Morgunblaðið - 04.12.1951, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.12.1951, Blaðsíða 9
, Þriðjúdagur 4. áes, 1951. MORGUNBLAÐ1Ð P ESiISSQ: f>EGAR lýðveldið var endurreist á íslandi 17. júni 1944, og sá dag- ur, sameiginlegur aímaelisdagur l>jóðhetjimnar og þjóðskipulags- sns, var gerður að þjóðhátíðar- degi íslendinga, mun ýmsum hafa flogið í hug, að nú myndi ágamli fullyeldisdagurinn, 1. des., ganga úr móð og gleymast og hverfa. Ég verð að játa, að það hefði svo sem ekki verið ólíkt oss ís- Jendingum, að rífa þessa vörðu eins og ýmsar aðrar. Vér eigum «kki mikið af Dainjum í landi voru, enda erum vér ekki ræktar- samir vi® það IiOa, sem er eða hefur veriS til af þ<:sm. Vér rifum skólavöi-®una til þess að rýma fyrir öðru nýrra. Vér höfum rifið vatnsþróna innst við Laugaveg- inn.þar sem sveitameim brynntu hestum sinum, er þeir komu í bæinn eða fóru þaðan. Ég hef séð uppkast af skípalagsupp- drætti af Reykjavík, þar sem Að- álstræti átti að hverfat eða færast til, elzta gata á fsiandi, sjávar- gatan frá bæ Ingólfs — og síðan, að huldum dómi forsjónarinnar, aðalstræti í hinni nýfæddu Reykj avíkurborg Skála Magnús- sonar og síðan. Og svo hefði ekkí vantað ann- að en að 1. desember hefði verið látinn hverfa, gamli fuilveldis- dagurinn. •— Kér tala ég, sem feominn er vel á 7. tuginn aldursára, og var fullorðinn þegar fullveldisdagur- Inn 1. desember varð til. En hve tíminn líður? Nú eru 33 ár eða aldarþriðjungur síðan. Það þarf fertugt fólk til þess að ráma í þennan viðburð. Fyrir öllum þorra yðar er 1. desember 1918 ekki annað en sögulegur viðburður. Þess vegna er svo ánægjulegt f.ð sjá, að þér_hafi5 fekið þennan dag að yður. í yðar höndum, ein- irnitt í höndum unga fólksins, sem ekki getur metið hann eftir til- f inningum, heldur verður að meta hann af skilningi, er þessi merkisdagur, þessi mikli áfanga- steinn við götu þjóðarinnar, ör- uggur. Þegar ég var ungur prestur á ísafirði heyrði ég séra Guðmund Guðmundsson frá Gufudal halda ræðu um þjóðhátíðarárið 1874, og þá hrifningu, það sterkviðri andans, sem þá fór trni alla þjóð- ína. Sr. Guðmundur var mikill og beitur mælskumaður, og hann gat varla óviknandi um þennan tíma talað. Þá fann ég hve stór þessi atburður hafði verið, sem skeð hafði 13 árum áður en ég fæddist, þegar kommgur landsins kom í fyrsta skipti og landið fékk eigin stjóraarskrá, eigið löggjafarþing, eigin fjárhag og eigin yfirmann. Svona er 1. desemher 1918 fyr- ir fjölda ykkar, og þö enn frekar baráttan, sem á undan fór. En iþar var hvert sterkviðrið eftir annað. Ég man t.d. vel 1907—’08, þegar við lá, að samið væri við llani. Ég hafði þann heiður að vera þá í fámennum hópi stúd- enta í Höfn, sem greiddu atkvæði móti „uppkastinu", eins og það var kallað. Það var fámennur hópur, og varð aígerfega undir. En þessi andmæii, sem þarna komu fyrst fram frá hópi ungra stúdenta í Höfn, urðu að slíku fáryiðri, að öll vígi hrundu fyrir. En hugsunin var eitthvað á þessa leið: Oft höfurn við orðið að taka við því, sem að okkur var rétt, oft orðið að lúta i lægra haldi. En hvað afsakar oss nú, ef vér förum í fyrsta skipti aö semja a,f oss rétt vorn. Þetta var megin atriðið 1908. Ég efast ekki um góðan tilgang þeirra, sem að þessu stóðu, og óneitanlega bauð uppkastið 1907 upp á fjölmargt og mikið, sem oss langaði í. En það réð úrslitum, .?