Morgunblaðið - 04.12.1951, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1951, Blaðsíða 2
2 morcunblÁðið Þriðjudagur 4. des. 1951. Áskrifksátaníli |ó faékin sje ek! í DAG á 90 ára afmælisdegi ||^|| vÍð TÓiliaS GiiðsftUglflSSOBl Hannesar Hafsteins, kemur út á _ vegum Helgefellsútgáfunnar ný slíaid seuin asnsi ■útgáfa af ljóðum hans. Það er "Tómas Guðmundsson skáld, sem sér um útgáfuna og ritar for- sínáia. í því tilefni sneri Morgun- fciaðið sér til Tómasar og ræddi við bann um skáldið Hannes Haf- stein og hina nýju útgáfu. — Þér haíið séð um þessa út- gáfu af Ljóðabók Hannesar Haf- steins? — Það er aðeins að nafninu til. -Skóldið bjó sjálft ljóð sín undir prentun 1916 og eftir þann tíma cntist Hannesi Hafstein ekki tieilsa til að fullyrkja nokkur ný kvæði. Hins vegar hef ég lengi haft mikinn hug á að íá gefið ■út sæmilegt úrval af því, sem -eftir hann liggur í óbundnu máli, ræðum, ritgerðum o. fl., og ég tilakka mjog til að fá að vinna að því verki. Væntanlega kemur sú bók út á næsta ári. .SKÁLÐIÐ OG MAÐURINN «ANNES HAFSTEIN — Já, það er ekki að eía, að slíkt úrval yrði mjög fróðlegt, ekki hvað sízt um manninn og Jjjóðarleiðtogann Hannes Haf- -stein. — Vissulega. En 'þó er rétt að hafa það í huga, að líklega er það mjög óvenjulegt í veraldarsög- unni að tvær verur —• ef svo mætti að orði kveða — hafi reynst hvor annarri holiari og -trúrri en maðurinn og skáldið í •Hannesi Hafstein. Það var stjórn- málamaðurinn, höfðinginn og Jjjóðarforinginn Hannes Haf- stein, sem af sjaddgæfu raunsæi og vammlausum trúnaði beindi allri sinni orku að þeirri endur- reisn, sem h'ann hafði sjálfur troðað þjóð sinni í ljóðum sín- um. WYRJAÐI UNGUR AÐ YRKJA — Og Hannes Hafstein fór snemma að yrkja? — Já, hann fór 18 ára gamall *túdent til Kaupmannahafnar og Uafði þá þegar birt kvæði eftir sig, t. d. í tímaritinu Nanna, sem -Jón Ólafsson gaf út og í blöð- unum Skuld og Þjóðólfi. Og frá Þeim tíma er kvæðið Astarjátn- ing til íslands, sem byrjar á þess- urn yndislegu ljóðlínum: Hannes Hafstein. (Myndin er eftir málverki Kristínar Jónsdóttur). rits venjulega talin tákna upp- haf realismans í íslenzkum bók- menntum og vissulega cr það líísviðhorf, sem setur einkum svip sinn á ritið mjög i ætt við þá raunsæisstefnu, sem Brandes var höfuðfullti'úi fyrir, en hann flutti um þessar mundir við há- skólann hina frægu fyrirlostra sína um evrópskar bókmenntir á nítjándu öldinni, og urðu beir Hannes og Brandes þá þegar handgengnir. Þeir skrifuðust t.d. lengi á og mig minnir að Vil- hjálmur Þ. Gíslason hafi fyrir fáum árum lesið sýnishorn af bréfum þeirra í útvarpinu. HÓLMGANGA Vlf) ÍSI.ENZKT tísti yngstu skáldakynslóðarinn- ar? — Og þessi kvæði komu ekki aðeins með nýja lífstrú og bjart- sýni — þau komu einnig með nýtt hljóðfall og nýtt tungutak inn í bókmenntirnar. Hvað hald- ið þér annars að margir veiti því athygli, að sum þeirra kvæða, sem enn eru á hvers manns vör- um, svo sem Skarphéðinn í brenn unni, Ég berst á fáki fráum, Við Valagilsá, Nei, smáfríð er hún ekki, Kaldadalskvæðið og hið yndislega Ijóð um Jónas Ilall- grímsson: „Þar sem háir hólar“, eru