Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 10
10 MORC.VJSBL AÐIB FSstudagur 10. maí 1963 Svar til dr. Bjarna Olga Pétursdóttir gefur andlitsnudd, áður en tekið er úr rúllunum. Sólborg Guðjónsdóttir réttir henni hjálparhönd. IMý snyrti og nuddstofa HÁRGREIÐSLUSTOFA Aust urbæjar, Laugavegi 13 í Reykjavík, hefur nú nýverið sett á stofn snyrti- og nudd- stofu, sem starfar í samvinnu við hárgreiðslustofuna. Geta nú viðskiptavinirnir fengið nudd og bað fyrir hárlagn- ingu, látið snyrta á sér hend- ur og fætur meðan þeir sitja í hárþurrkunum og fengið andlitssnyrtingu áður en greitt er úr hárinu. Þannig eru allir þættir almennrar snyrtingar sameinaðir. María Guðmundsdóttir,' hárgreiðslu- meistari, veitir hárgreiðslu- stofunni forstöðu, Olga Pét- ursdóttir og Sólborg Guðjóns- dóttir sjá um snyrti- og nudd- stofuna. Sólborg Guðjónsdóttir og Olga Pétursdóttir sögðu í sam tali við blaðamenn fyrir skömmu, að þær legðu aðal- áherzlu á svonefnt megrun- ar- og afslöppunarnudd, en að sjálfsögðu veittu þær ann- að nudd, ef beðið væri um. Olga er nýkomin frá námi í Þýzkalandi, þar sem hún nam sjúkra- og andlitsnudd, en einnig svokallað reflex-nudd og fótsnyrtingu. Hún sagði, að mikilvægasti þáttur nuddsins væri að nudda upp vöðva og örfa blóðrásina. Benti hún á, að margar konur væru með sundurskorna vöðva vegna þess að þær hefðu um langt tímabil gengið í of þröngum brjóstahöldurum og maga- beltum, en það væri hægt að laga á stuttum tíma með nuddi. Aðspurð sagði Olga, að það færi eftir .vilja viðskiptavin- arins hve mikið hann grenn- ist í megrunarnuddkúr, það færi eftir mataræði og fleiru. Algengast væri að konur létt- ust um 4—5 kg. í 10 tíma kúr, en þetta væri dálítið misjafnt. Sólborg Guðjónsdóttir er útlærð nuddkona frá Dan- mörku. Hún sagðist fara til útlanda í sumar að kynna sér nýjungar á sviði nudds og snyrtingar. Jafnframt væri hún að hugsa um að læra að leiðbeina konum að velja hár- greiðslu við sitt hæfi; slíkt væri sérstakt nám og óháð | hárgreiðslunáminu. Hárgreiðslustofa Austurbæj ar flutti fyrir einu ári í nú- verandi húsakynni að Lauga- vegi 13. Þau eru rúmgóð og vistleg. Snyrti- og nuddstof- an hefur tvö herbergi og bað til umráða og er þegar annað herbergið fullbúið öllum nauð synlegum tækjum, en unnið er að því að innrétta hitt her- bergið. N Ý T T belti getur gerbreytt gömlum kjól. Góð belti úr leðri eru frekar dýr, en hægt er að notast við gömul belti með smábreytingum, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd um: Beltið til vinstri er búið til: Framstykkið er skorið úr breiðu leðurbelti, sem krækt er saman. Stykkið er 25 cm. á lengd. Þrjú göt eru gerð við hvorn enda og í hvert þeirra sett lítill hringur, gard- ínuhringur eða lyklakippu- hringur. í hringina er krækt keðju sams konar og notaðar eru í baðkerstappa. Gæta skal þess að mæla lengd keðj- unnar nákvæmlega, áður en hún er fest í hringina. Beltið á myndinni í miðj- unni er búið til úr gömlu belti. Framhlutinn er klippt- ur frá og endarnir skornir í boga. í framhlútann er notað sams konar efni og er í kjóln- um. Það er 30x5 cm. á stærð, saumað tvöfalt og fóðrað með vlieseline. Beltið er krækt saman. Beltið til vinstri er skreytt með litskrúðugri sökku á færi. Öngullinn er fjarlægð- ur og sakkan fest með keðju á beltið. Beltið er krækt að aftanverðu, og ef vill má skreyta það með götum sem sett eru með jöfnu millibjUi