Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. maí 1963 MORCVWBL4Ð1Ð 3 I I I I TOGARINN Narfi, sem und- anfarið hefur verið í Þýzka- landi, þar sem miklar og gagn gerar breytingar hafa verið gerðar á útbúnaði skipsins, kom til Reykjavíkur í fyrri- nótt. Byggt hefur verið yfir bakborðshlið skipsins og þar verið komið fyrir afkasta- miklum Iiraðfrystitækjum, þar sem allur aflinn verður heilfrystur. Með þessum hætti verður fiskurinn margfalt verðmeiri, og hefur þegar verið tryggður markaður fyr- ir aflann til fullvinnslu í Bretlandi. Togarinn Narfi, sem er eign Guðmundar Jörundssonar er byggður í Þýzkalandi árið 1960, 890 lestir að stærð. Var hann smíðaður með sama hætti og aðrir íslenzkir tog- arar, þannig að hann gat tog- að á báðar hliðar skipsins. Þegar í árslok sama ár, þegar afli togaranna fór sí- minnkandi, var Guðmundur Jörundsson farinn að athuga möguleika á að auka afla- verðmætið með breytingum á togaranum. Kom þá helzt til greina ný aðferð sem verk- smiðjurnar J. & Hall í Bret- landi voru að ljúka við að gera hagstæðar tilraunir með á gömlum togara, „Northern Wave“. Varð að samkomu- lagi, að fyrirtækið gerði áætl- un um breytingarnar, en jafn- framt að beðið skyldi með sjálfa framkvæmd verksins, þar til reynsla væri komin af skuttogaranum Lord Nelson, sem lokið var við að smíða snemma árs 1961 og útbúinn 'Mr. Ranken og Guðmundur Jörundsson standa á þaki stál- húSsins, sem byggt var undir frystitækin. Niðri sést rétt í end- ann á færibandið, sem flytur fiskinn af dekkinu í tækin. um síðan stýrt með skilbrett- um niður rennur að frysti- tækjunum. Tækin eru sex, og tekur 3 tíma að frysta hverja hleðslu þeirra, þannig að lát- ið er í tæki á hálftíma fresti. Hvert tæki frystir í einu % lest, 10 blokkir, sem hver er 10 cm þykk og vegur um 50 kg. Hraðfrystitækin fram- leiða 40 stiga frost, og þegar blokkirnar eru frosnar, síga þær á vökvalyftum beint úr tækjunum niður í lestina, þar sem þeim er raðað til geymslu í 29 stiga frosti. Lestarrými skipsins minnk- ar nokkuð, það tók áður um 400 lestir, en tekur nú 300— 320 lestir. — Þyngdarhlutföll skipsins breyttust við þessar breytingar, og var það rétt af undir eftirliti Lloyds-skipa- tryggingafélagsins. Fréttamenn áttu tal við fulltrúa verksmiðjunnar J. & E. Hall Ltd., M. B. F. Ranken, sem kom hingað til landsins ásamt þremur sérfræðingum verksmiðjunnar, til að fylgj- ast með vélunum. Sagði hann, að vonir stæðu til að þessi breyting á Narfa mundi ryðja brautina fyrir breytingar á fleiri togurum margra landa. Rekstursgrundvöllur stærri togaranna færi sífellt versn- andi, bæði vegna útfærslu landhelgi ýmissa landa, auk- innar samkeppni og versnandi aflabragða. Tæki þessi væri hægt með eóðum árangri að Narfi kominn heim eftir miklar breytingar Þessi mynd var tekin þegar verið var að reyna eitt tækjanna í Narfa áður en þau voru sett um borð í hann í Grimsby. Gólfið, sem sést á miðri myndinni er á sama stað og þilfarið. Fiskurinn er settur ofan í tækin í tíu hólf, en þegar frystingu er lokið eftir 3tíma síga blokkimar á vökvalyftu niður í lest- ina, þar sem þeim er staflað til geymslu. Tækið er nú í þeirri stöðu. var tækjum af þessari gerð. Á grundvelli þeirrar reynslu, sem fékkst af Lord Nelson og togaranum Junella, sem var með sömu tækjum, voru smíðuð tæki, allmikið breytt og endurbætt, og er Narfi fyrsta skipið, sem not- ar þessa nýju gerð tækjanna. Jafnframt er Narfi fyrsti tog- arinn, sem breytt er fyrir þessa geymsluaðferð, en áður hafa tækin aðeins verið sett í tvo nýsmíðaða togara. Tækjunum er komið fyrir í stálhúsi, sem byggt er bak- borðsmegin á fiskidekki, jafn- háu bátaþilfarinu, þannig, að jafnframt myndast bein gang- leið af bátadekki fram á hval- bak. Gert er að fiskinum úti á dekki og honum síðan kastað á færiband, sem liggur aftur með frystiklefanum. Er hon- setja í skip, sem væru