Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ FímmturTagur 2. Túní 1960 Átta þingsályktanir samþykktar í gær ATJÁN þingsályktunartillög- ur voru meðal 20 mála á dag- skrá Sameinaðs Alþingis í gær, og voru allmargar þeirra afgreiddar til fullnustu. I upphafi fundarins gat þing- forseti, Sigurður Ágústsson, þess, að gefnu tilefni, að mjög marg- ar fleiri þingsályktunartillögur biðu afgreiðslu, en ekki hefði verið rúm fyrir fleiri á dag- skránni. Þingsályktunartillögur þær, sem samþykktar voru, eru svo- hljóðandi: 1. Nauðungarvinna. — „Al- þingi ályktar að veita ríkis- stjórninni heimild til þess fyrir íslandg hönd að fullgilda sam- þykkt nr. 105 um afnám nauð- ungarvinnu, sem gerð var á fertugasta þingi Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar í Genf 25. júní 1957, eins og hún liggur fyrir á fylgisskjalinu, sem prent- að er með ályktun þessari." Allsherjarnefnd hafði haft til- löguna til athugunar og lagði einróma til, að hún yrði sam- þykkt. Framsögumaður nefndar- innar var Benedikt Gröndal, og tóku ekki fleiri til máls. Tillagan var samþykkt samhljóða. 2. Tæknimenntun. — „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara athugun á því, með hverjum hætti sé hægt að auka tæknikennslu í skólum landsins og að öðru leyti mögu- leika á því að auka tæknimennl- un þjóðarinnar." Þessi tiliaga var flutt af Ein- ari Sigurðssyni og hafði allsherj- arnefnd fjallað um hana. Sig- urður Bjarnason, framsögumað- ur nefndarinnar, skýrði frá því að nefndin mælti eindregið með því að Alþingi samþykki tillög- una með lítilsháttar breytingu, og var það gert einum rómi. 3. Starfsfræðsla. — „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að beita sér fyrir þvi, að starfs- fræðsla verði upp tekin í skól- um landsins." Flutningsmenn tillögunnar voru þeir Sigurður Bjarnason og Magnús Jónsson, og var sá fyrr- nefndi einnig framsögumaður allsherjarnefndar í málinu. — Lagði nefndin einróma til að ályktun þessi yrði gerð og sam- þykkti þingheimur það sam- hljóða. 4: Skógrækt. — „Alþingi álykt- ar að fela ríkisstjórninni að láta fyrir næsta reglulegt Aiþingi undirbúa áætlun um fram- kvæmdir í skógrækt næstu fimm ár, miðaða við það fjármagn, er ríkisstjórnin telur auðið að verja til skógræktar á þessu tímabili. Tillagan var flutt af fjárveit- inganefnd og mælti Magnús Jónsson fyrir henni. Hún var samþykkt samhljóða. 5. Flugsamgöngur. — „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að leitast við að fá fullnægjandi upplýsingar um það þegar á þessu ári, hvort De Havilland- flugvélar, sem framleiddar hafa verið í Kanada á undanförnum árum, henti Islendingum til inn- anlandsflugs betur en aðrar flug- vélar, m. a. hvort þær geti orð- ið til almennari nota og spar- að fjármagn í byggingu flug- valla.“ Allsherjarnefnd gerði tillögu um smávægilega orðalagsbreyt- ingu, og mælti Gísli Guðmunds- son fyrir áliti nefndarinnar. Var breytingin samþykkt og síðan til- lagan, sem flutt var af Sigurvini Einarssyni. 6. Samstarfsnefndir Iaunþega og vinnuveitenda. — „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninm í samráði við félög launþega og vinnuveitenda að hefja nú þeg- ar rannsókn. á og gera tillögur um, hvort finna megi starfsgrund völl fyrir samstarfsnefndir laun- þega og vinnuveitenda innan einstakra fyrirtækja.