Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. maí 196 r MORCVNBL AÐ1D 13 -g ■». ..... ™ ™««— ......jM Nýir frambjóðendur Morgunblaðið mun á næstunni birta stutt viðtöl við þá fram- bjóðendur Sjálfstæðis- flokksins, sem aldrei hafa tekið sæti á Al- þingi, ennú skipa þýð- ingarmikil sæti á list- um flokksins. — Birt- ist hér hið fyrsta þeirra. MOBGDNBLAÐI9 hitti Sverri Hermannsson snöggv- ast að máli í gær, en hann er í öðru sæti á lista Sjálfstæðis- manna í Austuriandskjör- dæmi. Sverrir er einn af yngstu frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins við kosning- arnar nú, 33ja ára gamall. — Hvar ertu fæddur, Sverr- ir, og hverjir eru foreldrar þínir? — Ég er fæddur í Ögurvík í Ögurhreppi við ísafjarðar- djúp, og þar ólst ég upp til fimmtán ára aldurs. Faðir minn er Hermann Hermanns- son, ættaður af Ströndum, og móðir mín Salóme Gunnars- dóttir frá Djúpi, af Arnar- dalsætt. — Faðir minn var trilluformaður, en samhliða sjósókn rak hann smábúskap. — Varstu samfleytt í Ögur- vík til fimmtán ára aldurs? — Já, nema hvað ég stund- aði nám við Gagnfræðaskóla ísafjarðar einn vetur, meðan ég átti heima í Ögurvík. í>á var Hannibal Valdimarsson þar skólastjóri. Árið 1945 fluttist fjölskyldan * til Isa- fjarðar. Hélt ég námi áfram í gagnfræðaskólanum, braut- skráðist þaðan vorið 1947 og tók landspróf. Haustið 1947 hóf ég nám í Menntaskólan- um á Akureyri og lauk stúd- entsprófi þaðan vorið 1951. Um haustið innritaðist ég í Háskóla íslands og lauk prófi í viðskiptafræðum árið 1955. — Fórstu þá að starfa fyrir samtök verzlunarmanna? — Fyrst var ég fulltrúi I rúmt ár hjá Vinnuveitenda- sambandi íslands. I>á var ég ráðinn framkvæmdastjóri Verzlunarmannafélags Reykja víkur og gegndi því starfi þar til 1 ársbyrjun 1960. Þá varð ég fulltrúi hjá blaðaútgáf- unni Vísi. Frá því í septem- ber sl. hef ég verið fram- kvæmdastjóri Landssambands ísl. verzlunarmanna (L.Í.V.) Auk þess hef ég unnið fyrir bræður mína, sem stunda út- gerð. — Ert þú ekki líka formað- ur landssamtaka verzlunar- og skrifstofufólks? — Jú, ég hef verið formað- ur L.Í.V. frá stofnun samtak- anna 1. júlí 1957. — Hefur þetta ekki verið erfitt starf? — Það hefur verið mjög erilsamt allt frá upphafi. Framkvæmdast j ór astarf inu varð ég að gegna í hjáverk- um fyrstu árin. Það kostaði Sverrir Hermannsson ásamt konu sinni, Grétu Lind Kristjánsdóttur, og börnum þeirra. félagar tókum á leigu litla Skylda íslendinga aö sjá til þess, að viðreisninni sé haldið áfram Rætt við Sverri Hermannsson mikla vinnu að koma þessum samtökum á fót. Ég hef verið mjög heppinn með félaga og samstarfsmenn í L.Í.V., og er það grundvallaratriði þess, hve vel okkur hefir gengið. — Deila samtakanna við forystu Alþýðusambands Is- lands hefur vakið mikla at- hygli. ViltU eitthvað segja um það mál? — Ekkert annað en það, að við höfum unnið fullan sig- ur í þeirri hörðu baráttu við að ná fullum rétti okkar og viðurkenningu innan laun- þegasamtakanna í landinu. í því sambandi skiptir ekki höf uðmáli, þótt við höfum verið beittir órétti á síðasta Al- þýðusambandsþingi. Slíkar aðgerðir verða tæpast endur- teknar, ef ekki á að fara í verra. — Þú minntist á það áðan, að þú ynnir við útgerð bræðra þinna að einhverja leyti? — Já, ég