Morgunblaðið - 04.12.1951, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1951, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. des. 1951. ] lasiiniiiMimiiiiimiiiiu ■ ;»miiímiiiiiiiitiiiiiim viiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Skdldsaga eftir MILDRID DAVIS ■iihiiiiiiiiiiiiiiii Hún roðnaði aftur og leit á boll ann, eins og hún væri fyrst nú að taka eftir honum. „Mig langar ekki í kaffi“, sagði hún ásakandi ems og hann hefði mátt vita það. Hann setti frá sér sinn bolla. „Nú, það er kominn tími til að ég fái að vita það“. „Ékki bað ég yður um að búa það til“, sagði hún. „Nei, en þér sáuð .... jæja, sleppum því“. Hann hélt áfram að drekka. „Mig langaði í te, en við skul- um sleopa bví“. „Þakka yður fyrir“. Hún hortöi rannsakandi á feann. „Þér eruð ekkert líltur venjulegum bíJstjóra“. Hann stóð upp til að sækja kaffikönnuna. „Mér þykir leitt, ef ég hef móðgað yður, ungfrú Corwith". „Það var eklci það. Það er .... ja, það er öll framkoma yðar... „Skrýtið að þér skylduð taka eftir því. Svo lengi sem ég man eftir mér, var kermslukonan mín alltaf að fárast yfir fram- komu minni. Henni líkaði hún ekki heldur.“ „Það er ekki það sem ég á við. Þér eruð svo kaldhæðnislegur, hvers vegna eruð þér bílstjóri?“ „Hvað annað átti ég að vera?“ „Ég veit það ekki. F.járhættu- spilari, kanr.ske11. „Og þér hefðuð átt að vera barnakennari“. „Andlitið á yður er svo inni- lokað. Það er aldrei hægt að lesa xieitt út úr svipnum“. „Mér hefur oft verið 'sagt að ég væri ekki beinlínis ógáfulegur á svipinn, en að ég beinlínis..“. „Þér vitið hvað ég á við“. „Þegar maður er bílstjóri, heyr ir maður sitt af hverju sem mað- ur verður að láta eins og maður heyri ekki.“ Hann leit í kring um sig eftir einhverju til að þurrka sér um munninn með, fann ekkert svo hann þurrkaði sér með handarbakinu. Hún horfoi rannsakandi á hann.. „Nei, þakka yður fyrir“, sagði hún og ’nrissti höfuðið þeg- ar hann bauð henni sígarettu. „Viljið þér gera svo vel að rétta mér eldspýturnar mínar? Ég. þori ekki að nálgast þær aft- ur, ef ske kynni að þér... Hann sá hvernig hún roðnaði aftur um leið og hún rétti honum eldspýturnar. „Þér roðnið oftar en allar þær stúlkur sem ég hef þekkt til samans“, sagði hann og kveikti í sígarettunni. „Þér reykið ekki?“ Hún leit undrandi á hann. „Nei Hvers vegna spyrjxð þér að því?“ „Ekki af neinu sérstöku“. Hann yppti öxlum. „Mér datt það bara í hug.“ „En ég drekk“, sagði hún og bætti við í hugsunarleysi. „Jeg hef óþægilegt bragð í munnin- um“. Um leið sá hún eftir því að hafa sagt það. „Eigið þér við að þér hafíð drukkið áfengi í dag?“ Hann lyfti brúnum. „Og það ein?“. Hún beit í vörina og svaraði ekki. „Þér ættuð að gerast meðlimur í A. A.“, sagði hann. „Drekliið þér aldrei þótt þér séuð ekki með öðrum? Það er að segja .... ég sagði ekki ....“. „Nei, ég geri það aidrei. Hvar er bikarbónatið?“ Hún benti á salernið hinu megin við borð- stofudyrnar. Hann kom aftur með bláa dós og blandaði sítrónu safa bikarbónati og vatni í glas. „Ef yðUr vantar einhvern tímann kokk, þá skuluð þér tala við mig“ .sagði hann og rétti henni glasið. Hún þambaði úr því. „Þakka yður fvrir“. „Og hvað skyldi það nú vcra sem veldur yður slíkum áhyggj- um að þér hafið farið að taka tii drýkkjú?“. Hánn réri stólnum letilega fram og aftur. Hingað til hafði hún verið.ó- venju lóleg og lítið taugaóstyrk, exi nú umhverfðist hún aftur. Hún setti glasið harkaieffa frá sér á borðið og handlék það óstyrkum höndum. • „Ef til vill er það vegna þess sem kom fyrir í gærkvöldi“ sagði hún „Mér þætti gaman að vita hvers vegna fólki langar til að stinga hnífum í systur yðar, Kitten“. j Andlit hennar var algerlega svipbrigðalaust. Svo stóð hún upp. „Þakka yður fyrir svaia-1 drykkinn. Ég ætla að fara að • ! hátta núna“. Um leið og hún ýtti stólnum aftur á bak, rak hún j hnéð í eitthvað hart viðkomu í I frakkavasa hans. Hún starði fyrst þegjandi á vasann. Svo leit hún spýrjandi á hann. j Swendsen brosti. Hann stóð á fætur og tók upp vasaljósið. I „Vasaijós, lítið eitt notað, m.jög hættulaust“. j Henni virtist létta snöggvast, ’ en svo spurði hún. „Hvers vegna gangið þér um með vasaljós?