“ Það var Pétur Sigurðsson, sem flutt hafði tillögu um ályktun' þessa. Mælti meiri hluti alls- herjamefndar með henni, auk þess sem hann lagði til að mál- ið yrði undirbúið í samráði við þá aðila, sem getið er um að of- an. Á fundinum í gær tók Eðvarð Sigurðsson einnig til máls og mælti gegn tillögunni. Hún var síðan samþykkt með 35 atkv. gegn 6. 7. Leit að rækjumiðum. — „A1 þingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að hlutast til um að svo fljótt sem auðið er verði gerð leit að rækjumiðum fyrir Aust- urlandi, Norðurlandi og á öðrum þeim hafsvæðum umhverfis land Mikíl aSsókn að „Einu lauii“ HIN VINSÆLA revía „Eitt lauf“ hefur nú verið sýnd 24 sinnum fyrir fullu húsi. Vegna sumar- leyfa verður aðeins hægt að hafa nokkrar sýningar í viðbót á þess- ari vinsælu revíu. Eins og kunn- ugt er orðið, þá er þarna á ferð- inni ein bezta skemmtan, sem fólki hefur verið gefin kostur á um árabil. Leikarana Harald Á.. Sigurðsson, Karl Guðmundsson, Steinunni Bjarnadóttir, Þóru Friðriksdóttur og Gunnar Eyj- ólfsson þarf ekki að kynna, en flestum ber saman um að sjald- an eða aldrei hafi þeim tekizt betur upp en í þessari revíu. — Eyþór Þorláksson gítarleikari leikur spænsk lög og ungt fólk syngur og dansar vinsæla og þekkta dansa. Næstu sýningar á Einu laufi er í kvöld kl. 8 og annað kvöld kl. 8,30. ið, þar sem ætla má, að rækju sé að finna“. Þingsályktunartillaga um þetta efni var fyrst flutt af þingmönn- um Austurlands og fjallaði þá eingöngu um leit að rækjumið- um fyrir Austurlandi. Að tillögu Jónasar G. Rafnars var svo Norð urlandi bætt inn í ályktunina.auk þess lagði fjárveitinganefnd til að lítilsháttar orðalagsbreyting yrði gerð. Við lokaumræðu um tillögupa í' gær tóku til máls þeir Magnús Jónsson, sem var framsögumaður nefndar, og Ey- steinn Jónsson. Síðan var tillag- an samþykkt samhljóða í ofan- greindri mynd. 8. Steinsteypt ker til hafna- bygginga. — „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram athugun á því, hvort hag- kvæmt sé að hefja framleiðslu á steinsteyptum kerjum til hafn- argerða á einum eða fleiri stöð- um á landinu. Verði aðstaðan á Akranesi sérstaklega athuguð í því sambandi”. Jón Árnason og nokkrir fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins fluttu tillöguna, sem í gær var endanlega samþykkt, með smá- vægilegri breytingu frá fjárhn. Auk ofangreindra tillagna, er samþykktar voru á fundi Sam- einaðs þings í gær, komu nokkr- ar fleiri þingsályktunartillögur til umræðna, en voru ekki endan lega afgreiddar, nema tillaga frá Daníel Ágústínussyni um sjálf- virka símstöð á Akranesi, sem samþykkt var samhljóða að vísa frá, þar eð sú framkvæmd hefði verið ákveðin um síðustu ára- mót og efni þegar pantað. ovenju snemma Nú er farið að undirbúa sumarferðirnar. Öræfaferðir hafa færzt mjög í aukana und anfarin sumur. Óg er nú hægt að hefja þær fyrr að vorinu en venjulega vegna góðrar tíðar. Velvakanda er t. d. kunnugt um að fyrir hálfum mánuði var snjór að mestu horfinn af vikrunum og úr hraununum sunnan Köldu- kvíslar. Um hraunin og vikr- ana verður strax sæmilega greiðfært, þegar snjóa leysir, t. d. inn í Tungnaárbotna, en mjög erfitt að koma bifreiðum áfram fyrst í stað eftir að snjóa hefur tekið upp. Þar eru illar festur, þegar klakaslit er, því jarðvegur er víða móeðju blandinn. Leiðin inn á Kjöl frá Gullfossi og upp