Morgunblaðið - 04.12.1951, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.12.1951, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 4. des. 1931. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Glæsilegt afmælishéf íjáröfiun til sjiíkrahúsáygginga FYRIR skömmu var byrjað á að grafa fyrir grunni hins væntan- laga bæjarsjúkrahúss hér í Rejrkjavík. En því hefur verið vaSnn staður í Fossvogi. Er þar útsýni gott og umhverfið að n»*rgu leyti hið fegursta. Bygging þessarar þörfu stofn- unar hef ur verið undirbúin nokk- ur undanfarin ár. Sérstök sjúkra- húarsefnd hefur staffað að því vetfka undir forystu dr. Sigurðar Ságurðssonar berklayfirlæknis. — Rjiafremur hafa tveir húsameist- arar unnið að teikningum af bj'ggingunni og öðrum verkleg- um undirbúningi. Gert er ráð fyrir að í þessu sjúkrahúsi muni verða rúm fyrir usn 300 sjúklinga. Mun láta nærri aS með því tvöfaldist tala sjúkra- rúsna í sjúkrahúsum bæjarins. Má af því marka, hversu gífur- leg bót verður að þessu nýja sjúkrahúsi. Um það skal ekki fullyrt að svo vöxnu máli, hve langur hvgg- ingartími þessarar nauðsynlegu stofnunar verði. Erfitt er að sjá slíkt fyrir nú á tímum. Svipað má i raun og veru segja um bygg- ÍMgaikostnaðinn. — Hann hefur vaxið hröðum skrefum undanfar- m ár og mánuði. Hefur sú skeðun heyrzt, að ekki sé ólíklegt að heíldarkostnaður hins nýja bæj- arsjúkrahúss muni verða um 100 þás kr. á sjúkrarúm eða samtals um 30 millj. króna. Enda þétt þctta sé mikið fé e* ekki hægt að horfa í það. Allan mögulegan hraða verð- ur að hafa við þessa byggingu. Skerturinn á sjúkrahúsnæði er orðinn svo tilfinnanlegur í beoaum að óumflýjanlegt er að leggja allt kapp á að bæta ár honum. Við það verk má ekkert hik koma til greina. Það er staðreynd, sem því miður verður ekki gengið á sniS við að sjúkrahúsabygg- mgar hér á landi hafa orðið út undan á hinni miklu fram- fara- og umbótaöld, sem við nú lifum á. Það er ekki aðeins hér í Reykjavík ,sem skortur er á sjúkrahúsum. í flestum tandshlutum er tilfinnanlegur skortur á sUkum heilbrigðis- stofnunum. Á þetta hefur þráfaldlega verið bent, ekki hvað sízt af Páli Kolka héraðslækni á Blönduósi, Friðrik Binarssyni lækni og dr. Sigurði Sigurðssyni berklayfirlækni. AU- ir þessir menn og ýmsir fleiri lasknar hafa barizt fyrir fram- kvæmdum í þessum málum. Á Alþingi hefur ríkt skilningur á þörf aukins sjúkrahúsnæðis. — Þrátt fyrir það hafa fá spor verið stigin þar síðustu árin til skjótra úrbóta í þessum þýðingarmiklu njálum. Svo rammt kvað að at- hafnaleysi þingsins á þessu sviði, að það lét frurnvarp, sen.. ben.' á öruggan tekjustofn til þyggjng- % sjúkrahúsa og • sjúkraskýla, lognast ut af í þingnefnd .fyrir nokkrum árum. Tlæðir hér, -,tm ölfrumvarpiö iiægv, sem setti fjölda málefnasnauðra félagasam taka í iandinu á annan endann, svo að ekki sé sterkara að orði komizt. Frá afmælishófi Stúdentafélags Reykjavíkur. — Formaður félagsins heldur ræðu. (Ljósm. Guðni Þ.) óhætt er að fullyrða að mikill meirihluti skyniborinna manna hafi verið því máli fylgjandi. — Með því að þynna það áfengi, sem