“ * „Mér datt í hug að ég gæii þurft á því að halda þegar ég fór niður til að athuga hvaða bíll væri kominn“. 1 „En hvers vegna hafið þér keypt yður vasaijós?“ spurði hún. Swendsen lyffi brúnum og sett ist niður aftur. „Ungfrú Corwith“ sagði hann glettnislega. „Aliir sem aka bifreið, eiga að hafa vasaljós í fórum sínum. Það er ómögulegt að vita hvað fyrir kann að koma á dimmum veg- um úti um. sveitir, þó að það sé notað í kvikmyndum aðeins í sambandi við.... „Þér getið látið bollana standa á borðinu. Þau taka þá á morg- un“. „Hvernig stendur á því, að þér eruð svona taugaóstyrk?" k- Nú fölnaði hún í stað þess að roðna. „Góða nótt, Swendsen“. I-Iún snéri sér við og hvarf inn í borðstofuna. Ðyrnar sveifluðust til og frá á eftir henni. Hann stundi við, tók upp frakkann og slökkti ljósið. j Hann gekk dálítinn spotta frá húsinu og leit upp í gluggana. Ekkert kom fyrir. Hann gekk fram fyrir húsið. Þar hafði verið ! kveikt ljós í glugganum lengst til vinstri. þeim rnegin sem snéri frá bílskúrnum. Ilann tók upp minnisbók sína og blýant, og blaðaði í bókinni þangað til hann fann teikningu. Henni var skipt í tvennt. Á öðr- um helmingnum stóð „Neðri hæð“ og vinstra megin á honum voru ferhyrningar sem merktir voru „setustofa“, „stigahús", „skrifstoía“, borðstofa“, eldhús“, „bakstigi“ og „matargeymsla“. Hægra megin var „bókaherbergi“ „rnúsikk-stofa“ og „les-stofa“. Hinn helmingurinn sem merkt ur var „Onnur hæð“, var ein- faldari og á honum stóð ekkert nema „Stigi“. Lengst til vinstri merkti hann nú einn ferhyrning- inn með „Herbergi H.“. Bílskúrsdyrnar voru meira opnar en hann liafði skilið við þær. Hann virtist ekki taka eftir því og gekk rakleiðis upp. Efst uppi nam hann undrandi staðar. Dyrnar í herbergi hans stóðu upp á gátt. Á stólnum við dyrn- ar var karlmannshattur. Á komm óðunni lá frakki. Og sitjandi á rúminu var rnaður. Hann var að lesa við lítið vasaljós. Það var maðurmn sem hafði ekið honum fyrsta daginn að húsi Corwith-fólksins. Hann var lík- lega um fertugt, dáiítið yfir með- alhæð og þunnhærður. Andlitið var óvenjulega opið og hrein- skiiningslegt. Hann hafði getað verið læknir, eða prófessor. „Nú, ert það þú“, sagði Swend- sen. Hann dró niður gluggatjöld- in og kveikti ijós. Maðurinn lagði frá sér dag- blaðið og vasaljósið á rúmið. ,Þetta var ekki beinlínis neinn stórsigur, — Gene“ sagði hann. Röddin var ekki eíns dimm eins og rödd mannsins sem hafði talað við Hildi á götunni, og hún var ekki eins óhefluð, en það var sama röddin. Swendsen hengdi upp frakkann og fleygði sér á rúmið. Hann krosslagði hendur fvrir aftan hnakka og lokaði augunum. „Jeg veit“, sagði hann syfjulega. „Ég var viðstaddur“. Maðurinn leit undrandi á hann. ..Varstu viðstaddur?" „Já, jeg vissi ekki að þú mund- ir koma á eftir, og mig langaði til að vita hvernig hefði gengið“. „Mér datt í hug að líta inn úr því ég var hér“, sagði maðurinn ARNALESBOK 1/7/1 <j» * Ævintýri IVlikk^ 11 Andinn í þér, Eftir Andrew Gladwin 12. Ó, ó, ó, hrópaði Mikki. Þetta er ógurlega vel gert af ! stamaði hann. — En ef satt skal segja, þá vil ég langt- um heldur bara vera ég sjálfur. j Andinn reis á fætur og brosti. — Þú ert alltaf hógvær og lítillátur, elskaði prins, sagði hann. — Þú ert jaínvel svo j lítillátur, að þú ert varla þess verður að stjórna voldugu konungsríki. En þó skal jeg gefa