Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1973 17 Áætlanir brezku stjórnarinnar um stjórnskipan á Nordur-írlandi: II Eftir Margréti R. Bjarnason Dagrinn eftir að brezka ríkisstjórnin birti áætlanir sínar um stjórnskipan Norðnr-lrlands í franitíðinni komn ýinsir hel'/.tu leiðtogar mótnuelenda saman til fundar til þess að ræða bær. Á ftmdi þessum var á.kveðið að vinna gegn þessum áætlunum og höfðu þeir William f raig og séra lan Paisiey forystu um þá stefnu. Mynd þessi var tekin eftir fundinn. sem haldinn var i Stormontkastala. Á honum má sjá frá vinstri séra Paisley, Ernest Baird i'ir Vangu- ar hreyfingunni. L. P. S. Orr, höfuðsmann, leiðtoga þingmanna sambandsins á brezlia þinginu, Cecil Harvay úr Vanguard og loks W'iiliam Craig, leiðtoga þeirrar hreyfingar, sem er með Jieim öfgafyllstu meðal mótmælenda. Tryggt að mótmælendur geti ekki orðið einráðir um stjóm landsins t hinni Hvitu bók brezku rikis- stjórnarinnar, — áætlununum um framtíðarskipan mála á Norður-tr- landi er veigamesta atriðið, að sett verður á Iaggirnar nýtt þing á N- frlandi í stað þess sem áður var. Skal það vera ein deild, skipuð 80 þingmönmun, sem kosnir verða hlut- fallskosningu og fara kosningar fram svo fljótt, seni við verður komið. N-trlandsmálaráðherra ákveður kjördag og hefur William Wliitelaw látið að því liggja, að hann geti orð- ið í sumar eða snemma næsta haust. Miðað verður við þá kjördæma- skipan, sem gilt hefur fyrir kosning- ar til neðri málstofu brezka þings- ins, þar sem N-írland á og mun áfram eiga tóif fulltrúa. I Hvítu bókinni segir, að ætti að miða kosningarnar við einmennings- kjördæmi eins og tíðkast í Bretiandi, mundi það tefja mjög fyrir þvi, að þær gætu farið fram. Til þess að tryggja réttláta kjördæmaskiptingu á N-lrlandi, þyirfti nefnd sérfróðra, hlutlausra aðila að fjalla um það mál — og starf hennar, sem vafalaust yrði bæði flókið og viðkvæmt, mundi taka lamgan tíma. Þess beri og að gæta, að martgvísleg rök mæli gegn eimenningskjördæmum. Hið nýja þing á að koma sér sam- an um eigin starfsaðferðir og þing- sköp í samvinnu við ráðherra N-ír- landsmáia og þarf i þeim efnum hvorki að taka mið af brezka þing- ingu né gamla Stormont-þinginu. Nefndaskipan skal vera með þeim hætti, að bæði fiokkar mótmælenda og kaþólskra eigi þar fulltrúa i hlut falli við þingmannatðlu sina. Fyrlr hverri nefnd verði kjörinn formað- ur, einnig úr hópi þingmanma og skuli formenn nefndanna einnig skiptast milli kaþólskra og mótmæl- enda. Sameiginlega eiga nefndafor- mennirnir siðan að mynda fram- kvæmdastjórn N-írlands. Til samanburðar má geta þess, að Stormont-þingið, sem sent var I leyfl fyrir ári, var að mestu sniðið eftir brezka þinginu. Þar voru í neðri mál stofu 52 þingmenn og höfðu mótmæl emdur haft þar töglin og hagldimar i rúmlega hálfa öld, þar sem þeir voru í meirihluta og kjördæmaskipan með þeim hætti, að kaþólskir fengu ekki þann fjölda þingmanna, sem þeim bar hlutfallslega miðað við fólks- fjölda. Nú breytist þetta og þar sem nefndarformönnunum, jafnt sem öðr um nefndarmönnum, verður skipt milli flokka, verður tryggt, að mót- mælendur verði ekki einráðir um stjórn landsmálanna. Embætti N-lrlandsmálará ðherra brezku stjómarinnar verður áfram við lýði, í breyttri mynd þó frá þvi sem nú er. Hann mun áfram hafa til umráða stjómardeild og skrifstofur, bæði í London og Belfast, þannig að hann geti jöfnum höndum sinnt skyldum sinum við N-lrland og brezka þingið og ríkisstjórnina. Hins vegar verður embætti landstjóra hennar hátignar lagt niður. Um framkvæmdastjórnina segir, að hana verði að skipa aðilar, sem reiðubúnir séu til að vinna saman að velferð samfélagsins með friðsam legum hætti. Gert er ráð fyrir eið- töku framkvæmdastjórnarinnar eða einhveo-s konar yfirlýsingu, þegar hún tekur við embætti. Sömuleiðis er gert ráð fyrir, að ráðherra skipi nefndarmenn formlega og að formað- ur framkvæmdastjóT’narinnar verði jafnframt forseti þingsins. Endanlegt löggjafarvald í öllum málum N-lrlands verður hjá brezka þinginu, svo sem áður var. Reynsl- an var hins vegar sú, að brezka þing ið fór mjög varlega í að notfæra sér þann rétt, að margra áliti of var- lega. Því hefur oft verið haldið fram, að hefðu Bretar tekið fyrr fram fyrir hendur Stormont-þing- inu og stjórninni, hefði ástandið á N-frlandi aldrei orðið svo slæmt, sem raun ber vitni. Orðalag áætlan- anna bendir til þess, að sami háttur verði á hafður og áður, að brezka þingið grípi ekki inn í mál n-írska þingsins