Alþýðublaðið - 27.03.1957, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.03.1957, Blaðsíða 8
AlþýgublaSld ftfiðvikudagur 27. marz 1957 (Frh. ai 4. síðu.) að taka höndum saman gegn þeim „lýðskrumurum, sem eru með hróp og köll um „stöðnun“ í rússneskri menningu s.l. 20 ár. í riístiórnargrein, sem hirtist í Pravda hinn 12. desember s.l., undir fyi-irsogninni „Marx- lueninkenningin — fáni okkar og yaglö?*, voru nefnd frekari dæmi um áhrif erlendra- stjórn- málaskoðana í Sovét-Rússlandi. Var það taiin skyída allra marx- leninista að ráðast gegn villu- kenningum um „alþýðukapital- isma“, „hkm frjása auðvalds- iheim“ óg „þjóðlegan kommúa- isma“ vegna þeirra greina, sem foirzt hefðu í ýmsum málgögn,- um. Höfundar þessara greina hefðu látið blekkjast af áhrif- um, sem væru andstæð kom- múnismanum og leyfðu þess vegna fráhvarf frá marx-lenin- ismanum og stuðluðu að glund- roða. Enda þótt enginn grund- völlur væri fyrir þróun erlendra hugsjóna í Sovét-Rússlandi, væru enn til eftirstöðvar af þeim, sem verði að þurrka þurt. Gegn þessari „rotnun“ og upp- tuggu erlends áróðurs verði að berjast með öllum hugsjónaleg- um vopnum, þar með taldar bókmenníir og listir. Gofl er að vera... (Frh. af 5. síðu.j það, að spilla íslenzku máli með gerviskáldskap. Ég vil að menn haldi sér við rímið. Egill á Borg og Snorri goði eru ættfeður okkar og ég vil að menn varðveiti málið. Og að lókum þetta: Kvenfé- lag alþýðumxar horfir ekki í að gleðja gamla fólkið. Hingað er fólkið flutt í bílum, hér fáum við frítt kaffi og kræsingar og ekki sízt að heyra fagran og þjóðlegan og alþýðlegan kveð- skap. Og hafi Kvenfélag Al- þýðuflokksins hjartans þakkir fyrir frá mér og mínum lík- um.“ Og með þeim orðimi kveður Jósep Húnfjörð og gengur létt- um skrefum, eins og smala- drengsins forðum daga, fram í dans og gleði. Hannes á honiinu. (Frh. af 4. síðu.) kvöld birti þátturinn skemmti- legt samtal við einn af sérkenni legustu mönum landsins: Einar í Hvalsnesi. Hann er kunnur að því að hnepppa eklti sömu hnöpp um og samferðamennirnir og því var fengur að því að fá hann í útvarpið með öllum sínum sér- kennum. . EN MiG LANGAR að spyrja stjórnendur þáltarins hvort efn- ið hafi verið ritskoðað. Ein eða jafnvel fleiri setningar Einars þurrkuðust út, og einmitt þar sem manrii skildist að upptöku- mönnunum þætti sérstaklega skemmtilegt,: því að þeir skelli- hlógu Einari til samlætis. Mig langar sem sé til þess áð fá að vita það hvort þarna hafi eitt- hvað verið skafið út af stál- bandinu.“ (Frh. af 5. síðu.j ir fluttu leikþátt. Síðast en ekki síst má geta kveðskaparins, sem varð eitt allra vinsælasta atr- iðið. Að lokinni kaffidrykkju var stiginn dans. Konur þær, er aðallega stóðu fyrir samkomunni voru Guð- rún Sigurðardóttir, Oddfríður Jóhannsdóttir og Pálína Þor- finnsdóttir, auk formanns fé- lagsins, Soffíu Ingvarsdóttur. — ,,Það er ákaflega ánægju- legt, að vinna fyrir eldra fólk- ið,“ segir Pálína Þorfínnsdótt- ir. „Það er að vísu nokkuð mikið starf að undírbúa skemmtun, en órangurinn er góður. Fólkið virðist kunna að skemmta sér og gleðjast. Ég veit að það myndi dansa til kl. 6 ef við hefðurn ráð á húsinu svo lengi. Margt þeirra hefur sagt við mig að það fari að hlakka til næstu skemmtun- ar, jafnskjótt og þessi er búin. Mér finnst ástæða til að þakka starfsfólkinu í Iðnó fyr- ir lipurð og hjálpsemi og þeim góðu mönnum, sem lánuðu bíla sína endurgjaidslaust til að aka íölkinu að heiman og heim frá