eftir endilöngu beltinu. Kæri hr. ritstjói! ERINDI mitt við yður er að biðja yður að birta nokkrar at- hugasemdir við bréf Dr. med. Bjarna Jónssonar til yðar. Mér báust tvö blöð sama daginn, Þjóð viljinn og New Yok Times, með greinum sem víkja að rómversk- katólsku kirkjunni. Ég reyni að vera stuttorður. Erindi mitt um Skálholt hefir nú birzt sérprentað. Engum, sem les það getur dulizt að tilgangur inn með því að víkja að fjármál- um trúboðsins er eingöngu sá, að sýna fram á velvild og um- burðarlyndi hinna íslenzku mót- mælenda gagnvart starfsemi trú- boðsins, en ekki sá að gagnrýna þá framkomu, né að halda því fram að spítali þess sé rekinn í ábataskyni. Dr. Bjarni segir ósatt. í erindinu er tvennt gagnrýnt: fáfræði margra landa minna í sögu þjóðar sinnar og kirkju og svo ósæmandi framkoma trú- boðsins gagnvart þjóðlegum verðmætum okkar í skjóli vel- vildar þeirrar, sém því hefir ver- ið sýnd. Sú velvild er sérstaklega áberandi þegar tillit er tekið til hlutskiptist trúboðs mótmælenda í katólskum löndum. Dr. Bjarni takmarkar bréf sitt við tvennt: fórnfúst starf St. Jósefssystra og fjárhagslegt gildi þess fyrir þjóðina. Hvorttveggja er rétt mat, en þó langt frá að vera einhlítt. Þegar Landakots- spítali var reistur strax upp úr aldamótunum hurfu fslendingar „frá því ráði að sinni“ að byggja eigin spítala. Frásögn svipaðs eðlis er í ævisögu séra Árna Þór arinssonar um spítalabygging- una í Stykkishólmi. Áhrif svona hjálpar eru því ekki alltaf aðeins góð. Bygging katólska spítalans dró úr framtaki íslendinga sjálfra. Nú á dögum vilja hinar vanþróðuðu þjóðir helzt ekki svona hjálp. Og Norðurlandaþjóð irnar ætla að miða hjálp sína til þessara þjóða, við þá afstöðu. Einu sinni hjálpuðu Norðmenn og síðar Danir okkur íslending- um með því að taka að sér verzl un okkar. Afleiðingarnar fyrir okkur urðu örlagaríkar. Það er mikill vandi að hjálpa öðum svo vel fari. Mér er farið eins og Dr. Bjarna, ég dáist að þeim sem vinna mannúðarstörf, eins og systurnar gera. Sumir gera þetta af því að þeir elska guð. Aðrir gera þetta af því að þeir elska mennina. Enn aðrir gera þetta af því að þeir elska guð í mannin- um, og sá grundvöllur er víst erfiðastur. Ég held að systurnar myndu ekki vilja að starf þeirra væri kallað strit. Nákvæmur lestur skrifa Dr. Bjarna sýnir, að hann fullyrðir ekki að þjónustu spítalans sé eins góð og annarra spítala, þótt hann noti orðalag, sem í fyrstu virð- ist eiga að gefa það til kynna. En þessu máli hreyfði ég alls 3ja herb. íbúð Til sölu 3ja herb. íbúð á Seltjarnarnesi. Gott verð og skilmálar. — Uppl. gefur INGI INGIMUNDARSON, HRL. Tjarnargötu 30 — Sím; Húsnœði í Miðbænum ca. 100 ferm. til leigu. Hentugt fyrir saumastofu eða léttan iðnað. Tilboð auðkennt: „100 — 5892“ sendist Morgunblaðinu. Sir Winsfon Churchill segir: Hættulegt fyrir Bretu oð afsalu sér sjólfstæðum kjurnorkuher London, 3. maí (NTB). SIR W'INSTON Churchill sagði í dag á fundi íhaldsflokksins, að það væri hættuleg braut, sem Bretar legðu inn á, ef þeir afsöl- uðu sér sjálfstæðum kjarnorku- her. Sir Winston benti á, að tii skamms tíma hefðu allir stjórn- málaflokkar landsins, íhaldsflokk urinn, Frjálslyndiflokkurinn og Verkamannaflokkurinn verið sam mála um það, að Bretum væri nauðsynlegt að eiga kjartvxrku- vopn. Sir Winston sagði, að án kjarn- orkuvopna til landvarna yrðu Bretar að treysta algerlega á bandamenn sína í þeim