á lítinn hlut með Gunnari bróður mínum í vb. Eldborgu frá Hafnarfirði, og hef ég snúizt smávegis fyrir hann í landi. Þá eru tveir aðrir bræður mínir í þann veginn að fá tvö ný skip frá Noregi. Hef ég annazt fyrir- greiðslu fyrir þá í því sam- bandi. — Eruð þið margir bræð- urnir? — Ég á fimm bræður, sem allir eru sjómenn, og fjórir þeirra eru skipstjórar. — Ég heyrði ávæning af því á seinasta ASÍ-þingi, að þú værir síldarsaltandi. — Það má til sanns vegar færa. Við fimm gamlir skóla- söltunarstöð norður í Siglu- firði. Það var Hannibal af- skaplegur þyrnir í augum, en góður var hann við vinn minn Guðmund Björnsson frá Stöðvarfirði ,og er hann þó stórtækari í þessum sökum en ég. — Hvernig lízt þér á að fara í framboð eystra? — Mér lízt í einu orði ágætlega á það. Það fólk, sem ég hef hitt eystra og að aust- an, hefur tekið ágæta vel við mér. Ég á eftir að koma víða þar eystra og kynna mér menn og málefni. — Hvernig er vígstaðan? — Ágæt, betri en nokkru sinni fyrr. Það er öllum ljóst, að sú stjórn, sem við höfum átt við að búa undanfarin ár, er hin langbezta, sem setið hefur hérlendis. Ég tel það skyldu okkar íslendinga að sjá til þess, að hún geti hald- ið áfram uppbyggingarstarfi sínu. Það er lífsspursmál fyr- ir okkur íslendinga. — ★ — Sverrir Hermannsson er kvæntur Grétu Lind Kristj- ánsdóttur frá ísafirði, og eiga þau hjón fjögur börn, 3ja til 10 ára, þrjár stúlkur og einn dreng. KVIKMYNDIR KVIKMYNDIR * ★ KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR DM: KVTKMYNDIR ■*■ Hafnarbió: Romanoff og Juliet. MYND ÞESSI, sem tekin er í lit-. um, er gerð efitir samnefndu leik- riti ensika rithöfundarins og leik- arans, Pefcer Ustinov, sem einnig er framleiðandi myndarinnar og deikstjórL — Margir hér munu fcannast við leikritið, því að það VEir sýhit í Þjóðleikihúsinu fyrir tfiáum árum. Ustinov leikur sjáilf- úr aðallhluitverkið í þessari mynd, ifiorseta lýðveldisins Condoria. Hefur hann leiikið þetta sama hlutverik víða þar' sem leikritið hefur verið sýnit og fenigið mikið lof fyrir, enda er hann ágætur leikari, svo sem sjá má í mynd- inni Spartacus, sem nú er sýnd í Háskólabíói, en þar fer hann mjög skemmtilega með eitt aif mieiriháittar hlutverkunum. — Þegar leikritið var sýnt hér, lék Robert Arnfinnsson forsetann með mikiili prýðL Myndin hefst á þingi Samein- uöu þjóðanna, þar sem verið er að greiða atkvæði um miikil- vægt mál. Atkvæðin hafa verið margtalin, en reynast alltaf jöfn. En þá kemur í ljós að eitt ríki hefur alveg gleymzt, lýðveldið Oonoordia, sem raunar enginn kannast við. Fulltrúi þessa litla lands er sjálfur forseti þess. Hann fer í ræðustólinn og lýsir yfir því í stuttri ræðu, að þar sem hann botni ekkert í því máii, sem sé til umræðu, þá geti hann ekki greitt atkvæði. Að því búnu gengur forsetinn út og hraðar sér út á flugvöll, þar sem einka- flugvél hans bíður. — Þairna hitt- ir forsetinn fyrir unga og fríða stúlku, Juliet að nafni, dóttur brezka sendiherrans í Concordiu, sem einnig er á leið heim til Conoordiu. — Þegar forsetinn kemur heim í ríki sitt gerast ýmsir atburðir. Juliet, sem hafði trúlofasit í Bandaríkjunum, verð- ur ástfanginn af ungum og mynd- arlegum manni í Gonoordiu og hann í henni og á forsetinn sifin þátt