Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 20
23 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudag^ir 2. júní 1960 -Skifibrotóm enn EFTIE W. W. JACOBS — Skyldan, svaraði læknirinn. Ég er að gæta hagsmuna sjúklings míns. Hann er nú far- inn í kojuna og æfingarnar rétt að byrja! — Það er þá bezt að hann fremji þessar æfingar í kojunni framvegis, sagði Knight. — Við kærum okkur ekki um purpura- rauða loftfimleikamenn eld- snemma morguns. Það hefur svo truflandi áhrif, — Hann verður að gera æfing- arnar sínar á morgnana í hreinu lofti, sagði Maloney. — Þið verð ið að fara seinna á fætur. — Við vorum á undan ykkur, sagði Knight. — Félagið Árvakur! bætti Pep low við og kinkaði kolli. — Stofnað fyrir mörgum vik- um, sagði Knight. Maloney glotti. — Hvers vegna var mér ekki sagt frá því? — Vegna þess, að félágatalan er takmörkuð við fjóra, sagði Knight, um leið og ungfrú Seacombe hnykkti til höfðinu og gekk út, en ungfrú Blake elti. — Þú gerir svo vel og rífur sjúkl- inginn þinn upp klukkan fimm og lætur hann ljúka þessum krampateygjum sínum áður en við komum á fætur, þá ertu vænn! Maloney hristi höfuðið. — Ef þú hefðir séð hann, þegar ég nefndi klukkan sex í gær, mynd- irðu ekki tala svona, svaraði hann. — Jæja, við verðum þá víst að vera annars staðar á þilfarinu, sagði Knight órólegur. — Meira að segja er víst bezt að við höld- um okkur alfarið í reyksalnum. — Ég skal náttúrlega nefna það við hann, sagði læknirinn. — Vitanlega vil ég gera það, sem ég get fyrir unga fólkið, en vitanlega eiga sjúklingamir for- gangsréttinn. Pope er athuga- vert tilfelli — einskonar ofvax- inn rósarunnur, sem þarf að klippa. — Ætli hann sé þá ekki farinn að bíða eftir þér — og garðklipp unum, sagði Knight. — Láttu okkur ekki tefja þig. En ég vildi þú vildir fá rósarunninn þinn til þess að fremja æfingarnar sinar. eftir að við hin erum komin í bólið, sagði Knight, er læknirinn myndaði sig til að fara. — Ef hitt fólkið heyrir um þær, rífur það sig allt upp til þess að horfa á. — — Við verðum að leggja í þá áhættu, svaraði hinn rólega. — Það hefur sjólfsagt gaman af að horfa á, en ekki trúi ég samt, að neinn rífi sig upp oftar en einu sinni til þess. Eins og Knight hafði grunað, síaðist orðrómurinn um morgun- leikfimi Knights út meðal far- þeganna. í fyrsta sinn nennti ungfrú Mudge að hlusta á mál bátsmannsins, er hann lýsti því, hvernig Pope hefði hoppað yfir band, og bátsmaðurinn varð svo hrifinn af þessari óvenjulegu at- hygli, að hann tók að gera sér talsverðar hugmyndir um frá- sagnarlist sína. — Þér hefðuð átt að sjá hann — þér hefðuð sprungið, sagði hann blíðlega. Ungfrúin tók þeirri tilgátu heldur kuldalega. — Eða fengið krampa, hélt Tarn áfram og horfði á hana von- araugum. — Ég trúi ekki, að ég hefði neitt teljandi gaman af þvi, sagði ungfrúin í höfðingjatón. — Og ég vona, að ég sé of mikil dama til þess að fara að rífa mig upp klukkan sex að morgni, til þess að horfa á karlmann — hvaða karlmaður sem það hefði verið — ekki sízt þegar hann er nú alls ekki klæddur til að taka á móti gestum. — Ekki held ég það gæti skað- að neinn, sagði bátsmaðurinn vonsvikinn. — Hugsum okkur nú • bara sem fræðilegan mögu- leika — að þetta hefði verið þér en ekki hr. Pope. Ég skal bölva mér upp á, að hver einasti karl- maður í buxum hefði.... Hann þagnaði snögglega er ungfrúin skellti bókinni aftur, greip sauma sina og stikaði burt með nefið upp í háaloft. Hann sneri þá aftur að skylduverkum og skammaði um leið nokkra há- seta fyrir að vanrækja sín skyldu verk. Það er leitt frá að segja, að frú Penrose brást ekki líkt því eins teprulega við fregninni og þerna hennar hafði gert, eða satt bezt að segja: ungfrú Mudge var ekki fyrr búin að segja henni af morg unfimleikum Popes, en hún tók að hugsa upp ráð til þess að geta horft á þá. — Ekkert er auðveldara, sagði Carstairs, en við hann hafði hún látið þessa ósk sína í Ijós. — Ekk- ert annað en fara á fætur tíu mín útum fyrir sex í fyrramálið og verða á undan honum. Það er hægt að liggja í leyni, t. d. í reyk salnum eða einhvers staðar. Ég ætla að koma líka, ef ég má. — Haldið þér ekki að honum falli þetta