Vísir


Vísir - 05.11.1956, Qupperneq 4

Vísir - 05.11.1956, Qupperneq 4
VÍSIR Mánudaginn 5; nóvember 1&5S Þéruni? GestsdóttSr segir frá: 99 mms mssMgshmiSiss em íseíí mí h&Ssss&$- mm Hér birtist fimmts viðtalsþáttur okkar Þórunnar Gestsdóttur. Haim fjallar að mestu leyti mn kindurnar hennar og hvernig hún annaðist þær og gætíi þeirra og var þeim hinn góði hirðir í lífi þeirra og dauða. Og þó margur sveitamaður- inn og sveitakonan hefði án efa ! svipaða sögu að segja og þá j sem hér er sögð, þá er eitthvað óven j ulegt, jafnvel ástríðu- þrungið og draniatískt við sam- líf. Tótu og fénaðarina enda er hún meira náttúrubarn en geng- ur og gerist. Útilífsmanneskja, hjarðkona í eðli sínu fremur en húsmóðir, og mundi. tjgld hirð- ingjans vel hafa hentað henni. Umfram allt er hún þó gædd fádæma lífsorku. Og gef ég henni nú orðið: Þegar mæðiveikin kom. Það var eitt kvöld um miðjan apríl árið 1939, ég var að hýsa féð, og nú sé ég að mig vantar eina ána, en þær höfðu verið á beit í fjörunni og í nágrenninu. Ég fór strax að leita og mætti ánni fljótlega nálægt Vorhús- um, þar sem hún var á heim- leið, en mér brá þegar ég sá hana: hún náði varla andanum og froðan vall út úr vitum hennay hún var aðframkomin, og ég vissi að þetta var mæði- veikin. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég varð vör við þennan vágest í mínu fé. Ég sótti Þór- arin í Sólvangi, sem var fóður- gæzlumaður og nærfærinn við skepnur og oft sóttur ef einLver þeirra veiktist eða gekk ilia. við burð., Þórarinn hlustaði kind- urnar og sagði að því lokr.u að ég mætti búast við 'að rnargar þeirra væru orðnar veikar. Þetta reyndist svo, en engu var slátrað strax, nema dauðveiku ánni- . , Þegar fé var sleppt um vorið, sköffuðu þeir mér girðingu til þess að hafa mitt fé einangrað í um sumarið, því hvergi annars staðal- hafði orðið vart við veik- ina hér á Bakkanum. Sauð- burðurinn gekk vel hjá mér, en þó sá ég nú veikina á einni á í viðbót. Ég fór annan hvern dag upp í girðinguna til þess að vita hvernig liði, og einn daginn þegar ég kem þangað, sá ég að svartkollóttur sauður tvævetur, mikið uppáhald, tekur ekki í jörð, en vafrar um dapurlega og kemur svo til mín. Ég lét vel að honum og talaði við hann og held svo af stað og hann gengur við hliðina á mér heim og þar lét ég skjóta þennan elsk- aða vin minn. Svona gekk þetta allt sumar- ið, alltaf voru kindurnar mín- ar að veikjast og ég. fór heim með þær jafnóðum og lét skjóta þær svo þær kveldust ekki lengur. Þetta tók mikið á mig, og þegar ein fallegasta ærin mín með tveiin stórum dilkum var orðin veik, gat ég ekki tára- bundist, því þetta voru eins og börnin mín, sem mér þótti vænna um en mennina, og eg fór heim með þau þrjú til þess að láta deyða þau. Seytján kindur fallnar um haustið. Þegar haustið kom, voru seytján af kindunum mínum fallnar, en ekki sá ég á þeim, sem enn voru uppi standandi og ég setti þær allar á, því ég 'vildi ekki gefast upp. Fór nú upp að Kálfhaga og keypti mórauða á og svarta, metfé að vænleika, því hjá Guðmundi í Kálfhaga var engin mæðiveiki og fé hans rnjög fallegt. En það er af mín- um gamla fjárstofni að segja, að hann var að smá týna töl- unni, og 1942 var ég búinn að missa þrjátíu kindur í allt. Aft- ur á móti blessuðust ærnar tvær frá Kálfhaga svo vel, að niðurskurðarhaustið hér átti ég af þeim milli tuttUgu og þrjátíu kindur, flestar svartar og mó- rauðar og ákaflega fallegar. .Fáeinar kindur átti ég auk bess ^af gamla stofninum og var svo komið þá, að. engin mæoi- jveiki var orðin í mínu fé, og jreyndar missti ég ekkert eftir j 1942. Þeim mun blóðugra þótti |inér að sjá það allt skorið niður, jen ég harkaði þetta af mér, og . nú ákvað eg að fá mér ekki aft- jur kindur, þegar nýtt fé yrði ^flutt hingað, ég ætlaði áldrei framar að eiga kind. Sumarið eftir, þegar engin kind var hér í sýslunni og.maður sá ekki einu sinni far eítir kindarfót, hvað þá að maður heyrði jarm, og allt eins og í eyði fyrir minum sjónum, þá var það eitt sinn að ég hitti góðvin minn, Lýð Guðmunds- son í Litlu-Sandvík. Hann fer að tala um féð. Ég segist vera ákveðin í því að fá enga kind. „Úr því ég varð að missa Kálf- hagaféð mitt, þá ætla ég að lifa sauðlaus héðan af,“ sagði ég. „Þú getur ekki lifað kindalaus.