öll ort af hinu tvítuga þjóð- skáldi úti í Kaupmannahöfn? Það hefur enginn íslendingur oit jafn góð kvæði á þeim aldri. Ég elska þig bæði sem móður og mey, sem mögur og ástíanginn drengur. ■Og þar sem hann kemst enn- fremur svo að orði: Ég óska þess næstum, að óvinaher þú ættir í hættu að verjast, svo ég gæti sýnt þér og sannað þér hvort sveinninn þinn þyrði ekki að berjast. Ég, efast ekki um, að margur ungur, stúdent hafi.kvatt ættjörð fína í fyrsta sinn með svipuðum ástarhug, en það hefur víst eng- urn þeirra tekizt að „skja!festa“ hann með svo eftirminnilegum hoitti —: og standa við hann. ÞJÓÐSKÁLD —• Það má þá ætla að Hanncs hafi snemma orðið þjóðkunnur af kveðskap sínum? — Já, það voru fjórir Hafnar- stúdentar, sem gáfu út Verðanda 1882, þeir Hannes Hafstein, Einar Hjörleifsson (Kvaran), Gestur Pálsson og Bertel E. Ó. Þorleifs- son en móðurbróðir Hannesar, Tryggvi Gunnarssön, sá sjaldgæfi ágætismaður, mun hafa staðið straum af kostnaðinum við fyrir- tækið. Eh — sem sagt — um leið Kjg Verðandi kernur úf er Hannes fiafstein orðinn þjóðskáld. í bók- jmenntasögunni er útlíoma þ t-'SScl VOLÆÐI OG SINNULEYSI — Hannes Hafstein hefur þá verið rúmlega tvítugur þegar hann gaf út Verðanda. — Já, rúmlega tvítugur, og eru þó sum kvæðin, sem þar birtust, áður prentuð. En nú skal ég sýna yður, hvernig Verðandi byrjar. Þér takið eftir því, að upphafs kvæðið er pientað með breyttu letri. Það er m. ö. o. eins- jkonar prógrarakvæði, og pró- : grammið er hvorki meira né minna en styrjaldaryfirlýsing — hólmganga við íslenzkt volæði og sinriuleysi: Ég elska þig, stormur, sem geysar um grund og gleðiþyt vekur í blaðstyrkum lund, en gráfeysknu stofnana bugar og brýtur og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur. Og hér er líka kvæðið utri Kalda- dal: Ég vildi það yrði nú ærlegt regn og íslenzkur stormur á Kaldadal. Það hlaut sannarlega að vera steinrunnin æska, sem ekki varð eldlega snortin af svo nýstárleg-' um og heillandi ungæðisskap. Já,: hvað segið þér um að bera þessi blóðheitu logandi kvæði saman við þá andlegu bláfátækt, sem: lim stundarsakir virðist einkenna svo margt af hinu volaða gerfi- FYRSTA LJÓÐABÓKIN — En hvenær gaí svo Hannes Hafstein út íyrstu Ijóðabók sína? ; — Fyrsta Ijóðabók Hannesar, Ýmisleg ljóðmæli, kom út 1893 og þar er sem sagt að finna mörg kunnustu og beztu kvæði hans. Það verður ckki séð að hann hafi sinnt skáldskap veru- lega fyrstu árin eftir heimkom- una, enda er hvo t tveggja, að Hannes Hafstein var að eðlisfari mikill athafnamaður, sem rækti embættisstörf sín af mikilli sam- vizkusemi, og viðbrigSin senni- lega erfið eftir Hafnarveruna fyrir slíkan eldhuga sem Hannes var þá. Ég minnist þess líka að hafa lesið ræðu, sem Ceorg Brar.des flutti á sínum tíma — árið 1900 að mig minnir —, en þar kvartar hann yfir því, hvað íslenzkt fá- menni og deyfð sé skáldunum mikill fjijtur um fót, svo að jafn- vel afburðamer.n í þeirra hópi eins og Hannes Hafstein setjist í helgan stein, vcgna þess að þeim berist engin örvun eða hvatning. Reyndar átti hann enn eftir að yrkja sum sín kunnustu og stór- brotnustu