Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. júní 1960 MORGVlSBfAÐIÐ 3 ★ I GÆR birtum við hér í blað- inu kaila úr bréfi íslenzkrar stúlku í Chile, þar sem hún segir frá viðbrögðum sínum í fyrstu jarðskjálftakippunum þar. A Havai býr önnur íslenzk kona, Auður Jónsdóttir Colet, ásamt bandarískum manni sín um og fjórum dætrum. Flóð- bylgjan mikla, sem geistist yfir Kyrrahafið, lenti einnig á Hawaieyjum, en olli tjóni á annari eyju en þeirri sem frú Auður býr á. Hún skrifaði strax foreldrum sínum, Jóni Eyjólfssyni og Fjórar dætur Auðar Jónsdóttur Cólot, sem biðu með hennl uppi á hæðunum meðan flóðbylgjan skall á Hawai. Þær eru talið frá vinstri: Þora, Hiluur, Freyja og Gerður. Voru .lœturlangt í bíl * tslenzk kona búsett á Havaii segir trá ílóbbylgiunóttinni Sesselju Konráðsdóttur, til að iáta vita „að við erum ekki öll steindauð“, eins og hún orð- aði það. Hafa þau góðfúslega leyft blaðinu að birta úr því kafla. Um nóttina sem flóð- aldan kom, skrifar hún: Það kemur mjög sjaldan fyr ir að miklir skaðar séu á þess- ari eyju, og var ekki heldur nú. En það var hræðilegt á einni eyjunni, sömu eyjunni sem eldgosin voru á í haust og allt hraunflóðið. Útvarpið byrjaði að til- kynna um flóðölduna um miðjan dag á sunnudag, og sagði frá upphafi að hún mundi skella hér um kl. 1. Þegar fór að líða á kvöldið var öllum, sem búa nálægt sjónum sagt að vera tilbúnir til að yfirgefa húsin. Þar sem Pétur er ekki heima vildi ég ekki bíða fram á síð- ustu stundu. Ég tók kodda, teppi, mat, áríðandi pappíra og annað, sem mér er sérlega kært þó litlu sé hægt að koma í svona lítinn bíl. Maður tekur þessu svo undar- lega rólega. Kl. 10,30 ókum við af stað í fylgd með vinkonu minni, sem einnig var ein með þrjú börn. Við ókum hér upp í hæð irnar, og þar sátum við í bíl- unum til kl. 5,30 næsta morg- un. Þær voru svo dásamlega góðar, elsku stelpurnar mínar, áð ég á engin orð yfir það. Enginn grátur eða neitt. Þóra og Gerður sváfu um stund í bílnum, en litla Freyja vakti alla nóttina, söng og talaði. Við söfnuðum þó allar um stund og fórum nú heldur snemma í rúmið i gærkvöldi. Þeð er undarlegt hvað maður tekur þessu rólega, þegar mað ur verður að horfast í augu við hættuna. Sem betur fer hafði vatnið ekki komið hér upp að hús- unum, svo allt var í góðu lagi, þegar við komum heim. Við vonum að ekki komi önnur bylgja í bili, en þó má allt af búast við þeim. En það er bót í máli að þeir vita svo löngu fyrifram hvaðan þær koma og hvenær þær skella á hverjum stað, svo maður hefur alltaf nægan tíma til að~ komast á öruggan stað. Óneit anlega .væri óhugnanlegt að koma heim og finna heimili sitt fullt af sjó eða annað verra. En maður verður bara að vona og treysta að slíkt komi ekki fyrir. Orsök þessarar flóðbylgju voru jarðskjálftar í Suður- Ameríku. Hugsa sér þá óra- fjarlægð! Laxveíði háfst í Elliðaánum í gœr Fjármálaráðherra, borgarstjóri og rafmagnsstjóri veiddu fyrstu laxana í GÆRDAG var mikill gleði- dagur hjá þeim mikla fjölda manna, sem fást við laxveiðar í ám landsins. Var þá leyft að hefja veiðar. Hér í Elliðaánum „opnuðu“ þær, í boði Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, þeir Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra, Geir Hallgrímsson borgarstjóri, og Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri. Þeim gekk öllum vel. Gestir Stangaveiðifélagsins voru komnir inn í nýja veiði- húsið við Elliðaárnar um klukk- an 7 í gærmorgun. Gunnar Thor oddsen fjármálaráðherra, hafði einn gestanna nokkra æfingu í stangaveiði. Steingrímur raf- magnsstjóri, sem vafalítið má þakká mest fisksæld Elliðaánna, er lítt vanur, og Geir borgar- Geir Hallgrímsson og Jón Þorvarðarson við Elliðaárnar í gær. — stjóri hafði aldrei fyrr haldið á laxveiðistöng. Þegar hinir góðu gestir Stanga veiðifélagsins fóru niður að ánni, voru í fylgd með þeim, til aðstoðar þrír kunnir laxveiði- menn. Var Jón Þorvarðsson kaupmaður með Geir borgar- stjóra, Víglundur Möller