Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Föstudagur 10. maí 1963 Per Jacobsson íorstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins Ánægjulegt kveðjuhóf fyrir Kjartan Jóhannsson og fjölskyldu Útför Per Jacpbssons, forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer fram í London í dag Hans verður lengi og víða minnzt ekki aðeins vegna hins þýðing- armikla starfs hans sem yfir- manns samtaka 84 landa um gjaldeyris- og fjármál heldur ekki síður vegna óvenjulegra hæfileika hans og heillandi per- sónuleika. Per Jacobsson fæddist í smá- bæ á vesturströnd Svíþjóðar fyrir rúmum 69 árum, en meiri hluta ævinnar bjó hann utan heimalands síns, lengst af í Sviss en síðustu 6 árin í Washington. Árið 1920 réðist hann sem hag- fræðingur til hins nýstofnaða Þjóðabandalags í London, áður en skrifstofa þess fluttist til Genfar. Árið 1931 varð hann hag- fræðingur Bank for International Settlement í Basel og gegndi því starfi í 25 ár, þar til hann tók við stjórn alþjóðagjaldeyrissjóðs ins í Washington haustið 1956. í yfir 40 ár hafði Per Jacobsson starfað fyrir alþjóðastofnanir og er vafasamt, að nokkur annar maður hafi haft jafn langa og fjölbreytta reynslu á þvi sviði og hann. Hann var til fyrirmynd- ar sem alþjóðastarfsmaður, víð- sýnn og réttsýnn í dómum sín- um um lönd og lýði, sem byggð- ir voru á alhliða þekkingu og málakunnáttu samfara skarp- skyggni, samúð og skilningi. Enda þótt hann væri alþjóða- sinni og heimsborgari, var hann stoltur af sínum norræna upp- runa. Heyrt hefi ég hann segja, að hann liti á öll Norðurlödin fimm sem sín föðurlönd. í þeim hóp var ísland ekki talið með aðeins til málamynda, heldur fann hann til náinna tengsla við íslendinga, ekki sízt eftir að Bir- git, dóttir hans, giftist Birni Björnssyni, ræðismanni íslands í Minneapolis. Hingað til lands kom hann 1954 og hélt þá fyrir- lestur í háskólanum. Per Jacobsson var gæddur miklum forustuhæfileikum, enda óx starfsemi, áhrif og álit Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins mjög undir hans stjórn. Hann hafði ákveðnar skoðanir á fjármálum og peningamálum en var laus við alla bókstafstrú. Verðbólga og óstjórn voru hans höfuðfénd- ur. Veraldarsagan sýndi, að hans dómi, að réttlæti og framfarir gætu ekki þróazt nema verðgildi peninga héldist stöðugt. Við de Gaulle sagði Per Jacobsson árið 1958: „Ekkert land, sem hefur slæman gjaldmiðil, getur notið virðingar annarra þjóða. Ef þér gætuð tryggt Frökkum stöðugt peningagildi, gætu þeir þolað ó- stöðugt stjórnmálalíf. Fjárhags- legur og pólitískur órói reyndist jafnvel Frökkum ofurefli síðan 1919. Gætuð þér gefið Frökkum góðan gjaldmiðil, eins og gull- franka Napoleons, sem hélt gildi sínu frá 1802 til 1914, þá hafið þér veitt frönsku þjóðinni varan lega þjónustu.