Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1973 13 Verður Tal áskorandi heimsmeistarans 1975? Sigurvegari í fjórum sterkum mótum í röð Bobby Fischor SOVÉZKI skákmeLstarinn Mikhail Tal hefur sýnt frá- bæra fra.mmistöðu að undan- förnu og unnið hvert skákmót ið á fætur öðru. Ef hann held ur svona áfram, má telja Mk- legt, að hann geti orðið heims meistaranum, Bobby Fischer, hættulegur andstæðingur. Þetta er þó sagt með þvi for- orði, að l'íkamsþróttur Tals reynist nægur til þess, að hann geti beitt sér eins og þarf i millisvæðamótinu og askorendamótinu. Uppskurður sá, sem Tal varð að gangast undír fyrir um það bil einu og bálfu ári, nlýtur að hafa tekizt fuMkamtega, því að ssg- urröð hans er mjög athygiis- verð, frá því að hann byrjaði að tefla að nýju í alþjóðamót- um. Tal varð í efsta sæti án þess að tapa nokkurri skák á al- þjóðlegu skákmóti í Sukhumi í fyrra. Siðan varð hann sig- urvegári á sovézka skákþing- inu í Baku í desember og tap- aði þar ekki heldur neinni skák. f>á vann hann íyrstu verðlaun í Hoogoven-stór- meistaramótinu i Hollandi snemma á þessu ári, enn einu sinni án þess að tapa skák. Loks varð hann sigurvegari í alþjóðlegu skákmótl í Tallin í E stlandi, þar sem hann hlaut 12 vinninga af 15 og varð 1% vinningi fyrir ofan næsta mann, Rússann Polugaievsky. 1 3.—6. sæti á þessu móti urðu heimsmeistarinn fyrrver andi, Spasský og þrír aðr!r sovézkir skákmeistarar, Bron- stein, Keres og Balashov með 9 vinninga hver, sem sýnir hve sterkt þetta mót var. Það eru einkum tveir áber- andi þættir varðandi þennan mikilsverða áramgur, sem e'ga eftir að hafa þýðingarmikil áhrif á frekari frammistöðu Tals í undankeppnum heims- meistaraeinvigisins. Annar þe'n-a er sá liflegi, tæknilegi stíll og sú nýja, framúr- skarandi festa, sem einkennir skákir Tals í þeim mótum, sem hann hefur unnið að und anförnu. Hinn þátturinn, sem er enn mikilvægari, er sá, að Tal virtist hafa unnið bug á heilsuieysi sínu. Ef svo heldur áfram sem að undanfömu, þá verður það hvorki Spasský né Karpov held'ur Tal, sem verður áskor andi Bobby Fischers í einvíg- Mikhail Tal inu uim heimsmeistaratitilinn 1975. (Þýtt úr grein eftir Harry Goiombek í The Times‘). Frakkland: NÝ STJÓRN í NÆSTU VIKU? París, 28. marz, NTB. I og mynda nýja stjórn. FRANSKA stjórnin sagði form- Elkki ©r búdzt vilð tillkynningu lega af sér í dag, en George uim tnyinduin nýrrar stjómar íyrr Pompidou forseti, fór þess á leit en í lök næstu vilku, en talið er við Pierre Messmer forsætisráff- fullvíst, að nýir menin verði skip- herra, aff gegna því starfi áframl aðdr í em'bætti utanríkis- og d ómsimála ráðherra, þar sem I Maurice Schuimann og Rene Pteven náðu elkki erndurkjöri í þin gkosndrngun um. Getiur hafa verið ledddar að því að Valery Giscand d’Estaing, sem verið hefur fjármálaráð- herra, taki viið embætti utanríkis ráðíiei-ra, en á móti er á það benit, að Pomipddou miuná þykja sJæmJt að miisisa hann úr emb- ætti fjármálaráðherra vegna fyr- irhugaðra viðskiptasamin.iin.ga við Bandaríkim. Brando afþakkaði Oscarsverðlaunin Guðfaðirinn bezta myndin en Cabarett fékk 8 verðlaun Suður-V íetnam: Síðustu bandarísku hermennirnir heim Saigon, 28. miairz — AP-NTB HAFT er eftir áreiðanlegum heiniildum í Saigon, að