Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 20
20 MOHCVNBLAÐIB' r Fostudagur 10. maí 1963 DUNKERLEYS Meðan Dan var við þessa sjálfs prófun og játningu, reis hann úr sæti sínu í bezta gestaherberg- inu í prófastahúsinu og gekk út að opnum glugvan/um. Agnes kona hans hafði gengið niður í setustofuna. Þetta var fyrsta stundin, sem hann hafði átt í ein rúmi í öllu þessu giftingarferða- lagi. Það var farið að kvölda, en það hafði verið hlýtt um dag- inn, svo að glugginn var opinn. Hann hallaði sér út, sogaði að sér ilminn af sýrenunum úti í garði. Hann varð eitthvað að aðhaf- ast í sambandi við Elsie Dill- •worth. Dan sneri frá glugganum og tók að ganga hægt um gólf. Til hvers átti hann að fara að skipta sér af þessu? Hvað kom hann henni við, eða hún honum? Hann vissi sjálfur svarið. Hann .hafði alltj sem hægt var að kaupa fyrir peninga og það mundi endast honum til ævi- loka. En af öllu, sem fortíðin geymdi, voru DillwOrth- systkinin það eina, sem ekki var hægt að kaupa fyrir peninga. Alec hafði verið eilífur fleinn í holdi hans, steinvala í skónum hans og baun í dúnsæng inni hans. Og hann vissi, að það yrði slæmur dagur hjá sér, þeg ar hann segði honum að snáfa burt, og Alec gerði það. og svo væri ekkert eftir nema Phyfe og það gagn, sem í honum var. Elsie hafði ekki komið neitt við dag- legt líf hans, eins og Alec hafði gert, en hún var hlutj af Alec pg einhvernveginn allsstaðar nálæg, o,g hann ætlaði ekki að látg særa hana í annað sinn. t»essi trúlofun þeirra Chrystals varð sorgarleikur, þegar Chrystal komst að því, sem hann hélt vera sannleikann um hana. En sann- urinn var það ekki; það var ekkert annað en ein eða tvær staðreyndir og Chrystal var ekki ennað en hvolpur og græningi þá Jafnvel nú orðið, hu.gsaði Dan, var eins líklegt, að prófasturinn mundi láta staðreyndirnar blinda sig fyrir sannleikanum. Phyfe hafði hlotið öðruvísi uppeldi. Ef til vill mundi hann geta þolað staðreyndirnar, með öllu, sem þeim fylgdi og halda sig að sann- leikanum, sem spratt sigrihrós- andi upp af þeim En einhver varð að fræða hann um þessar staðreyndir það gat verið stórhættulegt að láta hann rekast á þær, ef til vill þegar allra verst gegndi, og á óheppi- legan hátt, eins og Chrystal hafði gert endur fyrir löngu. Kannski hafði Elsie þegar frætt hann um þær? Æ, fjandinn hafi það allt- saman —það ætti hún að gera, hugsaði Dan. Það kemur henni Við en ekki mér. Jæja, ef hún Var búin að því, myndi Phyfe bráðlega láta það í ljós, og þá Veeri enginn skaði skeður. Að minnsta kosti var ekki vert að leggja málið í vald tilviljunar ‘innar í þetta sinn. Hann gekk að speglinum, strauk gegn um 'Strítt hárið með bursta, og fór svo niður. Chrystal var í for- istofunni á leið úr lestrarstofu sinni inn í dagstofuna. Jafnvel þegar svona stóð á, sat Theó tím unum saman í lestrarstofunni sinni, hvort sem hann nú var að semja ræður eða fást við fjár- málaútreikninga, en Dan vissi ekki hvort heldur var. Hann tók prófastinn undir arminn. — Theó, sagði hann, — viltu gera mér greiða. Viltu senda einhvern yfir í Lambið og Ljónið og biðja hr. Phyfe að vera þar til staðar. (Eg þarf að fara þangað o.g ræða nokkuð við hann. 3. — Farðu í frakkann þinn, Izzsy, sagði sir Daniel. — Við ætlum að fara út að ganga og það er talsvert kalt. Þeir gengu heila mílu og hvor ugur sagði orð, en Izzy sló öðru hverju í grasið með stafnum sín um og braut heilann um, hvað eiginlega væri um að vera, en Dan var að velta fyrir sér í hug anum, hvernig hann ætti að byrja, og bölvaði um leið sjálfum ■sér fyrir bjánalega afskiptasemi, ■og var enn ekki alveg frá því að lofa Isambard og Eisie að fræðast hvoru um annað, af eigin rammleik. — Hvað finnst þér um ungfrú Lewison? spurði hann snögg- lega. — Hún er mjög aðlaðandi stúlka og bráðvel gefin. Dan brosti að þessu samþykki, sem kom eins og af sjálfu sér. N’. en þetta var ekki nema dag satt. — Manni gæti ekki dottið í hug, út frá því, sem hún er nú orðin, að hún hefði átt svona erfitt í uppvextinum — Eg er nú svo lítið kunnur því, svaraði Izzy. — Eg veit ekki annað um það en þetta, sem hef ur