Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLADIB r Föstudagur 10. maí 1963 40 sœti í strœfisvögn- um skorin á 9 dögum SKEMMDARVERKAMAÐUR eða menn hafa að undanfornu verið mjög athafnasamir í strætisvögnum þeim sem aka í eða um Bústaðahverfið og hafa þeir á 9 dögum skorið sundur 40 sæti og 3 sætisbök. í fyrradag voru enn skorin sundur 3 sæti í leið nr. 18. Vagnarnir sem um ræðir eru á leiðunum nr. 6, 7, 8, 18 og 20, en þeir aka allir um Bústaðahverfi. Eru sætin illa skorin og sundurtætt, en far þegar í vögnunum virðast þó ekki verða varir við þetta, þó undarlegt megi virðast. A.m.k. hefur vagnstjórum ekki verið gert aðvart og vita þeir ekki um þetta fyrr en löngu seinna. Eru þeir sem kynnu að verða varir við eitthvað grunsam- legt í vögnum þessum beðnir um að gera vagnstjóra aðvart eða láta lögregluna vita. Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd í gær í viðgerðar verkstæði Strætisvagnanna. Jóhann S. Jónasson, sem hef- ur í 20 ár unnið við að gera við áklæði á sætuim strætis- vagnanna, kvaðst aldrei hafa tekið við eins miklu af skemmdu áklæði. Hefur hann varla undan að gera við, efsta sætið til vinstri fór nýviðgert í vagni eina aukaferð og kom sundurtætt. Bakar þetta stræt isvögnunum mikið tjón því meterinn af áklæðinu kostar yfir 200 krónur. IViál lUindszentys Engin merki um mannaferðir á kardínála rætt Vín 9. maí. (NTB). HAFT var eftir áreiðanlegum lieimildum í Vín í dag, að sér- stakur sendimaður frá Fáfagarði, 'Agostini Casaroli, væri nú í Búdapest og hefði rætt tvívegis Við Mindszenty kardinála, sem dveLst, eins og kunnugt er, í bandaríska sendiráðinu í borg- inni. Einnig var skýrt frá því að Casaroli hefði rætt við ung- verska biskupinn Endre Hamvas og fulltrúa ungversku stjórnar- skrifstofunnar sem fer með 'kirkjuleg málefni. Heimildirnair telja að lausn máls Mindszentys sé langt undan, en viðræður Páfagarðs og stjórnar Ungverja- lands muni halda áfram. Heimildirnar segja að lokum, að fyrsti sendiráðsritari Banda- ríkjanna í Ungverjalandi hafi í dag rætt mál Mindszentys við fulltrúa ungvarska utanríkisráðu neytisins og í fylgd með sendi- ráðsritaranum hafi verið læknir sendiráðsins. ENA IShnitar SV Söhnútor SnjóLoma » Oii \7 Skúrir K Þrumur Wz, KutíoM ZS HihoHé H Hmf L Lm,$ UM HÁDEGIÐ í gær var snjó ur af Vestmannaeyjum var koma á Vestfjörðum og Norð mjög krappur stormsveipur urlandi, en vestlæg átt og skúr og hreyfðist NNA. Var von á ir á Suðurlandi, og bjartviðri áhrifum frá honum í dag á Austanlands. Um 1200 km suð Suður- og Austurlandi. tindi Mont Everest Nýju Dehlí, 9. maí (NTB): Birt hefur verið nafn Bandaríkja mannsins, sem kleif Mount Ev erest 1. maí sl. Heitir hann Jam es W. Whittaker. Með Whittaker kleif tindinn maður af Sherpa- ættflokknum, Gombu að nafni. Þeir féalgar voru hálfa klukku stund á tindinum og komu þar fyrir fánum þjóða sinna, Banda- ríkjamanna og Nepal. Þeir sögð- ust ekki hafa orðið varir við neitt, sem benti til þess að menn hefðu áður klifið tindinn. Bandaríski leiðangurinn, sem nú er í hlíðum Mount Everest, mun gera aðra tilraun til þess að klífa tindinn. Ætla leiðang- ursmenn að reyna að klíía hann að vestan, en það hefur aldrei verið gert áður. Varðbergs- sýningin endurtekin VEGNA þess að færri kom- ust að en vildu á kvikmynda- sýningu Varðbergs sl. laugar- dag, verður sýningin endur- tekin á morgun, laugardag, í Nýja Bíói, kl. 3 e.h. Sýndar verða myndir af Berlínar- múrnum, uppreisninni í Aust- ur-Berlín 1953, og sérstæð mynd af þýzka vandamálinu. Kínversk sendinefnd til Moskvu í júní París 9. maí (NTB) MHXSTJÓRN kommúnistaflokks Kína samþykkti i dag að senda refnd til Moskvu um miðjan júní nk. tU þess að ruða við fuU- trúa kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna um hugsjónaágreining- inn, sem ríkt hefur miili flokk- anna tveggja að undanfömu. Fregn