skemmtuninni. Bíl- stjórarnir fóru suður í Hafnar- fjörð og hreint um öll úthverfi bæjarins og telja þetta ekki eftir sér, þvi að þeir vita að þeir eru að vinna fyrir gott málefni. Fyrir þetta allt er ástæða til að þakka, sagði Pálína að lok- um. Frjáls menning (Frli. af 12. síðu.) honum ber meiri skylda til þess en öðrum, af því að skoðanir hans hafa meiri áhrif, sagði Lembourne. AIIs staðar, þar sem hliðstæð félög starfa, hefur þeim tekizt, að safna saman fólki úr öllum lýðræðisfiokk- um. STJÓRNMÁL OG FAGURFRÆÐI. Höfuðhlutverk frjálsra rit- höfunda er, að barjast fyrir því, að sérhxær manneskja varð- veiti sérkenni sín. Danska skáldið Hinrik Paludan-Möller sagði einu sinni, að það væri hlutverk ritíhöfunda, að sam- eina stjórnmál og fagurfræði í verkum sínum. Taldi Lem- bourne ,að Hinrik Ibsen hefði gengið langt í þessu í verki sínu „Et dukkehjem“. Einnig hefði Arthur Miller gert slíkt hið sama í verkum sínum. SAMKEPPNI VIÐ BÆKURNAR. Þá drap H. J. Lembourne nokkuð á, að sumir danskir rit- höfundar væru hræddír víð samkeppnina við bókmenntirn- ar af hálfu kvikmynda og sjón- varps, og að þróunin yrði sú, að fólk vildi heldur horfa á myndir en lesa bækur. Taldi hann, að sá ótti væri að mestu ástæðulaus, og engin hætta væri á því, að kvikmyndir og sjónvarp myndi leysa bækur af hólmi. Margt fleira ræddi Lembourrie um, sem ekki er rúm til að rekja nánar. (Frh. af 5. síðu.) „O jú, jú, eíns og ég sagði kunnum við um 200 stemmur. Sum lögin eru Ijómandi falleg, ömiur leiðinleg og Ijót, eins og gerisí og gengur. Manni Ieiðist djazzinn af því að maður skil- ur ekki nokkurn skapaðan hluí. Ég heyri bara að djazzlögin eru misfalleg, sum önnur ómerkileg." skemmtileg, A SILFURPLOTUM — Hefur ekki verið kveðið | inn á plötur til varðveizlu? „Jú, hér áður fyrr var kveð- ið inn á silfurplötur, en ekki vitum við hvernig það reynist. Magnús kvað inn á nokkrar plötur fyrir mörgum árum, | þær eru sennilega í eigu Nór-: rænudeildar Háskólans eða hjá | útvarpinu, annars er þetta þjóðleg verðmæti, sem ætti að varðveitast vel, kveðskapur- inn.“ — Eru stemmur til á nótum yfirleitt? „Jón Pálsson organisti sagði, að ekki væri mögulegt að ná öllum tónsáæiflunum á hljóð- færi, en enskur prófesSor hefur sagt að stemmurnar hafi mikið tónlistargildi og séu merkilég- ar og frábærar. En harla erúm við hrædair um að eitthvað sé afbakað í þessu, sem Jón Leifs hefur verið að taka upp.“ — Eru fleiri kvæðafélög á landinu nú? „Já, kvæðafélögin eru að minnsta kosti tvö, Iðunn og Kvæðafélag Hafnarfjaröar." Frá næstU' fardögum er gistihúsið í Fornahvarnmi ' laust til reksturs og iörðín jafnframt laus.til ábúðar. • , Jörðin og gistihúsið verða einungis leigð sama aöila fineð kvöð um fyrsta flokks rekstur gistihússins og fyrir- iMiyndar ábúð á jörðinni. Umsóknir sendist Vegamálaskrifstofunni fyrir 10. apríl nk„ sem veitir allar nánari upplýsingar. Samkvæmt feröftr- bo'rjgarstjórans í Reykjavík f. h. basjarsjóðs og ''að undangéngimrn úrskurði vérða lögtök látin fara frarn fyrir ógreiddxtm: fasteighagjöldum löðaieigug j öldum brúnabótaiðgjöldum, brunabótaiðgjöldurn, sern féllu í eialddaga 2. ianúar s.l., að átta dögum liðnum •frá birtirtgu þessarar augiýsingar. Borgarfógetinn í Reykjavík, 27. marz 1957. Kr. Krist'jánsson. Raflagnir - Rafvélaviðgerðir Tökum aS ökkur alls konar raflagnir og rafvélaviSgerðir. Reynið viðskiptin. RafvélaverkstæðiS Glól h-f» Holtsgöíu 41 — Sími 6659.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.