ð ekki var hægt að semja nema wm alit, þ.e. íulla viðuriænningu sjálfp(?r'ðis vors. Og svoi tíu arum síðar kom 1. desember 1918. ~ f’agur, sem eg á.'bágt með „ð ts_Ia «ir> án þess *•" hitna ur». .’ rlaraeturt :r. ■ Jt'-elfingar noíðu gexsgið yfir Eflir dr. Mapás Jónsson prófessor Magnús Jónsson flytur fullveldisræðuna í Sjálfstæðishúsinu 1. des. samkomu Heimdallar (Ljósm.: P. Thomsen). þennan bæ, spanska pestin og líkhringingar að kalla mátti all- an sólarhringinn. Fölir og teknir eftir þessa voðalegu veiki, og margir með sorgina eftir farna vini og vandamenn rista á andlit sín, komu menn saman í kalsa veðri niðri á Lækjartorgi og göt- unum kringum stjórnarráðsblett- inn. Og þar birtist sú sjón, sem aldrei gleymist, sjón, sem þó varð varla sjón, því að augun döggvuðust. Við tóna þjóðsöngs- ins og fallbyssuskot frá okkar fyrri yfirdrottnurum seig íslenzki fáninn í fyrsti skipti einn og al- ráðandi upp eftir fánastöng stjórnarráðshússins og staðnæmd ist þar við hún. —O— Vér sýndum vort einstaka ræktarleysi, sem ég gat áður, í því, að þessi fáni var ekki geymdur. Hann hefði átt að geymast eins og helgur dómur og notast aðeins við hátíðlegustu tækifæri. Ég veit um þetta af því, að 1930 spurðumst við í alþingis- hátíðarnefndinni fyrir um full- veldisfánann frá 1. desember 1918, og ætluðum að hafa hann í heiðurssæti á Lögbergi. En hann hafði verið notaður, honum slit- ið út. En dagur þessi má ekki fara sömu leiðina. Það væri glæp- samlegt, Hann er dýrmæt, ómet- anleg eign þjóðarinnar. Hvað vannst þá 1. desember 1918? Maður sér oft á prenti, að vér höfum þá eignazt sjálfstæði vort og fullveldi á ný. — Þetta er ekki rétt. Vör höfum aðeins einu sinni eignazt fullveldi og sjálfstæði, og það var þegar forfeður vorir höfðu látið akra og hreppt Kald- bak, höfðu farið ur heimahögum sínum, og numið nýtt land, og sett á stofn ríki 930. Aldrei síðar höfum vér glatað fullveldi voru þannig að vér höfum um það sam ið. Ýmist höfum vér samið að fullveldi voru geymdu eða orðið að þola ofbeldi með mótmælum. En þó að þetta aetti að vera kunnugt hverjum íslendingi, þá varð ekki fram hjá þeirri stað- reynd komizt, að vér nutum ekki þessa fullveldis í daglegu lifi. Það var ekki viðurkennt. Yfir- gangssamir konungar og stjórnir sterkari aðilja héldu fyrir oss rétti vorum, og tróðu upp á oss sinum kreddum og sínum vilja, sviftu oss unu áðarétti og fé, og þröngdu koe'!' vorum. Og þegar rofa fór tii, þá varð nekt vor og eyrnd æ því Ijósari, sem meira birti, og þó < • Ijósari en þeg- ar vor óviþjaíp^nlégi Jón Sig- i'-.Yscn brá kyndli spgalegr; og enMarra raka yfir 'allt v.a um- • rfi. Eftir það varð e,.; : stað- nanist. Og þó að ekki væu allt fengið 1918 á stundinni, þá geymdi sá samningur í sér það íjöregg, sem réttlætti allt, sem áfátt kunni að sýnast, en það var uppsagnarákvæðið. Ollu mátti, einhliða segja upp eftir 25 ár. Að vísu voru uppsagnarákvæð- in ströng, og að því er mörgum fannst hættuleg. 75% kjósenda varð að mæta á kjörstað, og aft- ur 75% þeirra mættu að greiða atkvæði með skilnaði. Mörgum fannst þetta hættulegt, og vissu- lega var það hættulegt, að þjóðin sofnaði svo á 25 ára friðartíma, að þessum háu tölum yrði ekki náð. En þið þekkið hvernig fór. Þegar nálgast fór þetta tima- mark fór að færast hiti í allt, eins og orkan hvað færast í atóm- hlaðann. Ég man að ég sagði einu sinni, ég held á Heimdallarfundi í Listamannaskálanum, að við ættum ekki að líta við 75% og 75%. Ekki minna en 90% og 90% æpti ég af miklum