viðræður fuUtrúa Bandaríkjanna og N- Víetnams um að framlengja störf friðarnefndar hernaðaraðilanna i Vietnam um a.m.k. 20 daga, hafi farið út um þúfur. Viðræðurnar fóru fram í París, að frumkvæði Bandarík.jamanna, sem eru sagð- ir hafa áhuga á því að hafa fuU- trúa sina starfandi áfrant í um- ræddri friðarnefnd, eif það mætti verða til þess að Kanadamenn fengjust til þess að vera Iengur í alþjóðlegu eftirlitsnefndinni en þá 60 daga, sem þeir hafa lofað að starfa. Kanadastjórn er mjög óánægð með störf nefndarinnar og segir nauðsynlegt að betri samvinna komist á milli fiUltnia ríkjanna fjögurra, sem aðild eiga að henni. 1 dag fóru um það bil 1800 bandarískir hermeim frá S-Viet- nam saimtíimis því, éið 49 banda- ríiski.r stríðsfangar voru láitnir Hau.sir í Hemoi. Nitján stórar flutningavéter eru notaðar við flu'tiinga baiMlarí.sku hermarm arma úr landiniu og er fyrú-huigað að þeim Ijúki í nótt. Stutt kveðjua'thöfn verður halchn, þeg- ar síðustu herfo>riír>gjiarnir fara, — en það verður um leið og N- Vietnamar láta lausa 67 sfcríðs- fanga til viðbótiar. Samkvæmt vopnahléssamning- unum eiga bæði fulltrúar Banda ríkjanna og N-Vietnamar að hverfa úr hinni svokölluðu frið- amefnd hemaðaraðilanna fjög- urra í Víetnam fyrir 31. marz og verða þá einungis eftir fulltrú- ar Saigon-stjórnairinnia.r og þjóð- frelsishreyfingarinnar, sem héð- an i frá eiga að leysa sin mál sjálfir. Kanadamenn vilja gjaman, að nefndin verði áfram skipuð full- trúum Bandaríkjanna og N-Viet- nama og virðist hafa um það von, að þá verði meiri líkur til þess, að alþjóðlega eftirlitsnefnd in starfi betur en til þessa. Fuiltrúar Bandarikjanna og S-Víetnama staðhæfa, að fulltrú- ar kommúnistarikjanna í eftir- litsnefndinni viðhafi ekki rétt Brezhnev til V-Þýzka- lands og Ameríku Moskvu, 28 marz AP—NTB HAFT er eftir áreiðanlegiun heimilduni í Moskvu, að Leonid Brezhnev, leiðtogi sovézka komm únistaflokksins, muni fara i op- inliera heimsókn til Vestnr- Þýzkalands 15. maí n.k. og vænt- anlega til Bandarikjanna í júni- mánuði. För Brezhnevs til Vestur- Þýzkalands verður önnur opin- vinnubrögð í starfi sinu og Mic- hel Gauvin, fulltrúi Kanada- stjórnar hefur kvartað yfir þessu sama og sagt, að Kanada muni ekki taka þátt í eftirlits- starfinu nema það verði unnið á fullnaegjandi hátt. Hollywood, 28. marz AP—NTB AFHENDING Oscarsverðlaun- anna fór fram í Hollywood í gær kvöldi að staðartíma. Fór svo, að bezta bandaríska kvikmynd ársins 1972 var kjörin „Guðfað- irinn“ og hlaut hún samtals þrenn Oscarsverðlaun, en kvik- myndin „Cabarett" hlaut sam- tals átta Oscarsverðlaun. Marlon Brando og Liza Min- elli hlutu verðlaunin fyrir bezta leik í aðalhlutverkum, Brando fyrir hlutverk Mafiu-foringjans í Guðföðurnum, Minelli fyrir ieik sinn í „Cabarett“. (Þess má geta, að Hafnarbíó gerir ráð fyr- ir að sýna þá niynd i vor). Brando var ekki við verðlauna afhendinguna, en ung Indiána- kona mætti þar sem fulltrúi hans og tilkynnti, að hann hefði ákveðið að afþakka verðlaunin í mótmælaskyni viff þaff hvem- ig Indíánum hefði verið lýst i bandariskri kvikmyndagerð um árin og til þess að sýna stuðn- ing sinn við yfirstandandi að- gerðir Indíána í Wounded Knee — en svo sem frá hefur verið skýrt i fréttum, hefur