Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 8
Gísli Magnússon, Eyhildarholti: GRJÓTKAST U Eg gat þoss í grein minni í Tim anum 14. maí, a3 ég mundi síð- ar víkja nokkuð að frumhlaupi bæjarstjórans á Sauðárkróki í Morgunblaðinu 7. apríl s. 1., þar sem hann ræðst á Kaupfélag Skag- firðinga og vissa starfsmenn þess af meiri heift en hyggindum. Verð ur þó að mestu stiklað á stóru, enda eigi skemmtileg dægradvöl að eiga orðastað við mann, sem umgengst sannleikann af meira hirðuleysi en hæfa. mundi manni i ábyrgðarstöðu. K. S. Kaupfélag Slkagfirðinga er lang samlega stærsta fyrirtækið á Sauð árkróki. Félagið er fjölmennt. í Sauðárkróksdeild eru 5.38 félags- tnenn. Bæjarstjórinn er einn þeirra og dirfist vonandi enginn að draga í efa áhuga hans og cin lægni sem samvinnumanns. Kaupfélagið greiðir að sjáif- sögðu háar fúlgur til bæjarsjóðs. Á árinu 1963 námu beinar greiðsl ur félagsins til bæjarsjóðs kr. 306.175.00 (útsvar, aðstöðugjald, tasteignagjöld). Er þá að vísu ó- talinn hluti bæjarsjóðs af sölu- skatti, sem goldinn er í ríkissjóð, en kaupfélagið greiddi á því sama ari söluskatt að fjárhæð kr. 1,183. 744,00. Til viðbótar kemur svo söluskattur innifalinn í verði keyptra vara, kr. 96.764.00. Svo sem af líkum má ráða nema vinnulaun, sem K. S. og fyrirtæki þess gjalda, cigi litlum fjárhæð- um. Á s. 1. ári námu launagreiðsl ur (vinnulaun, akstur, þjónusta) samtals 15,6 tnilljónum króna, og þar af aðeins röskur fimmtungur tii skrifstofú- og verzlunarfólks. Langsamlega mestur hluti allra launagreiðslna, þeirra er félagið og fyrirtæki þess inna af hendi, icnnur að sjálfsögðu til bæjarbúa á Sauðárkróki. Mun ekki fjarri iara, að kaupfélagið greiði í bæj- argjöld og vinnulaun fjárhæð, sem svarar kr. 13.000,00 á hvem íbúa, eða kr. 65.000,00 á hverja fimm manna fjölskyldu. Má af því marka, hversu gildur þáttur at- iiafnir og starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga er í því miður ailt of fábreytta atvinnulífi bæjarins og afkomu bæjarbúa. Enn má svo geta þess, að kaupfélagið stendur að verulegu leyti undir Rafveita Sauðárkróks og greiðir drjúgan hluta allra hafnargjalda, sem ég ætla að óvíða séu hærri en á Sauð árkróki, enda hafnarskilyrði ekki góð. Viðhorf bæjarstjórnar. Nú skyldi maður ætla að hver sæmilega vitiborin bæjarstjórn, sem vildi bæ sínum vel, mundi kjósa þann kost, að hafa sem bezt ;amstarf við slíkt fyrirtæki, sem Kaupfélag Skagfirðinga er, og sýna því fulla sanngirni í öllun samskiptum. En þau samskip+i hljóta vitaskuld að vera margvis leg og ófá þau erindi, sem félagið á við bæjarstjórn, enda fyrir- greiðslur ýmsar, sem hún ein get- ur veitt. Mundi það báðum að- iljum tvíimælalaus ávinningur, eí gott væri samstarf og gagnkvæm- ur skilningur. En hér hefur önnur raun á orð ið. Meiri hluti bæjarstjórnar hef- ur sýnt K.S. hina megnustu andúð og á stúndum jafnvel fullan fjand skap. Er þvílík skammsýni og fyrirmunun heilbrigðrar