Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. júní 1960 TTtg.: H.f 'Arvakur Reykjavík rramkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson. Ritstjórcir: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar ■ Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. EFTIR ELDHÚSIÐ CTEFNA viðreisnarinnar hefur verið mörkuð. Að framkvæmd hennar verður unnið af ábyrgðartilfinningu og hiklausri festu. Fyrr en varir munu batamerkin koma í ljós í íslenzku efnahagslífi, sem undanfarin ár hefur ver- ið sjúkt og í stöðugri upp- lausn vegna sívaxandi verð- bólgu. Fyrstu batamerkin eru raunar þegar komin í ljós í stórauknum sparifjárinn- lögnum almennings og aukinni trú á íslenzka krónu og grundvöll henn- ar. —■ Þegar þjóðin hefur komið bjargræðisvegum sínum á heilbrigðan grundvöll og skapað jafnvægi í efnahags- lífi sínu, hafa skapazt mögu- leikar fyrir nýjum og glæsi- legum framförum og upp- byggingu í landinu. Raunsæi og ábyrgðartilfinning Segja má að þetta hafi ver- ið kjarni þess boðskapar, sem talsmenn ríkisstjórnarinnar fluttu þjóðinni í eldhúsdags- umræðunum sl. mánudags- og þriðjudagskvöld. Sá boð- skapur byggðist fyrst og fremst á raunsæi, ábyrgðar- tilfinningu og trúnaði við þjóðarhag. Er óhætt að full- yrða að mikill meiri hluti þjóðarinnar hafi skilið þenn- an boðskap og þá brýnu nauðsyn, sem á því er, að sú tilraun sem nú hefur verið gerð til efnahagslegrar við- reisnar í landinu mistakist ekki, heldur nái þeim til- gangi, sem að er stefnt. Stundar fórnir Fjarri fer því að stuðnings- menn og forystumenn núver- andi ríkisstjórnar vilji draga dul á það, að með viðreisnar- ráðstöfunum er krafizt nokk- urra fórna af öllum almenn- ingi í landinu. Gengisbreyt- ingin hefur í för með ser verulega hækkun á verðlagi, sem bitnar að sjálfsögðu á þjóðinni í heild. Ýmiss konar tæki til atvinnureksturs til lands og sjávar verða ali- xniklu dýrari en áður og vaxtahækkunin gerir mönn- um erfiðara um vik að nota lánsfé til margskonar fram- kvæmda og kaupa. En í þess- um ráðstöfunum felst ekkert annað en það, að þjóðin er að viðurkenna staðreyndir, sem eru afleiðingar gálauslegrar efnahagsmálastefnu á síðustu árum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki hikað við að horfast í augu við þær og segja þjóð- inni hreinskilnislega frá þeim. Veikur málflutningur st j órnar andstöðunnar Það verður að segjast að málflutningur ríkisstjórnar- innar og stuðningsmanna hennar bar af í þessum eld- húsdagsumræðum. Málflutn- ingur stjórnarandstöðunnar var hins vegar eins veikur og hugsazt getur. Hún gerði enga tilraun til þess að benda á aðrar leiðir en ríkisstjórnin hefur farið til efnahagslegrar viðreisnar í landinu. Hún reyndi aðeins að rífa það nið- ur, sem xjpp hefur venð byggt. Kommúnistar og Framsóknarmenn vilja ekki einu sinni gefa núverandi ríkisstjórn tækifæri til þess að láta dóm reynslunnar falla um úrræði hennar. Slík stjórnarandstaða hugsar vissulega ekki um þjóðarhag. Hún stjórnast eingöngu af þrengstu flokkshagsmunum. Athafnasamt þing Það þing, sem væntanlega •lýkur störfum á föstudag, hefur verið mjög athafna- samt. Það hefur markað nýja, frjálsiynda og raunhæía stjórnarstefnu. Vandamálin hafa verið tekin föstum tök- um og frumvörp og tillögur lagðar fram um lausn þeirra. Þessar tillögur hafa síðan verið samþykktar, og eru nú að koma til framkvæmda hver af annarri. Hver einasti íslendingur gerði sér það ljóst á síðasta hausti, að við þáverandi ástand í . efnahagsmálum þjóðarinnar varð ekki lengur unað. Hin nýja ríkisstjórn hafði kjark og manndóm til þess að ráðast beint framan að erfiðleikunum, segja þjóð- inni sannleikann um eðli þeirra og fara nýjar og raun- hæfar leiðir til þess að ráða fram úr þeim. Ekkert er við því að segja, þótt allir séu ekki sammála um réttmæti þessara ráðstafana fyrst í stað, en tíminn mun leiða það í ljós, ef ríkisstjór-nin fær frið til þess að framkvæma stefnu sína, að úrræði hennar eru skynsamleg og byggð á full- komnum trúnaði við alþjóð- arhag. UTAN UR HEIMI Er Crabb froskmaður jÍ á lífi í Rússlandi Sá orðrómur hefur nú gosið upp á ný S Á atburður vakti mikla athygli og varð mjög um- ræddur, þegar brezki frosk- maðurinn Lionel Crabb hvaif sporlaust hinn 19. apríl 1956, eftir að hann hafði kafað undir herskipin, sem fluttu rússnesku ríkisleiðtogana Búlganin og Krúsjeff til opin- berrar heimsóknar í Eng- landi. Um það bil ári síðar fannst höfuðlaust lík við Portsmouth. Var