komið í Dunkerleys. — Jæja, það var nú samt ýmis legt fleira, sem ekki var vert að taka fram þar. Trúðu mér, Izzy, ’hún átti afskaplega sorgleg bernskuár. Og eftir andartaks þögn bætti hann við: — En það áttir þú víst annars líka, Izzy, var ekki svo? — Þér er nú víst þegar full- kunnugt um það. —Jæja, mig langar að minnsta kosti ekki til að vita neitt meira. Mig varðar ekkert um, hvað einn maður hefur verið, heldur hvað hann er. Eg vil helzt dæma mann eftir því, hvernig hann end ar en ekki hvernig hann hyrj- ar. — Eg býst við sir Daniel, að 'Dillworth hinn ungi mundi setja upp þetta hálfa bros sitt, ef hann heyrði þig tala um að meta fólk, Það mundi hann áreiðanlega, hugsaði Dan, en honum fannst, að nú væri hann að komast aft ur út af sporinu, sem hann hafði verið að náigast rétt áðan. — Það, sem ég á við, er ein- faldlega þetta, sagði hann. — Það hafa oftast verið einhverjir skrítnir blettir í lífi flestra manna. En ef nokkuð er í menn ina varið, væri það heimskulegt af okkur að fara að dæma þá út frá því, sem ekki er nema blettir, þ.e. smámunir. Eg hef séð mikil vandræði hljótast af slíku, Izzy. Maður þarf ekki að vera fyllibitta þó að hann drekki sig einstöku sinnum kenndan og heldur ekki saurlífismaður þó að holdið sé einstöku sinnum veikt fyrir. Æ, guð minn góður! hugsaði hann. Hvern fjandann er ég nú búinn að koma mér út í? Eg er ■orðinn eins og sápukassa-predik ari. Þeir komn nú að hliði og höll- uðu sér fram á grindina og horfðu í vesturátt, þar sem mán- inn var að koma upp, en sólin ekki alveg horfin. Ilmurinn af vindli sir Daniels fannst sterkur i hreinu og köldu loftinu. — Eg man eftir einu tilfelli i Manchester, sagði hann, — Það var nú allrahanda nágrenni, sem við áttum heima í þá. Þar var fólk, sem svona rétt komst af og svo fólk, sem var blá- fátækt, og langt neðan við strik ið. Eg þekkti þetta fólk.... af öllum þessum flokkum. Ég man eftir stúlku —' fallegri stúlku,.. hreinustu fegurðardís, og sem meira var: hún var góð stúlka. Hún átti heima hjá foreldrum sínum í lítilli og óhreinni götu til hliðar við aðalgötuna. Þetta var hræðilegt fólk. Þau drukku upp hvern eyri, sem kom inn fyr ir dyr hjá þeim, og maðurinn var ýmist í Steininum eða utan hans — fyrir innbrot og þessháttar. Hörnin áttu óskaplegá ævi. Þau voru tvö — drengur, og svo þessi stúlka, sem ég nefndi. Þau voru lamin og kvalin og annars látin bjarga sér eins og bezt gekk. Maður skyldi ekki halda, að það yrði mikið eftir af þeim, eftir þessa meðferð, en þetta voru nú samt einhver beztu börn, sem ég hef nokkurntíma þekkt. Hann þagnaði andartak og saug vindilinn. Reykurinn kom út úr honum líkast stunu. — Þau áttu ekki neista, Izzy. Þau áttu blossa! Dan fann, að hann var sjálfur orðinn hrærður. Það leið andar tak áður en hann hélt áfram: — Jæja, við skulum sieppa strákn- um en mig langar að se>gja þér af stúlkunni. Hún var rekin út á götuna. Eg hef oft.hugsað um það og reynt að komast að niður- stöðu. Eg hef oft velt því fyrir mér, hvort það sé hægt að reka konu til að verða skækja. En í þessu tilfelli er enginn vafi á því, að það var faðirinn, sem rak dótturina til þess, en er hægt að láta nokkra manneskju halda slíku áfram gegn vilja sínum? ’Sjálfur trúi ég því ekki. Þar sem ég þekkti þessa stúlku eins og ég gerði, vissi ég, að hún var líkam lega ástríðufull og að þetta líf veitti henni vissa fullnægingu í fyrstunni. En ég held, að þegar stundir liðu fram hafi það orðið þraytandi og jafnvel viðbjóðs- legt, en hvað þessa stúlku snertir komst það aldrei svo langt. Áður en sex mánuðir voru liðnir voru þau systkinin strokin að heim an og síðan hefur hún ekki verið bendluð við neitt slíkt. Mér er fullkomlega kunnugt um það, af því að ég þekki hana enn. — Jæja, þarna hefurðu það.. slysni, sem stafaði af heimilis- ástæðum hennar og líkamlegri áitríðu, sem ekki allt kven- fólk hefur til að bera, en trúðu mér til, að það er eitthvað það dýrmætasta, sem nokkur kona getur gefið manninum, sem hún elskar. Lif listamannsins er kvöl. — Og þessi stúlka varð ást- fangin. Ég býst við, að fyrirfar- andi reynsla hennar hafi átt