Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 2. júní 1960 MO*}r.TiNr>r snif) 23 # Níu nýir húsmœðrakennarar í GÆRDAG fóru fram skólaslit í Húsmæðrakennaraskóla ís- 'lands að viðstöddu fjölmenni. Var forsetafrúin, Dóra Þórhalls- dóttir, meðal viðstaddra. Voru þetta fyrstu skólaslit, sem fram hafa farið í eigin húsnæði, Háu- hlíð 9, en liðin eru nú 18 ár frá stofnun skólans. Meðal gesta var menntamála ráðherra og kona hans, ýmsir eldri nemendur skólans, konur úr kvennasamtökunum, og að sjálfsögðu kennarar skólans. Athöfnin hófst með því að þeir Carl Billich og Þorvaldur Steingríifisson léku samleik á píanó og fiðlu, en því næst tók skólastjórinn fröken Helga Sig- urðardóttir, til máls. Var þá hvert sæti skipað í stofum á neðri hæð skólans. Skólastjórinn rakti nokkuð liúsnæðismál skólans. Minntist þess, að á Alþingi hefðu komið tfram illögur um að flytja skól- ann norður til Akureyrar, er ihann varð að rýma húsnæði sitt í Háskólanuln á sínum tíma. Hefði vegna þessa millibils- ástands orðið að fella niður kennslu tvö skólaár. 1958 hefði Gylfi Þ. Gíslason bent á þetta hús, Háuhlíð 9, sem hugsanleg- an samastað skólans. Lýsti skólastjóri sérstakri ánægju sinni yfir þeirri lausn og kvað vart aðra betri hugsanlega. — Mig dreymir þegar um viðbygg- ingu við skólann, sagði Helga Sigurðardóttir, þar sem t. d. yrði heimavist fyrir nemendur skólans sem eru utan af landi. Síðan rakti skólastjóri sjálft skólastarfið hér í Reykjavík og austur á Laugarvatni, gat um gagnleg námskeið og námsferð- ir nemendanna. í þessu sambandi vakti Helga Sigurðardóttir máls á því, að hingað til hefði skólinn einskorð að sig við menntun húsmaéðra- kennara. En tímabært væ'rí nú orðið og hefði hún rætt við : menntamálaráðherra um að ! stofna sérstaka ráðskonudeild /, við skólann. Gæti svo farið, að ',slík deild tæki til starfa á hausti komanda. Einnig væri mikil > þörf á aukningu heimilisráðu- ’ nauta, og á því sviði hefði Húsmæðrakennaraskólinn mikið verk að vinna. Undir lok ræðu sinnar sneri ) fröken Helga máli sínu til hinna brautskráðu húsmæðrakennara, , en þeir voru 9, sem luku brott- ; fararprófi. Mælti hún hvatning arorð til þeirra um að duga vel — Japanir Framh. af bls. 1. Ráffist á útvarpsstöffina Um 200 manns gerðu í dag árás á útvarpsstöðina í Tokio til að mótmæla dagskrá, sem að þeirra dómi var of hlynnt varnarsáttmál anum. Sögðu þeir að of mikið væri af viðtölum við fylgismenn sáttmálans. Lofaði útvarpsstjór- inn að breyta dagskránni og báð- um stefnum yrði veitt tækifæri til að láta skoðanir sínar í Ijós. í borginni Nagoya í vestur- hluta Japan komu mótmælin fram x því að tveir járnbrautar- starfsmenn klifruðu upp í 22 metra háan turn járnbrautar- stöðvarinnar og hótuðu að vera þar unz Kishi forsætisráðherra hefði sagt af sér og þingið væri leyst upp. í miklu ,og vandasömu starfi þakkaði þeim samstarfið og af- henti síðan prófskírteinin. — Fimm nemendanna hlutu I. einkunn, einn aðra og þrír III. einkunn. Gat skólastjórinn, að með þessum hópi hefði Hús- mæðrakennaraskólinn nú braut skráð 99 kennara. Gylfi Þ. Gíslason ráðherra flutti ávarp við athöfnina og ræddi um þann sess, sem Hús- mæðrakennaraskólinn skipaði í fræðslukerfi landsins, og mikil- vægi starfs húsmæðrakennar- anna. — Halldóra Eggertsdóttir flutti kveðjur Nemendasam- bands Húsmæðrakennaraskól- ans og afhenti skólanum að gjöf málverk af Helgu. Sigurðar dóttur skólastjóra, sem hafi haft um það forgöngu að stofna skólann og verið skólastjóri frá upphafi. Að lokum þakkaði skólastjór- inn þann hlýhug, sem fram hefði komið í garð skólans, og kvaðzt vilja þakka Nemendasamband- inu óverðskuldaðan heiður. Síðan var gestum boðið kaffi og veitingar. fjórar skemmtiferðir um hvíta- sunnuna, eina á Snæfellsnes, aði-a í Þórsmörk og þá þriðju í Landmannalaugar og eru það allt 2% dags ferðir, lagt af stað frá Austurvelli kl. 2 á laugar- dag. Snæféllsnes er fjölbreytt að náttúrufegurð og landslagi. Er ætlunin að fölk geti Válið sér leiðir á sunnudag, ef veður leyf- ir, gengið á jökulinn og hvílt sig í sæluhúsinu við jökulrönd eða farið niður á ströndina, að Arn- arstapa, og enn er kostur að aka út á Lóndranga, fara til Dritvík- ur og Djúpalónssands, að Helln- um, í Rauðfeldargjá eða Söng- helli. í Þórsmörk er stærsta og vand aðasta sæluhús Ferðaíélagsins og geta ferðamenn á hvítasunnu- dag og fyrri hluta mánudags gengið á fjöll, unað í skóginum eða hvílt