íslendingar drekka og leyfa gerð og sölu 4% öls í landinu var auðvelt að tryggja öruggan tekjustofn til bygginga nauðsyn- legra heilbrigðisstofnana og út- rýma þar með því ófremdar- ástandi, sem ríkir í sjúkrahús- málunum. En of margir alþingis- menn kiknuðu undir áróðri þess tætingsliðs, sem tókst að gera þetta umbótamál að æsingaefni. Því fór sem fór. Allt sat við sama úrræðaleysið. íslendingar sátu uppi með sjúkrahúsleysið og „svarta dauðann". Vaðallinn um að eitthvað þyrfti að gera í áfeng- ismálunum hélt líka áfram. Ekk- ert raunhæft var aðhafzt í þá átt að koma skaplegri skipan á þessi mál. Þetta er sannleikurinn ein- skær. Þeir, sem vilja geta svo hrósað sér af því afreki sínu a@ hafa hindrað sköpun sjálf- stæðs og sjálfsagðs tekjustofns fyrir sjúkrahúsabyggingar í landinu. En þeir menn eru sannarlega ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu. Þeir hafa unnið hið mesta óþurftarverk gagnvart skynsamlegri tilraun til þess að hrinda byggingu lífsnauðsynlegra lieilbrigðis- stofnana í framkvæmd. Allar líkur benda til þess að umbótum á sviði gjúkrahúsmála muni seint þoka áleiðis nema sér- stakur tekjustofn verði fundinn til þeirra. Ríkissjóður er orðinn svo sökkhlaðinn útgjöldum að varla er lengur bætandi á hann nýjum pinklum. En þjóðin vill bæta úr skorti sínum á sjúkra- húsum og ýmsum öðrum nauð- synlegum heilbrigðisstofnunum. Þess vegna verður að finna nýjar leiðir til þess að afla fjár til framkvæmda. Reykjavíkurbær hefur riðið á vaðið með ákvörðun sinni um að byggja fullkomið og glæsilegt bæjarsjúkrahús. En það fullnægir ekki þörfum allrar þjóðarinnar. Það er hárrétt, sem Páll Kolka benti á nýlega hér í blaðinn, að það er fráleitt að ætlast til þess að fólk úr heil- um Iandshlutum þurfi að fara til Reykjavíkur til þess að fá skorinn úr sér botnlanga eða til annarra minniháttar að- gerða. í hverjum landsfjórð- ungi þurfa að vera myndarleg fjórðungssjúkrahús. Þaó er einníg nauðsynlegt að héracs- læknar bafi sem víðast afnót af sæmleí'iim sjúkraskýluur. Vaxa?idi örygfi í ismálunun: er brA takmark, sem stefna bat að. t dag er ásíaritlið í þesstim málum gjör sanalega óviðunaadL STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur minntist 80 ára afmælis síns með hófi að Hótel Borg s. 1. föstudag. Var aðsókn svo mikil sem hús- rúm frekast leyfði og að-- göngumiðar þrotnir mörgum dögum fyrir hófið. Vandað hafði verið mjög til dagskrár og skemmtiatriða. Að- alræðuna fyrir minni félagsins flutti Gunnar Thoroddsen, borg- arstjóri. Var ræða hans mjög snjöll svo sem við mátti búast og hlaut hún maklegt lof. Tómas Guðmundsson skáld hafði ort minni félagsins og flutti hann kvæðið í hófinu. Höfundi var ákaft fagnað og þakkað kvæðið. HVÍTBLÁINN HYLLTUR Þá fór fram sérstök athöfn til minningar um bláhvíta fánann. En eins og kunnugt er var Stúd- entafélagið í broddi fyikingar í baráttunni fyrir sérstökum þjóð- fána til handa íslendingum. Bene dikt Sveinsson fyrrverandi al- þingisforsetí, var einn helzti bar- áttumaður fánamálsins og saum- aði kona hans, frú Guðrún Pét- ursdóttir, með