tals verðan þátt í því, en nú varð fegurð hennar slík, að það mátti 'heita furðulegt. En reyndar var hún líka að þroskast á öðrum sviðum og það getur hafa átt sinn þátt líka. Hún hafði hæfi- leika til að bera og hafði vafa laust komizt langt á sínu sviði. Eg veit nú ekki, hvort hún trú- lofaðist reglulega, en að minnsta kosti var þarna um eitthvert sam ‘band að ræða, við mann, sem var ekki þess verður að leysa skó- þvengi hennar, enda þótt níu menn af hverjum tíu hefðu talið hann henni fremri. Sjálfur tel ég, að hún hefði átt að segja honum strax frá fortíð sinni. Það var eins og hver önnur tilviljun í lífi hennar — hræðileg og and styggileg, skal ég játa, en þó ekki annað en tilviljun. Eg býst nú ekki við, að hann hefði reynzt nógur maður til að láta það gott heita, en manngreyið fékk nú ekki tækifæri til þess Og þetta hélt svona áfram hjá þeim þang að til það endaði með skelfingu, þegar hann komst að öllu saman fyrir hreina tilviljun. Dan þagnaði, stakk upp í sig vindlinum og saug hann ákaft. Síðan fleygði hann honum á jörð ina. Izay horfði á glóðarendann sem flaug eins og eldfluga gegn um loftið, og á mjóa reykjarstrók inn, sem steig upp af honum áð- ■ur en döggin slökkti í honum. Prn lagði vingjarnlega höndina á öxlina á Izzy, ög það var í fyrsta sinn, sem hann hafði sýnt 'honum svo áþreifanleg vinahót. — Skilurðu hvað ég er að tala um, Izzy? spurði hann. Izzy svaraði engu, en horfði út í myrkrið, en Dan sá tárin renna niður eftir kinnum hans og gat rétt greint, að hann kink- aði kolli til samþykkis. Hann fann til herpings í kökinu og sviða í augunum, en hann varðist samt tárum og spurði: — Fyrir hvern ertu að gráta, Izzy? Sjálf an þig eða hana? Izzy greip stafinn sinn, sem hann hafði hengt á hliðgrindina og gekk nokkur skref, eins og í blindni fram og aftur eftir veg- inum. Síðan tók hann að berja grasið með stafnum í ákafa. — Fyrir lífið. Þetta er svo rang 'látt og ósanngjarnt. KALLI KÚREKI — * - * — Teiknaru Fred Harman —Eg vildi ekki láta særa hana aftur, sagði Dan. — Mér fannst þú ættir að vita þetta. Og mér finnst, að hún hefði átt að segja þér það sjálf. — Þarna eru fálkar og hrafnar. Það er betra að athuga þennan stað nánar. — Hérna hefur slátrunin staðið. kostnað af kjötinu sínu. Tveir menn..., en eitt er þó víst, Gamalreyndur fylgir hann slóðinni. þeir stela ekki í stórum stíl. Bara ó- — Nú, já, það er nýlega breidd bjóðalýður, sem vill ekki hafa neinn kýrhúð á girðingunni þarna. alltltvarpiö Föstudagur 10. mai 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilk. 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: ísrael, — svipmyndir úr lífi nýrrar þjóðar (Hjálm- ar R. Bárðarson skipaskoðun- arstjóri). 20.30 Þjóðlög frá ísrael, sungin og leikm. 20.10 í ljóði, — þáttur í umsjá Bald- urs Pálmasonar. 21.05 Tónleikar: Leon Goossens óbóleikari leikur ýmis lög; Gerald Moore leikur undir á píanó. 21.15 Kvöldið fyrir lokadag: Dag- skrá Slysavarnardeildarinnar Ingólfs í Reykjavík, tekin saman af Flosa Ólafssyni. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karls- son). 22.40 Á síðkvöldi: Létt klassísk tón- list. 23.35 Dagskrárlok. Laugardagur 11. maí 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Krisín Anna Þórarinsdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kyhning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Veðurfregnir. — Fjör í kring- um fóninn: Úlfar Sveinbjörns son kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. 17.00 Fréttir. — Æskulýðstónleikar, kynntir af dr. Hallgrími Helga syni. 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilk. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 „Konungur flakkaranna", óper ettulög eftir Rudolf Friml. 2 0 Leikrit: „Leikhúsið" eftir Guy Bolton; samið upp úr sögu eftir William Somerset Maug- ham. Þýðandi: Bjarni Bjarna- son. — Leikstj.: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög — 24.00 Dagskrárlok. B— ÞJÓhlUSTA FRÖh/SK ÞJÓNUSfA andlits böÓ fiandsnurtincj hárqveiðsla CeiSbeint met i/al Snyrti i/öru. valhöllisS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.