miður? spurði frú Fenrose allt í einu, með síðbor- inni nærgætni. — Hvaða ástæða væri til þess? sagði Cárstairs. — Auk þess myndi hann ekki vita af því. Við höfum reyksalinn alveg fyrir okkur á þessum tíma sólarhrings ins og ekkert mannsbarn hefur hugmynd um að við höfum þang- að komið. Næsta morgun höfðu þau reyk salinn í næði í nákvæmlega tvær mínútur, en þá opnuðust dyrn- ar og ungfrú Blake kom inn. — Hræðsluóp frá henni gaf til kynna að hún áttaði sig á kring- umstæðunum, en Knight og Pep- low, sem komu á eftir, ásamt ung frú Seacombe, stilltu sig og þögðu. Ofurlitill skuggi leið yfir and- lit frú Penrose. — Hjálpi mér! sagði hún, er hún áttaði sig. — Það er naumast þið eruð snemma á fótum! — Það er svo hollt, sagði Knight. — Það var gaman að heyra. Hafið þið lengi iðkað þessa holl ustuhætti? — Ekki mjög. Ekki lengur en þér og Carstairs komið til með að gera, vona ég. — Við komum nú hingað til að sjá hr. Pope, sagði frúin. Knight hneigði sig. — Við komum nú í sömu erindum — öll f jögur, bætti hann við undirfurðu lega. — En Pope, sem er við- kvæmur í sér, er vanur að leika listir sínar aftur á. Nú varð ofurlítil, vandræðaleg þögn, en þá heyrðust einhverjir fótaskellir úti fyrir og Pope, sem var að æfa einhvers konar froska stökk, með krepptum hnjám, þaut framhjá í einu siökki. Maloney rak höfuðið inn um dyrnar og horfði á þau. — Er þetta mæðrafundur eða hvað er það? spurði hann reiði- lega. — Hvernig á sjúklingurinn minn að geta haldið jafnvæginu og verða fyrir slíku sem þessu? 5 — Kannske hefur hann ekki séð okkur, ságði Peplow. — Vrst sá hann ykkur, sagði læknirinn enn æstari en fyrr. — Hann er nú farinn niður undir þiljur, og ég vil ekki endurtaka orðbragðið hans. Og hvernig á læknir að geta notið sín við svona starfsskilyrði? — Haldið þér, að þér sjálfur og þessi' dýrmæti sjúklingur yð- ar eigi að hafa einkaleyfi á öllu skipinu? spurði ungfrú Seacombe Qg var farið að síga í hana. — Eða að við eigum að halda okkur í rúminu, þangað til yður þóknast að leyfa okkur á fætur? spurði ungfrú Blake. — Kannske þér ætlið að læsa okkur inni í káetunum okkar? spurði Peplow. — Ekki yður .svaraði læknir- inn háðslega. — Yður vildi ég gefa sömu meðferð og Pope. Þér mynduð hafa gott af því. — Sömu meðferð og Pope? Og til hvers ætti það að vera? — Það vita víst allir, nema þér sjálfur, svaraði læknirinn kulda lega og gekk burt. — Hvað er hann að gefa í skyn? spurði Peplow og leit kring um sig, eftir að læknirinn var farinn. — Ég veit ekki annað en ég sé við góða heilsu. Ég fæ mér alla þá hreyfingu, sem tæki færi er til. Ég hef verið á fótum klukkan sex í síðustu sex.... — Sex, hvað? spurði Penrose með hægð. — Klukkutíma, svaraði Pep- low, sem leið hálfilla undir augnaráðinu, sem Knight sendi honum. — Ég er viss um að þér hafið gert það, sem þér hafið getað, sagði frú Penrose í meðaumkun- artón. — Ekki hafði ég hugmynd um, að þér væruð svona dugleg- ur. Ég get ekki annað en skamm- azt mín fyrir mína eigin leti. Ég verð að bera mig að fara að dæmi yðar framvegis. — Ef það er til þess að sjá sjúklinginn minn — fyrrverandi — sem þér ætlið að rífa yður á fætur, getið þér hætt við það strax, sagði læknirinn, sem nú var kominn inn aftur. — Fyrrverandi sjúkling? át Carstairs eftir og varð bilt við. Læknirinn kinkaði kolli. — Hann er í búrinu hjá brytanum, sagði hann, þungur á svip. — Markham bryti hefur tekið við honum af mér og er nú að reyna til við hann með sneiðum af köldu fleski. 16. — Þetta er nú náttúrlega gott og blessað, sem komið er, sagði frú Penrose og andvarpaði ofur- lítið. — Svei mér ekki ef ég held að við ætlum að komast kring um hnöttinn, án þess að lenda í einu einasta ævintýri. — Langar yður í ævintýri? spurði Carstairs. — Já, eitthvað svolítið, rétt til tilbreytingar — eitthvað sem er svolítið öðru vísi en það hvers dagslegasta. Skipreika menn til að bjarga, eða eitthvað því líkt. Hugsa sér annars að vera á báti í þessu myrkri, aleinn með stjörn unum og sjónum. — Já, og láta sig vanta mat og drykk og túlkun Popes á „Bisk- ayaflóanum", sagði Carstairs, er miklar söngrokur og píanóglam- ur barst til þeirra frá setusaln- um. — Hann