þessi barst frá fréttastof- unni Nýja Kina til Parísar í dag. Formenn kínversku sendinefnd arinnar verða Teng Hsiao-Bing, aðalritari miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins og Peng Cheng, borgarstjóri Peking. —■ Hann á einnig sæti í miðstjórn- inni. Chou En Lai forsætisráðherra Pekingstjómarinnar skýrði sendi ’herra Sovétríkjanna í borginni frá ákvörðun miðstjórnarinnar, einni skýrði hann frá þvi, að miðstjórn kommúnistaflokks Kína myndi innan skamms svara •bréfi, sem henni barst frá mið- stjórn kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna 3. marz sl. Schnitler ákærður ffyrir morð á Ritu Hakonsen Bergen, 9. mal (NTB): — Skýrt var frá því í dag, að höfð að yrði mál í Bergen gegn Norð maninnum Carl Jacob Schnitler og hann sakaður um morð, nauðgun og ósæmUega framkomu við böm undir 16 ára aldri. Fyrir þessa glæpi er refsing allt að ævilöngu fangelsi. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, er Schnitler sak- aður um að hafa lokkað stúlku, Ritu Hakonsen, upp í bifreið sína nauðgað henni og myrt hana. 17500 Rússarenn Faldi hann líkið og fannst það ekki fyrr en nokkrum mánuð- um eftir að ódæðið var framið. Áður en Schnitler hitti Ritu Hakonson, hafði hann, sama kvöldið, hitt tvær íslenzkar syst ur, sem búa í Bergen. Fyrst hitti hann yngri systurina og var hún í fylgd með vinkonu sinni. Þær óku nokkurn spöl með Schnitler, en hann gerði þeim ekki mein. Síðar hifti hann eldri systurina, hún var ein á ferð og vildi ekki fara upp í bifreið Schnitlers. Schnitler hefur gengizt undir geðrannsókn og hafa læknar úr skurðað hann heilan á geðsmun um á Kúbu Washington, 9. maí (NTB): Nefnd innan öldungadeildar Bandaríkjanna birti í dag skýrslu um Kúbu. 1 skýrslunni segir m.a., að Bandaríkjamenn telji að nú séu um 17500 sovézkir hermenn á eyjunni, en kúbanskir útlagar í Bandaríkjunum telja, að um 40 þús. Sovéthermenn séu þar. Segir í skýrslunni, að Sovét- ríkin hafi hermenn á Kúbu í þeim tilgangi að hindra að inn rás verði gerð í eyjuna og einnig til þess að hindra landsmenn í að gera uppreisn gegn stjórn Cast- ros. Sovétríkin hafi gert Kúbu að miðstöð undirróðursstarfsemi og áróðurs og þaðan geti þau flutt útsendara sína, vopn og áróðurs- rit til annarra landa Mið- og Suð ur-Ameríku. Kópavogur Spilakvöld Sjálfstæðisfélag- anna í Sjálfstæðishúsinu Kópa- vogi í kvöld kl. 20.30. Skemmtinefndiu. ÓlafsfjÖrður Sjálfstæðisfélögin í Ólafsfirði halda almennan stjóramálafund í Tjamarborg, sunudaginn 12. maí, kl. 4 e.h. Frummælendur: Jónas G. Rafn ar, Magnús Jónsson, Lárus Jóns- son og Valdimar Óskarsson. Sjálfstæðisfélögin. HERMANN og LAXVEIÐIN MORGUNBLAÐIÐ vakti athygli á því sl. sunnudag, að Hermann Jónasson hefði þrívegis gert sér- kennilega samninga um laxveiðiréttindi í Grímsá. 24. nóv. 1958, þegar farið var að rykkta í vinstri stjórninni, leigði hann nokkrum heiðursmönnum í Reykjavík veiðiréttinn í Grímsá „um næstu 9 ár FRA 1. JÚNÍ 1963 AÐ TELJA“. Aður hafði þessi sami ráðherra, hinn 8. júlí 1953, leigt sömu mönnum ána „til næstu 10 ára“, þ.e. a.s. fram á mitt ár 1963. Samningurinn 1953 var gerður nokkrum dögum eftir að Framsóknarflokk- urinn hafði beðið ósigur í alþingiskosningunum og Hermann Jónasson ákveð- ið að hætta í ríkisstjórn. Einkennileg tilviljun átti sér líka stað áður. Það var 24. okt. 1941, þá Ieigði Her- mann Jónasson einum þeirra, sem síðari samning- anna nutu sömu réttindin í Grímsá „um 10 ára tíma- bil frá 1. júní 1939 að telja“. 7. nóv. sama ár veitti ríkisstjórinn ráðu- neyti Hermanns Jónasson- ar lausn frá embætti. Með hliðsjón af því, að þessar tilviljanir eru með eindæmum, hefur Mbl. bú- izt við því, að Hermann Jónasson eða málgagn hans myndi skýra hvemig í málum lægi. Enn hefur ekkert frá þeim heyrzt, en menn bíða skýringa. I 1 | 1 !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.