að þessu, enda tekur hann mál þetta í sínar hendur og leys- ir það á mjög snjallan hátt. Var það þó ekki vandalaust verk, því að foreldrar elskendanna verða ókvæða við þegar þau kom ast að ástum unglinganna. enda er hér um að ræða brezku sendi- herrahjónin og rússnesku sendi- herrahjónin, en þau eru foreldr- ar Romanoffis, elskhuga Juliets, og höfðu ætlað honum atlt ann- an ráðahag. — En eins og áður segir, tók forsetinn sem er hjarta góður og friðelskandi maður, málið í sínar hendur og ræður því farsællega til lykta. — Þetta er aðeins önnur hlið þessarar skemmtilegu myndar, því jafn- framt gerir hofundurinn góðlát- legt gys að gagnkvæmum njósn- um hinna tveggja sendiherra og lætur forsetann nota sér þessar njósnir á skemmtilegan hátt til þess að afla fjár í ríkiskassann. Mynd þessi er afbragðsskemmti leg, vel gerð og ágætlega leikin. Ustinov er frábær í hlutvenki forsetans, Sandra Dee heillandi í hlutverki Juliet og leikur henn- ar mjög góður. Þá er og John Gavin prýðilegur sem Romancnff og þeir Akim Tamiroff og John Philips, sem leika rússneska og brezka sendiherrana fara mjög skemmtilega með hlutverk sán. Stjörnubíó: Maðurinn frá Scotland Yard. MYND ÞESSI er ensk-amerísk, leikstjóri er John Ford, en Jack Hawkins leikur aðalhlutvenkið, yfirleynilögreglumanninn Gid- eon. Myndin hefst á þvi, að Gideon fær vitneskju um það, að einn af fulltrúum Scotland Yard, Kirk by að nafni, hafi þegið mútur a£ glæpamönnum sem stunda eiturlyfjasölu í umdæmi hans. — Gideon heldur þegar til Seotland Yard og ber á Kirkby þessar sakir, enda hafði hann fleiri sann anir fyrir sekt hans. Lauk þessu svo að Gideon rekur Kirkby úr starfinu. Skömmu síðar er fram- ið bíræfið peningarán, — mikilli tfjárhæð slbolið frá bókhaldana nakkrum. Gideon segir konu Kirkby’s hversu komið er fyrir manni hennar, en hún neitar öll- urn ásökunum á mann sinn en er þó mjög hrædd og taugaóstyrk. Um það leyti sem Gideon er hjá frú Kirkby, berst honum fregn um að Kirkby hafi látið lífið í umferðarslysi, en bifreiðin ekið á brott af slysstaðnum, en síðar kemur í ljós að hjólförin eru hin sömu og fundust er peningaránið var framið. — í skrifborðsskúfifu Kirkby’s finnst mynd af stúlku, Joanna Delafield og kemur hún síðan allimikið við sögu. Hún neitar að hafa þekkt Kirkby, en bregður þó mjög er hún fréttir iát hans ... Er ekiki að orðlengja það að Gideon tekst að komast fyrir þá glæpL sem þarna hafa verið framdir og hafa hendur í hári bófunum... Það er mikil spenna í þessari mynd og Jack Hawkins hefur aldrei leikið betur, og er þá tölu- vert sagt. En það sem gefur myndinni alveg sérstakt gildi er hinn bráðskemimtilegi „húmor*4, sam hún er krydduð með. Kosningaskrif- stofa Sjdlfstæð isflokksins UTANKJÖRSTAÐA- KOSNING er I Valhöll við Suðurgötu. Skrifstofan er opin alla daga kl. 10 f. h. til kl. 6 e. h. Stuðningsfólk Sjálfstæðis- flokksins er beðið að hafa samband við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varð- andi kosningarnar. \ Gefið skrifstofunni upplýs- ingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördegi innan- lands og utanlands. Utankjörstaðakosning hefst sunnudaginn 12. maí. !Símar skrifstof unnar eru 23118 — 22136.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.