Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1973 JMttgwtlifafrtfr Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10-100. Auglýsingar Aðalstraeti 6, sfmi 22-4-80. Áskriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. 17ið umræður um landhelgis- * málið á Alþingi í fyrra- dag upplýsti Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra, að margháttuð skjöl hefðu verið send Haagdómstólnum, og sagði hann, að Ijóst væri, að sjónarmið íslands hefðu kom- izt til skila. Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, benti þá á þá augljósu staðreynd, að með þessum að- gerðum hefði íslenzka ríkis- stjómin haldið uppi mál- flutningi fyrir dómnum, að- eíns skriflegum málflutningi, en ekki munnlegum. En auð- vitað fæli munnlegur mál- flútningur ekki í sér frekari skuldbindingar en skrifleg- ur. Rökstuðningur ráðherranna fyrir þeirri ákvörðun að senda ekki málflytjanda til Haag hefur verið sá, að þá værum við að viðurkenna rétt dómsins til að fjalla um málið. Þetta sjónarmið er fáránlegt, þegar af þeirri ástæðu, að lögmenn mæta yfirleitt fyrir dómum, þegar frávísunar er krafizt, til þess að rökstyðja frávísunarkröf- una. Hitt er jafn augljóst, eins og Jóhann Hafstein hef- ur bent á, að enginn frekari skuldbinding felst í munn- legum málflutningi en skrif- legum. Það tiltæki ríkisstjórn arinnar að halda uppi skrif- legum málflutningi, en ekki munnlegum, er því fáránleg- asta framferði, sem um get- ur, og meiri barnaskapur en nokkrum fulltíða manni er ætlandi. Hins vegar ber að virða það við Einar Ágústsson, ut- anríkisráðherra, að hann hef- ur nú loks vitnað til sérat- kvæðis dómarans Nervos, sem einn hefur efnislega fjallað um málið. En hann komst að þeirri niðurstöðu, að með orðsendingaskiptun- um 1961 hefðu Bretar bein- línis viðurkennt rétt íslands til að helga sér landgrunnið allt. Rökstuðningur þessa dómara er þess eðlis, að ráða- mönnum er skylt að vekja rækilega á honum athygli. Því miður hefur það ekki verið gert fram að þessu, en nú virðist utanríkisráðherra þó ætla að gera það, og er það góðra gjalda vert. Við umræðumar um land- helgismálið á Alþingi 1961, sagði Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra m. a.: „Því fer fjarri, að við þurf- umað spyrja Breta um nokk- uð í þessu sambandi. Það sem ákveðið er skv. samkomulag- inu, er hitt, að við tilkynn- um Bretum og þar með öðr- um þjóðum um okkar ein- hliða útfærslu, sem tekur gildi að þeim 6 mánuðum liðnum, ef ekki áður er búið að hnekkja henni með úr- skurði alþjóðadómstóls. Þá tekur hin einhliða ráðstöf- un íslenzku ríkisstjórnarinn- ar gildi, þegar að þessum 6 mánuðum liðnum.“ Þessum skilningi mótmæltu Bretar og Vestur-Þjóðverjar aldrei. Þess vegna gátum við íslendingar krafizt þess, að þeir yrðu utan 50 mílna land- helginnar á meðan fjallað væri um málið fyrir Haag- dómstólnum. Þeirri kröfu var þó ekki haldið til streitu, vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að segja samningunum frá 1961 upp. Nú getur Alþjóðadómstóllinn hins vegar úrskurðað, að samningarnir séu í gildi. En samt sem áður gerir íslenzka ríkisstjórnin enga kröfu til þess, að Bretar hlíti þeim skilningi að vera utan land- helginnar á meðan um málið er fjallað hjá Alþjóðadómn- um, svo algjört