kvæði svo sem alda- mótaljóðin, „í hafísnum“ og mörg Ileiri. En hér eftir verða þó stjórnmálin og þjóðarforustán höfuðviðfangeefni iians eins og kunnugt er. Sú saga verður auð- vitað ekki rakin í stuttu blaða- viðtali, en ekki þætti mér ósenni- Framh. á bls. 12. FYRIRTÆKI það er hjer á árun- um ætlaði að gefa út ísienska al- fræðibók, hefur tepað máli í Hæstarjetti er einn af þeim mönnum höfðaði gegn því, er vann að áskriftaspfnún bókarinn- I ar. Málið var höfðað trl greiðslu ' jkuldar fyrirtækisins við áskrifta safnandann. Fyrrtækið, sem að útgáíu al- t'ræðiorðabókarinnar stendur, aeitir Fjölsvinnsútgáfan, en fyri'r ' svarsrr-enn þess eru þ°ir Jónas • 3veinsson, læknir og Árni Frið- j ■iksson, fiskifræðingur og er •nálið höfðað gegn þeim af Ing- álfi Jónssyni, kennara írá Prest- bakka, Forsaga málsins cr i stuttu' máli þessi: UMBODSLAUN 10% í ársbyrjun 1945 tók Ingólfur rð sjer söfnun áskrifenda að ál- fræðibókinni. Kveðst hann rafa samið um þetta við Jónas Sveinsson, lækni. og hafi þóknun til sín verið ákveðin 10% af verði beirra bóka, er hann fengi áskrif- endur að. Er hann í fyrsta sinn ifhenti Jónasi skrá yfir áskrif- endur þá, er hann hafði safnað, hafi Jónas getið þess, að nokkur hluti þóknunarinnar yrði greidd- ur strax, en eftirstöðvarnar eigi fyrr en bókin ka?mi út, en það hafi verið ákveðið að yrði á ár- inu 1945. Síðan hafi sjer verið greiddur nokkur hiuti þóknunar- innar, en gefin viðurkenr.ing fyr- ir eftirstöðvunum. Ritið hafi hins vegar ekki verið gefið út á árinu og útgáfa þess sje enn ekki hafin og óvíst sje, hvort það muni nokk urn tímann verða geíið út. í undirrjetti urðu dómsniður- stöður þær að Fjölsvinnsútgáfan var dæmd til greiðslu launanna fyrir áskrifendasufnunina. Sjónarmið stefnanda var að hann sje ekki skyldugur til að bíða lengur eftir greiðslu laun- anna. Stefndu telja greiðslu ekki fallna í gjalddaga. DÓMSORÐ HÆSTARJETTAR Hæstirjettur staðfesti dóm und irrjettar og segir m.a. í forsend- um dómsins: Áfrýjendur, Jónas Sveinsson og Árni Friðriksson, hafa skotið máli þessu til Hæstarjettar með stefnu 28. febrúar 1950, aðfengnu áfrýjunaxleyfi 17. s. m. Krefjast þeir sýkr.u að svo stöddu af öll- um kröfum stefnda og málskostn aðar úr hendi hans fyrir báðum dómum eftir mati Hæstarjettar. Stefndi krefst staðfestingar hjeraðsdóms með þeirri breyt- ingu, að höfuðstóll dómkröfunn- ar lækki í kr. 4576.00. Þá krefst hann og málskostnaðar úr hendi áfrýjenda í Hæstarjetti eftir rnati dómsins. Þegar litið er til þess, hversu langur dráttur hefur orðið á út- gáfu alfræðibókarinnar^ verður að telja, að krafa stefnda um laun fyrir áskriftasöfnun sje í gjalddaga fallin, enda hefur ekki verið sýnt fram á, að þetta starf stefnda hafi verið þannig af hendi leyst, að valda eigi lækkun eða niðurfalli kröfu hans. Ber því að staðfesta hjeraðsdóminn með þeirri lækkun á höfuðstól dóm- kröfunnar, er að framan getur. Eftir þessum úrslitum þykir rjett, að áfrýjendur greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarjetti. WASHINGTON, 3. des.: — Banda ríkjamenn hafa sent út í heim- inn fljótandi útvarpsstöð. Hún ér