úrskurðað með rannsókn, að þar væri um að ræða lík Crabbs frosk- manns. — Þrátt fyrir það hefir öðru hverju síðan kom- ið upp sá kvittur, að Rússum hefði tekizt að taka Crabb til fanga og flytja hann til Sovet ríkjanna — þar . sem hann ynni nú í þjónustu rússneska flotans. — ★ — Nú er nokkuð nýtt komið fram í máli þessu, sem komið hefir róti á hugi manna í Bretlandi. Fyrir helgina lýsti Margaret Crabb, fyrrum eiginkona frosk- mannsins, því fram, að hún hafi þekkt mann sinn aftur á mynd, „Ekkja“ Crabbs hefir þótzt þekkja hann á mynd frá Russlandi — og í skjölum, sem sögð eru frá Rússum komin, er lýst brott- námi hans í apríl 1956......... sem hún sá, af nokkrum sjólið- i um um borð í rússnesku beiti- skipi. — Ég trúi því að þetta j sé Crabb — það er a. m. k. alveg ótrúlega líkt honum, sagði „ekkjan“ • Bók — byggð á rússneskum Ískjölum Útgefandinn Spearmann sendir , nú frá sér nýja bók, þar sem I einnig er fullyrt, að Crabb sé 1 á lífi í Rússlandi og skýrt frá : atvikum í sambandi við brott- nám hans — og hvernig mót- stöðuafl hans hafi verið brotið á bak aftur, svo að hann kaus að bjarga lífi sínu með því að fallast á að starfá fyrir Rússa. Nokkrir vinir Crabbs hafa sent útgefandanum mótmæli vegna bókarinnar — þykir sem þar sé settur blettur á heiður frosk- mannsins, án þess að. nægar j sönnur séu færðar á heimilda- gildi bókarinnar. j Aðalinnihald bókarinnar er þýðing á skjölum, sem sögð eru rússnesk leyniskjöl um Crabb, , og send hafi verið yfirstjórn anir, sem teknar voru á ráðstefnu í Moskvu í ágúsf 1959. f»ar var samþykkt, að rússnesk yfirvöld skyldu senda öðrum kommún- istastjórnum skjöl, sem sýndu, hvernig brjóta mætti niður mót- stöðuafl fanga án þess að beita SD“ hinn 18. apríl, að Lionel Crabb væri kominn til Ports- mouth. — Vakað var yfir hverri hans hreyfingu, og þegar hann kafaði undir hið rússneska beiti- skip, var samstundis gefin við- vörun. Fjórir rússneskir kafarar vörpuðu sér fyrir borð — og náðu Crabb. — Rússneski skip- Lionel Crabb I froskmannsbúningi sinum leynilögreglu alra kommúnista- landa — í samræmi við ákvarð- deyfi- og eiturlyfjum eðá beinu valdi. • Smygluð skjöl Sagt er, að skjölum þessum hafi verið smyglað út úr einu rússnesku leppríkjanna. Höfund- ur bókarinnar er Tékki, fyrrum blaðamaður, sem nú hefir hlotið brezkan ríkisborgararétt og hef- ir tekið upp nafnið Hutton. Ekki er þess nánar getið, hvaðan um- rædd skjöl eru komin, en þýð- ingin, sem komst í hendur Hutt- ons, var á þýzku, svo að ekki er ólíklegt, að hún sé frá Aust- ur-Þýzkalandi komin. Höfundur getur þess að sér sé kunnugt um að slíkum „pappírum" sé smygl- að út úr hinum kommúniska heimi af fólki, sem daglega leggi líf sitf í mikla hættu. • Crabb handsamaður Rússnesku skjölin hefjast á til- kynningu frá G. F. Stiepanov, skipherra á beitiskipinu „Ordz- .honikidze", þess efnis, að „Agent 02 SD, Portsmouth-strönd“ hafi gefið í skyn, að bandaríska leyni þjónustan vildi freista þess að framkvæma nákvæma rannsókn á rússnesku herskipunum, þar sem þau lágu. Brezku flotayfir- völdunum væri kunnugt um þetta, en vildu ekki blanda sér í málið þar sem þau hefðu fengið fyrirheit um að fá hlut- deild í þeim upplýsingum, sem kynnu að nást. — Samkvæmt skjölunum tilkynnti „Agent 02 hedrann fékk dulmálsskeyti, þar sem honum var fyrirskipað að halda Crabb sem fanga Skyldi hai.n svæfður og látinn liggja í sjúkradeild skipsins — með bund ið fyrir augun, í öryggisskyni — ef gerð yrði gangskör að því að leita hans. • Mótstöðuaflið brotið á bak aftur Þegar heimsókn Búlganins og Krúsjeff var lokið, sigidi beiti- skipið síðan heim á leið — með Crabb innanborðs. Úti á rúm- sjó kom þyrilvængja til þess að sækja hann, og var hann nú fyrst fluttur til Stettin í Póllandi, en þaðan til miðstöðvar leyniþjón- ustu rússneska flotans í Khimkij. — Við yfirheyrslur, sem fram fóru, neitaði Crabb því í fyrstu a. m. k., að hann hefði starfað fyrir bandarísku leyniþjón- ustuna. Síðan er áfram skýrt frá hvernig Crabb varð sjúkur mað- ur á sál • og líkama og glataði mótstöðuafli sínu. • Levlvovich Korablov — Lionel Crabb Loks var honum gefinn kost- ur á að velja milli þess að verða dæmdur sem njósnari — eða tak- ast á hendur starf hjá rússneska' flotanum sem froskmaður. Hann valdi síðari kostinn. — í annarri skýrslu er síðan greint frá því, hvernig lík var látið liggja nær eitt ár í vatni, en kafbátur, sem Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.