Alþýðublaðið - 27.03.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.03.1957, Blaðsíða 6
A Ekýð m bla3f % ÍMiðvikucIagur 27. marz 1957 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmunddsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. S S s s s s ; s s s s s s s s s s s s s s s s s * s s s s $ V s s s s s s s s s s s s s Tímabœr ákœra ÞJÓÐVILJINN ræðir hús- næðismálin í forustugrein sinni í gær og ber Sjálfstæð- isflokkinn þungum sökum í því sambandi. Er á það bent, að stefna íhaldsins í bygging armálum einkennist af óhófi og mun-aði hinna ríku. Sú á- kæra er í senn rökstudd og tímabær. Dæmi þessa eru orðin allt of mörg og á vit- orði flestra landsmanna. Lúxusíbúðir efnafólksins virðast vitna ,um mikið ríki- dæmi. En á sama tíma eiga þúsundir fárra eða engra kosta völ í húsnæðismálum. Almenningur fær ekki lóðir eða lán. Ríkisbubbarnir ganga fyrir um eftirsóttustu staðina fyrir hallir sínar, og auðvitað hafa þeir ráð undir hverju rifi um fjáröflun, bankarnir hafa staðið þeim opnir undanfarin ár, því að Sjálfstæðisflokkurinn þekkir sína. Og með þessum hætti er að myndast eins konar ný stéttaskipting á íslandi. Hún mátti þó virðast næg fyrir. ÞaS er hverju orði sann- ara hjá Þjóðviljanum, að þessu þarf að gerbreyta. Stefnan ó að vera fleiri og hóflegri íbúðir. Ofremdar- ástandið sést glöggt á þeirri staðreynd, að tveggja herbergja íbúðir hafa svo að segja horfið með öllu undanfarið og þriggja herbergja íbúðum farið ört fækkandi. Þörf samfélagsins krefst þess, að húsnæðismálin verði tekin nýjum og föstum tök um, það er ein megin- skylda núverandi ríkis- stjórnar og stuðnings- flokka hennar. Hvernig mun þeim árangri bezt náð? Tvímælalaust með því að efla verkamannabú- staðina og samvinnubygg- ingarnar, koma lánakerf- inu í viðunandi horf og hindra lúxusbyggingarnar meðan verið er að tryggja þúsundunum húsakynni til framtíðarinnar. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur staðið í vegi þessarar sjálfsögðu þróunar. Nú er hann kom- inn á réttan stað, og þá er að bæta fyrir mistök hans og hlutdrægni. Almenn- ingsálitið krefst þess misk- unnarlaust, að af því verði. Jafnframt er óhjákvæmi- legt að koma lóðaúthlutun, Reykjavíkurbæjar í nýtt og betra horf, því að þar er hver silkihúfan upp af annarri. Og þá er hægt að vænta þess árangurs, sem Þjóðviljinn ræðir um í forustugrein sinni. Hér reynir á Alþýðu- bandalagið og Hannibal Valdimarsson félagsmálaráð- herra. En auðvitað á ríkis- stjórnin öll hlut að vandan- um, og hann verður hún að leysa í samstilltu átaki. Slœmur fréttaburður MORGUNBLAÐIÐ birti þá frétt á dögunum eftir mexíkönskum spámanni, að heimsendir yrði um helgina. Tiltækið hefur mælzt mjög illa fyrir eins og Alþýðu- blaðið skýrði frá í gær. Svona fréttaburður hefur ærnar afleiðingar. Og hann þjónar illum tilgangi hér á íslandi. Erlendis er hægt að selja blöð í stærra upplagi með tíðindum eins og þess- um, en hér eru viðhorfin allt önnur. Morgunblaðið hefði því tvímælalaust átt að láta þessa heimsendisfrétt fram- hjá sér fara. íslendingar eru öðru vísi settir í þessu efni en aðrar þjóðir. Einangrun okkar er ekki úr sögunni í svo ríkum mæli, að almenningur taki tíðindum um heimsendi með þögn og þolinmæði. Morgun blaðið hefur sjálft orðið þessa vart og komið athuga- semd á framfæri. Og ís- lenzku blöðin ættu að forð- ast fréttamennsku á borð við þetta. Við höfum við annan vanda að stríða en tilvonandi heimsendi, sem sjálfsagt ger ir ekki boð á undan sér til Mexíkó fremur en í Morg- unblaðshöllina við Aðal- stræti í Reykjavík. 4 Mynd vikunnar. Pilnik og Friðrik tefla. JJtíin úr heimi Askriftasímar blaðsins eru 4900 og 4901. BREZKA stjórnin er ák\æðin í að halda því forustuhlutverki, sem Stóra-Bretland hefur náð ð því er varðar friðsamlega nýt- , ingu kjarnorkunnar. Hún hefur [nýlega skýrt frá því, að innan sex ára muni verða byggt oliu- flutningaskip, er knúð verði j kjarnorku. Það á að verða 65000 : til 80000 tonn og kosta 6000— j 720 milljónir króna. Þetta verð ur sennilega fyrsta kjarnorku- knúna skipið í heiminum, sem keppt getur við venjuleg skip , í rekstri. | Forusta Bretlands á þessu sviði stafar af almennum orku- skorti í landinu — atriði, sem lokun Súezskurðar gerði enn augljósara — og af því að stjórn jafnaðarmanna tók á sínum tíma þá áhættu, að hinn gas- kældi kjrnakljúfur af Calder t Hall gerðinni myndi borga sig | í framtíðinni. Hann hefur reynzt enn betur en menn þorðu {að vona í fyrstu. Þó að kenn- (ingin sé í sjálfu sér frumstæð, | má