Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 2
2 MORCUl\niAÐ1Ð Fimmfudagur 2. júní 1960 Sveitarfélag klofnar iregna óeiningar um félagsheimilisbyggingu KJALNESBÆNDUR, austan svo nefndra Kleifa, hafa farið þess á leit að austur hluti Kjalnes- hrepps verði gerður að sjálfstæðu sveitafélagi eða öðru hreppsfé- lagi. Hefur þetta mál verið þrjú ár á döfinni, en það sem veldur þessum klofningi Kjalnesbúa, er fyrirhugað félagsheimili hrepps- ins. Árið 1957 skaut hugmynd um byggingu félagsheimilis Kjalar- nesþrepps upp kollinum þar í sveitinni, og á almennum hrepps fundi um málið í maímánuði 1957, var samþykkt ályktun varð andi félagsheimilisbyggingu fyr ir sveitina. Jafnframt félagsheim ilisbyggingunni skyldi lögð áherzla á að þar yrðu skilyrði til íþróttaiðkana og gera þar leikvang. Næst gerðist það, að 1958 var aftur haldinn fundur um málið. I>á var gerð grein fyrir því, að hjónin í Kollafirði hefðu ákveð- ið að gefa allstóra spildu í Kolla fjarðarlandi undir félagsheimili og leikvang. Jafnframt var til- kynnt að Reginn hf., gæfi hreppn um kost á jarðhita, til heimilis- ins. Á þessum fundi voru menn skiptir varðandi afstöðuna til- staðarvals fyrir félagsheimilið, þrátt fyrir þá möguleika, sem skapaðir voru félagsheimilinu og leikvangi þess, m. a. með tilboð- inu um jarðhitann. Var gengið til atkvæða á fundinum um staðar- val, en um það voru fundarmenn eigi á eitt sáttir. Hinn staðurinn sem haldið var fram var Klé- berg, þar sem barnaskólinn stendur. I>ar er enginn jarðhiti. Meiri hluti fundarmanna studdu Klébergshugmyndina. En málið var ekki úr sögunni með þessari fundarsamþykkt. — Fenginn var verkfræðingur til að athuga staðarval fyrir félags- heimilið. Hann mun hafa talið hagkvæmara að reisa félagsheim ilið í landi Kollafjarðar, vegna jarðhitans, en á Klébergi. Trún aðarmaður ríkisins í málefnum félagsheimila, vildi ekki styðja Kollafjarðarlandið, þrátt fyrir jarðhitann. Lagði hann til með meirihluta byggingarnefndar heimilisins að það yrði reist á Klébergi. Þgar hér var komið, skrifuðu Kjalnesingar austan Kleifa bréf jyndið 200 metrana Dolindu Tanner DOLINDA Tanner, ung svissnesk listakona, sýnir um þessar mund- ir veggteppi úr iopa í „Mokka“ á Skólavörðustíg. Hún hefur Dagskrá Alþingis DAGSKRÁ á fundum Alþingis í dag kl. 13:30 er sem hér segir: Efri deíld: — 1 Efnahagsmál, írv. — 3. umr. — 2. Útsvör, frv. — 2. umr — 3. Háskóli íslands, frv. — 2. umr. Ef leyft verður. Neðri deild: — 1. Ríkisreikn- ingurinn 1957, frv. — 2. umr. — 2. Verðlagsmál, frv. — Ein umr. Ef leyft verður. — 3. Búnaðar- banki íslands, frv. — 2. umr. til hreppsnefndarinnar og var varað við því að hefja félags- heimilisbygginguna að Klébergi, vegna hins alvarlega ágreinings. Slíkt gæti haft meiri afleiðingar fyrir sveitarfélagið í heild. Hr^ppsnefndin tók þetta tilskrif ekki alvarlega. Haustið 1959, til- kynntu bændur austan Kleifa hreppsnefndinni að þeir óskuðu að segja sig úr sveitarfélaginu við hreppsbúa vestan Kleifa. Það mun vera sjónarmið bænd anna austan Kleifa að byggja eigi félagsheimili þar sem jarðhiti er, á þem stað sé hægt að skapa bezt skilyrði til hvers konar íþrótta- iðkana fyrir æskufólkið í hreppn um. Þeir benda á, að jarðhitinn i í landi Kollafjarðar sé það, sem ráði úrslitum í þessu máli. Ronn stjórnlnus niðnr Hveriis- götu i KLUKKAN tæplega átta í gærkvöldi rann svört Vaux- hall-bifreið, sem bílstjórinn hafði brugðið sér frá, stjórn- laus niður Hverfisgötuna. í bifreiðinni voru kona og tvö börn, en henni tókst ekki að komast undir stýrið. Er bifreiðin kom neðst í brekkuna, gat konan náð í stýrið og sveigt bílinn til vinstri inn á Lækjartorgið meðfram garðinum við Stjórn arráðshúsið, en hann hélt á- fram að beygja, rann upp á gangstétt og rakst á annan hliðarstólpann, sem brast. Bif reiðin skemmdist mikið að framan, en engin slys munu hafa orðið á fólki. sýnir veggleppi stundað nám við menntaskóla í Arau og við m. ndlistarskólana í Ziirich og Genf. Var hún ein af fjórum iistamönnum, sem stóðu að fyrirtækinu Laugarnesleir. 