er gæfuleysi þessarar ríkisstjórnar. Sem betur fer er nú útlit fyrir, að við send- um málflytjanda til Haag. Bretum sem öðrum er full- kunnugt um þetta, og þess vegna eru þeir nú farnir að hafa orð á því að fresta mál- inu fram yfir hafréttarráð- stefnu eða jafnvel að fella það alveg niður. Þeir vita sem er, að þetta mál geta þeir ekki unnið, ef íslending- ar halda hyggilega á því. Og þess vegna vilja þeir hætta málarekstrinum. Auðvitað þykjast þeir gera það fyrir okkur og biðja um víðtækar veiðiheimildir þess vegna. En við megum ekki láta þá ginna okkur, þótt sjálfsagt sé nú eins og ætíð hefur verið að ganga til heilbrigðra bráða birgðasamninga, en við þær samningaviðræður þurfum við ekki að mæta sem hinn veikari aðili. Við höfum þrátt fyrir allt sterka stöðu í málinu. Við höfum í hendi okkar að fresta uppkvaðn- ingu efnisdóms fram yfir hafréttarráðstefnuna, ef við aðeins mætum fyrir Alþjóða- dómnum. Og allir vita, að sú ráðstefna mun ákveða víðari fiskveiðitakmörk en 12 míl- ur, hvort sem víðáttan verð- ur 50 eða 200 mílur. MÁLFLYTJANDI TIL HAAG William Rogers vandi á höndum William Rogers Williani Rogers utanríkisráð- herra hefur nú fyrirskipað víð- tæka rannsókn á því hvernig: vernda megi bandaríska sendi- herra og starfslið þeirra í er- lendum höfuðborgum gegn þeim ofbeldismönnum, sem sí- fellt ógna erlendum stjórnarer- indrekum. Þessar ógnanir eru alþjóða vandamál, því arabisku ofbeld- Ismennirnir forðast nú orðið stærri höfuðborgir heims, þar sem bandarísku sendiráðin hafa nokkuð góðum öryggisverði á að skipa, en einbeita sér að smærri ríkjum þar sem auðveld ara er að ræna bandarískum s‘jórnarerindrekum og halda þeim i gislingu til að fá ara- biska skæruliða leysta úr haldi í einhverju öðru ríki. Gripið hefur verið til nokk- urra sjálfsagðra öryggisráðstaf- ana, með milligöngu bandarísku leyniþjónustunnar og herstjórn; arinnar, eftir að tveimur banda riskum stjórnarerindrekum var nýlega rænt í Khartoum, höfuð borg Súdans, og þeir siðan lif- látnir. Öryggisvörðum hefur ver ið fjölgað við öll sendiráð Bandarikjanna erlendis, og fram vegis munu þeir ekki eingöngu ferðast með sendiherrunum hvért sem þeir fara, heldur einn ig aðstoða við að vernda fjöl- skyldur þeirra. Öll bandarísk sendiráð fá nú einnig sérstakar skotheldar bif- reiðir, og bandaríska stjórnin hefur lýst því yfir að það sé skylda viðkomandi ríkisstjóma að tryggja öryggi starfsmanna hennar erlendis og fjölskyldna þeirra. Rogers hefur einnig bent fulltrúum ; annarra ríkisstjórna á að ekkert lát verði á mannrán unum meðan ofbeldismennirnir, sem þau fremja, fái að ganga iausir. Af öllum þeim ofbeldis- möninum, sem átt hafa þátt í árásum á erlend sendiráð á und anförnum árum, er aðeins einn enn í fangelsi. Allir hinir hafa verið látnir lausir, þeirra á með al Arabarnir sem komust lífs af eftir morðin á ísraelsku íþrótta mönnunum á Olympíuleikunum í Miinchen. Af þessum sökum vinnur Rogers nú að því að koma á dauðarefsingu fyrir morð á stjórnarerindrekum, þótt sú refsing hafi verið afnum in í Bandaríkjunum. Þessar varúðarráðstafanir nægja þó ekki að áliti Rogers eða þeirra yfirmanna utanríkis- þjónustunnar, sem stjórna um 70% þeirra rúmlega 130 sendi- ráða, sem Bandaríkin hafa er- lendis. Rogers bendir á