á Bláfells háls er einnig viðsjálverð með an klaki er að fara úr jörðu. En því tímabili virðist ætla að ljúka óvenjusnemma nú. • Hætta vegna ókunnugleika Undanfarin ár hafa hinir frægu öræfabilstjórar brotizt eftir nýjum leiðum yfir há- lendið á sterkum bílum og opn að þær sem vinsælar ferða- mannaleiðir — svo vinsælar að þeim sem lítið þekkja til hættir til að halda að leiðir þessar séu hverjum bíl færar og hverjum ferðamanni. — Þeir gera sér ekki grein fyrir að ekkert vit er í að leggja í sum af fljótunum, sem eru aðalfarartálmarnir nema tveir bílar séu í samfloti og annar útbúinn spili, og að með í ferð inni sé maður þaulkunnugur ánni og vaðinu og sem getur sinnx. Velvakandi átti um daginn tal um þá hættu, sem af þessu stafar, við forráðamenn hjá Ferðafélagi íslands, og töldu þeir fulla ástæðu til að komið væri á framfæri aðvörunum til fólks, þar sem umferðin á öræfaleiðum hefur farið vax- andi með ári hverju, og satt að segja stundum guðsmildi að ekki skuli hafa farið illa fyrir ferðalöngum vegna ó- kunnugleika á ám og glanna skapar sem afleiðing af því. Fengum við í því sambandi nokkrar upplýsingar hjá Sig- urjóni Rist, vatnsmælinga- manni. • Hættulegir steinar Á leið, sem nú er mikið far- in, eru t. d. tvær ár varhuga- verðar, Tungnaá og Kalda- kvísl, sem eru farartálmar á Sprengisandsleiðinni, eða þeg ar farið er frá Galtalæk á Landi að Mýri í Bárðardal. Er því ágætt að taka þær sem dæmi. Síðastliðið ár var hæðar- kvarði við Hófsvað á Tungnaá og er þar einnig nú. Þegar FERDINAND álestur á kvarðann er 100 er meðalsumarvatn í Tungnaá. En þegar álestur er aðeins 110, verður áin ekki farin nema af þaulkunnugum, því þá mótar ekki fyrir vaðinu í aðalálnum. Þótt Tungnaá sé mikið vatnsfall, er Kaldakvísl hættu legri. I Tungnaá er fastur botn (hraun) en malarbotn ótraust- ur í Köldukvísl á Illugavers- svæði, þar sem farið er yfir. Framan í bakkanum við norð- urlandið er stór steinn, þar sem komið er upp úr aðal- álnum, þegar haldið er norð- ur. Við háa vatnsstöðu mótar ekkert fyrir honum. Enginn bíll, sem notaður er nú á ör- æfaleiðum hér, mun komast yfir hann hvorki af sjálfsdáð- um né vera dreginn yfir hann. ’Síðastliðið sumar var farið ýmist ofan við'hann eða neð- an. Ferðamannahópur á veg- um Ferðafélagsins fór sl. sum ar yfir Köldukvísl þegar vöxt ur var í vatni og steinninn sást ekki. í það sinn tókst að komast klakklaust yfir án þess að ljóst væri hvar steixnn- inn var og er ekki enn full- ljóst, hvort farið var ofan við hann eða neðan. Af þessu var forráðamönn- um Ferðafélagsins ljós sú hætta sem þarna er, því ein- mitt þegar áin er sem mest er farið yfir hana án þess að staðsetja þessa hættulegu hindrun. Þáð er nær sama hvenær á sólarhringnum farið er yfir Tungnaá á Hófsvaði, en á sumrin tekur Kaldakvísl stöðugum dagssveiflum og er alveg ófær stundum. — Um mánaðamótin júlí ágúst nær Kaldakvísl hámarki við Illuga versvað kl. 3 (íslenzkur mið- tími, kl. 4 samkv. sumartíma) en verður minnst kl. 18, þ. e. a. s. hún er 9 tíma að vaxa en minnkar svo aftur á 15 tímum. Af þessum dæmum sést, að ekkert vit er að leggja í að fara yfir slíkar ár nema með mönnum, sem eru þaulkunn- ugir staðháttum við ána og með allan útbúnað til að bjarga bílnum úr henni, ef hann af einhverjum ástæðum sanzar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.