sig í skjólstæðum hvömmum. f Landmannalaugum á Ferða- félagið einnig góðan skála, en fólk þarf að vera við því búið að ganga síðasta spölinn um dá- lítið bratta fjallshlíð með farang- ur sinn, því Jökulkvíslin er oft ófær um þetta leyti vors. Tím- ann, sem dvalist verður í Laug- unum má nota til göngu á nálæg fjöll, inn í Brauðsgil, Jökulgil, um hraunin og víðar, en óvíða er önnur eins litadýrð. Verði „Ástir í sóttkví64 STYKKISHÓLMI, 1. júní. — Gamanleikurinn „Ástir í sóttkví" var sýndur hér í gærkvöldi við mikla hrifningu og góða aðsókn og leikendum þökkuð koman. — Næsta sýning er á morgun á Sandi. Þessi niynd var tekin í gær t af hinum nýbrautskráffu hús- mæðrakennurum ásamt skóla stjóra sínum og kennurum. I fremri röff frá vinstri eru Lára Jónatansdóttir, Hólma- vík, Anna Gísladóttir kenn- ari, Helga Sigurffardóttir skóia stjóri, Adda Geirsdóttir, kenn ari og Pálína Kjartansdóttir frá Eystra-Geldingahreppi í Hrunamannahreppi. — í aft- ari röff frá vinstri er Guffbjörg Kolka, Blönduósi, Kristín And résdóttir, Reykjavík, Ingi i björg Þorkelsdóttir, Akranesi, Erla Bjarnadóttir, Reykjavík, Anna Guffmundsdóttir, Rvík. Hlaut hún hæstu einkunn á Iokaprófi, 8,96 og verfflauna- pening úr bronzi úr sjóði Elín- ar Briem Jónsson. Næst er Anna M. Þorsteinsdóttir, Reykjavík og Rannveig Pálma dóttir, Reykjavik. Þá veitti Ingólfur Davíffsson þrem nem endum viðurkeningu fyrir kunnáttu í grasafræffi, þeim Önnu Guðmundsdóttur, Guff- björgu Kolka og Pálínu Kjart- ! ansdóttur. I syðri ökuleiðin fær orðin, verð- ur komið við hjá Landmanna- helli í bakaleið og e. t. v. gengið á Loðmund. — Tyrkland Framh. af bls. 1. borgara. „Þessar fyrirskipanir voru gefnar óður en byltingin varð, og hersveitirnar neituðu í öllum tilfellum að hlýða.“ Herinn óháður stjórnmálum Þá sagði Allatli að þingmenn demókrata, sem handteknir hafa verið séu ákærðir fyrir stjórn- arskrárbi-ot. Hann neitaði því að herinn væri að nokkru leýti tengdur Repúblikanaflokknurn. Ef einhver repúblikani hefði gerzt sekur um stjórnarskrár- brot, hefði hann einnig verið handtekinn, sagði höfuðsmaður- inn. Inonu tekur þátt í kosn- ingunum Leiðtogi repúblikana, Ismet Inonu ,sem var forseti Tyrk- lands 1938—1950, hefur tilkynnt að hann muni taka þátt í næstu kosningum sem leiðtogi flokks- ins. Lofaði Inonu því á blaða- mannafundi að flokkur hans mundi ekki sækja á hefndir gagnvart fylgismönnum fyrrver- andi stjórnar. Ekki hefur Inonu sem er 76 ára gamall, látið uppi hvort hann tekur sæti í _ næstu ríkisstjórn, ef flokkur hans sigr- ar í kosningunum. Gæti hann, hvort sem hann heldur vildi, orðið forseti eða forsætisráð- herra. Þeir sem bezt þekkja Inonu, halda því fram að hans eina takmark sé að koma flokki sínum til valda ,og muni þá fús- lega draga sig til baka og leyfa yngri mönnum innan flokksins að taka við. ----------------»---m- r j— — r- r- Hvítasunnuferðir F.í. A Snœfellsnes,í Þórsmörk og Land- mannalaugar FERÐAFÉLAG íslands boðar B í L L I M N SlMI 18833. Fíat 1800 fólksbíll 1960 til sýnis og sölu. Skipti koma til greina á nýjum Volkswagen. BÍLLINN Varðarhúsinu — Sími 18833. Lokað í dag vegna jarðarfarar Magnúsar Jónssonar framkvæmdastjóra L. Anderssen hf. 0. Kristjánsson & Co. Verzl. STELLA verður lokuð í dag frá kl. 2—4 vegna jarðarfarar Magnúsar Jónssonar framkvæmdastjóra. Verzl. STELLA Bankastræti 3 Systir okkar HELGA ASGEIRSDÓTTIB andaðist 31. maí. F. h. fjarstaddra systra og vandamanna. Ásgeir Ásgeirsson, Þorsteinn Asgeirsson. SIGUBVEIG MAGNUSDÓTTIB Núpum verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju, laugardaginn 4. júní. — Athöfnin hefst með húskveðju á heimili henn- ar Núpum, Ölfusi, kl. 2. Vandamenn Jarðarför mannsins míns MAGJNÚSAB GUÐMUNDSSONAB Þjórsárgötu 1, verður gerð frá Neskirkju föstudaginn 3. júní kl. 2 e.h. — Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna. Ingveldur Jóhannsdóttir Útför ÓLAFS EINABSSON vélfræðings, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. júní kl. 10,30. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag íslands. Athöfninni verður útvarpað. Þórey Einarsdóttir og aðstandendur. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall og útför ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR Einnig þökkum við þeim er veittu henni umönnun í veikindum hennar. Guðlaug Sigurðardóttir Sigurjón Jónsson, Soffía Ingimundardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.