'Síðan árið 1952 hefur hún rek- ið eigin keramikgerð í Lugano í Sviss. Þegar hún dvaldist hér á landi í fyrravetur kynntist hún vegg- teppagerð hjá Barböru Árnason og þegar hún kom heim til Lu- gano um vorið 1959 byrjaði hún að gera veggteppi úr islenzkum lopa, sem hún telur betra hrá- efni en aðra ull, sem völ er á. Flest verk hennar, sem nú eru til sýnis, eru eingöngu unnin í ís- lenzkum sauðalitum. Peter Kidson Saltfiskframleiðslan 23,000 t. 1. maí AÐALFUNDUR Sölusambands íslenzkra fiskframléiðenda var haldinn í Reykjavík 30. þ. m. Formaður félagsstjórnar, Ric- hard Thors, skýrði frá aflabrögð- um, sölu og útflutningi saltfisks frá áramótum og til fundardags. Gat hann þess, að saltfiskfram- leiðsla landsmanna hefði numið um 23.000 tonnum þann 1. maí, og var mestallur sá fiskur þegar seldur, og ætti afskipunum á honum að vera lokið í júnímán- uði, að undanskildum þeim fiski, sem haldið væri eftir til verk- unar í landinu. Þá gat formaður þess einnig, að mikið vantaði á, að nægur saltfiskur væri fyrir <®---------------------------------- hendi, til þess að unnt værí að fullnægja eftirspurn frá mark- aðslöndunum. Andmælir árásum Eftirfarandi tillaga Jóhanns Þ. Jósefssonar, fyrrv. alþingism., hlaut einróma samþykki fundar- manna: — Aðalfundur S. í. F., haldinn i Reykjavík, 30. maí 1960, and- mælir eindregið og átelur ómak- legar árásir nokkurra blaða á starfsemi Sölusambandsins og telur, að þeir, sem að slíkum söguburði og árásum standa, vinni óþarft verk og skaðlegt öll- um þeim er að saltfiskframleiðsl- unni standa.“ Peter Kidson á förum EINN þeirra, sem mun standa við borðstokkinn á Gullfossi og veifs hatti sínum, þegar skipið leggur næst úr höfn á leið til Bretlands og Danmerkur, verð- ur Peter Kidson, annar ritari brezka sendiráðsins hér. Það er að vísu engin nýlunda, að er- lendur sendimaður haldi heim- leiðis héðan, því þeir eru sjaldn ast um kyrrt á hverjum stað lengur en 2—4 ár í senn. En fáir erlendir sendimenn hafa lært íslenzkuna betur og kynnzt landinu jafnvel og Kid- son, sem hér hefur starfað und- anfarin fjögur ár. Að vísu er þetta ekki fyrsta íslandsferð Kidsons. Hann var hér á styrjaldarárunum með brezka hernuu, árin 1940—43, og lærði íslenzkuna þá allvel. I hettiusótt á Raufarhöfn — Frá fyrri fslandsdvöl minni er mér minnistæðust dvölin á Raufarhöfn, sagði Kidson, er fréttamaður Mbl. hafði tal af honum á dögunum. Þá lá ég í hettusótt, um hávetur, í kaldr- analegum bragga, þarna fyrir norðan. Mér leið ekki vel, mér fannst einmannalegt á Raufar- höfn. Við vorum fáir Bretarnir — og svo var eins og fólkið á Raufarhöfn leggðist í híði í svart asta skammdeginu. Það sást varla lifandi sála utan dyra, enda fannst mér þá sem ég væri kominn langleiðina norður að heimskauti. — En þetta breyttist, þegar ég kynntist landinu og fólkinu betur og ég kunni lífinu vel hér. Saknar Sundlauganna mest — í stríðslokin og eftir stríðið fór ég víða, fyrst í hernum, síð- ar starfsmaður utanríkisþjónust- unnar. Ég hef dvalizt í allflest- um löndum Evrópu, m. a. Rúss- landi, síðar í HongKong og Jap- an. Og mér þótti skemmtilegt að koma hingað öðru sinni, sum arið 1956. Ég hef eignazt hér marga góða kunningja og það er margs að sakna, þegar ég fer. — En það, sem ég sakna þó einna mest, eru Sundlaugarnar. Þær hef ég sótt nær daglega og mér fer að líða illa, ef ég kem því ekki við að fara í Laugarnar í 2—3 daga. Það hefur góð áhrif bæði á sál og líkama að fara