Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 2. júní 1960 MORCUHBT AÐIÐ 17 Magnús Jónsson forstjóri — minning Nýtt Helgaíell kontið út Blásarakvintett frá Fíladelfíu leikur hér X GÆR KOM hingað til lands á vegum Tónlistartelagsins hmn kunni Blásarakvintett írá Fíladeilfíu í Bandaríkjunum, og rrun hann halda hér tvenna tón- leika fyrir styrktarmeðlimi Tón- listarfélagsins, þá fyrstu í gær- kvöldi (miðvikudag), en þá síðar1 í kvöld. Báðir tónleikarn- ir eru haldnir í Austurbæjar- bíói og hefjast kl. 7 síðdegis. Þá mun kvintettinn halda þriðju tónleikana á föstudagskvöldið íyrir Kammermúsikklúbbinn í Reykjavík. Þetta er í annað skiptið að þessi blásarakvintetf kemur til tónleikahalds hér á landi. í fyrra skiptið kom hann um haustið 1954 og hélt þá einnig tvenna tónleika fyrir styrktarmeðlimi Tónlistarfélagsins. Er hann talinn standa einna fremst í flokki þeirra blásarakvintetta, sem starf andi eru í Vesturheimi og flutn- ingur hans á kammermúsik þyk- ir frábær. Hljóðfæraleikarar þeir, sem skipa þennan blásarakvintett, eru allir meðlimir í sinfóníuhljóm- sveitinni í Fíladelfíu, sem kunn er um allan heim, en jafnframt eru þeir, hver í sinni grein, próf- essorar við Curtis tónlistarskól- ann i Fíladelfíu. Þegar Blásarakvintettinn frá Fíladelfíu kom hingað árið 1954 lék William Kincaid á flautu í kvintettinum en hann er einn kunnasti flautuleikari í Ameríku. Hann hefur nú látið af störfum fyrir aldurs sakir, og við hlut- verki hans hefur tekið Robert Cole. Aðrir meðlimir, kvintetts- ins eru þessir: Mason Jones, horn; Sol Schoenback, fagott; Anthony Gigliotti, klarinett og Wayne Rasper, óbó. * NÝLEGA er komið út hefti af Nýju Helgafelli. Það er stórt hefti og all fjölbreytt að efni. Stærstu greinarnar í því eru samtalsþætt ir við Svavar Guðnason listmál- ara sem Matthías Johannessen færði í letur, grein um erfða- fræði eftir Sturlu Friðriksson og grein eftir Sigurð Líndal um Stjórnarbótarmál íslendinga á Þingvallafundinum 1873. Samtalið við Svavar Guðnason nær yfir langt tímabil, en er að- allega skráð í sambandi við fimm tugsafmæli listamannsins og koma ýmsar persónur inn í það, m.a. dvelst Kjarval á sviðinu um sinn. En til frágangs á samtalinu er sérlega vandað, þar sem því fylgja vandaðar litprentanir á málverkum Svavars. Greinin um Þingvallafundinn 1873 er byggð að miklu leyti á fundargerðum frá honum sem ný- lega komu í leitirnar úr fórum Jóns Guðmundssonar ritstjóra. Hafa lengi verið skiptar skoðanir um hvað gerðist á honum, enda voru fundargerðir taldar glatað- ar. En á honum var haldið harð- ar og ákveðnar fram en nokkru sinni fyrr sjálfstæðiskröfum ís- lands og samið frumvarp að stjórnarskrá fyrir landið, þar sem gert var ráð fyrir að einu tengslin við Dani yrðu konungs- samband. Meðal annars efnis í Nýju Helgafelli má nefna smásöguna „Jónas eða listamaðurinn við vinnu sína“, eftir Albert Camus, greinina „Ofskipulagning" eftir Aldous Huxley. Eitt ljóð er í rit- inu: „Á gaukstíð“ eftir Þorstein Yaldimarsson og loks allmargir þættir um bókmenntir og li=t.ir. Nær 400 börn í Siglufjarðar- skóla SIGLUFIRÐI, 24. mai. — Barna- skóla Siglufjarðar var sagt upp 21. maí sl. í Siglufjarðarkirkju. Haustskóli byrjaði 14. september, en aðalskólinn 1. október. Skóla- dagar voru 182 hjá yngstu bekkj- unum, en 168 hjá þeim eldri. —- Alls sóttu skólann 385 börn, en 4 börn fengu kennslu utan skóla. Skólinn starfaði í 16 bekkjar- deildum með 12 föstum kennur- um og 4 stundarkennurum. 