skynsemi hjá forráðamönnum lítils og van megna bæjarfélags meiri en svo, að trúlegt mætti þykja utn jafn- vel ekki alls ógreinda íhaldsmenn. Hefur þó kaupfélagið stundum veitt bæjarstjóra vegna bæjai- sjóðs býsna kærkomnar fyrir- greiðslur- og skammt að minnast hinnar síðustu. Lóðamál. K.S. þarf á hyggingarlóðum að halda vegna margþætts rekstrar cg æ vaxandi starfsemi. Þykja mætti ef til vill ekki ólíklegt, að bæjarstjóri, sem mun vera íor- maður byggingarnefndar, sýndi þarna nokkra stnngirni, þar sem í hlut á sá aðili, sem langsamlega hæsta fúlgu geldur í bæjarsjóð og miklu enesta atvinnu véitir bæjarbúum — og hefur öll skil- yrði til að veita hina beztu þjón- ustu, ef skynsamlega er að búi'ð. En hér er annað uppi. Aðalstöðvar K-S. eru, frá gam- alli tíð, á norðurmörkum byggðar innar í bænum. Nú er hvort tveggja, að húsin eru orðin gömul má þetta vera skröksaga, spunnin upp af einhverjum gárunga. En hún er eigi að síður táknraén um þann hug, er sumir forráðamenn bæjarins bera til K.S. Enn sótti félagið um lóð undir matvörubúð í Suðurbænum með bréfi dags. 23. október 1963. Ekk ert svar. Þannig er þessi lóða-saga — og er þó hvergi nærri öll. En þetta mun væntanlega nægja til að sýna góðvild og kurteisi forráða- manna bæjarins gagnvart Kaup- félagi Skagfirðinga — og um- hyggju þeirra fyrir bæjarbúum. Kærumál. Og nú hefst grjótkastið úr glerhúsinu. „Ónefnt fyrirtæki hér i bæn- um“ segir bæjarstjórinn — „hé’Ju”, til margra ára staðið í stríði ffú niðurjöfnunarnefnd Sauðárkrðks- bæjar, vegna útsvarsálagningar. svars kærð áfram til ríkisskatta- nefndar, sem úrskurðaði yfir 20wj lækkun á álögðu útsvari, þ. e. úi kr. 78,500,00 i kr. 62,000,00. Árið 1952: Ekki kært. Árið 1953: Kært til niðurjöfnun arnefndar, en málið síðan látið niður falla, þar sem umdeild fjár- hæð skipti ekki verulegu máli. Árið 1954: Kært áfram til rík- isskattanefndar, sem lækkaði álagt útsvar um ca 20%, eða úr kr. 121.200,00 í 'kr. 97.000,00. Árið 1955: Kært til niðurjöfnun arnefndar, þar sem nefndin lét sig engu varða röksemdir ríkis skattanefndar í nýlega föllnum úr skurði hennar. Árið 1956: Ekki kært — og var þó lagt til muna hærra á fé- lagið, hlutfallslega, en á aðra gjaid 'móur samkvæmt gjaldstiga. Arlð 1957: Fyrsta álagning ógild vegna mistaka í útreikningi. Álagn ing nr. 2 kærð, þar sem hún var Frá Sauðárkrókl. ' I ófullnægjandi og úrelt um margt — og svo hitt, að bærinn hefur all ur byggzt þaðan til einnar áttar,, þ. e. til suðurs, og er drjúgur orð inn á lengdina. Félaginu er þi'í brýn nauðsyn að færa, senn hvað líður, aðalstöðvar sínar og reisa stórhýsi nálægt miðjum bæ, þar sem byggðin er mest og flest ?r íólkið. Til aukinnar og bættrar þjónustu við neytendur þarf og félagið að koma upp útibúi sunn- an til í bænum. í því skyni var með bréfi, dags. 20. október 1960, sótt um tiltekna verzlunarlóð í Suðurbænum. Ekkert svar, þrátt fyrir ítrekun umsóknar, ekki einu sinni