eigin hendi fyrsta bláhvíta fánann. Voru þau hjónin, frú Guðrún og Benedikt, þarna komin á hóf- ið og afhjúpuðu þau bláhvíta fánann. Þau hjónin voru innilega og ákaft hyllt af stúdentum og að lokum var hrópað ferfalt húrra fyrir bláhvíta fánanum og hinum þrílita fána íslands. Bjarni Guðmundsson, blaðamað- ur, stjórnaði þessari athöfn með mikilli smekkvísi og var hún bæði virðuleg og hátíðleg. Á hófinu sungu gluntana þeir Ágúst Bjarnason og Jakob Haf- stein, tólf manna stúdentakór undir stjórn Þorvaldar Ágústs- sonar söng stúdentasöngva, Gest- ur Pálsson, leikari, söng gaman- visur, og sungin voru ný stúd- entaljóð eftir Ragnar Jóhannes son skólastjóra. Var þetta allt hin txzta skemmtun. SÆMDIR GULLSTJÖRNU í sambandi við 80 ára afmælið voru allir þeir, sem höfðu Verið formenn síðustu 10 ár, sæmdir gullstjörnu féiagsins, sem er æðsti heiður, sem félagið getur veitt. Á 70 ára afmæli félagsins voru allir fyrrverandi formenn sæmdir gullstjörnu. Þessir fyrr- verandi formenn voru nú heiðr- aðir með þessum hætti: Ólafur Jóhannesson, Eiríkur Pálsson, Einar Ingimundarson, Jakob Sigurðsson, Páli S. Páls- son, Kristján Eldjárn, Þorvaldur Garðar KristjánsSon, Friðjón Þórðarson. j Auk þessara manna voru einn- ig sæmdir gullstjörnunni þeir ■ Gunnar Thoroddsen og Bjarni (Guðmundsson, sem bóðir voru vel að þessum heiðri komnir. — Þess má geta, að Tómasi Guð- mundssyni var veitt gullstjarnan j á 50 ára afmæli hans s.l. ár. | F.TEJ.AOTNIJ TIL SÓMA i Forviaður félagsins Páll Ásgeir Tryggvi'son stjórnaði hófinu ineð ' xnikíum skörungsskap og fór það hið virðulegasta fram öllum við-þar útvarpað samfelldri dagskrá stöddum til óblandinnar ánægjuúr sögu íélagsins, og hafði Bjarni og félaginu til mikils söma. Guðmundsson tekið dagskrána Um kvöldið 1. desember sá fé-saman. Einnig var útvarpað frá lagið um kvölddagskrá ríkisút-afmæbshófinu ávarpi formanns- varpsins eins og venja er til. Var Framh. á lis. 12 Velvokandi skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ungir höfundar. HÉRNA hefir Daglega lífinu borizt skorinort bréf um þá nýju list, sem þekkir lítt rökrænt samhengi, heldur er eins og hrúg- ast hafi upp sitt beinið af hverri tíkinni. „Velvakandi góður. Þess er getið í Morgunblaðinu á sunnudag í viðtali við Birgi Kjaran og auk þess í dálkunum Nær og fjær, að sala ljóðabóka fari nú mjög þverrandi, og er sú ályktun dregin af því, að bók- mennt þjóðarinnar sé í afturför. Nú er mér spurn: Dettur eng- um í hug, hvað þessu muni mest- megnis valda? Ef svo er ekki, vildi ég mælast til þess við þá, sem áhyggjufyllstir eru út af þessu, að fletta upp í einhverri af ljóðabókum hinna ungu höf- unda hérlendra og bera andlegar afurðir þeirra saman við verK þeirra skálda okkar, sem flest eru nú liðin. Ef þeim skyldi enn ekki vera ljós ástæðan til sölutregðu ljóðabókanna, eftir þennan sam- anburð, get ég ekki orðið þeim að liði. Þá munu þeir ekki heldur skilja það, sem ég ætla nú að iáta frá mér fara á auðskilinni ís- lenzku. Ljóð, sem ekki verða ráðin. ASTÆÐAN til sölutregðu hinna nýrri ljóðabóka er ekki önn- ur