Alþýðublaðið - 27.03.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.03.1957, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 27. marz 1957 Atþýdubíaðid Pierre Marquette: Menntadeilurnar í QKKAR A MILLI SAGT Ragnar Jóhannesson skólastjóri á Akranesi hefur lokið við sjónleik, sem heitir „Appollonia Sch\vartskopf“ og fjallar um Schwartskopfmálið á Bessastöðum, er mikið hefur verið ritað um, þó að það hafi ekki til þessa komið við sögu fagurra bókmennta. Ragnar hefur lagt mikla stund á ritstörf og er' auk þess mikill áhugamaður um leiklist. Óstaðfestar fréttir herma, að von sé á nýjum doktorum við Háskóla íslands. Þessir eru tilnefndir: Norski sendi- kennarinn, Ivar Orgland, sem hefur lengi unnið að dokt- orsritgerð um Stefán frá Hvítadal og skáldskap hans. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur og Haraldur Matthíasson mál- fræðingur og menntaskólakennari að Laugarvatni. PRENTARINN, blað Hins íslenzka prentarafélags, segir ný- lega frá þvi m. a., að eignir félagsins nemi hvorki meirá né minna en tæpum tveim milljónum króna. í sjóðum félagsins eru rúmar 700 þúsund krónur og fasteignir í Reykjavík og í Laugardal eru metnár á ca. 500 þús. kr. *** Hið íslenzka prent- arafélag er þannig á þessu sviði sem öðrum prenturum til sóma og íslenzkri verkalýðshreyfingu til mikillar fyrirmyndar. Þegar menn íhuga hinn glæsilega fjárhag prentarafé- Iagsins, hljóta þeir ósjálfrátt að bera hann saman við hina alræmdu stjórn konunúnista á fjármálum Iðju. *** Stjórn Iðju, með Bjöm Bjarnason og Halldór Pétursson í farar- broddi, umgengust sjóði félagsins á svipaðan hátt og bandarískir bófar, er stundum hafa komizt inn í þarlend verkalýðsfélög, og Þjóðviljinn hefur blaða bezt skýrt frá. Ólýginn ferðalangur, sem kom ofan úr Borgarfirði í vik- unni, segir að þjóðvegurinn liggi víða í þriggja metra djúpum göngum. Ekki minnkar snjórinn um byggðir Borgarfjarðar og er nú meiri en verið hefur í manna minnum. Varahlutir í bifreiðar seljast nú ört og maður á bíla- verkstæði segir að sumir bifreiðarstjórar séu farnir að hamstra bílfjöðrum. Götur bæjarins eru alsettar djúpum giljum og eru brögð að því að bíldekk beiniínis skerist í sundur á hvössum brúnum þegar heggur á felgum. Hafnarfjarðarvegur er illur yfirferðar, sérsíaklega veg- arkaflinn meðfram Fossvogskirkjugarði og suður að lækn- um. í»rír áætlunarbílar frá Steindóri brotnuðu sama dag- inn í fyrri viku. Tveir á Keflavíkurvegi og einn við Kleif- arvatn. HANNES ÁHORNINU VETTVANGVR DAGSINS Tvær miklar umferðagötur ófærar — Miklabrautin og Skúlagatan — Verður að malbika þær í sumar — Enn minnst á Suðurgötu — Mikil umbót á um- ferðamálum — Var Einar í Hvalsnesi settur undir ritskoðun? — Fyrirspurn í OKTÓBER 1956 birtist grein í 5. tölublaði tímaritsins Questions of Philosophy eftir B. A. Nazarov og O. V. Grid- neva undir fyrirsögninni ,,Hug- leiðingar um hrörnun í leikrita gerð og leikhúsmálum". — Greinin var sögð vera ritdóm- ur um fyrsta hefti af „Ritgerð- ir um sögu sovét-rússneskrar leiklistar“, sem gefið var út af Vísindaakademíunni. í raun og veru var hún þó ódulbúin til- mæli um frelsi á sviði lista. Til þess að þóknast yfirvöldunum sögðu greinarhöfundar, að ekk- ert raunverulegt sköpunarfrelsi væri í auðvaldsþjóðfélögum, en gæta þess jafnframt að sýna fram á, að síðan 1936, þegar allt eftirlit með listsköpun var sett undir eina og sömu nefnd og mjög var hert á eftirliti á þessu sviði, hafi það heldur ekki ver- ið til í Sovét-Rússlandi — þrátt fyrir þá kenningu Lenins, að „sérhver listamaður, hver sá, sem telur sig slíkan, hafi rétt til frjálsrar sköpunar í sam- ræmi við hugsjón sína, og óháð ur öllu öðru.“ Greinarhöfundar höfnuðu eindregið þeirri hugmynd, að nokkur hópur einstaklinga hefði rétt til þess að hafa ein- ræðisvald í listamálum. Þannig hefði það verið á tímabili Stal- ínsdýrkunarinnar, en nú væri engin réttlæting fyrir því. Kváðu þeir nauðsynlegt, að end urskipuleggja nú alla stjórn í listamálum. 