synjun. Lóðin var geymd, þegjandi, — ekki hana kaup- félaginu, heldur til handa ein- staklingi, og seld honum í hendur nú fyrir fáum dögum. Hinn 19. febrúar 1963 var sótt um lóð fyrir aðalstöðvar kaupfé- lagsins sem næst miðjum bæ. Ekk ert svar. Hitt hefur heyrzt, að rætt hafi verið um það í bygging arnefnd, að gefa kaupfélaginu kost á lóð við suðurmörk bæjarins, eða jafnvel sunnan við alla byggð. Til gamans tná geta þess, að haft er eftir forseta bæjarstjórnar, að hann teldi K. S. vera bezt kornið með allt sitt hafurstask uppi á brekkunni fyrir ofan bæinn (þ. e. í nánd við kirkjugarðinn). Vel Stöðugar kærur efasemdir og tor tryggni urðu að lokum til þess. i (að) ég sem formaður niðurjöfn- unarnefndar, fékk á árinu 1960 löggiltan endurskoðanda til þess aðlíta á bókhald fyrirtækis þessa“. „Ónefnt fyrirtæki", sem bæjar- stjórinn talar um en hefur ekki einurð á að nefna, er að sjálf- sögðu Kaupfélag Skagfirðinga. Og víst er það satt og rétt, að félagið hefur nokkrum sinnum kært út- svar sitt og „staðið í stríði við niðurjöfnunamefnd Sauðárkróks- bæjar“, eins og bæjarstjórinn orð ar það. En hvers vegna? Hefur K. S. inælzt undan réttmætum álögum eða refjazt um greiðslur? Nei, og aftúr nei. Hitt er það, að niðurjöfnunarnefnd hefur ósjald an lagt útsvar á félagið eftir öðr um regluen og bví óhagstæðari en þeim, sem notaðar voru við á- lagningu á aðra gjaldendur í bæn um. Því var eigi kyn þótt kaup- félagið kærði -itsvar sitt þegar hvað harkalegast var á því níðzt, enda bein skylda þess gagnvart cigin hagsmunum og eigenda fyr- irtækisins. Skal nú' lauslega rakin eins ára tugs viðskiptasaga niðurjöfnunar nefndar ' ið stæ'sta gjaldanda brej arins. Árið 1951: Of há álagning úf í fullu ósamræmi við framlagðan gjaldstiga. Á þessu fékkst nokkur leiðrétting, og var þá fre'kari kæra látin niður falla. Árið 1958: Ekki kært. Árið 1959: Kært til niðurjöfn- unarnefndar vegna staðlausrar hækkunar á gjaldstofnum. Svar frá nefndinni barst ekki, og virð ist hún því aldrei hafa tekið kær una til úrskurðar. : Árið 1960: Ú svarið kært til nið- urjöfnunarnefndar. Kærunni ekki svarað, en útsvarið hækkað þegj andi og hljóðalaust um kr. 290. 800,00. Málinu vikið til dómstóla, eftir að yfirskattanefnd hafði úr skurðað kr. 87.800,00 lækkun og ríkisskattanefnd staðfest þann úr skurð. Útsvarið lækkað með dómi Hæstaréttar um kr. 339.200,00. Nam þá lækkun útsvarsins frá endanlegri álagningu niðurjöt'n- unarnefndar samtals kr. 427.019, 00. Má þykja seim með dómi Hæsfa réttar sé riðinn hæfilegur enda- hnútur á þetta l0 ára söguágnp. En það var óvart ofurlítið eftir. Fiskiðja Sauðárkróks h. f., ssm að mestu er eign K.S., naut auð- vitað sömu sanngirni niðurjöfnun- arnefndar við álagningu útsvars 1960 og kaupfélagið sjálft. Nefnd inni láðist að fara að réttum iög- um og lækka útreiknað útsvar um 38% eins og hjá öðrum gjaldend- um, öðrum en Kaupfél. Skagf. Með bréfi dags. 1. sept. 1960 kærði Fiskiðjan h. f. útsvarið til niðurjöfnunarnefndar. En þá gerð ist sama sagan og um útsvarskæru kaupfélagsins, dags. sama dag. Urn það segir í dómi Hæstaréttar í útsvarstnáli K. S.: „Ekki verður séð, að niðurjöfn unarnefnd hafi að sinni úrskarð að kæru áfrýjanda samkvæmt 1. málsgr. 