móði. Var eerð ur að því góður rómur. En marg- ir efuðust áreiðanlega um að slikt gæti skeð. En reynslan var 100% og 100% að beita mátti. Stundum þegar ég, sem held- ur svartsýnn gamall maður, efast um Íslendínga, hefur þetta tilvik þeirra bjargað mínu áliti á þeim. lagði grundvöllinn að, var nú Það hús, sem 1. desember 1918 reist að fullu. —O— 1. desember hefur leitt mig inn í liðna tímann, og sennilega er bezt fyir mig að vera þar. Ég er bæði orðinn gamall og út úr stjórnmálunum — að minnsta kosti í svip. Og minningarnar eiga sitt gildi. Jóhannes Patursson gróf á ramma úm málverk, sem er í Al- þingishúsinu orð, sem líklega er færeysk spakmæli: Gömlum vinum, og gömlum götum á enginn að gleyma. Og nú er komið til ykkar kasta. Nýju goturnar blasa við. og inn á þær verðið þér nú að stýra, sem nú hafið erft landið. Tírnar vorir eru vandasamir. Það finnst hverri kynslöð. En það er líka rétt. Samtíð hVerrar kyn- slóðar cr vandasömust. Eftir á koma ósvinnum ráð í hug, sepir spak'mælið. Eftir á verður allt auðveldara. Þá sjást viðburðirnir, orsakír og afleiðingar'. Þá 'sfást gáturnar ráðnar. Þá sést, hvort eitthvað heppnaðist eða ekki. Það er ekki vandi að vita eftir á, hvort réttara er áð gera út á síld eða ckki. Eða þá hvaða núm- fer í háppdrættinu maður ætti að kaupa. Allar getraunir eru auðveldar eítir á. En samtíðin er vandasöm. Þá erum vér í þéttum skógi og þoka framundan. En auk þess heid ég •— held ég — að vorír tímar séu öllu f'ókn- ari, og áreiðanlega hrikalegri cn flestir eða aílir tímar áður. Það sjáum vér á þeim óskaplegu breytingum og byltingum, sem orðið hafa og sífellt eru cð ske. Ykkar hlutur er því vanda- samur og rnikill. En þið eruð líka sterkt og dugandi fólk, stærra en fyrirrennarar ykkar, vaxtartaroddui' vaxandi þjóðar. Og ég héld að þ:ð gerið enga vitleysu með þvi að hafa 1. des- ember, fullveldisdaginn, þær minningar og þær hugsjónir, sem við hann eru tengdar, að leiðar- Ijósi. Menn töluðu á sínum tíma mik ið um hið „fullvalda ríki ísland“. Þetta og hitt sómi ekki „hinu full valda ríki“. A þessu ber nokkuð enn. Margir — og þar á meðal ég, voru ákaflega leiðir á þessum són. Hvers vegna tala ekki Eng- lendingar um „hið fullvalda ríki England“ eða Bandaríkin um „hið fullvalda ríki, Bandaríkin“. Auðvitað er þetta minnimáttar kennd hjá okkur, sem lýsir sér í þessu sífellda monti yfir full- veldinu og sjálfstæðinu. En er öll minnimáttarkennd röng? Erum vér ekki í raun og sann- leika smáir vexti? Er það ekki Mka minnimáttarkennd að þora ekki að vera með minnimáttar- kennd? Vorir tímar eru einmitt ógurlega hæítulegir fyrir þá, sem eiu litlir vexti. Því meiri sern þrengslin eru, og ruðningur- inn, því meiri hætta er þeim á að troðast undir, sem eru smáir vexti. Ungur maður spurði einu sinni Abraham Lincoln að því, hvað hann vjldi ráðleggja sér að verða eða taka fyrir í lífinu. Lincoln leit ó piltinn og sagði: Vertu hvalur eða iíll. Piltinum varð hvumsa við. En Lincoln sagði: Það skiptir ekkí öllu máli hvað þú verður, heldur hitt hvort þú dugar í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Hvalur- inn verður ekki gleypfur og fíll- inn treðst ekki undir. Við íslendin.gar erum hvorki hvalur né fíll að höfðatölu. Ef vér eigum hvorki að verða glevptir né troðnir undir, þá verð ur það að stafa af öðru en líkams- stærð, Vér verðum að eignast þá stærð, er stafar af öðru en fólks- fjölda. Vér verðum að eiga