Vísir - 05.11.1956, Blaðsíða 10

Vísir - 05.11.1956, Blaðsíða 10
10 vísm Mánudaginn 5. nóvember 1956 — Það getur verið að ég sé ofurlítið kenndur, isagði hann. *— Það stoðar ekki að drekka þegar maður er að velta einhverju fyrir sér. Hann horfði ólundarlega ofan í glasið sitt, eins og honum félli ekki drykkurinn. Síminn hringdi. Allir spruttu upp samtímis. Svo fannst Önnu að minnsta kosti. Þau hin voru þá alveg eins óróleg og hún sjálf. Clive svaraði. — Halló! Halló! Hver er það? hrópaði hann. Rödd svaraði ög nú sagði Clive vingjarnlega: — Dick, ert það þú? Varstu að koma? Hvers vegna léstu okkur ekki vita hvenær von væri á þér? Þá hefðum við tekið á móti þér á flugvellinum. Ég var að enda við að opna kampavínsflösku. Ég skal setja hana í ís- vatn þangað til þú kemur. ' — Það var Dick, sagði hann og sleit sambandinu. — Merkilegt, isagðd Jacky. — Alltaf skal Dick skjóta upp þegar bezt gegnir, finnst ykkur ekki? Budge sat á stólbríkinni hjá henni og spurði lágt: — Hver er þessi Dick? — Hann er einn af forstjórunum, og mjög heillandi maður. Hann byrjaði sem umsjónarmaður með starfsfólkinu en varð forstjóri eftir að pabbi dó. Hann er mjög duglegur maður, at- hafnasamur og ansi laglegur. Gett>m við isagt nokkuð fleira fallegt um Dick, Fern? sagði Jacky og röddin varð dálítið neyð- arleg. Fern svaraði rólega, en Anna sá að hendur hennar skulfu. — Ég held að þú hafir lýst honum mjög ítarlega, Jacky — og nærri því of vel, bætti hún þyrkingslega við. Jacky brosti til Budge. — Þú verður að bíða þangað til hetjan kemur á sjónarsviðið, og þá geturðu dæmt um sjálfur, Budge. Anna kynntist honum í London. Og hann er svo töfrandi að hún tókst ferð á hendur alla leið til Bermuda fyrir hans orð. Hún getur ef til vill sagt betur frá honum en ég. Rödd Jacky var óvingjarnleg og Anna tók sér það nærri. Jacky hafði verið svo alúðleg við hana í morgun, en nú var hún gerbreytt. Var það vegna þess að hún hafði verið vitni að hinu auðmýkjandi samtali hennar og Mortons? Eða hélt Jacky að það væri Önnu að kenna að Morton vildi ekki giftast henni? Hjarta hennar sló hraðar við þessa tilhugsun. En það gátu verið svo margar ástæður til að Morton vildi ekki giftast Jacky. Og ef til vill mundi honum snúast hugur seinna og hann giftast henni, þrátt fyrir allt. Hann væri flón ef hann gerði það ekki. Jacky var ekki aðeins rík heldur Ijómandi lagleg og heillandi, Dick kom eftir fáeinar mínútur, hress og heillandi. — Hæ, Fern. Hæ, Jacky og halló, Anna. Gaman að sjá ykkur aftur í einum hóp, sem heila fjölskyldu. Gaman að sjá þig aft- ur, Clive. Nú kom hann auga á Budge og brosti glaðlega. — Ég þekki víst ekki þennan náunga. Vill ekki einhver kynna okkur? — Það er Budge Garron, vinur minn — doktor Garron frá Bandaríkjunum, muldraði Jacky. Dick tók fast í höndina á honum. Það hafði orðið dálítið léttara yfirbragð yfir fólkinu við að Dick kom, en þó fannst Önnu enn þá eitthvað ógeðfelt í loftinu. Fjandskapurinn milli Fern og Jacky var auðsær, og Clive var áhyggjufullur á svipinn nema þegaf* hann hló. Dick fór til Önnu og spurði hvernig hún kymni við sig, og hvort ferðin hefði gengið vel. — Farðu þér nú hægt, Dick, rumdi i Clive. — Hún hefur ekki verið hérna nema einn dag. Við skulum fá okkur meira að drekka. Clive fyllti glösin aftur og Dick spurði lágt: — Engin óþæg- indi á ferðalaginu, vonandi, Anna? — Það eina sem ég man verulega óþægilegt var sjóveikin. Ég var hræðilega sjóveik, sagði hún. — Skemmtilegt samferðafólk? spurði hann og horfði fast á hana. Jacky tók fram í með gjallandi hlátri. — Hvers vegna spurð- ir þú hana ekki berum orðum hvernig henni hefð’. fallið við Martin? — Morton Martin? Dick hnyklaði brúnirnar. — Segirðu að hann hafi verið með sama skipinu? Ég hélt að Bermuda væri laus við hann fyrir fullt og allt. Önnu fannst Dick vera nærri því of leikinn í að látast vera forviða. — Þá skal ég segja þér frétt, Dick minn sæll, sagði Jacky ertandi. — Ég keypti Easter Lily-veitingaskálann fyrir nokkr- um vikum. Ég fékk hann ódýrt. Og nú hef ég ráðið Morton Martin forstöðumann þar. — Ertu brjáluð, Jacky? Dick sótroðnaði. — Hefurðu gleymt hvað gerðíst á bað-veitingastaðnum? Og án þess að bíða svars sneri hann sér að Clive. — Hvað segir þú um þetta. Þennan óá- reiðanlega braskara! Clive ræskti sig vandræðalegur. Jacky sagði: — En pabbi