um borð í 10 þús. smálesta skipi, sem sendir til þess hjara heims- kringlunnar, sem aðrar stöðvar Bandarikjanna ná ekki tii, Sænsk hus til Israel. STOKKHÓLMI — Israelsmenn hafa keypt tilbúin sænsk hús fýr ir 12 milljónir sænskra krónía. Afgreiðslu þeirra Verður jokjið eftir 8 mónuði o'g helmingur kaupverðs verður greiddur i doll urum. AKUREYRI, 3. des.: •- Kantötu- kór Akureyrar hafði hljómleika í Nýja Bíó á Akureyri s.l. laúg- aidag á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Voru það fjórðu vg síðustu tónleikar félagsins á þessu ári. Tónlistarfclag Akureyrar hef- ur aldrei áður samið um tónleika við aðila innan bæjarin§ fyrr en nú, enda aðaitilgangur þess að stuðla að þvi að hi . ð koini er- lendir _og innlenun- tónlistar- menn. Ut af þessu vsr þó brugð- ið í þetta skipti, í tiiei'ni af rex- tugsafmæli tóknskáldsins Björg- vins Guðmundssonar og hinni glæsilegu söngfcr Kantötukórs- ins á s.l. vori. Viðfangsefnin vovu telcin úr ut- anlands söngskrá kórsins, þæítir úr strengleikum og Mótslögin svo nefndu. Stjórrtaði Áskell Jónsson þeim lögum, en tónskáld- i'ð, strengleikaþáttunum, er voru meiri hluti söngsk; á'i arsár. Und,- irleik þar annaðist frú Lena Ott- ersted. Húsið var fullskipað tilheyr- endum, er tóku söngnum með miklum ágætum, enua var hann allur hinn prýðilegasti, einkufn vakti síðasti hluti strengleika af- ar mikla hrifningu. Einsöngvarar voru . frú Helga Jónsdótfir, Hermann Stefánsson, Sverrir Pálsson og Jóhann Kon- ráðsson. Var sérstsklega söng hans tekið með mikium fögnuði. Er söngskráin hafði verið tæmd, söng kórmn að síðustu þjóðsönginn. Báðum söngst.jórunum bárust blóm. — H. Vald. -------------------- J Á ÞESSU ári hafa þrír fiskibátar verið keyptir tii Vestmanna- eyja. Er einn þeirra kominn, ann- ar á leiðinni frá Danmörku, og endanlega var gengið frá kaupum þess þiiðja fyrir skemmstu. Eru bátarnir 46 til 66 rúmlestir að stærð. Sá þessara báta, sem íyrstur kom til landsins, er Sigurfari, eiga Óskar Ólafsson og Einar Sig- urjónsson. Er báturinn 46 rúm- lestir með 150 hestafla Grenaa- vél. Annar bátanna, Erlingur HI,, er á leið til Eyja. Eigandi han3 er Sighvatur Bjarnason, skip- stjóri og útgerðarmaður. Erling- ' ur er 66 rúmlestir og líka með Grenaavél, 180 hestafla. Gengið hefur verið frá kaupurn þriðja bátsins, sem þeir eiga í fé- lagi Jóhann Pálsson, skipstjóri og útgerðarmaður og Ágúst Matthíaa son, útgerðarmaður. Þessi bátur er 46 rúmlestir með 150—180 hest afla Hundestcvél. Óvíst cr hve nær báturinn siglir heim og eins hvert nafn hans verður. Jóhann Þ. Jósefsson, alþingis- maður, aðstoðaði eigendurna við ú.tvegun nauðsynlegra leyfa, er» jafnframt hafa bankarnir og fjár- hagsráð sýnt málinu lofsamlegan skilning á knýjandi þörf útvegs- manna fyrir stærri fiskibátum, þar eð stöðugt þarf að sækja lengra á miðin. Þá er Vestmannaeyjabáturinrs Sjóstjarnan um það bil að leggjja af .stað hóim frá skipasmiðastöð- inni í Grönaá; bar kem frairi hejf- ur farið enrhir'hvcnrirrg á bátnum og ný 22 hestafla Grennavél með i vökvaskiptingu a skrúfu, sett í hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.