Alþýðublaðið - 27.03.1957, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.03.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. marz 1957 Alþý&ubfaiff Bœkur 02 höfundar: s s s s Davíð Síefánsson frá Fagra- skógi: Ljóð frá liðnu sumri. Helgafell. Prentverk Odds Björnssonar. 1956. t NÝ LJÓÐABÓK frá hendi Davíðs Stefánssonar hefur þótt stórtíðindum sæta um áratugi. Ekkert íslenzkt skáld mun al- þýðu hjartfólgnara, ef Jónas Hallgrímsson er undanskilinn. Davíð gerðist ungur málsv'ari nýs tíma og framandlegra við- horfa, uppreisnarmaður og brautryðjandi. En hann kom, sá og sigraði. Allir hljóta að viðurkenna hann sem snjalian meistara. Eigi að síður eru kvæði hans harla misjöfn. List hans skilst því aðeins, að til- finningarnar séu látnar ráða úrslitum, þrátt fyrir glæsibrag- ínn og fjölhæfnina. Davíð er skáld hjartans og sigurvegari augnabliksins. Fegurstu svip- mynda hans og' næmustu hug- hrifa bíður mikið framhaldslíf. Hitt gleymist og fyrirgefst, nema langrækin illgirni komi til sögunnar. ,,Ljóð frá liðnu sumri“ telst merkilegt rannsóknarefni. — Skáldið er breytt. Vor æsku-1 gáskans er liðið, og sumri lífs- j reynslunnar hallar að hausti uppgjörs við heiminn og tilver una. Samt ómar í Ijóðunum nýr tónn, sem túlkar ógleymanlega kennd og skoðun. Hér gætir hvorki elli né þreytu, en jafn- vægis og íhygli. Veröld kvæð- anna minnir á síðsumarslandið að kvöldlagi, þegar sólskin og sunnanblær víkur fyrir kyrrð og friði, lindir hjala stillt og hljótt, húm nemur fjall og heiði og lauf byrjar að falla í skógi. Davíð hefur tekizt að endur- nýja list sína. Slíkt er skáldi úrslitasigur. Fyrri aðdáendur hans kunna raunar að verða fyrir vonbrigðum, en sú afstaða væri ósanngjörn. Beztu kvæðin í „Ljóðum frá liðnu sumri“ eiga að dæmast höfundi sínum til frægðar. Enn gerist hann nýr og slær hörpuna af snilli eins og nafni hans íorðum. Þó má sitthvað að kvæðunum finna. Sum þeirra, sem geðþekk virðast og áhrifarík í fyrstu kynningu, þola naumast harð- neskjulega athugun. Tvö dæmi skulu nefnd, þótt ólík séu: Seg- ið það móður minni og Gaman- kvæði um Grýlu. Fyrra ljóðið hnígur ekki til heiidar og renn- ur út í sandinn, þrátt fyrir per- sónulegan yndisleik. Aðeins eitt erindi samræmist túlkun I /KzZ. Davíð Stefánsson. þess, sem Davíð býr í huga. og iögmáli skáldskaparins, en þar er líka ógleymanlega kveðið: Segið það móður minni, að mörg eigi ég sporin þangað, sem engin anga iðgræn á vorin. Sé ég drjúpandi daggir dalablómunum. svala og heyri uppsprettur allar um útsæinn hjala. Önnur erindi eru brotabrot, sitt úr hverri áttinni, tónninn, sem vera á lífsþráður ljóðsins, hleypur í hnökra eða jafnvel, slitnar, myndin kemst aldrei til, skila, lesandann grunar ekki, hvað skáldið vill hafa lifað, nema hann fari sjálfur að yrkja, og það er til mikils j mælzt. Gamankvæði um Giýluj er heilsteyptara, en samt bregzt j Davíð bogalistin. Tvíleikurinn j fer forgörðum, en ádeilan miss-! ir þar með rnarks og kemur meira að segja ankannalega fyr ir sjónir. Hér virðist fremur um að ræða uppkast en fullunn ið kvæði. Samt er þessi mis- heppnaða viðleitni sýnu nær lagi en ýmis vitsmunakvæði bókarinnar. Davið er gjarnt að vilja vera spámaður. og þsss gætir iðulega í ..Ljóðum frá liðnu sumri“. Slíkt er heimtu- ! f:ek tilætlunarsemi við sjálfan sig af skáldi tilfinninganna og hughrifanna, því að hailinn kemur ekki í stað hjartans fremur en hjartað í stað heil-1 ans. Þátta spekimál getur ekki kallazt skáldskapur. enda verð- j ur Davíð eins og miður sín í úmbrotum átakanna.. Rímið tekur upp á þvi að yrkja, hend- ; inga.nar klessast hver að ann- arri. og erindin mynda enga haild — þau eru