en sú, að það nennir sama sem enginn að lesa þetta bölvað kjaft æði, enda er það ekki von. Ljóð hinna eldri höfunda voru lesin og lærð almennt, því að þau skáld ortu yfirleitt skiljanleg ljóð um þau efni, sem fólkið skildi og hafði áhuga á. En nú er öldin önnur. Nú eru ort „ljóð“, sem ekki hlíta neinum þeim lögmál- um, sem um Ijóðagerð giltu fyrri. Ekkert rím, engin stuðlaselning og — það sem verst er — engin meining, eða að minnsta kosti svo torskilin, ef hún er nokkur, að venjulegt fólk gæti eins vel litið í Kóraninn á arabísku sér til gamans eins og hinar nýrri ljóða- bækur. Það eru „myrk og sundur laus orð“ eins og véfréttin í Delfi var kunnust fyrir aftur í öldum. Skrúfuð, myrk og lítt skiljanleg orðræpa, sem er að því leyti ieið- inlegri en krossgáta, að kross- gátuna getur maður að jafnaði ráðið en Ijóðið sjaldan. Ohagstæður samanbúrður fyrir þá úrígu. F MENN búasí ’ ■ tta rugl séljist eh. E öndvegishöfunda okkar, þá skal mig ekki undra, þótt einhver verði fyrir vonbrigðum. Berið bara saman bullið úr Sigfúci Daðasyni, Hannesi Sigfússyni, Jónasi E. Svafár, og lærimeistar- anum, Steini Steinarr, við Ijóð Jónasar Hallgrímssonar, Einars Benediktssonar, Þorsteins Erlings sonar o. fl. o. fl. Furðar ykkur enn á sölutregðunni? Hafa þau brugðizt skyldunni? EIT ég það, að nokkrar heiðar- legar undantekningar eru til og það góðir höfundar, sem enn halda andlegri heilbrigði, en það sem mestu máli skiptir er það, að ungu slcáldin hafa algerlega brugðizt skyldu sinni við ökkur lesendurna. Þau bjóða okkur steina, og það ljóta steina, fyrir brauð, og haldi þau því áfram, þá þarf þau ekki að undra á því þótt við, lesendurnir, teljum okk- ur ekki lengur hafa neinar skylö- ur við þau. Þá munu skruddur þeirra ekki aðeins seljast treg- lega, heldur hætta að seljast og verður það að teljast bókmennt okkar íslendinga heldur til lofs en lasts, að við þekkjum hafrana frá hisminu. Ef þeir ættu erindi við okkur. LISTSNOBBAR þeir, sem hér vaða um allt eins og þeir einir hafi vit og þekkingu á öllum hlut um og séu til þess í heiminn born ir, að kenna „fíflunum“ mega min vegna ryðja úr sér lofgreinum og „útskýringum" á bullinu meðan þeim endist aldur til, en það breytir engu. Ef þessir djúpvitr- ingar geta ekki eða vilja ekki yrkja Ijóð, sem við höfum ánægjú af að lesa, verðum við að gera þá kröfu, að þeir sjái sjálfir fyrir sér en séu ekki til þess launaðir af almannafé, að berja saman leið- inlegar orðaflækjur hver handa öðrum til úrlausnar. Mig varðaj" engu, þótt úti í löndum séu til menn með sömu delluna og þess- ir piltar okkar. Vitleysan er engu betri, þótt hún sé útlend eða eigi sér hliðstæðu erlendis. Og þið, bóksalar og bókaútgef- endur. Takið mark á orðum mín- urn, þótt ég sé hvorki listfræðing- ur né kaffihúsaspekingur. Þegar þið bjóðið okkur 1 jóð ungra og þróttmikilla höfmVda, s'ém eiga eitthvert i rindi við okkur og geiá borið. úpp erindið á máli sem við skiljum, bá skal ekki síanda a- okkur.. Þá mun salr' < ðsbóka örvast á ný. Göngu-Dj . ar“. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.