68 börn luku prófi frá skólan- um og þar af fengu 7 yfir 9 í aðaleinkunn. Hæsta einkunn við skólann hlaut Ingi Gunnlaugsson, 9,5. Heilsufar var ágætt í skólan- um og fjarvistardagar fáir. Skóla- stjóri er Hlöðver Sigurðsson. Eru LÍF og BRUNATRYGGINGAR yðar nægilega háar? e£ svo er ekki, þá vinsam- lega snúið yður til umboðsmanna, vorra, eða skrifstofunnar, Lækjargötu 2, sími 1-3171. Vátryggingaskrifstofa Sigfusar Sighvatssonar hf. Hótel Garður rekinn af stúdentum í sumar UM MÁNAÐAMÓTIN tekur til starfa sumargistihús á stúdentagörðunum — Hótel Garður — og munu stúdentar nú í fyrsta sinn annast rekst- ur þess sjálfir. Bætt úr brýnni þörf munu gestir eiga kost á að fá eitthvað matarkyns allan sólar- hringinn, en það mun vera ný- mæli á hótelum hér. Það er von stúdenta, að þessi hótelrekstur megi iakast vel — svo að eigi líði á löngu áður en fært verður að leggja út í bygg- ingu nýs stúdentagarðs. VEÐURBRIGÐI eru oft snögg, og eins er með líf okkar mannanna, sá sem er frískur og glaður í dag, getur verið liðið lík á morgun. Og þannig var það með Magnús Jónsson, en það skeði aðeins á nokkrum sekúndum. Han lézt á heimili sínu, Bú- staðarvegi 97, þann 24. maí. Bana mein hans mun hafa verið hjarta- bilun. Magnús er fæddur í Fljóts- dal, en fluttist þaðan til Reykja- víkur 7 ára gamall og hefur átt þar heima síðan. Hann var fædd- ur 15. september 1911, og var því tæplega 49 ára, er hann lézt. Magnús ólst upp hjá móður- systur sinni Sveinbjörgu Sveins- dóttur, sem gekk honum í móð- ur stað, og ól önn fyrir honum af ástríki og móðurblíðu Hann þekkti ekki aðra móður en Svein- björgu, því móðir hans iézt um sama leyti og hann fæddist. Um tvítugs aldur kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Hrefnu Þórðardóttur, sem reynd- ist manni sínum hinn trausti og góði förunautur öll þeirra búskap arár. Um 20 ár bjuggu þau í aðal- stræti 16. Þau hjónin eignuðust fjögur Stúdentagarðarnir hafa um ára bil verið reknir sem hótel á sumr- um — frá byrjun júní til sept- emberloka — en þann tíma hefur ferðamannastraumurinn verið mestur. Með þessu hefur tekizt að ráða mikilsverða bót á því vandamáli sem gistihúsaskortur inn hér er um sumartímann, þeg- ar erlendir ferðamenn flykkjast hingað víða að úr veröldinni. Stærsta hótel landsins Hótel Garður hefur upp á að bjóða fleiri gistiherbergi en nokk urt annað hótel hér á landi, þ. e. 40 á Gamla Garði og 50 á Nýja Garði, eða 90 herbergi alls. Eru herbergin bæði vistleg og vel búin húsgögnum. Þar að auki eru svo á báðum stúdentagörð- unum rúmgóðar setustofur og fleiri húsakynni fyrir hótel- gesti. börn, eina stúlku og þrjá drengi. Fyrsta barnið misstu þau um árs gamalt, hin heita Margrét, og er hún giff Hauk Guðmundssyni bifreiðarstjóra, starfsmanni hjá Eimskip. Karl Lúðvík, sem