Morgunblaðið - 05.09.1972, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.09.1972, Qupperneq 16
1« MQRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTGMBBR 1972 ins, þ.e. um samningana frá 1961. Þannig notaði forsætis- ráðherrann tækifærið á þess- ari stundu til þess að vega með afar ósmekklegum hætti að þeirri samningsgerð og þar með þeim leiðtogum þjóð arinnar, sem að henni stóðu. Morgunblaðið mun ekki skorast undan málefnalegum umræðum um samningana við Breta og V-Þjóðverja frá 1961. Þeir samningar tryggðu fulla viðurkenningu Breta á 12 mílna landhelginni, og ÞJOÐAREINING OG FORSÆTISRÁÐHERRA OtgÆfsn di hif. Árvakw, ftéykjavfk Fnamkvæmdas-tjóri HaraWur Svetnaaon. Riiiaitjór-ar M.atfiías Joharwessen, Ey/ó6fur Konráð Jónsson Aðstoðarritsfcjó'i Sityrmir Gurvnarsson. Rrtstjórnarftílkrúi Þorbjöfln Guðmundsaon Fréttastjón Björn Jólhann-ason Auglýsingastjóri Árrrí Garðar Kriatirwson Ritstjórn og afgreiðsía Aða>Is*raati 6, sfmi 10-100. Augi!ý®ingar Aðafstreati 6, sfmi 22-4-80 Áskriftargjal’d 225,00 kr á 'ménuði irvnanland® 1 ieiusasöiu 15,00 Ikr eintakið l?yrir nokkru var lesin í Ríkisútvarpinu forystu- grein úr einkamálgagni Lúð- víks Jósepssonar á Austur- landi. í þessari grein voru samningarnir við Breta og V-Þjóðverja frá 1961 kallaðir landráðasamningar. Þetta var nokkrum dögum fyrir út- færsluna í 50 sjómílur. Um líkt leyti birtist í Þjóðviljan- um grein eftir svonefndan formann Alþýðubandalags- ins, þar sem þeirri fáránlegu firru var haldið fram, að samningarnir frá 1961 ættu sök á bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag. Svipuð skrif hafa verið ástunduð af iðjusemi í for- ystugreinum Þjóðviljans und anfarnar vikur. Þrátt fyrir þessa ósvífnu tilraun kommúnista til þess að rjúfa þjóðareiningu í land- helgismálinu og hefja dægur- þras um einstaka þætti þess, vildi Morgunblaðið fyrir sitt leyti ekki taka þátt í slíkum leik. Enda var augljóst, að málgagn utanríkisráðherra skrifaði í allt öðrum tón og þar var lögð veruleg áherzla á að leggja gamlar væringjar til hliðar og stuðla að sam- stöðu um útfærsluna. Að kvöldi hins 31. ágúst kom svo forsætisráðherra landsins, Ólafur Jóhannesson, fram í útvarpi og ávarpaði þjóðina á hátíða- og örlagastund. 1 þessu útvarpsávarpi gerði forsætisráðherrann sig sekan um það óheyrilega athæfi að hefja dægurþras og illdeilur um einn þátt landhelgismáls- verulega stækkun hennar umfram útfærsluna 1958. Ákvæði samninganna um málskot til Alþjóðadómstóls- ins var í fullu samræmi við þau sjónarmið, sem Ólafur Jóhannesson, þá lagaprófess- or og nú forsætisráðherra, setti fram í þingræðu nokkr- um mánuðum áður. í þeirri ræðu taldi hann það veik- leikamerki á íslenzkum mál- stað, ef rétt væri, að íslend- ingar hefðu neitað að leggja málið fyrir Alþjóðadómstól- inn og sagði síðan: „Og vissu- lega er það svo, að smáþjóð verður að varast það að ganga svo langt að hún geti ekki alltaf verið við því bú- in að leggja mál sín undir úrlausn alþjóðadómstóls, því að sannleikurinn er sá, að smáþjóð á ekki annars stað- ar frekar skjóls að vænta heldur en hjá alþjóðasamtök- um og alþjóðastofnunum.... Og þess vegna hefði að mínu viti, hvert eitt spor í þessu máli átt að vera þannig und- irbúið, að við hefðum verið við því búnir að leggja það undir úrlausn alþjóðadóm- stólsins.