“ Þessi boðskapur Jacobssons á víðar við en í Frakk landi. í störfum sínum sýndi Per Jacobsson dirfsku og varkárni og sagnaritarar seinni tíma eiga eftir að staðfesta, að hans ráð og ákvarðanir hafa oftast reynzt heilladrjúg. Þrátt fyrir alvöru þeirra verkefna, sem hann fjall- aði um, tókst honum venjulega að blanda þar saman við sína ó- viðjafnanlegu kímni. Með við- eigandi gamansögum tókst hon- um oft að bregða nýju ljósi yfir vandasöm mál og greiða fyrir lausn þeirra, enda var hann sér- staklega laginn samningamaður. Framkoma hans var svo eðlileg og elskuleg, að hann var virtur og dáður af öllum, sem kynnt- ust honum. Á sviði alþjóðafjár- mála verður það skarð, sem myndazt hefur við dauða Per Jacobssons, vandfyllt. Þórhallur Ásgeirsson. • Ferðamálin á íslandi í molum Velvakanda hefir borizt svo- fellt bréf: „Á mannamótum er þess gjarnan getið, hve stórstígar framfarir hafi orðið hérlendis í ýmsum efnum. Minnst er þeirra sigra er unnizt hafa og glaðst yfir velmegun og nægri atvinnu. Á sama tíma er öllum ljóst, að fjárhagsörðugleikar þjóðarinnar eru æ hinir sömu og bregðist vertíð eða tvær geti þessir sigrar snúizt upp í ósigra og allt væri unnið fyrir gýg. Afkoman byggist nær ein- göngu á þessu happdrætti, sem fiskveiðarnar eru og fjöldi landsmanna hugsar aðeins í málum og tunnum. Velmegun undanfarinna ára hafa leitt af sér sinnuleysi um aðrar upp- vaxandi atvinnugreinar, sem gætu gefið þjóðinni miklar og sívaxandi gjaldeyristekjur, þegar sýnt er, að fiskveiðarn- ar einar geta ekki staðið undir þjóð arreks trinum. • Áhugaleysi ráðamanna Sinnuleysið. og áhugaleysi ráðamanna um ferðamálin hér á landi vekur furðu margra. Meðan aðrar þjóðir hafa gert þetta að höfuðatvinnuveg sín- um og næsta berjast um ferða- mennina sitja íslendingar með ísafirði 8. maí. Fianmtudags- kvöldið 2. maí s.l. efndu borg- arar á ísafirði til kveðjuhófs í Templ araihúsirru fyrir Kjartan Jóhannsson lækni og alþingis- mann, og fjöLskyldu hans. Sátu hófið 140 manns, eða eins marg- ir og kotnust í húsið, en mörg- um varð að neita uim þátttóku. Al/ls voru haldnar 15 ræður, auk þess sem heiðursgestirnir töiuðu, þau Jóna B. Ingvarsdóttir og Kjartan Jóihaninsson. Heiðursgiestunum voru færðar þakkir og ámaðaróskir og þekn afhent fögur blómakarfa. Allir viðstaddir skrifuðu nöfn sán í gestabók undir skrautritað áva>rp og frú Jónu afhent bókin að sam sætinu loknu. hendur í skauti. Hér er gild- andi löggjöf um ferðamál, sem engan á sinn líka á öllum Vest urlöndum. Verður að leita ekki skemur en til Rússlands eða Kína til að finna einhverja samjöfnun. Skv. löggjöf þess- ari hefur ríkinu einu verið ætlað að gína yfir öllum þátt- um ferðastarfsemi í landinu. Verkefni Ferðaskrifstofu Ríkis- ins og þeirra fáu manna sem þar vinna eru hin sundurleit- ustu. Þeir eiga að annast land- kynningu alla og taka á móti hverjum einasta ferðamanni er hér stígur fæti sínum, þeir hafa eftirlit með veitinga og gisti- húsum, annast ferðaskrifstofu- starfsemi fyrir íslendinga, reka minjagripasölu, halda náms- skeið fyrir væntanlega leið- sögumenn, hafa umboð fyrir kaupstefnur erlendis og marga aðila, svara bréfum sem jóla- sveinum berast o, m. fl. Ekki er mér kunnugt um hvort (ferðaskrifstofan ætlar að stofna bílaleigu í nánustu framtíð. • Skortur á land- kynningu stofu ríkisins ekiki tekizt að K veðj u-samsætið stóð fram yf- ir