bæta hana mjög í notkun og eins og T-módelið af Ford- bílnum mun hún halda áfram að vera samkeppnishæf löngu eftir að nýrri og þroskaðri gerð- ir hafa komið fram. Stjórnin hefur nú ákveðið að leggja í aðra áhættu. Hún hefur smþykkt að þrefalda, þ.e.a.s. hækka upp í 6 milljónir kíló- watta. framleiðslumarkið fyrir tómrafstöðvar Breta í árslok 1965. Þetta mun þýða, að 18 milljónir tonna af kolum eða 12 milljónir tónna af olíu mun sparast á ári. Það þýðir svo, að eftir níu ár fær Bretland fjórð- ung af ' llu rafmagni sínu frá atómra f yerum. Grundvöllur þessar-ir áætlunar er bygging nýrra útgáfa af hinum uppruna lega Calder Hall kjarnakljúf. Ný t ':knileg triði gera það | mögule.st að ná enn lengra. Samt h;fur komið fram tals- verð gagnrýni á þessar nýju fyrirætlanir skildist mönnum, að samanagður 3" Inaður við áætlunina yrði 1 160 milljónir punda, þar sem h inn í rauninni verður minnst 1900 milljónir. Nokkrir lávarðar hafa gagnrýnt áætlunina, þar eð rafmagnslín- urnar frá stöðvunum, sem verð- ur að bvggja við árósa, mundu spilla fegurð sveitanna. En mestu efasemdirnar bein- ast að því hvort réttlætanlegt sé að eyða svo miklu fé í atóm- stöðvar á sama tíma og svo mik il þörf er fyrir fjárfestingu á ýmsum öðrum sviðum. Atóm- rafstöðvar kosta í byggingu þrisvar sinnum meira en kola- kyntar rafstöðvar, og' það veg- ur upp á móti lægri rekstrar- kostnaði við tómstöðvarnar. En úr því að Bretar þurfa á annað borð að verða sér úti um nýjar orkuuppsprettur, þar eð ekki er hægt að auka kolaframleiðsl- una sem neinu nemur og olíu- magnið er óöruggt, gerir stjórn- in sennilega rétt í því að leggja í þessa áhættu. Einnig er líklegt, að tæknileg ar framfarir verði áætluninni notadrjúgar. Ný gerð af kjarna kljúf er í smíðum nú þegar í Dounreay í Skotlandi, og ýms- ar gerðir kjarnakljúfa þegar í reynslunotkun í atómrannsókna stöðinni í Harwell — fvrir skömmu var nýr „lágkrafts- kljúfur“ settur í gang í Har- well og nefnist hann Neró. Þá er látið í það skína, að miklar framfarir séu í því að nýta til friðsamlegra þarfa þá verkun, sem verður, er vetnissprengja springur. Bezta sönnun brezkra fram- fara á þessu sviði er sú stað- reynd, að þær hafa valdið al- varlegum vandamálum í sam- bandinu við önnur ríki. Hin löndin hafa á prjónunum mikl- ar áaúlanir um framleiðslu atómorku, en eins og stendur hafa þau aðeins yfir að ráða til- raunakljúfum. Bretar hafa reynzt ófúsir til nokkurrar ná- innar samvinnu, bæði um Eur- atom-áætlun ríkjanna sex og um hina miklu víðtækari sam- vinnu á vegum OEEC (efna- hagssamvinnustofnunar Evr- ópu). Til að byrja með mundi Bretland vafalaust tapa meiru á slíkri samvinnu en það græð- ir. (Frh. á 11. síðu.) Tónleikar Mindru Katz SJALDGÆFT er, aó hingað komi tónlistarmenn frá Rúm- eníu, en einn slíkur lék fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélags- ins í Austurbæjarbíói s.l. mið- vikudag. Hann lieitir Mindru Katz og er frábær pínóleikari. Tæknin er geysileg, „frasering- ar“ óvenju skýrar og tilfinning- ar alveg nægilega miklar, sem sagt ekki yfirþyrmandi sentí- mentalismi t.d. í Chopin. Fyrsta verkið á efnisskránni var svíta í D-dúr eftir Rúmen- ann George Enescu, mjög skemmtileg.t og athyglisvert verk. Þá komu arietta con va- riatione í A-dúr eftir Haydn og sónata í d-moll, op. 31 nr. 2 eftir Beethoven. Hvort tveggja vel leikið sem við var að bú- ast. — Síðari hluti efnisskrár- innar var helgaður Chopin, og mun sumum finnast það full stór skammtur af Chopin í einu. Það, sem leikið var, var sónata í b-molL op. 35, nocturne í e- dúr„ sex prelúdíur og þrjár etýður. Þó að mönnum hrysi ef til vill hugur við öllum þess- um Chopin, kom á daginn, að túlkun Mindru Katz var sjálf- stæð og tæknin slík, að unun var að. Ég hef eina tillögu fram að færa. Svo er nú ástatt með pía- nó hér í höfuðborginni, að eng- inn konsert-flygill er til, sem raunverulega er hægt.að bjóða góðum píanóleikurum upp á að leika á. Er það ekki vanzalaust, að ekki skuli vera til einn góð- ur konsert-fygill, t.d. Steinway. Mér dettur í hug, hvort ekki væri tilvalið að hefja fjársöfn- un meðal styrktarfélaga Tón- listarfélagsins, og annarra á- hugamanna, með það fj'rir aug- um að kaupa verulega gott hljóðfæri til höfuðborgarinnar. Verður því ekki trúað. að rík- isstjórnin muni ekki vilja veita því máli þann stuðning, að gefa eftir aðflutningsgjöld að slíku hljóðfæri og leyfa harðan gjald- e.yri, eða hálí-harðan, til slíkra kaupa. G.G

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.