Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 21
MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1973 21 Frá skrifstofu Ferðamiðstöðvarinnar. Frá vinstri: Njáll Símonarson, Muthe Einarsson, Guðjón Styrkársson og EUen Ingvadóttir. (Ljósm. Sv. Þ.). Ferðamiðstöðin hefur rekstur FERÐAMIÐSTÖÐIN hf. opnaði siðastliðinn föstudag skrifstofu að Aðalstræti 9 í Reykjavík. Ferðamiðstöðin var stofnuð á sið astliðnu ári með þátttöku ýmissa aðila, sem á imdanförnum árum hafa verið í tengslum við ferða- mál, bæði beint og óbeint, og í auk þess áhngamenn um ferða- mál. Framkvæmdastjóri er Njáll Símonarson. Á fundi með fréttamönnum ( kom fram m.a. að fyrst í stað j verður ekki haldið uppi hópferð 1 um eða áætlunarferðum til Mall- orca eða annarra suðrænna staða en síðar verður sett upp sérstakt ferðaprógram. Ferðaskrifstofan muin annast alla almenna ferðaþjónustu jafnt fyrir erlenda aðila sem innlenda. Hún mun taka að sér að skipu- leggja hópferðir til og frá land- inu og annast farmiðasölu og alla fyrirgreiðslu fyrir hópa og ein- staklinga. Skrifstofan er þegar búin að fá söluumboð fyrir Loft leiðir og mun síðar fá farmiða- — Vorfundur Framhuld af bls. 1 sem heldur fundinn, reifi ástand ið í alþjóðamálum. Búizt er við að ráðstefnan um öryggismál Evrópu verði eitt helzta efni um- ræðnanna um alþjóðamál en einnig verði rætt um afvopnun- armál, ástandið í Afríku, vanda- málin í Mið-Austurlöndum, hugs- anlega viðurkenningu Norður- Kóreu og mál, er varða réttindi á hafinu, að því er norska utan- ríkisráðuneytið upplýsir. Þá verður rætt um aðstoð Norðurlanda við Islendinga vegna afleiðinga eldgossins i Vestmannaeyjum, en á Norður- löndum eru menn einhuga um að haga aðstoðinni 1 samræmi við óskir íslendinga sjálfra og er beðið eftir nánari umsögnum þeirra um þörfina fyrir aðstoð. — Brando afþakkaði Fmmhald af l>ls. 13. kvikmyndinni „On The Water- front“. Verðlaunin fyrir bezta leik í aukahlutverki fengu Eileen Heckart fyrir hlutverk sitt í „Butterflies Are Free“ og Joel Grey fyrdir leik siönn í „Cabarett". Franska kvikmyndin „The Discreet Charm of The Bourge- oisie“ sem Luis Bunuel stjóm- aði, fékk Oscarsverðlaunin sem | bezta erlenda kvikmyndin. Aðrir, scim helzt þótti koma til greina að fengju Oscarsverð- launin í ár, voru Lawrence Oliv- ier, Michael Caine og Paul Win- field fyrir karlahlutverk og Liv Uhlmann, Dinah Ross og Cicely Tyson fyrir kvenhlutverk. sölu fyrir önnur flugfélög, þegar starfsemi hennar verður komin i fullan gang. Lögð verður áherzla á að auka ferðamannastraum til Islands, m.a. með landkynn ngarstarfsemi erlendis. Skrifstofan mun skipu- leggja ferðir til sjóstangaveiði- og lax- og silungsveiða. Hún mun annast undirbúning að ráðstefnu i haldi hérlendis og fyrirgreiðslu ! vegna ferða á kaupstefnur er- lend s. | Þá verður stefnt að því að | efna til sérstakra ferða við hæfi þeirra fjölmörgu, sem þarfnast sérstakrar umönnunar, t.d. aldr- að fólk og fatlað og fyrir fólk ; sem heilsu sinnar vegna þarfnast dvalar í sóiarlöndum. Einnig er í athugun og undirbúningi skipu lagning hagstæðra orlofsferða fyrir hin ýmsu félagasamtök og starfsmannafélög svo og hópferð ir æskufólks. Ferðamiðstöðin hef ur þegar aflað sér ýmissa sam- banda erlend's til að geta veitt viðskiptavinum sínum sem bezta þjónustu og mun t.d. geta veitt skjóta fjarskiptaþjónustu við hó- tel og samgöngufyrirtæki um all- an heim. I stjórn Ferðamiðstöðvarinar eru Guðjón Styrkársson, (form.), Friðfinnur Ólafsson, Stefán H. Einarsson, S'gfús Johnsen og öm Erlendsson. INNLENT Þýzkir líffræðlngar í Kiel styðja útfærsiuna: Neyðarráðstöfun sem ræður úrslitum um tilveru smáþjóðar Kiel, 23. marz. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. HÓPUR þýzltra líffræðinga, seni starfa við háskólann í Kiel i Þýzkalandi hafa tilkynnt, að þelr styðji útfærslu íslenzku fisk- veiðilögsögunnar. Segja þeir þessa gerð „neyðarráðstöfun smáþjóðar til að tryggja tilveru sina“. Ætla líffræðingarnir að senda yfirlýslngu sína rétta boð- leið til Bonn. Þeir segja líka að afli við Is- land hafi farið síminnkandi á síð ustu árum vegna ofveiði og telja að mjög strangar ráðstaf- anir verði að gera til að stofn- unum stafi ekki bráð hætta af. „Útfærsla íslenzku fiskveiðilög- sögunnar er eina ráð islendinga til að halda efnahag sínum stöð- ugum,“ segir ennfremur og líf- fræðingar visa á bug fullyrðing um þýzkra útvegsmanna um að fiskveiðum Þjóðverja stafi hætta af aðgerðum íslendinga. Minna má á, að í janúar s.l. lýstu 46 sérfræðingar við Haf- rannsóknastofnunina í Kiel þess ari skoðun sinni opinberlega og fengu bágt fyrir, bæði hjá þýzk um sjómönnum, svo og hjá Klaus Peter Bruns, matvælaráð- herra í Neðrasaxlandi. Sagði hann að sérfræðingarnir hefðu „ráðizt aftan að öllum þeim að- ilum í Vestur Þýzkalandi, sem ynnu að því að fá ísland til að endurskoða einhliða útfærslu sína á landhelginni í fimmtíu mílur. Sagði Bruns, að ekki væri unnt að verja ákvörðun Islend inga og hann myndi skrifa haf rannsóknasérfræðingunum bréf, þar sem hann hvetti til að þeir endurskoðuðu afstöðu sína. Til sölu BR0YT grafa X 2, árgerð 1966. Upplýsingar í síma 52743. Notuður bókbundshníiur óskast til kaups, ekki minni en 48—50 cm breiður. Upplýsingar í síma 99-1231. Peugeot 404 árg. '69, ekinn 30 þús. km. Til sýnis og sölu. HAFRAFELL H.F., Grettisgötu 21 Símar 23511 og 23645. Chevroiet pickup Chevrolet pickup, árgerð 1967, allur nýyfirfarinn og í mjög góðu standi, til sölu. Upplýsingar í sírna 35051 á daginn og 43228 á kvöldin. (PÚTBOЮ Tilboð óskast um sölu á 922 settum af skólaborðum og stól- um svo og 24 kennaraborðum og stólum i bama- og gagn- fræðaskóla í Reykjavík. Útboðsskilmálar eru afhentir í skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 13. apríl n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Útboð Tilboð óskast í að byggja Þinghólsskóla I Kópa- vogi 2. áfanga A og B. Tilboðsgagna má vitja á skrifstofu bæjarverkfræð- ings Álfhólsvegi 5, Kópavogi frá kl. 8.30 — 12 f.h. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 12. apríl kl. 11 f.h. Bæjarverkfræðingur. Hestamanafélagið FÁKUR Aðalfundur félagsins er í kvöld í félagsheimilinu kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreyting. Kaffi hlaðborð verður í félagsheimilinu sunnudag- inn 1. apríl. Húsið opnað kl. 14.30. Fákskonur annast veitingar af sinni alkunnu rausn. Hestamenn og velunnendur þeirra. Komið og drekkið síðdegiskaffi hjá þeim. Fjölmennið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.