er alveg búinn að ná sér, sagði frúin. — Segist hafa hætt við lækninn alveg mátulega snemma. í lí ó — Áttu við það að Bangsi geti enn veitt, þótt hann sé stein- þlindur? — Bíddu bara og sjáðu, Mark- ús! | og rekur höfuðið i trjábolina, en — En Bjarni, eru ekki hrædd- hann lætur það ekkert á sig fá .. ur um að hann meiði sig? Hann myndi deyja úr harmi, ef — O, hann fær á sig skrámur ég skildi hann eftir heima. Hvernig lízt þér nú á hann, Markús? — Hann er enn mesti veiði- hundur, sem ég hefi séð! — Það getur nú samt verið dá lítið óviðkunnanlegt, ef hann skyldi þurfa á honum að halda seinna, sagði Carstairs brosandi. — Maloney hefur aðvarað hann um það, að sjálfur hreinunareld- urinn sé hreinasti barnaleikur móti næstu lækningu, sem hann fái hjá sér. Honum finnst víst sum okkar heldur eftirlátssöm við sjálf okkur. í gær hnýtti hann í Knight fyrir að vera of lingerð ur og svo fóru þeir í hnefaleik fyrir morgunverð til þess að komast að niðurstöðu í málinu. — Ég heyrði um það. Herra Knight er fullfær til allra gagns lausra verka. — Maloney yrði yður víst al- veg sammála um þá lýsingu á hnefaleikum. Hann er ekki bú- inn að jafna sig enn, þvií að svo bætti Knight gráu ofan á svart þegar hann var búinn að dusta lækninn, með því að játa sig lin- gerðan og biðja um að gefa sér eitthvað styrkjandi. — Frúin hló. — Herra Knight hefði ekki haft nema gott af að vera dustaður dálítið til, sagði hún. Carstairs kinkaði kolli. — Þetta sama sögðu einn eða tveir óeigingjarnir áhorfendur, sagði hann hægt. — Þeir náðu í einn kyndarann upp á þilfar, sem ímyndar sér að geta eitthvað í hnefaleik, og árangurinn varð sá að þeir hafa „einum kyndara of fátt í dag. Skipstjórinn var að kvarta yfir því við mig, rétt áð- an, og var aðallega gramur yfir því, að ekki skyldi hafa verið kallað á sig til að horfa á viður- eignina. — Hættið þið þessu! sagði hann, en ég skildi nú vel, hvað hann átti raunverulega við. aitltvarpiö * Fimmtudagur 2. júní 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 9.25 Morguntónleikar: — (10.00 Veð- Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar 10.10 Veðurfregnir), 12.00—13.15 Hádegisútvarp. 12.50—14.00 ,,A frívaktinni", sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir stjórnar). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir). 16.30 Veðurfregnir. x9.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.35 Tilkynningar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Þrjátíu ára starf íslenzku skóg- ræktarfélaganna; erindi (Snorri Sigurðsson skógfræðingur). 20.55 Einsöngur: Sigurður Björnsson syngur með undirleik Fritz Weiss happels. a) Tvö lög eftir Þórarin Jónsson: „Lóan“ og „Fjólan'*. b) „Bikarinn“ eftir Eyþór Stef- ánsson. c) Þrjú lög eftir Schubert: „Des Mullers Blumen“, „Warum?** og „Mein“. 21.15 „I landvari": Lestur úr nýrri ljóðabók eftir Gísla Olafsson frá Eiríksstöðum (Baldur Pálmason). 21,. 25 Tónleikar: „Leikfangabúðin“ eft- ir Rossini-Respighi. (Hljóm- sveitin Fílharmonía í Lundún- um leikur; Alceo Galliera stj.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „A götunni" eftir Knut Hamsun í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðar- nesi (Valur Gústafsson leikari). 22.25 Sinfónískir tónleikar: „Háry János“, svíta eftir Zoítan Kodály (Sinfóníuhljómsveitin i Minneapolis leikur; Eugene Orm andy stjórnar). 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 3. júní 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Tónleikar: Gamlir og nýir kunn- ingjar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Samtalsþáttur um lax og lax- veiði: Gísli Kristjánsson ritstjórl ræðir við Þorstein Guðmundsson bónda á Skálpastöðum og Ola J. Olason, form. Stangaveiðifélagg Reykjavíkur. 20.55 Kórsöngur: Karlakór Keflavíkur syngur undir stjórn Herberts Hriberscheks. 21.30 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas** eftir Nikos Kazantzakis, í þýð- ingu Þorgeirs Þorgeirssonar; XXI (Erlingur Gíslason leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Auglýst síðar. 22.25 I léttum tón: Lög frá Berlínar- útvarpinu. -23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.