er að verða vélstjóri, og Magnus Hrafn 13 ára. Þeir sem fátækir fæðast í þenn an heim, verða snemma að leggja út í baráttuna við lífið. Um 13 ára aldur fór Magnús að vinna fyrir sér, og réðist hann þá sem sendisveinn til Heild- verzlunar L. Andersen. Það má segja, að sá sem er trúr yfir litlu mun verða settur yfir stærra, og var það með Magnús svo, þar eð hann skipti aldrei um vinnustað. I 36 ár; starfaði hann við fyrirtækið L. Andersen, fyrst sem sendisveinn, síðan sem aðstoðarmaður, og svo sem fulltrúi og síðustu árin sem meðeigandi og forstjóri. Það má segja, að þeir sem ekki ganga mentaveginn, eiga örðugra með að leysa úr verkefni síns daglega lífs, ekki sízt þegar um verzlunarstörf er að ræða, en það mun ekki hafa háð Magnúsi að neinu verulegu leyti að ganga ekki menntabrautina, því að hann menntaðist í starfi sínu, sem einkenndist af ná- kvæmni í öllu reikningshaldi, ’ skyldurækni og að töluð orð stæðu eins og starfir á DÓk, það var hans aðalsmerki. I daglegri umgengni var hann viðmótsþjáll og orðlipur, og not- aði aldrei stóryrði, þó um mein- ingarmun væri að ræða, en hélt með lipurð á sínu máli. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á heimili þeirra hjóna, því þaðan á ég og aðrir þeirra vinir og kunningjar margar ánægju og gleðistundir, því heimilið var svo heimilislegt, við- feldið og gestrisnin svo hlý. Nú erf þú horfinn vinur af brauf hins erilssama lífs, og þú getur kvatt kinnroðalaust í sátt við allt og allá. Ég þakka sambylgdina bæði í sorg og gleði. Ég votta öllum ástvinum hans samúð mína og bið Guð að blessa hann og varðveita. Þorkell Einarsson Hótelrekstur stúdenta erlendis til fyrirmyndar Eins og að var vikið, er það í fyrsta skipti nú, sem stúdentar sjálfir annast rekstur hótelsins. Slíkur hótelrekstur stúdenta er algengur á hinum Norðurlönd- unum og hefur þótt vera til mik illar fyrirmyndar, t. d. rekstur dönsku stúdentagarðanna Eg- mont og Solbakken í Kaup- mannahöfn. Stúdentaráð Há- skóla íslands hefur því undan- farin ár stefnt að því, að taka ireksturinn í eigin hendur og hefur þeim áfanga nú verið náð. Stefnt að byggingu nýs stúdentagarðs Markmið stúdenta með þessu er fyrst og fremst það, að afla tekna, svo að unnt verði að greiða þær skuldir, sem á görð- unum hvíla og ryðja þannig brautina að byggingu nýr stú- dentagarðs. Jafnframt er svo stefnt að því að bæta nokkuð aðstöðu þeirra stúdenta, sem á görðunum búa á veturna. Kostað kapps um góða þjónustu Stúdentum er vel ljóst, að mikið veltur á því, hversu til tekst þegar fyrsta sumar, sem þeir annast reksturinn sjálfir. Þeir munu því kosta kapps um, að þjónusta öll og aðhlynning verði svo sem bezt má verða og reksturinn til sóma. Starfsfólk hótelsins verður að verulegu leyti stúdentar, og hefur Hörð- ur Sigurgeirsson, stud. oecon., sem verið hefur fastur starfs- maður stúdentaráðs undaníarið ár, verið ráðinn hótelstjóri. Hef ur hann m. a. kynnt sér rekstur stúdentahótelanna í Danmörku. — Svo vel hefur tekizt til, að hinn kunni veitingamaður Tryggvi Þorfinnsson mun hafa með höndum matargerð alla og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.