Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 2. júní 1960 Vithjálmur og Valbjörn náðu lágmarkinu í gœr Fram vann ÍBK 2:0 Keflvíkingar i fallhættu f GÆR náðu tveir frjáls- íþróttamenn lágmarkskröfum Olympíunefndarinnar fyrir þátttöku 1 Olympíuleikun- um í sumar. Vilhjálmur Ein- arsson stökk 15.53 metra í þrí- stökki, en lágmarkið er 15.50 metrar. Vilhjálmur stökk tvö stökk. 1 fyrra stökkinu stökk hann 15.01 m, en í öðru fór hann yfir lágmarkið, er hann stökk 15.53. Sérstaklega gott var að stökkva í gær, hiti í lofti og logn. Valbjörn Þorláksson lét sig ekki muna um að stökkva iág markshæðina í stangarstökk- inu, en það er 4.30 metrar. Val bjöm stökk 4.00 — 4.10 — 4.20 — 4.30 og 4.40 metra og fór yfir allar hæðirnar mjög léttilega í fyrsta stökki. Síð- EOP mótinu Rannveig Lai'dal ÍR tekur við verðlaunum fyrir 100 m hlaup. Hún er nú fótfráust allra íslands meyja. an reyndi hann við 4.50, en var auðsjáanlega orðinn þreyttur. Hann komst yfir en felldi á niðurleið. Eftir þess- um árangri að dæma er Val- björn í fremstu röð stanga- stökkvara Evrópu það sem af er þessu ári. Rússarnir afhoð. sendu en MIKIÐ hefur gengið á í sam- bandi við heimsókn rúss- innar yrði að vænta. — Sögðu knattspyrnumennirnir hér, nesku knattspyrnumannanna. að ógerningur yrði að taka í gær var allt útlit fyrir að á móti Rússum eftir næstu þeir kæmu ekki í bráð. í við viku, því nú styttist óðum tali við rússneska sendiráð- ið laust eftir hádegi upplýst- ist það, að liðsmennirnir hefðu ekki fengið vegabréfs- áritun í Moskvu. Þeir hefðu með öðrum orðum ekki feng tíminn fram til landsleiksins við Norðmenn. En Rússarnir koma efir allt í kvöld. Orðsending barst frá Moskvu síðar í gær um að brottfararleyfi væri ið brottfararleyfi enda þótt fengið og kemur liðið vænt- förin hefði staðið til um anlega í kvöld með flugvél lang skeið. I skeyti frá frá Kaupmannahöfn — og Moskvu var heimsóknin því fyrsti leikurinn verður ann- afboðuð en ekkert ákveðið að kvöld við úrval af SV- sagt um hvenær heimsóknar landi á Laugardalsvellinum. Armenningar töpuðu í tví- sýnum leik KAUPMANNAHÖFN, 31. júní: Eins og kunnugt er, fór 2. flokk- ur körfuknattleiks drengja úr Glímufélaginu Ármann í keppn- isferðalag til Danmerkur og er Bogi Þorsteinsson, form. Í.K.F., fararstjóri þeirra. Ármenning- arnir léku fyrsta leikinn í gær. Leikið var úti og fór leikurinn fram í Fælledparken í Kaup- mannahöfn. Mótherjar Ármenn- inganna voru Kaupmannahafnar- meistararnir SISU, er mættu til leiksins með tveim núverandi og tveim fyrrverandi landsliðsmönn um Dana. Ageins einn dómari var og hafði hann lítil tök á leiknum, sem varð allharður og lauk með sigri Dana 37:36. Má þetta teljast mjög góður árang- ur hjá Ármenningunum. Næst keppa Ármenningarnir í Ála- borg og fara þangað í dag frá Kaupmannahöfn. —B. Þ. 4691 og 3049 DREGIÐ var í happdrætti Hand- knattleikssambands íslands gær og komu upp númerin 4691 og 3049. Vinningar voru tvær flugferðir með Flugfélagi íslands til London og til baka. Upplýs- ingar um happdrættið gefur Axel Einarsson, sími 13602. Fram sigraði Keflavík 2:0 á sunnudaginn í leik þeirra í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Leikurinn fór fram á nýjum knattspyrnuvelli þeirra Keflvíkinga, sem hafði áður ver- ið valtaður rétt fyrir leikinn og var mjög glæsilegur á að