“ „Hvað ertu að segja? Láttu þér ekki detta þessi fjarstæða í hug,“ sagði Lýður. „Þú getur ekki lifað kindalaus, þú munt ekki afbera það, þegar hjarð- irnar koma að norðan lagðsiðar og svipfríðar og ajlir eru að eignast nýjan fjárstofn, nema þú. Nei, þú færð þér kindur eins og við hinir.“ Svona hélt hann áfram ao telja í mig kjarkinn, þangað til ég lofaði honum því að ég skyldi verða. með. Við það stóð ég, og því sé ég ekki eftir, og það á ég Lýð að þakka. Ég keypti 8 gimbrar haustið 1952, en lét þó tvær þeirra af hendi við dreng, j sem langaði mikið til að eignast ■ kindur, — ég setti því sex á fyrsta veturinn. Þær hafa heppn azt prýðilega. f vor fékk ég tólf lömb undan sex ám. í haust ^ slátraði ég þremur lambgibrum og fjórum hrútlömbum. Þetta voru allt tvílembingar, nema einn hrúturinn. Minnsta gimbr- in gerði 15,5 kg. af kjöti, en einlembingshrúturinn 21 kg. Þar eftir var möririn mikiil. Ég lagði inn 8 gærur, sjö af lömb- um og éina af geldri á, og þær jöfnuðu sig upp með 9 pund hver. Þetta er glæsilegt, og þetta á ég allt að þakka Lýð í Litlu-Sandvík og Jörundi Brynjólfssyni í Kaldaðarnesi. Kidurnar mínar ganga allar í þeirra löndum yfir sumarið endurgjaldslaust, og því bið ég þeim nú guðs blessunar og alls góðs. Því það ségi ég'satt, mér er annara um kindurnar mír.ar én nokkurn hlut annan. Ég er að hugsa um að setja á ió’.í kindur í haust. Snemma farið á fætur. A árunum fyrir mæðiveikina var ég vön að vakna klukV.an | tvö á nóttinni um sauðburðinn j og ganga upp á mýri með hann Trygg minn, hundinn. Þegar ég kom upp á mýrina, sagoi ég við hann: Sittu þarna kyrr! -- og benti á þúfu. Hann hlýddi því. Ærnar voru nefnilega dá- lítið styggar við hann suma: hverjar. En fáeinar þeirra voru frekar og ' höfðu það til að stökkva í mig meðan ég var að merkja lömbin þeirra. Þá kall- aði ég hástöfum á Trygg og pað hann að duga mér nú, og begar hann var kominn, snéri ærin sér að honum með fótaistappi og hornastangi, og ég gat í næði markað lambið. Eitt vorið var ógnar óveðra- tíð um sauðburðinn. Ég mun hafa átt tólf ær þá. Allt gekk þó skaplega framán af og ekk- ért sérstakt til frásagnar fram yfir miðjan sauðbúrð og hélzt svo þar til einn daginn að níu af ánum voru bornar, en þrjár þær síðustu komnar að burði. Ég man þetta eins og það hefði skeð í gaer, — ég fór upp eftir klukkan tvö um daginn og gekk um mýrina,’ og í hægðum mín- um fór ég acÞfeka óbornar ærn- ar nær selinu í Skúmsstaða- girðingu, því mér leizt ekki á veðurútlitið. Það var fjárrétt í selinu og sæmilegt skjól þó ekki væri þar hús. Að áliðnum degi fara þeir nágrannar mínir að tínast upp á mýrina til þess að líta eftir fénu sínu. Var það ekki vonum fyr, því nú vai komin kalsaslydda á landnorð- an. Klukkan sex eða sjö unt kvöldið fara karlarnir þó allir heim, en mér datt ekki í hug að verða þeim samferða, heldup hélt kyrru fyrir og var nú eini eftir á mýrinni. Gegndrepa var ég orðin, en ég var í góðum ulK arnærfötum og fann þvi ekki tilj kulda. Ég rölti í sífellu kring-: um kindurnar og kom. flestum þeirra inn í selið, þeim bornu og óbornu. Klukkan að ganga tólf um nóttina ber svo ein þeirra þriggja, þá var orðið sporrækt af snjó. Ég var svo á gangi þarna í selinu til og frá þangað til klukkan tvö, þá tók ég undir mig sprettinn og hljóp heim. Ólafur reis upp við olnboga I rúminu og sagði: „Ja, mér var nú ekki farið að standa á sama, þú hefur eklii komið heim síðan klukkan tvö í gærdag, hvað hefðurðú alltáf verið að gera?