nema í neyðartilvikum eða að ósk framkvæmdastjórnarinnar, þó að íhlutunarréttur þess sé óve- fengjanlegur. Hins vegar verða nú fleiri mál en áður eingöngu í höndum brezka þingsins og stjórnarinnar, og er það mikilvægast, að öryggismál og veru legur hluti lögreglumála heyra þar undir svo og skattamál öll, kosning- ar og meiri hluti dómsmála en áður, þar á meðal skipanir í öll dómara- embætti. öll lög, sem n-írska þingið sam- þykkir fara fyrir ráðherra N-fr- landsmála, sem síðan sendir þau til drottningar til undirskriftar eða fyr- ir brezka þingið, ef hann telur þau þess eðlis, að því beri um að fjalla. Afnumin verða nú hin svonefndu „Special Powers" lög, sem beitt hef- ur verið gegn hryðjuverkamönnum, en þess farið á leit við brezka þing- ið, að það setji ný lög fyrir N-ír- land í sama augnamiði, og skuli þau óyggjast á skýrslu Diplock-nefndar innar. Af málum, sem að öllu jöfnu munu eftir sem áður heyra undir n-írska þingið, má nefna heilbrigðis mál, félags- og tryggingamál, atvinnu mál, mennta- og menningarmál, land búnað, iðnþróun, áætlanagerð og skipulagsmál. Sérstaklega er kveðið á um, að þingið skuli ekki setja nein lög, sem mismuni íbúunum á einn eða annan hátt né mega stjórnardeildir gera neinar slíkar ráðstafanir. Sérstök ákvæði eru í áætlununum um mannréttindi og skyldur einstakl inga, eins konar mannréttindasátt- mála N-írlands, — og skipun sér- stakrar nefndar, sem á að fylgjast með því, að hann sé í heiðri haid- inn. Þar er meðal annars kveðið á um persónufrelsi manna innan ramma laga, frelsi til að halda fram með friðsamlegum hætti hvers kyns skoðunum í stjórnmálum og þjóðfé- lagsmálum, enda viðurkenni hver og einn sama rétt annarra og minni- hluti hafi ekki heimild til að neyða meirihluta til að taka við skoðun sinni; rétt manna til verndar gegn frelsisskerðingu af völdum ofbeldis, kúgunar eða afskipta annarra, enda virði menn lög og rétt, jafnvel þótt þeir séu þeim ekki sammála og að- stoði við lagaframkvæmd; rétt til bóta og tækifæra sem samfélagið hefur upp á að bjóða, enda taki menn þá virkan þátt í starfsemi sam- félagsins og inni af hendi tilskilda skatta og skyldur. Sömuleiðis eru ákvæði um það hvernig komið skuli í veg fyrir misrétti á ýmsum tiltekn- um sviðum, svo sem í húsnæðis- og atvinnumálum. 1 mannréttindakafla Hvítu bókar- innar er sérstaklega rætt um þann ágreining, sem ríkt hefur um tilvist og stöðu n-írska ríkisins, allt írá stofnun þess. Er tekið fram I því sambandi að allir íbúar N-írlands geti óttalaust haldið fram pólitísk- um skoðunum sínum en hvorki ein- staklingar né samtök geti vænzt þess að fá að halda þvi fram eina stund- ina, að starfsemi þeirra sé stjóm- málalegs eðlis, og grípa síðan við fyrsta tækifæri til ofbeldis og und- irróðurs. Sennilega er þetta eitt af þeim ákvæðum, sem liggja til grund vallar þeirri afstöðu „provisional" IRA að hafna áætlununum með öllu. Alla vega var haft eftir talsmanni þessa arms fyrir nokkrum dögum, að ekki kæmi til greina að hætta hryðjuverkum nema stjórnmálasam- tökin „Sinn Fein“ fengju að taka þátt í stjórnmálastarfi á N-lrlandi, en þau hafa verið bönnuð þar. Gæti verið fróðlegt að sjá hvað gerðist, ef báðir armar irska lýðveldishersins legðu niður vopn og hættu að starfa — og létu við sitja að láta Sinn Fein halda uppi venjulegri stjórn- málabaráttu. Til þess er víst lítil von. Armarnir „provisional“ og „off icial“ Sinn Fein hafa ekki einu sinni getað starfað saman undanfarin ár, hvað þá, að þeir gætu starfað eðli- iega með eða móti örðum stjórnmála flokkum. Þeir, sem standa að Sinn Fein gætu á hinn bóginn stofnað nýjan eða nýja stjórnmálaflokka og farið þar að dæmi ýmissa forystumanna mótmælenda, sem hafa með þá Willi am Craig og séra Ian Paisley i broddi fylkingar lýst þvi yfir, að þeir muni stofna nýjan stjórnmála- flokk, taka þátt í kosningunum til hins nýja n-írska þings og sjá svo til, að nefndir þess verði óstarfhæf- ar með öllu. Þannig hyggjast þeir koma í veg fyrir, að ofangreindar áætlanir nái fram að ganga. Spurningin er nú, hvort landsmenn fylgja þessum öfgamönnum beggja aðila og halda áfram að berast á banaspjót eða hvort nægilega margir N-frar hafa fengið nóg af hemaðar- ástandi undanfarinna ára og gera sér ljóst, að mál þeirra verða aldrei leyst svo öllum líki. Eina von þeirra um mannsæmandi líf, laust við ógnir hat- urs og hryðjuverka felst í málamiðl- un á borð við þá, sem hér hefur verið skýrt frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.