“ Þegar þessi ummæli Ólafs Jóhannessonar eru höfð í huga og þær aðstæður, sem útvarpsávarp hans var flutt við, verður öllum ljóst að lítill hefur drengskapur ráð- herrans reynzt vera og öllu minna framlag hans til þess að þjóðin mætti standa sam- an sem einn maður um út- færsluna. Þegar sjálfur for- sætisráðherra landsins tekur frumkvæði um að rjúfa þjóð- areiningu í landhelgismálinu er ekki við góðu að búast. Það hlýtur Ólafur Jóhannes- son að gera sér ljóst nú. L ANDHELGISGÆZL- AN OG LÚÐVÍK á umingjaskapur ráðherra Framsóknarflokksins v'irð ist ekki eiga sér nokkur tak- mörk. Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, hefur látið hina kommúnísku samstarfs- menn binda sig á höndum og fótum í varnarmálunum og hann hefur látið Lúðvík Jósepssyni haldast uppi að senda einka-erindreka sína til annarra landa til þess að fjalla um landhelgismálið, verkefni, sem heyrir undir utanríkisráðuneytið og enga aðra. En nú keyrir um þverbak. Á laugardag gaf Lúðvík Jósepsson óhikað yfirlýsingar um það í útvarpi og sjón- varpi, að um helgina yrði togari tekinn. Það er mál út af fyrir sig, að þær fullyrð- ingar sjávarútvegsráðherra hafa ekki staðizt. Hitt er öllu alvarlegra, að Lúðvík Jóseps- son hefur engan rétt til þess að gefa yfirlýsingar um fyrir- ætlanir Landhelgisgæzlunn- ar. Hún heyrir undir dóms- málaráðherra og hann heitir Ólafur Jóhannesson. En sjálf- sagt hefur Lúðvík líka keyrt hann á kné og tekið í raun öll völd í sínar hendur í mál- efnum Landhelgisgæzlunnar. Til marks um það er sú stað- reynd, að varðskipið Ægir var kallað inn til Neskaup- staðar frá aðkallandi verk- efnum á miðunum til þess að skipherrann gæti þegið góð ráð af Lúðvík Jósepssym. Yf- irgangur þessa ráðherra í málum samstarfsmanna á sér fáar hliðstæður en aumingja- skapur framsóknarráðherr- anna er einstæður. FRÉTTASPJALL Blindingsleikur - stríðsrómantík Eftir Björn Jóhannsson Dómsmálaráðherrann og landhelg- isgæzlan hafa þegar tekið til við sama blindingsleikinn og leikinn var við útfærslu land'helginnar árið 1958. Ákveðið hefur verið af stjórn- arvöldunum, að almenningur á Is- landi, og raunar urn allan heim, skuli einungis fá þær fréttir af þróun landhelgisdeilunnar á hafinu sem stjórnarherrunum þóknast. Dómsmálaráðherrann hefur ákveð ið, að íslenzkir blaðamenn fái ekki að fara út með varðskipunum til að sjá með eigin augum það sem er að gerast, en ráðherrann hefur hins veg ar sagt i sjónvarpi, að það komi til greina, og sé i athugun, að bjóða blaðamönnum með i gæzluflug. Varðskipin hafa ekki, af skiljan- legum ástæðum, heimild til að tala við blaðamenn um talstöðvar. Þess vegna er aðalfréttalind fjölmiðlanna skrifstofa Landhelgisgæziunnar í Reykjavik. Hún ákveður hvað er frétt og hvað er ekki frétt. Geti blaðamennirnir ekki sannreynt upp lýsingar Landhelgisgæzlunnar eru þeir í sömu aðstöðu og þeir við Pravda, Isvestia og Rude Pravo, að ógleymdu Dagblaði alþýðunnar. En það vill svo til, að Islendingar standa í baráttu um landhelgina við Breta, sem hafa lengri hefð í frjálsri og lýðræðislegri blaðamennsku en nokkur önnur þjóð. Og brezku blaðamennirnir munu rækja skyldur sínar