ferð án fvrir- heits. lEftirminnilegasta dæmi þessa er kvæðið Til hvers? j Þjóðskáld má ekki láta slíkt og j þvílíkt frá sér fara. Davíð Stefánsson er meistari; smáljóðanna. Þar ný.tur hann sín sem skáld tilfinninganna og j hughrifanna, túlkar sorgina og ! gleðina eins og opinberun og gæðir svipstundina unaði og listgildi til framtíðarinnar. Kvæði þessa sigurs eru bless- unarlega mö.g í „Ljóðum frá liðnu sumri“, og þau gera haustið í fagraskógi Davíðs að íslenzku ævintýri. Vísur Fjalla- Eyvindar láta ekki mikið yí'ir sér í fljótu bragði og revnast þó sálarfögnuður. Gestaboð er svipmeira og hljómdýpra, en minnir um of á ferhéndur Óm- ars Kajams, enda þótt þar kenni fremur skyldleika en á- hrifa. Undirritaður verður samt að finna að síðasta erindinu, þar sem skáldið spyr, hvort gestunum muni oftar til þess treyst að tilbiðja goð hússins. Steingrímur Sigurðsson og Þorbjöm á Geitaskarði verða víst ekki í neinum vandræðum að útskýra boðskapinn, en það er þeim að þakka, hann fer að minnsta kosti fyrir ofan og neð an sunnlenzka garðinn. Þá skal öllum athugasemdum lokið og aðeins bætt við, að kvæði eins og Sorg, Vornótt, Stormahlé, Leda og svanurinn, Minning og Við Hreindýravatn eru skáld- skapur, sem varla mun á færi annarra samtíðarmánna en Da- (Frh á 11. síðu.) NY FRÍMERKI ÞANN 1. apríl koma út á veg um póststjórnarinnar ný frí- merki, eða öllu heldur enuurút- gáfa íþróttamerkjarina. Að því ér heyrzt hefur verður sæmilegt útgáfuprógramm fyrir árið í ár, m. a. merki frá Bessa- stöðum. Rússland hefur nú gefið út nýtt merki í seríunni „Frægir rússneskir sæfarendur", „Vtda- jusjtsjijsja russkij moreplava- tjelj". Það kann að koma okkur hálfundarlega fyrir sjónir að á merkinu er mynd af frænda oltkar Dananum Vitus Bering og kort af Beringsháfinu. Undir mynd hans stendur svo „275 ár frá fæðingu'h V. Bering. Ekki er vitað til að Ðanska ríkisstjórnin hafi enn mótmælt, en búizt er við að þessi sögufölsun verði ekki liðin. Megum við íslendingar nú bíða í ofvæni þess að nýtt merki komi út í seríu þeirra „Frægi.r rithöfundar" með mynd Gunn- I ars Gunnarssonar, þar sem hann j verður allt í einu orðinn rúss- , neskúr rithöfundur. Danmörk hefur gefið út merki j til hjálpar við nauðstadda Ung- verja. Er þarna um að ræða upp iag af Friðriks IX. merkjum, 95 aura, sem enn hafa ekki komið á markaðinn sem slík. Eru þau yfirprentuð með 30-j-5 aurum. Það á heldur en ekki að minn ast þess í Monaco að Carolina prinséssd ceKur ryrsiu tönnina. í tannfé á sam sé að gefa út iianda henni sett frímerkja, hvorki ineira né minna en tutt- ugu merkja. Þetta irá nú kalia að kunna að nota tækifærin til að græða á söínurunum. Eins og stundum lxefur heyrzt í fréttúm, er tíl í Columbiu 168 ára gamall náungi, Xavier Per- eira að nafni. Nú þykir karlinn orðinn svo gamall, að út hefur verið gefið merki með mynd hans, geri aðrir betur. Nehru karlinn er nú að gefa frá sér hið úrelta „system“, sem' ríkt hefur á Indlandi gagnvart máli og vog og tekur upp í stað- inn metrakerfi og nýja mynt í einingum og hundruðum. Þétta leiðir vitarilega af sér útgáíu nýrra frímerkjá núna um næstu. mánaðamót. Bréfakassinn: KVENNAÞAITUR Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir ÞEGAR grænmetið er farið að tapa bragði sínu að vorinu, er hreint ekki úr vegi að láta eplin koma að einhverju leyti í stað- ínn, þ. e. a. s. þeir, sem hafa haft forsjálni til að eiga enn nokkuð af þeim. Rétturinn, sem nú verður gef- ínn upp, samanstedur af: 8 meðalstórum eplum, cítrónusaft, 8 pylsum, smjörlíki, 1 dós grænum baunum. Skerið kjarnahúsið úr eplun- um og borið í þau það stór göng að hægt sé að stinga pylsunni í gegnum