refsingu. Þegar hann kemur úr fangelsinu verður allt grafíð og gleymt. Brett fann, hvernig reiðin sauð í honum. Hvernig dirfðist hún að koma með svo yfirlætisfulla at- hugasemd um Mark! Hvemig gat hún setið og verið skilnings- rík og umburðarlynd gagnvart manni sem hún hafði sent í fang- elsi til að bjarga sjálfri sér. — Þetta er ekki . . . byrjaði hann, en þagnaði í tæka tíð. Það var vissulega ótrúlega erfitt að koma fram við Tracy eins og hún væri tvær ólíkar persónur en hann var tilneyddur. Það sem hann hafði sagt hlaut að hafa gefið henni mjög slæma mynd af Mark. Hún hugsaði sjálfsagt um hann sem huglausan, tilfinningalausan og eigingjarnan mann og samt var hann maðurinn, sem hún varð allt í einu að sætta sig við sem eigin- mann sinn. — Hann átti ekki sök á því sem gerðist, sagði hann. —- Sannanim- ar voru svo sterkar að hann hlaut dóm, en það var óréttlátt. Þú verður að skilja, að Mark er ekki slíkur maður, Tracy, hann gæti ekki gert svona hræðilegt. Þú kemst sjálf að raun um það þegar hann losnar út og kemur hcim. — Þetta er átakanlegt fyrir hann, hvíslaði hún skjálfrödduð. Grænu augu hennar stækkuðu og hún starði út um gluggann. — Fyrir okkur bæði . . . það er ótrú- legt ég skuli hafa gleymt að því- líkt og annað eins kom fyrir. 14 T [ M I N N, miðvikudagur 10. iúní 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.