við sína þjóð. Þess vegna eru nú brezkir blaðamenn um borð í fjöl mörgum togurum á íslandsmiðum og að sjálfsögðu sjá þeir atburðina með brezkum augum og skýra frá sjónar- miðum brezkra togaramanna. Ef það eiga að vera einu fréttirnar sem ber- ast umheiminum af íslandsmiðum, þá verða íslendingar undir í baráttunni um almenningsálitið í heiminum. Og við skírskotum einmitt til þesis, að við njót’um stuðnings fjölmargra þjóða við útfærslu landhelginnar og vaxandi skilnings fólks um allan heim á verndun umhverfis og líf- kerfa. í þorskastríðinu fræga voru is- lenzkir blaðamenn i fréttasvelti hjá Landhelgisgæzlunni og þeir erlendu blaðamenn, sem sóttu ísland heim til að skýra málstað íslendinga. Um heimurinn fékk fréttirnar fyrst og fremst hjá brezkum blaðamönnum sem voru um borð í togurunum og brezku herskipunum. Fréttirnar af öilum helztu atburð- um sem gerðust á Islandsmiðum á dögum þorskastriðsins bárust ís- lenzku fjölmiðlunum frá Bretlandi. íslenzku blaðamennirnir urðu síðan að reyna að fá frébtirnar staðfest- ar hér heima og gekk það oft stirð- lega og oftast alltof seint. Afleiðing- in varð sú, að túlkun islenzkra stjórn valda, og málstaður Islendinga, hvarf í skuggann í erlendum fjölmiðlum. Hver fer að eltast við að birta at- hugasemdir við gamlar fréttir? Ráðinn hefur verið blaðafulltrúi hjá Landhelgisgæzlunni og binda blaðamenn miklar vonir við starf hans en það getur aðeins borið árangur að honum sé búin viðunandi starfsaðstaða. Ég sagði áðan, að Bretar hefðu alda gamla hefð í frjálsri blaðamennsku. Þess vegna hafa brezk blöð fjallað um iandhelgismálið af mikilli sann- girni til þessa og þau myndu hik- laust birta fréttir um landhelgisdeil- una frá íslenzkum aðilum ög íslenzk um blaðamönnum, aðeins ef þau fengju einhverjar fréttir — því nýrri því betra. Það sjá aliir í hendi sér, hversu mikilvægt slíkt yrði málstað íslendinga í Bretlandi. Því miður virðist sem íslenzk yfir- völd ætli að falla i sömu gryfju og síðast. Islenzku blöðin hafa þegar verið sett í fréttasvelt í landhelgis- deilunni. Það virðist sem ráðamenn baði sig í einhverri „stríðsrómantík" — þeir telji mikilvægi sitt auk- ast því meiri leynd sem hvíli yfir at burðarásinni. Sagan frá 1958 endurtekur sig nú. Mikilvægustu fréttirnar, sem enn hafa borizt úr landhelgisdeilunni, koma til íslenzku fjölmiðlanna frá Bretlandi. Ég skal nefna dæmi. Síð- astliðinn laugardag bárust þær frétt ir frá brezkum blaðamönnum um borð i togurum á Islandsmiðum, frá Bretlandi að sjálfsögðu, að varðskip ið Ægir hefði átt i útistöðum við brezkan togara. íslenzku blöðin höfðu ekkert heyrt um það. Haft var samband við Landhelgisgæzluna og spurzt fyrir um, hvort Ægir hefði átt i útistöðum við togara. En því var neitað. Morgunblaðið hafði sam- band við Landhelgisgæziuna nokkr- um sinnum á laugardag og síðast um kvöidið. En engar fréttir fengust um málið. Á sunnudag kom hins vegar frétt í hádegisútvarpinu um, að Ægir hefði reynt að höggva á togvlra brezks togara á laugardag. Kom sú frétt frá Bretlandi og var staðifest af Landhelgisgæzlunni — sólarhring of seint. Bf til vill hafa starfsmenn Land- helgisgæzlunnar i Reykjaví'k ekki Fra.mh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.