Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 1
24 síður 50. árgangur 104. tbl. — FSstudagur 10. maí 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óeirðir í Sýriandi Stuðningsmenn Nassers fara í hópgöngur og hrópa slagorð Damaskus, 9. maí (NTB): í gær og dag hefur verið nokkur ólga í Damaskus í Sýrlandi. Hafa nemendur stærsta gagnfræða- Bandarísk- ur geimfari á loft á þriðjudag. Washngton, 9. maí (NTB) Skýrt var frá því opinberlega í Washington í dag, að næsti geimfari Bandaríkjanna yrði Gordon Cooper, major í flug hemum. Fer hann væntanlega í geimferðina n.k. þriðjudag, 14. þ.m. Geimfari Coopers verður skotið á loft frá Cana veralhöfða með eldflaug af gerðinni Atlas 130 d. Ráðgert er að Cooper fari 22 hringi umhverfis jörðu og lj verði 34 klukkustundi úti í geimnum. Geimfarið á að lenda á Kyrrahafi að förinni lokinni. Cooper verður sjötti geim »fari Bandaríkjanna, ef allt fer 4 eftir áætlun. Ef Cooper for- í fallast fer Alan Shephard, 7 fyrsti geimfari Bandaríkjanna * í hans stað. Cooper er 36 ára. skólans í borginni farið kröfu- göngur, hrópað lofsyrði um Nass er forseta Egyptalands og kast- að grjóti að lögreglumönnum. Einnig hafa verið óeirðir í borginni Aleppo. Þar hafa marg- ir særzt og einn lögreglumaður beðið bana. Innanríkisráðherra Sýrlands Amin al Hafez lét í ljós þá skoðun í dag, að það væru launaðir útsendarar, sem stæðu fyrir óeirðunum. í gær handtók lögreglan í Dam askus 40 skólanemendur eftir að komið hafði til átaka milli þeirra og lögreglunnar. Tilefnið var, að skólanemendurnir fóru kröfu- göngu og stöðvuðu alla umferð um aðalgötu borgarinnar. í dag hófu nemendur stærsta gagn- fræðaskóla Damaskus mótmæla- aðgerðir vegna þess, að 100 fé- lögum þeirra er haldið í fang- elsi. Þessir hundrað nemendur voru handteknir fyrir 11 dögum, en þá fóru þeir kröfugöngu að sendiráði Jórdaníu í borginni og hrópuðu ókvæðisorð um Hussein Jórdaníukonung og stjórn hans. Nemendurnir, sem stóðu að mótmælaaðgerðunum í dag, lof- sungu Nasser, en gagnrýndu Baathflokkinn; sem er stærstj stjórnmálaflokkur Sýrlands. Lög reglan beitti kylfum gegn óróa- seggjunum og umkringdu skóla þeirra, en þá hófu unglingarnir grjótkast að lögreglunni. Nokkr ,ir nemendanna voru handteknir. Framhald á bls. 23. Neyðarástand í Brezku- Guyana vegna verkfalla Georgetown 9. maí (NTB). FORSÆTISRÁÐHERRA Brezku- Guyana, Cheddi Jagan, lýsti í ðaj neyðarástandi i landinu vegna verkfalla, sem staðið hafa þar undanfarnar þrjár vikur. I.aiulsstjórinn í Guyana, sir IRalph Grey, fór þess í morgun á leit við formenn verkalýðsfélaga 1 landinu, að látið yrði af verk- föllunum, en þeir neituðu að Verða við tilmælum hans. Verkföllin, sem ná til flestra verkamanna í landinu, voru gerð til þess að mótmæla nýrri at- Vinnumálalöggjöf, sem samin var »f Jagan forsætisráðherra. Brezkar hersveitir komu í dag til Georgetown og frá London 10 látast í skriðu Alsír, 9. maí (NTB) í dag féll aurskriða á tvö hús í borginni Tlemcen í Alsír. íbúar beggja húsanna, 10 talsins, létu allir lífið af völdum skriðunnar. Lávarðar í neðri deild London, 9. maí (NTB) Við umræður í neðri deild brezka þingsins í dag var skýrt frá því, að nýtt lagafrumvarp, sem lagt yrði fram innan skamms, fæli það í sér, að aðalsmenn gætu af- salað sér titlum sínum og boðið sig fram við kosningar til neðri deildar og gegnt emtfætti forsætisráðherra. berast þær fregnir, að hermenn úr varaliði Breta hafi fengið fyrirmæli um að vera viðbúnir því að fara til Guyana með stutt- um fyrirvara. Grenville Wynne fyrir réttinum í Moskvu. Hann stendur bak við hljóðnemann. Bandarískir og brezkir njósnarar viðstaddir réttarhöidin í Moskvu, Moskvu, 9. maí (NTB-AP): Réttarhöldunum yfir brezka kaupsýslumanninum Greville Wynne og Rússanum Oleg Pen kovski var haldið áfram í Moskvu í dag. Til þessa hafa réttarhöldin farið fram fyrir opnum dyrum, en í dag voru þau lokuð. Sem kunnugt er, eru Wynne og Penkovski sak aðir um njósnir og