að það sé gífurlega mikið verk að vernda allt starfslið allra sendi ráðanna, og því útilokað að tryggja algert öryggi. Sumir yfirmenn utanríkis þjónustunnar hafa einnig gagn- rýnt viðbrögð Nixon-stjórnar- innar þegar bandarískum stjórn arerindrekum hefur verið rænt og þeim haldið i gíslingu. Stefn- an hefur verið sú að vinna að hverju máli fyrir sig eftir beztu getu, en yfirleitt að forðast að láta undan „kúgunum", jafnvel þótt lífi viðkomandi sendifull- trúa sé þar með hætt. Flestar erlendar ríkisstjórnir, sem halda þeim mönnum fang- elsuðum, er mannræningjamir vilja fá leysta úr haldi, eru hlynntar þessari stefnu Banda- ríkjastjómar, enda er hún þeim hagstæð, en ekki bandarísku gislunum. En Golda Meir for- sætlsráðherra Israels sýndi skilning á vandkvæðum banda- risku stjórnarinnar þegar hún heimsótti Washington fyrir nokkru. Þessar ógnir gegn erlendum stjórnarerindrekum munu ekki aðeins halda áfram, sagði hún, heldur sennilega færast í auk- ana. Árásirnar verða líklegri í smærri höfuðborgum, og ekki er útilokað að svo geti farið að eig inkonum og börnum stjórnarer- indreka verði rænt. Hvað ætlið þið þá að gera, spurði hún. Rogers svaraði þessari fyrir- spurn á þann veg að verið væri að koma á strangara öryggiseft irliti, ekki eingöngu fyrir banda ríska stjórnarerindreka erlend- | is, heldur einnig fyrir fjölskyld j ur þeirra. Hér er bersýnilega l'ekki um neina viðhlítandi lausn að ræða á vandamálinu, en ófremdarástandið ætti að minna okkur á þá þjónustu, sem starfs menn utanríkisþjónustunnar og fjölskyldur þeirra inna af hendi. Stórletraðar fyrirsagnir greina frá árangursríkum ferð- um Henrys Kissingers til Pek- ing og Moskvu, og sendiherrar Bandaríkjanna í London, Paris, Róm og Tókió geta búið við þæg indi og nokkurt öryggi, en mest af daglegu striti við fram- kvæmd utanríkisstefnu Banda- rikjanna — og þá einnig mesta hættan — hvílir á herðum ann- arra yfirmanna utanríkisráðu- neytisins og utanríkisþjónust- unnar. Hraðfleygar þotur og fjar- skipti um gervihnetti og tölv- ur hafa gjörbreytt starfsemi ut anríkisþjónustunnar, og orð- sendingar frá sendiherrum er- lendis komast á svipstundu til skila til embættisvaldsins í Was hington. Þegar yfirmaður bandarísks sendiráðs sendir skýrslu um að eitthvað athyglisvert sé á döf- inni þar sem hann starfar, er liklegast að einhver verði send ur frá Washington til að sinna málinu. Þess á milli er sendiherr ann bundinn við sína hefð- bundnu skrifstofuvinnu og veizluhöld, sem geta verið skað- legri heilsu hans en mannrán. Það er staðreynd að svo til einu borgirnar, þar sem banda- rískir sendiherrar eru nokkurn veginn öryggir, eru helztu höf uðborgir kommúnistaríkjanna. Á Haiti, eða í Súdan eða Aust- urríki getur sendiherra átt á hættu að verða rænt á leið til afmælisfagnaðar, og að honum verði haldið í gíslingu fyrir ein- hverja stjórnmálaþrjóta I þús- unda kílómetra fjarlægð. Eru menn varnarlausir gegn þessum ógnum. Rogers getur fengið sendt- herrunum skotheldar bifreiðir og fleiri landgönguliða til varð- stöðu við dyr sendiráðanna, og forsetinn getur lýst þvi yflr að hann „láti ekki kúgast", en þetta leysir ekki vandann, og það veit enginn betur en utan- rikisráðherrann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.