Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.06.1964, Blaðsíða 15
GEÐVEIKI Framhaui af 16. síTIu. fer það eftir kjTii, aldri, starfi, landi eða þjóðerni. Tómas hóf þessar rannsóknir sínar á geðveikitíðni á íslandi, þar sem talið var, að geðveiki væri mjög útbreidd hér. Það kom líka í Ijós, að geðveikitíðni á íslandi og í Danmörku er sú sama. Fyrsti andmælandi yfirlæknir dr. med. Kurt Freming, sem fyr- Kaupakonur Tvær 15 ára stúlkur vil.ia ráðast 1 sveit í sumar á sama bæ, eða nálægt hvorri annarri, sem kaupakonur. Vanar að umgangast dýr. Tilboð sendist afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, sem fyrst, merkt: „Kaupakonur“. ir nokkrum árum varð frægur, þegar hann varði svipaða doktors- ritgerð um íbúana á Borgundar- hólmi, lét í ljósi undrun yfir því, að Tómasi hefði tekizt að full- rannsaka 99,4% af rannsóknar- efni sínu. Væri það einsdæmi í sögu geðveikinnar. Síðari andmælandi, dr. med. Frik Strömgren, sem Tómas hef- ur unnið hjá, sagði m. a. að það væri bráðnauðsynlegt að skrá þörf ina fyrir geðveikimeðhöndlun og doktorsritgerð þessi gerði góða grein fyrir geðveikitíðni, hún gæti því orðið að ómetanlegu gagni.' — Eins og þegar hefur komið í ljós, hlaut Tómas ótakmarkað lof fyrir ritgerð sýna og varði hana með heiðri og sóma við Árósarháskóla í gær. HVALVEIÐIN Framhald af 1. síSu. ir skornir í Hvalstöðinni. Veðr. ið hefur sitt að segja í þessu sem öðru, en það sem af er vertíðinni í ár hefur veður verið einkar hagstætt fyrir hvalveið- arnar á Norðursvæðinu eins og þeir kalla það í Hvalstöðinn’. KVEÐJA INGÓLFS Framhald af 1. síSu. Á fundinum í dag voru til um- ræðu nefndarálit, og þegar blað- ið fór í prentun í kvöld, var lok- ið við að ræða og samþykkja ýms- ar ályktarnir frá fjárhagsnefnd, framleiðslumálanefnd, lánamála- nefnd og allsherjarnefnd. Álit verð lagsnefndar var tekið til umræðu um kl. 22 í kvöld. Fundurinn hafði samþykkt m.a. þessi atriði: ★ Aðalfundurinn felur stjórn Stéttarsambandsins að vinna að því við ríkisstjórnina og alþingi, að lánakjörum landbúnaðarins verði breytt þannig, að lán til íbúð arhúsa verði ekki lægri en kr. 280.000,00 með óbreyttum láns- tíma frá því sem nú er, að lán til útihúsa og ræktunar verði til 30 ára, að lán til kaupa á vélum og bústofni verði til 10 ára og að veðdeildarlán til jarðarkaupa verði kr. 250,000,00 og vextir af þeim verði 4%. Einnig leggur fundur- inn áherzlu á, að sérstakt framlag sem verði ráðstafað af nýbýla- stjórn, verði veitt þeim bændum, sem dregizt hafa aftur úr í bú- skap. ★ Aðalfundurinn telur nauðsyn- legt, að stjórn sambandsins eigi viðræður við rikisstjórnina um þessi og önnur kjaramál landbún- aðarins sem allra fyrst. ★ Aðalfundurinn skorar á við- skiptabankana að láta landbúnað- inn njóta réttlætis varðandi skipt- ingu fjármagns í útlánum. ★ Aðalfundurinn skorar á ríkis- stjórnina að hlutast til uim það við Seðlabanka íslands, að afurða- lán til landbúnaðarframleiðslunn- ar verði aukin upp í 70% af heild söluverði landbúnaðarframleiðsl- unnar. -Ar Aðalfundurinn leggur áherzlu á, að þegar á næsta alþingi verði gerð heildarframkvæmdaráætlun um rafvæðingu, sem miðist við, að öll byggileg býli fái rafmagn fyrir árið 1968, og að sama verð gildi um ' allt land. ★ Aðalfundurinn beinir því til stjórnar sambandsins og stjórnar Alþýðusambands fslands, að þær athugi hvort ekki sé tímabært að viðræður hefjist á breiðum grund- velli milli þessara samtaka um hagsmunamál stéttanna. ★ Aðalfundurinn felur stjórn sambandsins að vinna að eflingu