volduga, sjálfstæða, frjálsa og skapandi menningu, cbilandi frelsisþrá, einlæga fórnarlund fyrir hvert gott málefni, efnahagslegt sjálfstæði, öfluga og vaxandi atvinnuvegi á sjó og landi, gott álit meðal allra góðra þjóða og sanna og heita trú á guð og föðurlandið. Ef vér eigum þessa stærð munu Islendingar aldrei verða gleyptir eða troðnir undir. Og þessa stær® verðum vér að eiga. Og iil henn- ar verðum vér öll, vngri og eldri, að leggja vorn skerf. IS l Á FUNDI Fiskiþings voru eftir-15. greind mál tekin fyrir: j ■16 1 2. Samþykkt á reikningum Fiskifélagsins fyrir 1949 og 1950. Vitamál, tillögur allsherjar- nefndar. Níels Ingvarsson gerði grein fvrir tillögunum sem samþ. voru svohlj.: Fiskiþing skorar á vita- nefnd og vitamálastjóra að beita sér fyrir eftirtöldum 17 Að athugað verði um bygg- ingu vita á Hrollaugseyjum. Að innsiglingin á Djúpavog verði greinilega auðkennd. Að ljósduflum nr. 2—8 í Faxaflóa verði haldið við. 3. Síldarverksmiðjur ríkisins, tillögur allsherjarnefndar, sem Ólafur Jónsson gerði grein fyrir. Var fundi þá frestað og sýnd 3. 4. 5. framkvæmdum um bygging- i^ikmynd frá sildveiðum í Skot- ar, endurbætur og athuganir an L vita og sjómerka og siglinga- merkja. Að aukið verði ljósmagn Krossanesvita við Grundar- fjörð. Að sett verði ljósbauja á VestuAboða og Þrælaboða við Grundarfjörð. Að byggð'ur verði sem fyrst viti í Lundey á Skjálfanda. Að reistur verði viti á Spá- kohuíellshöfða við Skaga- strönd. Að byggður verði fullkom- inn radioviti á Arnarnesi við Skutulsfjörð. Að ljósmagn Óshólavita verði aukið. Að radiovita verði komið upp á Dalatanga ásamt stefnuvita á Langanesi eða Sléttu. Að ljósmagn Brimnesvitans við Seyðisfjörð verði aukið. Að reistur verði innsiglmg- arviti við Norðfjörð. 10 Aðiathugað verði um vita- | byggingu í Seley. 11. Að reistar verði innsiglingar- viti á Grímutanga við Reyð- arfjörð. 12. Að reistur verði innsiglingc arviti á Landatanga við Stöðvarfjdrð. 13 Að látin verði fara fram j rækileg athugun á byggingu i lantítökuvita á Hvalbak. 14. Að Ijósmagn Hvanneyjarvit- ans . verði aukið og i.ítur verði' reistur innsiglingarviti Við H naf'jarðaxós oþ :.ðúýst ■jVorr leiðin milii eystra Ávra ög Rorgeyj- Dorofhy í 10. sinn Ssðusfu sýninpr fyrEr jól LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnir gamanleikinn „Dorothy eignast son“ í 10. sinn annað kvöld og verður það næst síðasta sýning fyrir jól. Ilefur félagið í undir- búningi viðamikið og sérkenni- legt leikrit, sem verður jólasýn- ing félagsins, og krefst það svo mikils æfingatíma, að félagið verður að byrja „jólafríið" nokkru fyrr en vant er. Leik- stjóri er Gunnar Hansen. Nafn hefúr leikritinu ekki ver ið gefið í íslenzku þýðingunni. en hana gerði Tómas Guðmunds- son skáld. Gestur Leigfélagsins í gaman- leiknum „Dorothv eignast son“, frú Minna Breiðfjörð Thorberg, fer til Vestmannaeyja í næstu viku og dvelur heima hjá sér fram yfir jól. Frúin á þökk fyrir komnna, með röddinni einni hef ur iiún kynnt hina elskulegu Dorothy fyrir reykvískum áhorf- endum, og er það eitt út af fyrir sig minnisstætt leikafrek. Eftir iól hygsst féiagið halda áfram sýningum. á gamanleikn- úm, sem hlotið hefur almennar vinsældir. Fárviðri vohlúr tjóni MANILA : - - Mikið fárviðfi gcis- aði á F:rnseyjui í i endaðan r>óv» Þar f ■'■■■■ ' 27 manrts, en 10' þús. u'rðu siausár vegna 'o4*vPc.':3-' ■ins/ ' ■ "' ..." " L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.