22. gr. laga nr. 66/1945 né heldur tilkynnt honi>* ;am- kvæmt 2. málsgr. sömu greinar, að kæru hans yrði ekki sinnt.“ Með öðrum orðum: Formaðar niðurjöfnunarnefndar, bæjarstjór inn, virðist aldrei hafa lagt út- svarjskæru Fiskiðju Sauðárkróks h. f. fram til úrskurðar. Mundi slíkt ekki stappa nærri vítaverð um afglöpum í opinberu starfi? Fiskiðjan h. f. kærði útsvarið til yfirskattanefndar, sem frest- aði úrskurði, og síðan til ríkis- skattanefndar. Með bréfi dags. lð. ágúst 1961 tilkynnti ríkisskatta- nefnd Fiskiðjunni h. f., að spurzt hefði verið fyrir um úrskurð nið urjöfnunarnefndar með bréfi 1il hennar, dags. 15. maí 1961 — en ekkert svar borizt frá nefnd inni. Vísaði því ríkisskattanefnd málinu heim, sem vænta mátti. Þar við sat — unz dómur gekk í Hæstarétti í útsvarsmáli K. S., m. a. um sams konar atferli og Fiskiðjan h. f., hafði verið beitt. ítrekaði hún þá kæru sína msð bréfi dags. 24. april s. 1. og krafð ist endurgreiðslu á 38% af álögðu útsvari 1960. Þegar þetta er ritað, 26. maí, ból ar ekki enn á svari frá bæjarstjóra né heldur á úrskurði framtals- nefndar. Árás á „ónefnt fyrirtæki“. Og nú tekur bæjarstjórinn til máls: „Athugun sú“ — þ. e. löggilts endurekoðanda — „leiddi í Ijós margs konar tilfærslur og mjög svo frjálslega meðferð talna og hreinar sjónhverfingar á sunti.n sviðum t. d. hafði tölum verið eytt og reikningur eins undirfyrirtækis hreinlega horfið í sambandi við framtal til útsvarsálagningar og skatts. Misfellur þessar voru bað stórkostlegar, að þær urðu bess valdandi að lagt var á fyrirtækið aukaútsvar og aukasöluskattur og nam aukasöluskatturinn einn um 215.000,00. Var ckki einhver að tala um heiðarleika?“ (Auðk. her G. M.). Svo spyr hann, þessi engilhreini heiðuremaður. Þessum sakargiftum er vita- skuld stefnt gegn Kaupfélagi Skag firðinga, enda þótt félagið sé ekki nafngr., sbr. .ór.efnt fyrirtæki,“ ,fyrirtækið“ o. s. frv. Eigi þarf að taka fram að at hæfi þvílíkt sem „sjónhverfingar ‘ í bókhaldi, „eyðing“ talna og brott r.ám reiknings ,eins undirfjuirtæk is í sambandi við framtal til út svarsálagningar og skatts“ er sak- næmt í mesta lagi og varðar við lög. Enga tilraun gerir bæjarstjór inn til að færa hin minnstu rök að þessum þungu sakargiftum sínum. enda eru þær hrein ósannindi og uppspuni frá rótum, og því óhægt um rökin. Er og dómur Hæsta- réttar, sem felldur var daginn eft ii að þessar sakargiftir mannsins með „heiðarleikann" voru birtar í blaðinu, bezta svarið. Dylgjur bæjarstjóra um van- goldinn söluskatt K. S. koma væg- Framhald á 13. síðu. 8 T í M I N N, miavlU<i7li,mir 1II t.'.nt 19fA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.