yfir 500 lestir, og hann teldi mjög athugandi að gera þessar breytingar á skipum, sem væru ekki eldri en 12 ára. Búið væri að gera tilraunir með þessi tæki á öllum fisk- tegundum, og hefðu þær gef- izt vel. Lúða væri reyndar of stór, en aðstaða væri í skip- inu til að geyma hana í ís, svo og til bráðabirgða þann fisk, sem ekki ynnist tími til að frysta hvern dag. — í reynsluferð Lord Nelsons var aflinn liðlega 200 lestir af þorski og úr þeim afla voru aðeins um 100 þorsk- •ar, sem voru of stórir fyrir tækin. Guðmundur Jörundsson kvað breytingarnar hafa kost- að um 11 milljónir. Ekki verður fjölgað skipverjum, Frarnh. á bls. 17. Einn brezku sérfræðinganna að athuga tækin. Þánnig munu ’hásetarnir standa við að koma fiskinum fyrir í hraðfrysti- tækin. STAKSTIINAR Kommúnistaþjónkun framsóknar Ritstjóri „Þjóðviljans“ gefur i gær greinargóða lýsingu á und- irgefni framsóknarleiðtoganna við kommúnista á undanfömum árum. Hann segir: „Tíminn hefur að undanförau ráðizt harkalega á Þjóðvaraar- flokkinn fyrir að ganga til sam- vinnu við Alþýðubandalagið án þess að setja nokkur skilyrði um innri mál þess. í þessu máli fylgir Þjóðvamar flokkurinn augljósu fordæmi. Framsóknarflokkurinn hefur ver ið í stjómarsamvinnu við Al- þýðubandalagið í nærri þrjú ár án þess að setja nokkur þau skil- yrði, sem Tíminn talar um. Siðan hefur Framsóknarflokkurinn haft mjög nána samvinnu við Al- þýðubandalagið á þingi og utan þess, flutt með því sameiginleg frumvörp og tillögur, kosið með því í nefndir og ráð og svo fram- vegis, og aldrei hefur einn ein- asti ráðamaður Framsóknar- flokksins orðað nokkur þau skil- yrði, sem nú er flikað í Tíman- um. Nú síðast 1. maí kvaðst Fram sókn styðja kröfugöngu verka- lýðsfélaganna, enn sem fyrr án þess að setja nokkur skilyrði“. „Tómaliljóð“ Þór, blað Sjálfstæðismanna á Austurlandi, birtir nýlega grein um frammistöðu stjórnarandstöð- unnar, þar sem segir m.a.: „Ekki mun það hafa farið fram hjá neinum, sem hlustaði á útvarpsumræðuraar af sæmi- legri athygli, hve mikið tóma- hljóð var í árásum stjómarand- stæðinga. í stjórnmálum er það af eðlilegum ástæðum auðveld- ara að halda uppi árásum en vörnum, því lengi má benda á hluti, sem betur mega fara og stjórnarathafnir eiga það ekki ætíð sameiginlegt að vera nauð- synlegar og vinsælar. En þegar athafnir núverandi ríkisstjóraar eru teknar til rækilegrar umræðu eins og gert var, sýnir það sig, að rétt hefur verið stefnt með aðgerðum núverandi ríkisstjóm- ar. f efnahagsmálum hefur þjóð- arbúinu skilað drjúgum áleiðis á réttum vegi, og í fjöldamörg- um málum öðrum hefur verið unnið mikið og gott starf á veg- um núverandi ríkisstjóraar“. SÍS þarfnaðist gengisjactíiöflaj- -itþýðublaðið hefur nokkrum sinnum að tmdanfönu varpað fram fyrirspumum til framsókn armanna um afkomu frystihúsa SÍS á sl. ári. Hefur þetta verið gert í tilefni þess, að það hefur verið eitt aðalárásarefni stjóra- arandstæðina á núverandi ríkis- stjórn, að gengislækkunin 1961 hafi verið óþörf, sem vitaskuld ætti að þýða það, að útflutnings- atvinnuvegirnir hefðu getað kom izt af án hennar. Hins vegar hef- ur borið svo við, að bæði SÍS og Tíminn hafa kosið að hylja af- komu frystihúsanna hjúp þagn- arinnar, þar til í fyrradag, að Tíminn játar, að afkoma þeirra hafi ekki verið með neinum glæsi brag. Um þetta segir svo Alþýðu blaðið í gær: „En nú hefur Tíminn játað, að frystihús SÍS hafi ekki gert bet- ur en að bera sig á árinu 1962. Þá sér hvert mannsbam, að ef gengið hefði ekki verið lækkað haustiö 1961, þá hefði orðið gífur Iegt tap á þessum frystihúsum — eins og raunar öllum útflutn- ingsatvinnuvegunum á síðasta ári, og að sjálfsögðu hefði því tapi verið velt yfir á almenning. Þetta var það, sem ríkisstjórain og Seðlabankinn sögðu. Þess vegna var það ill nauðsyn að lækka gengið 1961“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.