efnum og rödd þeirra innan Atlantshafs bandalagsins, sem talað hefði máli friðarins, myndi missa þann þunga, sem hún hefði haft til þessa. Sem kunnugt er, er það stefna brezka Verkamannaflokksins, að Bretar 'vfsali sér kjarnorkuvopn- um. ekki í erindi mínu. í Danmörku var rekstri katólskra spítala breytt um 1935, þannig að allir katólskir spítalar þar í landi eru síðan reknir á sama grundvelli og spítalar ríkis og sveitarfélaga, þar með talin öll þjónusta hjúér- unarliðs og lækna. í sambandi við bréf Dr. Bjarna datt mér í hug smásaga, sem ég las fyrir stuttu. Hún er á þessa leið: Indverji nokkur kom þar sem menn voru að vinna. Hann spurði þann fyrsta hvað hann væri að gera. Bera grjót, svaraði hann. Annar svaraði sömu spurn ingu: ég er að byggja hús. Hinn þriðji svaraði: ég er að byggja musteri. Við skulum segja að trúboðið sé að byggja hús. Hverskonar hús? Dr. Bjarni myndi svara á þá leið að sér kæmi það ekki við, systurnar eru góðar mann- eskjur. En annar kynni að spyrja: er verið að byggja veggi eða múra, sem kljúfa þjóðina, eða jafnvel andlegt fangelsi? Þýzka þjóðin skiptist í tvo ámóta stóra hópa: mótmælendur og kató- likka. Munur á lifsskoðunum, mati á manninum og þjóðfélags- verðmætum, er þar ótrúlega mikill. Útkoman er að sú þjóð- arleifð, sem Þjóðverjar eiga sam eiginlega, er oft hlutir, sem i okkar augum eru hvað minnst girnilegir til eignar. Enda hafa Þjóðverjar nútímans ekki verið farsæl þjóð. Mér kemur trúboðið ekkert við, á þessa leið skrifar Dr. Bjarni. En einhverjum kemur það við, sjálfsagt öðrum. En í þjóðfélagsmálum uppgötva menn fyrr eða síðar hverjir eru aðrir, hverjir eru hinir. Við erum ævinlega hinir. Þessvegna þarf að athuga vandlega hvaða hlut- skipti hinum er ætlað, ekki síð- ur en okkur. Hvar sem rómversk-katólska kirkjan er í greinilegum minni hluta, stendur oftast einhver styr um hana. í- erindi mín veik ég að hinni trúarlegu hlið þessa máls. En fleira kemur til. Róm- versk-katólska kirkjan hefir ævinlega pólitísk markmið. Hin rómversk-katólska klerkastétt sækir stöðugt eftir veraldlegu valdi, þótt hún hafi á seinustu tímum neyðst til að beygja sig fyrir staðreyndum, sem hún hefir ekki ráðið við. í áðurnefndu blaði New York Times er leiðari um kosningarn ar á Ítalíu. Blaðið spyr á þá leið, hvernlg kommúnisminn geti orð- ið svona sterkur í katólsku landi. Þar sé stærsti kommúnista flokkur í Vestur-Evrópu. Það svarar sjálft. Fram til ársins 1919 bannaði katólska kirkjan borgur unum að taka þátt í þingkosn- ingum. Þeir, ítalir, sem hafa aldrei fengið tækifæri — sem þjóð — til að læra að skilja nú- tíma lýðræði, segir blaðið. Fyrst kom fasisminn, síðan síðari heimsstyrjöldin, og nú efling kommúnismans. Þetta er upp- skeran. Dr. Bjarna finnst að trú sé einkamál hvers manns. Það ætti hún að vera. En hún er það oft ekki, einkum ef rómversk-kat- ólska kirkjan er annarsvegar. Á tímum kreppunnar miklu sagði talsverður hluti íslenzkra menntamanna hinu íslenzka þjóð félagi og stofnunum þess upp trú og hollustu, ef ekki í orði þá 1 verki. Þar sem menntamennirnir leggja að sjálfsögðu til megin- hluta forystunnar í velferðarmál- um þjóðarinnar, þá getur slík þróun reynzt hættuleg, og er undir öllum kringumstæðum óæskileg. Gegn hugsanlegum end urtekningum þarf að vinna. Rétt mat á sögu og samtíð er þvi nauðsyn. Benjamín Eiríksson. {'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.