þau. Hýðið eplin, en látið hring af hýði verða eftir um miðju eplis- ins. Leggið þau síðan í skál með vatni og setjið cítrónusaft í svo að þau dökkni ekki. Stingið pylsunum í gegnum göngin og látið þetta i eldfasta skál með smávegis vatni í botn inum og hellið yfir smjörlíki. I Þegar eplin eru orðin brún og Setjið skálina í meðalheitan i byrja að falla saman er baun- ofn og vætið við og við. Ef vatn | unum hellt yfir og bakaðar nieð ið gufar upp, verður að bæta lít- : í ca. 10 mínútur, þá er réttur- ils háttar á. ‘ inn tilbúinn til iramreiðslu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti 12. þ. m. grein um kjör hjúkrun- arnema. í greininni gætir mis- skilnings og þekkingarleysis á því máli, sem fjallað er um, og vil ég í því tilefni leið- rétta þær rangfærslur, sem þar koma frarn, og þá jafn- framt gefa upnlvsingar um kjör þau, sem hjúkrunarnem- ar í Hjúkrunarkvennaskóla ís- lands búa nú við. svo að al- menningi gefist kostur á að dæma um hvo:t illa sé farið með þetta námsfólk eða ekki. Þá er fyrst að leiðrétta þá röngu staðhæfingu, að erfitt sé að fá stúlkur til að leggja stund á hjúkrun. Löngu áður en flutt var inn í hinn nýja skóla var aðsókn að hjúkrun- arnáminu svo mikil, að um- sækjendur voru skráðar á langan biðlista, enda er nú þeg- ar fullskipað í skólann fram í árslok 1958, en 40 stúlkur eru nú teknar inn árlega til náms- ins. Það er einnig misskilning- ur, að ég hafi gefið blaðinu þær upplýsingar, að Félag ís- lenzkra hjúkrunarkvenna semdi eitt um laun nemend- anna. Formaður FÍH, sem á sæti í stjórn Hjúkrunarkvenna- skóla íslands, stóð að samn- ingum þessum ásamt skóla- stjóra Hjúkrunarkvennaskól- ans, í fullu samráði við skóla- stjórnina. Samningar gengu í gildi 1. janúar 1956, en nem- endum var strax tilkynnt, að nýtt mat á hásaleigu væri væntanlegt frá yTií’skatta- nefnd, þegar flutt yrði í hinn nýja skóla, en áður hafði húsa leiga verið nær engin (kr. 45 á mánuði), vegna hins ófull- nægjandi húsnæðis, sem nem- endur þá þjuggu við. Nemend- ur fluttu inn í skólann í haust- byrjun síðasta árs, en hið nýja mat var ekki látið ganga í gildi fvrr en 1. febrúar sd. Þegar hinir nýju samningar voru gerðir, þótti sanngjarnt> að hafa til samanburðar. fyrjr- komulag það, er ríkir hjá iðn- nemum. Var því miðaði.við laun aðstoðarhjúkrunai'konu með árshækkun, 1. árið 35 c/o af launum, kr. 1199,25, 2. ár- ið 40 Sí af launum, kr. 1370,60 og 3. árið 50', af launum, kr. 1713,00 á mánuði. Til frádrátt- ar kemur síðan húsnæði, Ijós, hiti, húsgögn og sængurfatn- aður, sem gerir alls kr. 249,00, fæðiskostnaður og þvottur, til samans kr. 645,00 og eru fram- angreind hlunnindi því sam- tals kr. 894,00. Útborguð mán- aðarlaun verða því 1. árið 305,- 00, 2. árið kr. 476,60 og 3. ár- ið kr. 819.00. Verðlagsuppbæt- ur greiðast samkvæmt gild- andi reglum á hverjum tíma um launagréiðslur til starf's- manna ríkisins. í A^þýðublaðsgreininni var ekki talin þörf á að nefna ým- is önnur hlunnindi, sem hjúkr- unarnemarnir njóta, og skulu þau því nefnd hér: Allar bua stúlkurnar í sérherbergjurn. ■ með innbyggðum skáp og hand- laug. Húsbúriaður er allur hinn smekklegasti. Aðgangur er að dagstofu, býtibúri, strauher- -bergi, þvottahúsi., þurrkher- bergi og . skóhreinsunarher- bergi. — Skólinn okkar verð- ur fullgerður með fullkomn- ustu bvggingum í sinni grein, og hefi ég hvergi erlendis séð vandaðri heimavist fyrir hjúkr -una'rnema. Nemendur fá frían vinnu- búning og helztu námsbækur. Lögboðnar tryggingar, svo sem iðgjöld til sjúkrasamlags, almannatrygginga og slysa- t^ygginga, greiðir skólinn eða (Frh. á 11. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.