1. Greinin er gott dæmi um vaxandi tilhneigingu til þess að leita uppi tilvitnanir í Lenin í þeim tilgangi að efla baráttuna fyrir frjálslegri skilningi á hlut- verki listamannsins í þjóðfé- laginu og finna henni stuðning í helgum ritum kommúnism- ans. Eftirfarandi tilvitnun er sérstaklega áhrifamikil, og hafði hún þegar birzt í tveim- ur greinum sama tölublaðs af Soviet Music (maí 1956): ,,Það er óumdeilanlegt, að bókmenntir eru sízt af öllu til þess fallnar að lúta vélrænum fyrirmælum, einhæfni, yfir- drottnun meirihlutans yfir minnihlutanum. Það er óum- deilanlegt, að það er umfram allt höfuðnauðsyn að tryggja vítt svigrúm fyrir persónulega sköpun, einstaklingsskoðanir, svigrúm fyrir hugmyndir, í- myndunarafl, form og efni.“ (VVorks, 10. hefti, bls. 28.) Það er þó augljóst, að yfir- völdin er ekki hægt að hræða á svo einfaldan hátt að skír- skota til orða Lenins. í rit- stjórnargrein í Soviet Culture frá 4. desember 1956 er ráðizt harðlega á þessa lítt duldu kröfu um algjört listfrelsi og tímaritinu veittar ákúrur fyrir að birta slíka grein. Afleiðingin varð sú, að í næsta tölublaði Questions of Philosophy viður- kenndu ritstjórarnir, að þeim hefðu orðið á alvarleg mistök með því að birta greinina. Enn- fremur vöruðu þeir lesendur sína við því, að „alþjóðleg öfl“ notfærðu sér óspart fræðilegan og teórítískan ágreining innan Ráðstj órnarríkj anna. 2. Sú staðreynd, að þessi „villu- trúarverk“, skáldsögur, leikrit og greinar, sem birtust á árinu, er leið eða um það bil, voru yfirleitt gefnar út, er ef til vill merkilegri en það, að slík verk voru samin. Samkvæmt núgild- andi fyrirkomulagi verður allt prentað mál, með fáeinum und- antekningum, sem ákveðin eru með lögum, að fara í gegnum ritskoðun. Væri næst að ætla, að upplausnarkenndin, sem greip um sig eftir útskúfun Krústjovs á Stalín, hafi einnig náð til ritskoðaranna. Þangað til fyrir skömmu síðan höfðu þeir ekki féngið nein fyrirmæli um, hvar setja ætti takmörk hins nýja gagn- rýnisanda, sem 20. flokksþingið fæddi af sér. Þeir vissu ekki fremur en rithöfundarnir, hve langt hið nýja sjálfræði átti að fá að þroskast. 3. Undanfarna tvo mánuði hef- ur birzt fjöldi greina í rússnesk um blöðurn, sem sýna áhyggj- ur yfirvaldanna vegna fram- kominna villutrúarskoðana með al menntamanna, bæði bók- menntalegra og stjórnmála- legra. Hin opinbera stefna er nú sú að koma aftur á strangri flokksstjórn og eftirliti í menntamálum og stöðva upp- gang and-stalinsherferðarinnar, sem við liggur að sundri „sósíal istaherbúðunum". Óbein merki Þriðjci grein Rússlandi um mótspyrnu af hálfu mennta- manna gefa ef til vill betri hug- mynd um útbreiðslu hennar en einstaka tilfelli um ókyrrð, sem þegar hefur verið getið. Við verðum að gera ráð fyrir, að að baki hvers þess rithöfundar, sem tekst að fá birt eindregin mótmæli, standi margir fleiri, er fylgi sömu eða jafnvel djarf- ari skoðun. Eftirfarandi blaða- greinar benda til þess, að það séu ekki aðeins einstaklingar heldur heilir hópar manna víðs vegar um landið, sem hafa gerzt sekir um villutrúarskoðanir. Enda þótt slagorðinu „erlend- ar“ skoðanir sé ófrávíkjanlega beint að „einstaklingnum", er ekki nema eðlilegt að gera ráð fyrir, að áhyggjur yfirvaldanna væru ekki svona áberandi mikl- ar, ef svo væri. 4. Hinn 30. nóvember birti Pravda aðalgrein undir fyrir- sögninni „Föðurlandsskyldur rússnesku menntamannastétt- arinnar", þar sem skýrt var frá því, að í umræðum rússneskra menntamanna heyrðust stund- um raddir einstaklinga, sem bæru vott um „óheilbrigðar og rangar skoðanir“. Væri það: skylda flokksstjórnarinnar að eyða þessum „auvirðilega auð- valdshugsunarhætti“ og „áhrif- um erlendra hugsjóna" og vernda „hugsjónakenningar sósíalraunsæisstefnunnar“. Fjórum dögum