íslenzks iðnaðar í sveitum og kauptúnum landsins. ic Aðalfundurinn felur stjórn sambandsins að láta gera spjald- skrá um alla bændur landsins þannig, að úr henni verði hægt að vinna alhliða upplýsingar varð- andi landbúnað og afkomu bænda stéttarinnar. Reynt verði m. a. að sjá af-þessu, hvaða bústærð gefur bezta rekstrarútkomu. ★ Aðalfundurinn felur stjórn sambandsins að fá bætt úr ófull- nægjandi varahlutaþjónustu þeirra fyrirtækja, sem flytja inn landbúnaðarvélar. ic Aðalfundurinn átelur þá við- skiptahætti, að bændur viti ekki um tegundir og verð, þegar þeir gera áburðarpantanir sínar Einn- ig beinii hann því til stjórnar Áburðanerksmiðjunnar. að hún létti undir með þeim bændum, sem erfiðast eiga um flutninga á landi. ★ Aðalfundurinn beinir því til Grænmetisverzlunar landbúnað- arins að hún láti bændur sitja fyrir á kartöflumarkaðinum hverju smni ic Aðalfundurinn skorar á stjórn sambanasin:- og stjórn Búnaðar félags ísiands að hlutast ti) um. að ísienzkai landbúnaðarvörur verði meira auglýstar heima og erlendis og að hlutverk landbún aðarins verði icynnt nevtendum miklu ríkara mæli en gert hefur verið. ÍSLANDSMÓTIÐ LAUGARDALSVÖLLUR MiAvikudagskvöltl kl. 20,30 KR — Þróttur Mótanefnd Síldarstúlkur Norðurlandssíldin komin Undirritaður vill ráða stúlkur á söltunarstöðvarn- ar Hafsilfur og Borgir, Raufarhöfn Enn fremur til Seyðisfjarðar. Ókeypis húsnæði og ferðir. Upplýsingar í síma 32799. Jón Þ. Árnason ÞAKKARÁVÖRP Innilegar kveðjur og þakkir til allra þeirra, er minntust mín á sjötugsafmælinu. Björn Jakobsson. Hjartanlegar þakkir færi ég öllum þeim mörgu, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu, með hlýjum hugs- unum, skeytum, heimsóknum og gjöfum. , Elín Kjartansdóttir Elginmaður minn, faðlr og tengdafaðir. . Jónas Kristjánsson, verzlunarmaður, Borgarnesi, lézt að heimili slnu mánudaginn 8. júní. Ingveldur Teitsdóttir, Teitur Jónasson, Ástbjörg Halldórsdóttlr, Krlstín Jónsdóttir, Bogi Jóhannssor.. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar- för Salóme Sigurðardóttur Elnnig þökkurn við læknum og hjúkrunarkonum Fjórðungssjúkra- hústnu Akureyri einstaka umönnun og alúð. Kjartan Kristjársson, börn og tengdabörn. SUNNLENDINGAR KAPPREIÐAR Hestamannafélögin SLEIPNIR og SMÁRI Árnessýslu, efna til kappreiða og góðhestakeppni á Sandlækjarholti í Gnúpverjahreppi sunnudag- inn 21. júní kl. 3 e.h. Keppt verður í: 350 m hlaupi, 30 m hlaupi, íoiahlaupi og skeiði Þátttaka í kappreiðunum og góðhestakeppninni tilkynnist Páli Jónssyni, tannlækni, Selfossi, og Einari Gestssyni, Hæli, í síðasta lagi fimmtudag- inn 18. júní. Undirbúningsnefndin Giröingastaurar (Impregneraðir) HANNES ÞORSTEINSSON fúavarðir (gegndreyptir) girðingarstaurar 7 fet, væntanlegir. Staurarnir geta enzt 30 til 40 ár. Tökum á móti pöntunum. Sveitarstjórastarf Flateyrarhreppur Vestur-Isafjarðarsýslu óskar eftir að ráða sveitarstjóra til starfa fyrir hrepp- inn frá 1. september n.k. Umsóknir þar sem til- greind séu fyrri störf, skulu hafa borizt hrepps- nefnd Flateyrarhrepps, fyrir 1 júlí n.k. Oddviti Flateyrarhrepps Skrifstofustúlka Dugleg og áreiðanleg stúlka óskast strax, eða fljót lega til vinnu við skýrslugerðarvélar. Viðkomandi þarf að vera viðbragðsfljót og eftirtektarsöm. Góð vinnuskilyrði. Umsækjendur vinsamlegast leggi inn nafn, heim- lisfang, símanúmer og helzt upplýsingar um fyrri störf, til afgreiðslu blaðsins fyrir 13. þ.m., merkt: „4321“. TlMINN, mlðvikudagur 10. júní 1964. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.