líta, en suð-austan stormur kom í veg fyrir að menn gætu sýnt góðan leik og má segja að leikurinn í heild hafi verið barningur við að hemja knöttinn. Framarar betrl. Það kom fljótlega fram að Framarar voru leiknari með knöttinn og tókst að hemja hann betur en Keflavíkingunum. Þetta varð til þess að Fram náði upp betri samleik og yfirhöfuð má segja, að sú knattspyrna sem sást í þessum leik, sem að vísu var ekki mikil, var viðleitni Fram til að ná upp samleik og halda knettinum niðri. í Kefla- víkurliðinu stóðu sig bezt bak- verðirnir Gunnar Albertsson og Þórhallur Helgason og innherj- inn Einar Magnússon, er eftir- tektarverður leikmaður. Hólm- bert var ekki með IBK og vant- aði mikið og hefði leiknj hans með knöttinn getað notið sín i þessum leik. Er gefið að fram- línan mun styrkjast mikið, er þeir Einár og Hólmbert eru báð- ir komnir sem innherjar í lið inu. í Framliðinu bar Rúnar Guðmannsson höfuð og herðar yfir samherja sína. En að öðru leyti átti framlínan nokkuð góð- an leik. Samleikur þeirra Guð- mundar Óskarssonar, Grétars Sigurðssonar og Guðjóns Jóns- sonar var oft mjög skemmtileg- ur. En upp úr einu slíku upp- hlaupi skoraði Fram fyrra mark- ið. Grétar lék þá snilldarlega á Hafstein Guðmundsson, og gaf til Guðm. Óskarssonar, augsýni- lega bara til þess að láta mark- ið líta betur út, því hann sjálfur gat vel skorað úr þeirri stöðu, sem hann var í, þe*gar hann gaf til Guðmundar. Síðara markið getur Hafsteinn kennt sér um, en það kom upp úr aukaspyrnu, sem var dæmd fyrir að Hafsteinn hafði bruðgið Guðjóni Jónssyni. Tók Guðjón aukaspyrnu á horni vítateigsins og sendi þrumuskot að markinu, sem Heimi markmanni tókst ekki að verja þótt hann kæmi við knöttinn efst uppi í vinstra horni. Eftir þennan leik þurfa Kefl- víkingar alvarlega að fara að taka sig saman, ef þeir ætla sér að vera áfram í 1. deild, og væri ekki úr vegi fyrir þá að taka upp léttari knattspyrnu og láta svip Hólmberts og Einars Magnússon- ar verða. ríkjandi yfir leik liðs- ins, en láta styrkleikaknattspyrn una hverfa. Sannur iþróttaandi RÓM, 1. júní. — (Reuters). — ítalska Olympíunefndin tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að bjóða íþrótta- mönnum frá Chile til Ólympíuleikanna og greiða dvalarkostnað þeirra meðan á leikjunum stendur. ítalska Ólympíunefndin tók þessa ákvörðun eftir að Olympíunefndin í Chile hafði ákveðið að hætta við þátttöku í Olympíuleikun- um og láta þá peninga, sem nefndin hafði til ráðstöfun- ar vegna þjálfunar og ferða- kostnaður íþróttamannanna renna til viðreisnarinnar eftir náttúruhamfarirnar þar í landi í sl. mánuði. Forustumenn Olympíu- leikanna í Róm sögðu, að Chile hefði ávallt sent þátt- takendur til leikanna og að ítölsku Olympíunefndinni hefði þótt leitt ef fáni Chile myndi ekki blakta meðal fána þátttökuríkj- anna í Róm. Á FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓTI í Tallin kastaði eistlenzki spjót- kastarinn Vallman spjótinu 79.93 metra. Þetta er eist- lenzkt met og jafnframt lengsta kast er spjótkastari hefir náð í ár. Friffrik Friffriksson, ÍR kem- ur aff marki sem sigurveg- ari í 600 m hlaupi drengja. K. R. sigmði á ísafirði K. R. fór um síðustu helgi keppn isför til ísafjarðar og léku þar tvo leiki. Fyrri leikurinn fór fram á laugardagskvöld og vann K. R. 3:0. Um kvöldið var K.R. ingum boðið á dansleik, sem hald inn var að Uppsölum og er það mál manna að þar hafi K. R,- ingarnir staðið sig með prýði. Á sunnudaginn léku K. R. ing- arnir aftur við ísfirðinga og voru þá enn tápmeiri en daginn áður og unnu leikinn 5:1. K. R.