seinna skýrði Pravda frá flokksfundi rithöf- unda í Kiev, þar sem ræðumenn fordæmdu „rotnaðar skoðanir vissra einstaklinga", er „reyndu að ófrægja afrek á sviði rúss- neskra bókmennta og lista“ undir því yfirskini, að þeir væru að berjast gegn persónu- dýrkun. Þess var einnig getið, sennilega öðrum villuráfandi rithöfundum til viðvörunar, að tveir þekktir rithöfundar og flokksmeðlimir hefðu hlotið þungar ákúrur og öðrum verið vísað úr flokknum að sinni fyr- „að viðhafa óflokkslegt og strákslegt orðbragð“ og „rangar og villandi athugasemdir í við- ræðum“. Löng ritstjórnargrein, sem birtist sama dag í Soviet Cul- ture, bar vott um, að margir rithöfundar og listamenn litu hýru auga víðtækara listfrelsi í „auðvaldslöndunum“. Er það sögð skylda gagnýnenda að bæla niður þessar raddir og bera saman „hina þrælslegu undirgefni“ listamanna í auð- valdslöndunum og „hið sanna sköpunarfrelsi rússneskra lista- manna“, sem einkennist af því, eins og síðar segir í greininni, að „listamaðurinn vísvitandi helgar alla hæfileika sína, alla orku sína, þjónustunni við hinn mikla málstað að byggja upp kommúnismann1 ‘. Þegar þetta er haft í huga, segir ennfremur í ritstjórnar- greininni, er það furðulegt, að inann bandalags rithöfunda í Mosk\nt hafi verið borin fram sú „nýstárlega" krafa, að „segja skilið við sósíal-raunsæisstefn- una“. Einnig hefði borið á því, að sumir listgagnrýnendur sýndu áhuga í impressionisma, sem væri ótvírætt merki um tilraun til þess að leiða lista- menn af braut þjóðfélagsskyldu sinnar. Væri það brýn nauðsyn I (Frh. á 8. síðu.) AÐ MINNSTA KOSTI tvær götur í bænum hafa verið ófær- ar á köflum undanfarna daga. Það er út af fyrir sig ekki til- tökumál, þó að gatnagerðin geti ekki fylgzt með hinum öra vexti borgarinnar, en í raun og veru hefði þurft að loka þessum tveimur götum, því að þær hafa einna helzt líkst fenjum. Þetta eru Miklabrautin og Skúlagat- an. Hér er um að ræða einar mestu umferðargötur í bænum, og vitanlega þarf fyrst og fremst að snúa sér að því að malbika þær þegar gatnagerð hefst fyrir alvöru í vor. LÖGREGLAN LOKAÐI Aust urstræti fyrir akstri úr Lækjar- götu frá Kalkofnsvegi snemma vetrar. Einstaka sinnum lokar hún Austurstræti alveg fyrir um ferð á völdin. Báðar þessar ráð- stafanir hafa orðið til mikilla bóta. Aksturinn frá Kalkofns- vegi er alveg bannaður, og það hefur gefizt mjög vel, þó að stundum lengi það leiðina fyrir bílana, en hitt bannið bindur Ioks enda á „rúntaksturinn“, sem hefur verið mjög leiðinleg- ur og til trafala árum saman. OFT HAFÐI ÉG á umliðnum árum skrifað um þennan blett á umferðarmemiingu Reykvík- inga, en seint gekk. Um það er ekkert að fást. Loksins er um- bótin fengin, öllum til gagns og engum til ógagns. Þannig er þró unin og hún er bezt. Maður verður ef til vill leiður á því að vera að nöldra yfir því sama ár- um saman, en loks fæst það fram. OG ENN VERÐ ÉG að benda á nauðsynlega framkvæmd, sem ég hef mjög oft áður talað um: Suðurgatan. — Ég vænti þess, að nú í sumar verði gerð gang- stétt við Suðurgötu tjarnarmeg- in, spilaur teknar úr lóðunum með einhverjum hætti, eignar- námi eftir mati ef ekki er hægt að fá þær með öðru móti, og síðan gerð gagnstétt á brekku- brúninni og steinveggur með- fram henni eða grindur úr járni eins og settar hafa verið upp til mikilla bóta í Bankastræti, á Laugavegi og við Skúlagötuhús- in. HLUSTANDI sendir mér þess ar línur: „Ég hlusta alltaf af mikilli ánægju á þátt þeirra Björns Th. og Gests „Um helg- in“. Mér finnst þessi þáttur ein- hver sá allra bezti, sem nokkurn tíma hefur verið fluttur í út- varpið. Síðastliðið sunnudags- (Frh. á 8. síðu.) Þýzkar pípur Ver3 kr. 20,00, kr. 24,00, kr. 30,00, kr. 30,00, kr. 48.00 Spánskar pípur Verð kr. 15,00» kr. 43,50, kr. 47,00, kr. 51,00, kr. 57,00 , Söluiurninn viS Amarhól

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.