landráð og hafa þeir báðir játað. Tass-fréttastofan skýrði frá því í dag, að ástæðan til þess að réttarhöldunum væri lokað í dag, væri sú, að spyrja ætti sakborgningana um hinar leynilegu upplýsingar, sem þeir eru sagðir hafa gefið er- lendum aðilum. Menn í Sovétríkjunum eru sagðir vonsviknir vegna þess hve lítið hefur komið fram við réttarhöldin til þessa. T.d. hefur Penkovski ekki verið spurður hvernig hann komst yfir upplýsingarnar, sem hann er sakaður um að hafa gefið og ekki hefur komið fram hvers vegna Penkovski hóf njósnastarfsemina og tók á sig þá áhættu, sem hún hafði í för með sér. Penkovski hefur skýrt frá því, að hann hafi ekki átt í fjárhagsörðugleik ■um og ekki borið hatur í segir Tass. brjósti til stjórnarvaldanna. Auk þess hefur hann neitað því að konur eða drykkjuskap ur hafi orðið til þess að hann hóf njósnir. Moskvuútvarpið heldur því fram í fréttum sínuim í dag, að bandarískir og brezkir njósn arar séu viðstaddir réttarhöld in. Nefndi útvarpið t.d. ann- an sendiráðsritara brezka sendiráðsins í Moskvu, konu hans og barn. Sagði útvarpið að fjölskyldan hefði komið til Moskvu til þess að njósna og fá Sovétborgara til að njósna. Þjóðarframleiöslan jókst um 5% áriö 1962 Viðreisnin hefur búið skilyrði til örari framleiðsluaukningaj og bættra lífskjara ýlf Á SL. ÁRI jókst þjóðar- framleiðsla íslendinga um 5%, sem er svipuð aukning og varð í flestum löndum Vestur-Evrópu á árinu. Má þakka þessa miklu aukningu bæði góðum aflabrögðum og hinum styrka grundvelli framleiðslunnar, sem við- reisnarráðstafanir ríkisstjórn- arinnar hafa skapað. ■Á" í tíð núverandi ríkis- stjórnar hefur aukning þjóð- arframleiðslunnar n u m i ð 11.4% og hefur farið vaxandi frá ári til árs, en á árum vinstri stjórnarinnar nam aukning þjóðarframleiðsl- unnar hins vegar 8.1%, sem þó öll átti rætur sínar að rekja til hinna sérstaklega góðu aflabragðar 1958. Á hinn bóginn minnkaði þjóðarfram- leiðslan árið 1957 um 0.7%. Þegar viðreisnarstjórnin tók við völdum í ársbyrjun 1960 lýsti hún því yfir sem megin- stefnu sinni að skapa skilyrði fyrir sem örastri aukningu þjóð- arframleiðslunnar. Er Ólafur Thors forsætisráðherra fylgdi úr hlaði frumvarpinu að viðreisn- arlöggjöfinni á Alþingi hinn 5. febrúar 1960, sagði hann t.d.: „Ef sú viðreisnaráætlun, sem ríkisstjórnin nú leggur fyrir Al- þingi, nær þeim tilgangi, sem vonir standa til, og hann getur náðst á skömmum tíma, ef þjóð- in sýnir aðgerðum stjórnarinnar skilning, þá er með því lagður grundvöllur að nýrri uppbygg- ingu atvinnuveganna á traustari grundvelli en við höfum áður þekkt um áratugaskeið. íslend- ingar geta þá slegizt í fylgd með fjölmörgum þjóðum hins frjálsa heims, sem á undanförnum ár- um hafa bætt lífskjör sín meir og örar en nokkru sinni fyrr“. Hins vegar skorti ekki hrak- spár stjórnarandstöðuflokkanna, framsóknarmanna og kommún- ista, sem allt fram á þenna dag hafa þótzt sjá fyrir „samdrátt og stöðnun í atvinnulífi og fram- kvæmdum", „kyrrstöðu, aftur- för, upplausn og skort“. Af hálfu ríkisstjórnarinnar var það þegar í upphafi játað, að einhverjir erfiðleikar kynnu í byrjun að verða samfara hinu nýja efnahagskerfi. Það er svo bezt til marks um það, hve giftu- samlega viðreisnarráðstafanirnar hafa tekizt, að minna hefur orð- ið úr þessum erfiðleikum en við hefði mátt búast. En þýðingar- mest er, að hið nýja efnahags- kerfi hefur þegar borið mjög Framhald á bls. 23. iiáðstafanir til að verja sæ- símastrenginn skemmdum Kaupmannahöfn, 9. maí (NTB): — Á aðalfundi Stóra norræna rit símafélagsins, sem stendur yf ir í Kaupmannahöfn, kom það fram, að félagið hefur orðið fyrir tjóni vegna viðgerða á sæsímastr í'.gnum milli fs- lands, Grænlands og Kanada. Skýrt var frá því, að í fram tiðinni yrðu gerðar ýmsar ráð stafanir til þess að koma í veg fyrir skemmdlr á strengn Talið er að ísjakar umhverf , is Grænland hafi valdið mest um skaða á strengnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.