treysti honum! Þess vegna vildi ég gefa honum nýtt tækifæri. — Er það eina ástæðan til að þú hefur ráðið hann, Jacky? Hún leit á Dick og brosti. — Hvaða ástæða ætti að vera til þéss önnur, Dick? Það má ekki hengja hund fyrr en sannað er að hann sé sekur. Diek sagði ekkert og hún hélt áfram: — Ef hann stelur úr sjálfs síns hendi aftur, skal ég játa að þú hafir ,réi". fyrir þér og að föður mínum hafi skjátlast. Það ætti að létta á samvizku okkar allra, er það ekki? Budge stóð upp með ólundarsvip og sagði: — Það er víst kominn tími til að ég fari. Hann horfði á þau, eins og hann gæti ekki áttað sig á hvað fram fór. En hann brosti vingjarnlega til Jacky og sagði: — Ég lít inn fyrripartinn á morgun, Jacky. I Það er bezt að þú haldir kyrru fyrir þangað til. Hún leit til hans og brosti. — Ég skal reyna, Budge. Dick fylgdi Budge fram að lyftunni. Það var óánægjusvipur á honum þegar hann kom inn aftur. — Mér finnst hann hálfgerður klunni, þessi nýi vinur þinn, Jacky, sagði hann. — Budge er bezti piltur, sagði Jacky rólega. — Ég vona að hann sé ekki mjög góður. Mér þætti verra ef hann byggði mér út, sagði Dick og hló. Það átti að heita sagt í gamni, en Anna fann að hann sagði það í alvöru. — Ég hélt að það skipti þig engu máli framar, þó að þér yrði „byggt út“ eða ekki, sagði Jacky dræmt. Hann settist á stólbríkina hennar, þar sem Budge hafði set- ið áður. Hann tók í höndina á henni. — Enga vitleysu, Jacky. Ég vildi ekki þreyta þig með þessu vneðan hann faðir þinn var nýdáinn. — Ég er bara manneskja, Dick. Og auk þess ekki nema kvenmaður. Hún sagði þetta án þess að !íta á hann. — Viljið þið helst vera ein? spurði Feon hvasst. Dick leit á hana og roðnaði. — Heyrðu, Fern. Ég skammast mín ekkert fyrir það sem ég er að segja við Jacky. — Og ég vona að þú iðrist ekki eftir það síðar, sagði Fern kuldalega. Önnu langaði til að fara, en áður en hiín gat staðið upp sagði Jacky: — Getum við ekki látið senda okkur nokkur stykki af smurðu brauði hingað? Ég er að drepast úr sulti. — Hefurðu ekki borðað neitt í kvöld? spurði Fern hvasst. — Mér voru sendar. einhver.iar lei ar úr eldhúsinu. Ég fleygði þeim öllum í gáminn, sagði Jacky og starði á hvítan gólfdúkinn. ktfclcttickunni 4- „Hvað eigið þið mörg börn?‘* „Við eigum fimm. Eitt 6 ára, eitt 4 ára, eitt 3 ára , eitt 2 ára og 1 eins árs,“ svaraði konan. „Nú, en af hverju eigið þið þá ekki neitt fimm ára gam- alt?“ „Það var nefnilega árið, sem við fengum sjónvarpstækið." ★ Það getur verið hættulega að vera rakari í Ameríku. Maður nokkur kom til rak- arans og bað um að hann yrði „stutt-klipptur“. Þegar hann. leit í spegilinn ærðist hann og réðist á rakarann, fleygði sloppnum yfir hausinn á hon- um, greip 1 handlegg honum og sveigði hann upp við stólbakið þangað til hann handleggsbraut hann. „Af því, að rakarinn hafði klippt af honum bartana,“ eins og hann sagði. Svona meðferð á rökurum varðar 500 dollara sektum í Ameríku. * Sacha Guitry kvartaði undan. því, að mælskulist væri hreint og beint að líða undir lok á. þessum síðustu og verstu tím- um. „Það má skipta ræðum. manna í þrjá hluta: „Fyrst segja þeir hvað þeir ætla að segja. Svo segja þeir það. Og loks segja þeir, hvað þeir hafi sagt,“ sagði Guitry. * í Crencent Beach í Bandaríkj- unum hringdi maður nokkur á lögregluna og bað hana aðstoð* ar við að koma á brott býflugna hópi^ sem þar var á flækingi. „Það er ekki gott í efni,“ sagði lögreglustjórinn, „við getum ekki beitt kylfum við flugurnar, við getum ekki skot- ið þær og við getum ekki tekið þær fastar. En, sjáum nú til. Ef þér getið hellt þær fullar, þá skulum við koma og sjá hvað við getum gert í málinu.“ * Plummer heitir maður og á heima í Bandaríkjunum. Hann kom um daginn til dómarans og' bað hann að veita sér skilnað frá konu sinni. Sagðist hannt hafa verið svo ruglaður eftir skilnaðinn við fyrri konu sína,. að hann hefði ekki vitað hvað hann var að gera, þegar hann I kvæntist þessari, sem hann ætti núna. €. & SuwuqhA - TARZAM 2221 Nú var ógnastjórninni lokið og borgararnir í.Kindu hurfu aftur til daglegra starfa. Tarzan kvaddi og hvarf aftur inn 1 frumskóginn. En oft varð honum á að setjast á árbakkann og horfa upp með ánni. Því hann vissi að Sam yrði ein- hvern tíma að fara úr bátnum og þá byrjaði eltingarleikurinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.