-ingar róma mjög allar móttökur ísfirðinga og gestrxsni alla. Ferðin var hin skemmti- legasta og vænta K. R.-ingar þess að þeim gefist tækifæri til að endurgjalda ísfirðingum gest risni þeirra, er þeir koma hingað suður til að leika í 2. deildar- keppninni. Deilur um norska landsliðið eigi minni, en um hið íslenzka I NOREGI deila menn nú, sem hér á Iandi um hvernig lands- liffiff í knattspyrnu eigi aff vera skipað 9. júní, er ísland og Noregur keppa Iandsleik á Ullaválvellinum í Osló. Af norskum blaffaskrifum virðast þeir í enn meiri erfiðleikum en viff hér heima, því margir telja að stórar breytingar þurfi að gera á landsliðinu frá því þaff tapaði 3:0 fyrir Dön- um í Kaupmannahöfn 26. maí s.l FRAMLÍNAN GJÖRBREYTT Mestar breytingar er taliff að þurfi að gera á tramlín- unni. Aftenposten segir t.d. aff aðeins einn af sóknarmönnun um frá landsleiknum við Dani hafi rétt á aff leika leikinn viff Island. Það er Rolf Björn Backe og aff vísu ætti Steinar Johannessen rétt á að leika, en hann er meiddur og allar lík- ur á að hann verði ekki búinn að ná sér fyrir landsleikinn við ísland. Aftenposten leggur til að framlínan verði skipuð eftir- töldum mönnum: Björn Borg- en, Harald Hennum,Rolf Björn Backe, Erik Engsmyhr og Wille Eliassen eða Axel Berg. — Borgen er sagður vera i góffri æfingu og Erik Esng- myhr byggir vel upp leik og sendingar hans þykja sérlega vel útfærffar og eftirtektar- verffar. Þaff eitt ætti aff nægja honum til aff eiga rétt á aff leika í landsliffinu gegn íslandi. VÖRNIN BREYTIST EINNIG f vörninni má einnig búast viff breytingum. Káre Björn- sen, sem lék sinn fyrsta lands leik í Kaupmannahöfn, átti mjög lélegan leik og telur Aft enpósten lausnina vel geta verið fólgna í aff láta Eiks Tore Halvorsen og Arne Nat- land verffa í stöðum hliðar- framvarða. Thorbjörn Svens- sen og Arne Bakker segir blaðið aff eigi að halda sínum stöðum og því muni það aff- eins vera vandamál meff vinstri bakvörðinn. Þar kem- ur sterklega til greina Ragn- ar Larsen frá Sandaker, en hann lék í þessari stöðu í B- landsleiknum í Álborg um daginn og eftir Ieikinn sagði ibróttafréttaritari Politiken, að frammistaða hans hafi ver ið það góð, að hún hafi nægt til að hann gæti leikið í A- liffi Danmerkur. Hann gæti einnig leikið vinstri fram- vörð ef landsliffsnefndin teldi aff Arne Natland ætti aff vera í vinstri bakvarðarstöðunni. ALLUR ER VARINN GÓÐUR Þannig rökræffa Norffmenn um landsliðið og skipan þess og eru margar og misjafnar skoðanir uppi þar um. En eitt telja Norffmenn að megi ekki koma fyrir. Þeir megi ekki gera of litið úr getu ís- Ienzku kanttspyrnumann- anna, þótt ísland ætti aff vísu aff vera léttur mótherji fyrir Noreg. En menn verffi aff hafa í huga þá staðreynd, aff Noreg ur tapaði fyrir íslandi í Reykjavík í fyrra og vann aff eins nauman sigur í síðari leik landanna í undankeppni Olympkileikjanna. Og því síður megi menn gleyma hinni fræknu frammistöffu ís- lenzka landsliðsins í Idrætt- parken í fyrrasumar, er þeir gerðu jafntefli við Dani.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.