full- trúi með Gunnari ráðherra og Viggó Jónsson framkvæmda- stjóri með Steingrími Steingrímur Jónsson að landa laxi sínum, en Viggó Jónsson fylgist með. Reynt var á ýmsum stöðum, og segir ekki af veiðinni fyrr en um klukkan 9. Þá urðu þeir Jón og Geir varir, og vel það, þvi lax var á! Hófst nú harðvítug barátta og jafnvel tvísýnt á stundum hvernig fara myndi. Eftir nokkra stund var fyrsta laxinum í Elliðaánum á þessu ári landað og var hann 7—8 punda. Áður en þeir urðu að hætta að veiða klukkan 1 e. h. í gær, höfðu þeir Gunnar Thoroddsen og Víglundur Möller veitt einn og Steingrímur Jónsson og Viggó Jónsson lönduðu sínum laxi af miklum fimleik. Allir voru þeir 7—8 punda þungir. Þess má svo geta, að eftir há degi voru þaulæfðir menn að veiðum, og höfðu þeir fengið einn lax klukkan 6. Nú er búið að opna Elliðaárn ar. Er veiðisvæðið upp að efri stíflu við Elliðavatn. Með þessu er opnað veiðisvæði, sem lokað hefur verið í 30 ár, og er þar af leiðandi lítt þekkt.' Fyrst um sinn verða leyfðar 4 stangir á dag x Elliðaánum en síðar 6. SmSlEIMR Reiður maður í . AlþýðublaSinu í gær segíf svo um útvarpsumræðurnar: „Hermann Jónasson, sem telja verður höfuðsmann andstöðu- flokkanna og væntanlegan for- sætisráðlierra þeirra, ef þeir kæmust til valda, hóf umræðurn- ar. Og þar talaði reiður maður. Hann hefur verið hlédrægur og áhugalítill á Alþingi í allan vetur þar til kom að sjálfsagðri breyt- ingu á Búnaðarbankanum. Þar var komið við persónulega valda stöðu hans og það olli reiðinni. Árangurinn varð sá, að ræða Hermanns var lítið annað en gíf- uryrði og stórorðar svívirðingar, sem gerðu málflutning hans á- hrifalausan með öllu. Slík ræðu- mennska fellur í geð hinum æst- ustu flokksmönnum en vekur andúð hjá öllum þorra hugsandi kjósenda, sem sitja heima og vilja fræðast um vandamálin sem fyrir eru, heyra hleypidóma lausar skoðanir með og móti“. Geðil stjórnarandstaða Það er ekki ofsögum sagt jf skapillsku stjórnarandstæðinga í útvarpsumræðunum. Hermann var þar engin undantekning, heldur fyrirmyndin, sem allir stjórnarandstæðingar, sem töluðu í umræðunum, tóku sér til eftir- breytni. Var jafn stígandi í ræð- um Framsóknarmanna og komm- únista unz umræðurnar enduðu á algjörri geggjun Einars Olgeirs- sonar. Datt mönnum helzt í hug, að síðan Krúsjeff lék listir sinar á „sirkusnum" í París, væri línan sú, að í ræðumennsku ættu kommúnistar að öskra og geifla sig, en orðaflaumi og áherzlum ætti að haga svo að minni ræki- lega á vélbyssuskothríð. Genginn í barndóm Annars er engu líkara en þess! leiðtogi kommúnista sé genginn í barndóm. Efnislega eru ræður hans þær sömu og hann flutti fyrir 20—30 árum. En segja má að fullkomnari tækni sé orðin á vélbyssuræðumennskunni. Árið 1938 spáði Einar Olgeirs- son fyrir kosningum sem fram færu 1947. Þar segir hann: „íhaldsflokkurinn var nú horf- inn, nokkrir af forsprökkum hans höfðu verið gerðir landræk- ir fyrir landráð, en leifarnar af flokknum Ieystust upp eftir að heildsalar og stóratvinnurekend- ur hurfu úr sögunni“. Þessi spádómur um Sovét- Island rættist að vísu ekki, en nú hrópar Einar á ný: „Auðvaldsherrarnir ætla að flýja til Bandarikjanna þegar þeir hrökklast frá“. Að þessum geggjunaröskrum hlær nú orðið allnr landslýður Off bryggja verður Bandaríkja- menn með því að segja þeim að Þeir munu verða án þessara á- gætu innflytjenda. En meðal ann arra orða, gæti ekki Einar Ol- geirsson fengið landvistarleyfi í Sovétríkjunum svo að viðkvæm- um tækjum Ríkisútvarpsins væri forðað frá yfirvofandi eyðilegg- ingu af völdum hríðskotaræðu- mennskunnar. Leiðinlegra með Fram* sókn En segja má að afstaða Komm- únista og málflutningur skipti engu meginmáli. Þeir eru ekki lengur teknir alvarlega hérlend- is fremur en annars staðar. Hitt er óneitanlega leiðinlegra, að lýðræðisflokkur skuli taka jafn glórulausa afstöðu til vandamála þjóðfélagsins eins og Framsókn- arflokkurinn gerir um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.