“ 4 „Hjá bléssuðum kinditnum.“ „O, ég hef nú verið hjá bless- uðum kindunum íriínúm**, sagði ég. „Viltu ekki reyna að fara á fætur og kveikja á oliú- vélinni og hita kaffisopa, þvi ég er bæði svöng og þýrst. Ég ætla að skreppa út í hlöðu að sækja töðu í poka, og svo er ég farin aftur.“ „Ertu ekki lengur með öll- um mjalla?“ segir Ólafur og' starir á mig og trúir varla því sem hann heyrir. ^ Framh. á 9. síðu. Austur-Þjóðverjar vilja líka „tolla í tízkunni“, og nýlega var haldin tízkusýning í Austur-Berlín, þar sem þessi flík var sýnc!,. en hún er úr kínversku silki. ið 7. nóvember 1837 lækkaði sjórinn um 40 metra niður.fyrir lægsta fjöruborð í Kahuluifirð- inum á Mauiey. Fjarðarbúar fylgdu sjónum eítir og þótti hin bezta skemmtun að taka fisk- ana þarna á þurru og nota þetta einstæða tækifæri til að skoða hafsbotninn, sem annars var þeim hulinn. En svo kom sjór- inn aftur og steypti sér yfir fólkið, hús þess, báta og skepn- ur, og kastaði öllu saman út í stöðuvatn lengra inni í landi. Ekki orsakast hinar skað- vænlegu flóðöldur ætíð af jarðskálftum. Þegar Krakalo — eyja í Sundasundinu, — sprakk í loft upp 1883 og þeytti 18 rúmmílum af jarðefnum upp í loftið, rísu 30 metra háar öídur, sem ollu ógurlegri éyði- j .leggingu á nágrannaeyjum og, ,deyddu 30 ‘ þúsund manns. j (Flóðöldur þessar fóru alla leið ( jumhverfis jörðina, að þýí er talið er. — Þýð.). | Jarðskjálftar eru sjaldgæfir í Atlantshafinu, og tsunami flóð- öldur þar af leiðandi einnig. En Lissabon varð fyrir hvoru- j tveggja 1755; þá gengu 15 metra háar öldur þar á land. Sjaldgæfar. í rauninni eru tsunami flóð- öldur tiltölulega sjaldgæfar, einnig í Kyrrahafinu. Á síðustu öld var meðaltalið ein skað- vænleg flóðalda á 12 ára fresti. En þessi hætta, sem alltaf vofði yfir og svo tjónið sem Hawaii varð fyrir 1946 — vakti jarðskjálftafræðinga til umhugsunar. Hvernig var hægt að afstýra þessu ógurlega tjóni í frarritíðinni? Þegar neðansjávarjarðskjálft- inn varð á botni Aleuteyjaálsins 1946, varð hræringarinnar vart á jarðskjálftamæla í Hawaii fimm mínútum síðar, en fimm klukkustundum seinna skullu hinar eyðileggjandi flóðöldur á strönd eyjanna. Þetta hefði verið nægur frest- ur til aðvörunar. Ætti að út- varpa hættumerki í hvert sinn sem neðansjávarjarðskjálfi yrði? Varla. Ef Kyrrahafs-eyjabú- ar væru aðvaraðir í hvert skipti, sem neðansjávarjarðskálfti hristi botninn í Aleuteyja-, Tuscarora- eða einhverju öðru hafdýpi, mundi það of oft reyn- ast blekking, því að mjög fáir neðansjávarjarðskjálftar valda flóðöldum er 'gera spellvirki. En fyrir rannsóknastörf á þessu sviði, sem t. d. Jarðelda- rannsóknarstöðin á Hawaii hef- ur unnið, hefur v'erið komið á fót jarðskjálftaaðvörunum í samvinnu við flugveðurathug- anastöðvar almennings og flug- hersins, í Bandaríkjunum. Þegar jarðskjálftakippur skekur botninn undir einhverju Kyrrahafsdýpinu nú á tímum, er styrkleiki hræringarinnar mældur á jarðskjálftamæla nokkrum mínúum síðar á mörg um stöðum, allt frá Japan og Alaska til Arizona. Á þessum athuganastöðvum er staðurini> ákvarðaður og ef vísindamenn þeir sem eru að störfum þegar kippurinn kemur, álíta, að 'nann geti orsakað hættulega flóð- öldu í einhverjum strandbyggð- arlögum, er send út aðvörun. Þetta kom fyrír á Hawaii- eyjum á kosningadaginn 1952. Aðvaranir voru sendar út og' fólk flutti sig burt frá strönd- inni. Flóðaldan, sem kom í þetta sinn, var ekki mjög hættuleg; gerði tjón svo nokkr- um tugum þúsundum dollur- um skipti — og drap sex kýr. Annað líftjón varð ekki. (Úr Science Digest). ]

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.