flokkur herskárra, vopnaðra Indiána tek ið herskildi Wounded Knee, dá- iitia vegamótastöð í Suffur-Dak- ota og haldizt þar við i heilan mánuð gegn vopnuðu herliði bandarisku alríkislögreglunnar. Þetta er í annað sinn, sem Brando eru veitt Oscarsverðlaun- in, í fyrra skiptið fékk hann þau fyrir 19 árum fyrir leik sinn í Framhald á bis. 21. ber heimsókn hans vestur yfir „járntjald", en í október 1971 heimsótti hann Frakkland. Eftir því, sem bezt er vitað, standa ennþá yfir viðrseður full- trúa stjórna Bandarikjanna og Sovétrikjanna um það hvenær í júní sé heppilegast, að Brezhn- ev komi til Bandaríkjanna. Hann íer þangað til að endurgjalda heimsókn Nixons, Bandaríkja- forseta til Sovétríkjanna i fyrra. Hugsaði ekki um annað en að lifa þetta af — segir Stein Gabrielsen Osló, New York, 28. marz -—NTB— „ÉG HUGSAÐI ekki um ann- að en að lifa þetta af — en smám saman varð erfiðaraað trúa því, að það mundi tak- ast,“ sagði Stein Gabrielsen, 23 ára skipverji af norska skipinu „Norse Variant“, sem fórst undan austurströnd Bandarikjanna sl. fimmtudag, Hann er einn til frásagnar af því sem gerðist og á það að þakka „ótrúlegri heppni, sund kunnáttu sinni og rósemi, sem honum tókst að halda þá þrjá sólarhringa, sem hann velkt- ist um á flekakríli í hafróti Atlantsála," að þvi er frétta- maðtir NTB i New York seg- ir. Gabrielsen ræddi þar við fréttamenn skömmu áðtir en hann steig upp i flugvél, er flutti hann til Noregs, þar sem sjópróf fara fram og á Forrtebu flugvelli við Osló sagði hann sögu sína á ný. Gabrielsen sagði, að „Norse Variant“ hefði átt í erfiðleik- um frá þvi klukkan átta á fimmtudagsmorguninn og hefðu skipverjar verið komn- ir í björgunarbeltin, verið að setja út björgunarbáta og fleka, þegar skipið sökk skyndilega um klukkan tvö síðdegis. „Það sökk bókstaf- lega undir fótum okkar, áð- ur en við náðum að setja þá útbyrðis," sagði hann. Hann kvaðst sjálfur hafa dregizt niður í djúpið með soginu, en sér hefði skotið upp aftur og tekizt að klifra upp á fleka, sem hann fann þar hjá. Flekinn sökk tíu min útum síðar og varð hann þá að synda I hálfa klukkustund áður en hann fann flekann, sem hann var á, þegar skip bandarísku strandgæzlunnar tók hann upp. Hann kvaðst hafa haldið nokkurn veginn reiðu á timanum en fjórum sinnum hefði hann hrokkið út af flekanum og misst björg unarbeltið i siðasta skiptið. Þá hafði hann tekið það ráð að binda sig við flekann. Hvað eftir annað kvaðst Gabr ielsen hafa stokkið í sjóinn til að halda á sér hita, „loft- ið var mun kaldara en vatn- ið“ sagði hann. Fyrstu nóttina sagðist hann hafa heyrt véladyn og séð ljós leitarflugvéla — hon um tókst iíka að kveikja á nokkrum neyðarblysum, en enginn varð þeirra var: Stein Gabrielsen hefur ver- ið í siglingum frá því hann var sautján ára og hyggst halda þeim áfram, þrátt fyr- ir þessa raun. „Ég fer aftur á sjóinn, en ekki fyrr en í sumar eða næsta haust,“ seg- ir hann. Gabrielsen hafði séð til tveggja skipsfélaga sinna, þegar honum skaut upp I fyrsta sinn eftir að hann sog- aðist niður, „en þeir voru svo langt i burtu og öldugang ur of mikill til þess að mér tækist að koma flekanum til þeirra". Aðra skipverja hafði hann ekki séð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.