miðnætti og var í alla staði mjög ánægjulegt. Komu þar glöggt í ljós almennar vinsældir Kjartans læknis, konu hans og barna. Á milli ræðanna skemmtu menn sér með almennum söng, er Ragnar H. Ragnar stjórnaði. Skarðsmótið á Siglufirði Siglufirði, 8. maí: — Áformað er, að svonefnt Skarðs mót skíðamanna, svig og stórsvig karla og kvenna, fari fram í sinna hverju einstöku verkefni sem skyldi. Landkynningar- starfsemin er lítil og varumáttug hafa þó flugfélögin bæði gert þar stórátak. Um útgáfustarf- semina má t. d. geta þess að aðeins eru til 2—3 bæklingar um landið á erlendum tungu- málum til almennrar dreifing- ar auk þeirra, sem Flugfélag íslands hefur gefið út. Ekkert er til um héruð eins og Mý- vatn, Þingvelli eða Öræfi eða staði eins og Akureyri, Siglu- fjörð eða Hveragerði. Ekki er nóg að landið sé fagurt og frítt, þegar enginn veit það né á þess kost að afla þeirrar vitneskju. Eftirlit með gististöðum er lítið sem ekkert. Sumir hinna fáu gististaða eru ekki nógu vel reknir og í heild má segja að íslendingar séu illa undir það búnir að taka á móti aukn- um straumi ferðamanna. í málum þessum í heild þarf algjöra hugarfarsbreytingu. Okkur skortir heilbrigða lög- gjöf um ferðamál og mættum stofu Ríkisins ekki tekizt að taka þar nágrannalönd okkar til fyrirmyndar. Ferðaskrif- stofu Ríkisins ætti að vera fal- ið að sjá um landkynningar- starfsemina eingöngu, enda ærið verkefni. Hið opinbera ----------------------------—• Kjartan Jóhannsson er þegar tekinn við embætti sínu sem hér- aðslæknir í Kópavogi, og er f jöl skylda hans á förum suður. Kjartan Jóhannsson fluttisit til ísafjarðar árið 1932 og hefir ver- ið starfandi læknir hér frá þeim tima. Myndina tók Árni Matthiiasson. Skarðdalsbotni 1. og 2. júní n.k. Mótsstjórn annast Jónas Ásgeirs- son, Guðmundur Árnason og Gutav Nilsson. Þátttökutilkynn- ingar þurfa að hafa borizt Skíða félagi Siglufjarðar, Skíðaborg, fyrir kl. 24 þann 26. maí n.k. — Stefán. ætti að örfa alla gistihúsastarf- semi í landinu með öllum til- tækum ráðum meðan þessi at- vinnugrein væri að koma fót- unum undir sig og menn fengju almennt trú á henni. • Vantar framtíðar lög- gjöf um ferðamál Sumir kunna að segja að hið nýja frumvarp rikisstjórnar- innar um ferðamál feli í sér þessar umbætur. Það er al- rangt, þar sem starfssvið Ferðaskrifstofu Ríkisins er þar óbreytt frá því sem verið hef- ur. Margt er gott um frum- varpið en sem framtíðarlög- gjöf um ferðamál á íslandi er það ótækt. íslendingum hefur ekki hing- að til leiðst að sitja héraðsþing og landsþing alis konar. Þó hef- ur engum dottið í hug að vit væri í, að kalla saman lands- þing um ferðamál. Þar mundu hittast forustumenn flugfélagci, skipafélaga og annarra sam- göngutækja, ferðaskrifstofa og gistihúsa. Ef til vill yrði slík ráðstefna til að ljúka upp aug- um einhverra. Vafalaust yrði ráðstefnan til gagns ef vandað væri til undirbúnings. BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSON Vesturgötu 3. BOSCH RAFKERTI í Eitt sinn BOSCH Ávallt BOSCH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.