þér stóran og sterkan kast- . aia og voldugan her og mikil auðævi. Já, ég skal sæma þig j ollum þeim heiðri og völdum, sem hjarta mannanna girnist í og þú skalt verða tignaður og tilbeðinn af milljónuunum. Áður en Mikka gæfist tækfæri til að hafna þessu góða boði, hafði Kaspar enn einu sinni strokið fingri um hringinn, muldrað töfraorð og sjá! — Turnrústirnar höfðu horfið á skammri stund, en í stað þeirra var kominn geysivoldugur kastali úr eldrauðu graníti með vígskörð og brjóstvörn. Þeir stóðu á kastalastéttinni. Þar stóðu um það bil hundrað her- menn og voru að æfa sig í vopnaburði. Mikki starði á allt þetta furðu lostinn. , — Taktu kastalann. Þú átt hann og þessir hermenn og margir fleiri eru þrælar þínir, ó, þú hughreysti prins, sagði a.ndinn. — Þetta er lítilfjörleg gjöf, hélt andinn áfram. — En þá er það meira en það virðist við fyrstu sýn, því að fjárhirzl- urnar eru fullar af gulli og hermennirnir kunna ekki að hræðast. Nú óska ég þér þess, að þú lifir hér við hina mestu Grenaa Motorfabrik Fiskibátavélin „Crenaa“ Tvígengisvél, hálf-diescl án gláðarhauss. Fer í gang kaldur með startpatrónu eða með raf- magnskveikju. Fer í gang á 30 sekúndum annaðhvort með þrýstilofti, eins er hægt að setja hann í gang með handafli. Hefir lokað central-smurkerfi og er því lokaður og olíuþéttur allsstaðar. Óvenjulega fínn gangráður sem algjörlega stjórnar mótornum. Engir sogventlar eru í brennsluolíudælunni, sem er fínt slípuð. Með þessu er komist hjá truflunum sem stafa af óþéttum ventlum, þar eð dælan einungis þarf að þétta fyrir þrýstingnum frá olíugeyminum. Vatnsdælurnar eru hæggengar og endast því lengur. Engir þéttihringir, sem gætu orðið óþéttir eða brotnað. Smurdælan er ekki drifin með „pal“, en pallinn gæti brotnað og þar með brennt legur. Feiti frá rúllulegunum getur ekki stoppað smurning- una og þannig brent legur. Hægt er að fylla á 1 mánaðar forða af smurningsolíu, því smurdeelan tekur olíuna beint frá geymi. í gangi er hægt að stilla kveikjuna, þannig að hægt að tryggja að mótorinn sprengi á réttum tíma, en af því leiðir að hægt er að nota ódýrustu hráolíu eða hvaða annað eldsneyti sem fáanlegt er á hverjum stað. Eini hluturinn sem sést hreyfast er sveifluhjólið. Eftir óskum má hafa eitt eða tvö handhjól til að stjórna með tengslum og stillanlegum skrúfublöðum. Notkun kúlu-rúllu og nálega allsstaðar gerir gang mótorsins léttan og hljóðlausan. Allir mótorar, eins þeir stærstu eru sérlega vel af- balanceraðir. Þarfnast yfirleitt einskis eftirlits í gangi, en það er mikill kostur, bæði í slæmu veðri svo og þegar verið er á veiðum. Grenaa framleiðir vélastærðir frá 25 HK til 330 HK. Stærri vélarnar hafa olíuskiptingu á skrúfu og er hægt að skipta frá fullri ferð áfram í íulla ferð afturá á að- eins 5 sekúntum. Yfir 50% af danska fiskibátaflotanunri er mcð GRENAA VÉL. — NorÖmenn kaupa GRENAA-VÉHNA meira en nokkra aðra vél í Danmbrku. Fleiri og fleiri íslenskir útvegsmenn hafa tryggt sjer kaup á GRENAA fiskibátavélum. Allar nánari upplýsingar gefur Einkaumboðsma'ður GRENAA MOTORFABRIK a c^nuó Ó. ÓLfi óóon Hafnarhvoli Sími 80773 — Súnnefni: Link ATHUGiÐ óska eftir að kaupa 5 manna fólksbifreið í góðu standi. — Lysthafendur eru beðrnr um að leggja nafn og símanúmer inn á afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. fimmtudag merkt: „Fólksbifreið“ —463. Verzlunarmaðtir óskast nú þegar eða um áramótin til kekkts innflutn- ingsfyrirtækis nér í bæ. Enskukunnátta skilyrði. Hér er um að ræða skemmtilegt og vellaunað starf fyrir áhugasaman ungan mann, sem vill skapa sér örugga framtíð. Tilboð með ítarlegum upplýsingum sendist afgr. blaðsins fyrir 8. des. n. k. merkt: „Áhugasamur — 467“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.