AUiance Francaise ALLIANCE Francaise heldur skemmtifund í kvöld, fimmtu- dag, kl. 20.30 í Þjóðleikhúskjall- aranum. Er vandað til skemmtiatriða. Ungfrú Madelenie Gagnaire, sendikennari við Háskólann leik- ur „La Vie humaine“ eftir Jean Cocteau.' Einnig mun Pólyfónkór inn syngja nokkur frönsk og ítölsk lög undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. inneftir og busla í vatninu, seg- ir Kidson, Hann talar íslenzkuna vel, svipað og gamall Vestur-íslend- ingur. En auk íslenzkunnar talar hann rússnesku, þýzku, sænsku, ítölsku og frönsku, því hann hefur víða farið. Hefur „sigrað“ marga tinda — Ég fer með góðar minning- ar frá íslandi, heldur hann áfram, enda þótt deilurnar síð- ustu árin hafi verið leiðinlegar. Það *er aldrei gaman að standa í deilum, en ég hef aldrei orðið fyrir neinum persónulegum óþægindum vegna þeirra. — Sjálfur er ég ekki veiði- maður, en ég hef ánægju af að klífa fjöll og hér hef ég „sigr- að“ márga tinda, klifið Tinda- fjallajökul, Langjökul, Kerl- ingafjöll, Öskju, mörg há fjöll á Vestfjörðum, í Öræfasveit og víðar — og svo hef ég þrisvar farið með strandferðaskipum umhverfis landið. — Þegar ég kem heim ætla ég að taka mér stutt frí og til til- breytingar að fara suður að Mið jarðarhafi, busla í sjónum og borða mikið af grænmeti og ávöxtum. — Enda þótt hugurinn girnist imargt suður í löndum finnst mér alltaf að ég missi eitthvað af sjálfum mér, þegar ég tek mig upp og kveð það umhverfi, sem ég hef vanizt og fellt mig við. Og á kveðjustundu vil ég óska íslandi alls góðs í framtíðinni. Fulltrúanefnd í fulltrúanefnd saltfisksölu- mála — en sú nefnd starfaði einnig sl. ár — voru kosnir eftir- taldir menn fyrir næsta starfs- tímabil: Arsæll Sveinsson, Vestmanna- eyjum, Víglundur Jónsson, Ólafs vík, Margeir Jónsson, Keflaöík, Vilhjálmur Árnason, Reykjavík, Egill Júlíusson, Dalavík, Þor- steinn Arnalds, Reykjavik, Guð- finnur Einarsson, Grindavík, Kristján Einarsson og Helgi Þór- arinsson, framkvæmdastjórar ’Sölusambandsins. Fer íjórar hvíta- smmuferðir FERÐASKRIFSTOFA Úlfars Jacobsens hefur birt sumaráætl- un sina, Um næstu helgi, hvíta- sunnuhelgina, mun hann efna til fjögurra 2y2 dags ferða. Er þar fyrst að nefna ferð í Kerlingar- fjöll um Hveravelli. Þá verður Snæfellsnessferð, gist á Búðum og getur ferðafólkið fengið keypt þar kaffi og mat. Þá verð- ur efnt til ferðar í Breiðafjarð- areyjar, fyrst ekið í Stykkishólm og gist þar og eyjamar síðan skoðaðar undir leiðsögn þaul- kunnugs manns. Á heimleiðinni verða hellarnir í Gullborgar- hrauni skoðaðir. Að lokum er svo að geta ferðar í Þórsmök. Lagt verður af stað í allar hvítasunnuferðirnar kl. 2 e. h. á laugardag 4. júní frá skrifstof- unni í Austurstræti 9. S NA /5 hnúiar »/ SV 50 hnútar Snjófcomo > 06 i \7 Skúrir K Þrumur W’%, Kutdaskit Hitaskit H H»t L Latgi LÆGÐIN yfir Grænlandshafi er enn nærri kyrrstæð. í gær var indælt veður um mestan hluta lands, þurrt og hlýtt nyðra, en skúrir og bjart á. milli suðvestan lands. Á Suð- austurlandi rigndi allmikið og mældust 14 mm á Fagurhóls- mýri " gærmorgun. Ný smálægð er á ferðinni suður í hafi og hreyfist NA. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: — SV-land til Breiða- fjarðar og suðvesturmið til Breiðafjarðarmiða: Hægviðri í nótt en austan eða NA kaldi á morgun, skýjað. — Vesfcfirð- ir til Norð-Austurlands. Hæg- viðri og skýjað í nótt, senni- lega NA-kaldi og rigning eða sly á morgun. — Vestfj,- mið til Norðausturmiða: Aust- an kaldi, hvass á dýpstu mið- um, skýjað í nótt, en hvass NA og slydda á morgun. — Austfirðir, SA-land, Austfj.- mið og Suðausturmið: Hæg- viðri og úrkomulaust að mestu í nótt en NA eða aust- an stinnigskaldi og rigning á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.