Morgunblaðið - 01.03.1974, Síða 1

Morgunblaðið - 01.03.1974, Síða 1
50. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretland: Me tkj ör sókn í tví sýnum þing- kosningum London, Belfast 28. febrúar AP-NTB 0 tJTLIT var fyrir algjöra metkjörsókn f kosningunum á Bretlandi í dag, einum hinum tvísýnustu f sögunni. Af 40 milljónum Breta, sem kosningarétt höfðu, var áætlað f kvöld að um 30 milljónir neyttu atkvæðisréttar sfns. Mesta kosningaþátttaka í brezku þingkosningum hingað til var árið 1950 eða 84%, og töldu sérfræðingar f London, að það met kynni að verða slegið áður en kjörstöðum yrði lokað kl. 10 að ísl. tfma. Kosningaúrslita var ekki að vænta fyrr en í fyrramálið. 9 Strax er kjörstaðir opnuðu kl. 8 í morgun, voru langar biðraðir af skjálfandi Bretum við kjör- staðina, en kosningaveðrið var ekki beysið því vfða snjóaði f Skotiandi, rigndi f AVales og blanda af þessu tvennu var víðast hvar f Engiandi. í fyrri kosning- um hefur mikil kosningaþátttaka yfirleitt þýtt sigur Verkamanna- flokksins, en f skoðanakönnun- um, sem birtar voru f dag, kom fram, að Íhaldsflokkurinn hefði aðeins sterkari stöðu, þótt í heild- ina virtist þriðjungur kjósenda styðja hvorn stóru flokkana um sig. Hins vegar sögðu skoðana- kannanirnar, að Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Jeremy Thorpes nyti stuðnings milli 20 og 25% kjósenda. # A N-lrlandi fór atkvæða- greiðslan ekki eins friðsamlega fram og á Englandi. Voru brezkir hermenn við kjörstaði til að vernda kjósendur fyrir ágangi öfga- 'og hermdarverkamanna, sem virtust lfklegir til að reyna að aftra fólki frá því að kjósa. Skotið var á varðmenn síðdegis en enginn þeirra særðist. I Londonderry og Belfast kom til Framhald á bls. 43 Eþíópía á valdi hersins Addis Abeba 28. febr. — NTB HERINN í Eþíópfu hafði í kvöld Addis Abeba, höfuðborg landsins, fullkomlega á valdi sfnu, svo og flesta aðra landshluta. Hermennirnir settu upp vega- tálmanir umhverfis borgina, umkringdu flugvelli og settu vörð um allar mikilvægar byggingar í Addis Abeba. Gerðu hermenn Ieit í bílum í höfuðborginni, og var talið, að þeir væru á höttunum eftir ráðherrum fyrrverandi stjórnar landsins, en hún sagði af sér f gær. Að sögn komu hermennirnir kurteislega og stillilega fram og virtust vera undir fullum aga. □ Hins vegar var talið, að herinn héldi tryggð við Haile Selassie keisara, þótt líkur bentu til, að yfirmenn hersins væru ekki ángæðir með val keisarans á nýj- um forsætisráðherra Endal- kjchen Makonnen, sem hann tii- kynnti um f dag, og var sá úr hópi embættismanna. Einnig tilnefndi keisarinn nýjan varnarmálaráð- herra. Er forsætisráðherranum ætlað að reyna að mynda stjórn. Haile Selassie hélt útvarpsræðu í dag og hvatti menn til að gæta stillingar. Sagði hann, að laun hermanna yrðu enn hækkuð, en eins og fram hefur komið, átti þetta uppþot hersins rót sína að rekja til óánægju með launakjör. Breiddist uppþotið út frá borginni Asmara út um allt land, 0g er talið að svo til allur herinn standi nú að baki byltingarinnar. Ekki hafa neinar fregnir borizt um blóðsúthellingar eða meiri háttar átök, og i höfuðborginni var allt meira og minna með kyrr- um kjörum. Sprautað á Picasso New York, 28. febrúar. — AP. MAÐUR nokkur, sem kvaðst vera listamaður og vilja „segja sannleikann", réðst f dag á hina frægu „Guernica" mynd eftir Pablo Picasso f Nútíma- listasafninu í New York og sprautaði á hana rauðri máln- ingu. Skrifaði maðurinn stór- um stöfum á málverkið orðin: ,J)repum öll lygarnar.“ Maðurinn var handtekinn þeg- ar f stað, en safnstjórnin telur, að málverkið muni ekki bera varanlegar skemmdir af þessu tilræði. Messmer reynir styrkari stjórn Pans 28. febrúar — AP PIERRE Messmer, forsætisráð- herra Frakklands, sem vinnur nú að því að mynda nýja ríkisstjórn, hélt f dag fund með fyrrverandi ráðherrum sfnum. Ráðherralisti nýju rfkisstjórnarinnar, sem al- mennt er búizt við, að verði frem- ur fámenn með það fyrir augum að gera hana snarari f snún- ingum, verður mjög sennilega birtur á morgun, föstudag, eða jafnvel seint í kvöld. Þegar var talið ljóst í dag, að þeir Michel Jobert utanríkisráðherra og Valery Giscard d’Estaing fjár- málaráðherra myndu halda sfn- um embættum, og Jobert sagði f dag, að hann ætlaði á morgun að fara tii Bonn til viðræðna við Walter Scheel utanrfkisráðherra Vestur-Þýzkalands, eins og ráð var fyrir gert. Giscard d’Estaing sagði frétta- mönnum i dag eftir fund með Messmer, að forsetinn hefði „staðfest fyrirætlun sfna um að mynda litla, röggsama ríkisstjórn. Hann skýrði fyrir mér hvaða hlut hann ætlaði mér í henni og ég gaf honum samþykki mitt.“ Almennt er talið í Frakklandi, að það til- tæki Pompidous forseta að láta stjórn Messmers segja af sér og síðan láta hann mynda nýja stjórn hafi verið sálfræðilegt bellibragð til að styrkja stöðu stjórnarinnar áður en gripið verði til mjög harðra efnahagsaðgerða til þess að bjarga efnahag landsins. Bretar kjósa við gaslampaljós Frá blaðamanni Mbl., Þórleifi Ólafssyni. London igær. „BEZTI f lokkurinn mun sigra f þessum orkulausustu kosning- um Bretlands," sagði einn fréttaskýrenda BBC f kvöld, en þótt kosningar séu f dag í Bret- landi, gengur Iffið sinn vana- gang hjá brezkum borgurum. Hér f London er nístingskuldi og mjög hráslagalegt er nú hér í öllum orkuskortinufn. Sumar verzlanir eru lokaðar vegna kuldans og f öðrum verzlunum eru vfða auglýsingar á veggjum þar sem fólk er beðið afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar á kuldanum, sem er innan dyra og staf ar af orkusi orti. mikið í útilegum. Sömu sögu er að segja um skrifstofur Flug- leiða f London. Þar vinnur starfsfólkið við gaslampa, sem bæði sjá þeim fyrir lýsingu og hita því hvort tveggja er nú af skornum skammti. Það virðist liggja i loftinu, að margir virðast óttast enn frek- ari gengisfellingu sterlings- pundsins ef Ihaldsflokkurinn vinnur í kosningunum. „Hvað tekur þá við? — það veit eng- inn,“ segir það. I kvöldblöðunum var staða Verkam^ maflokksins og í- haldsflokksins talin jöfn, en þó áii’u flest blöðin, að íhalds- ílokkurinn mundi sigra í kjör- dæmum í London og nágrenni. Margar verzlanii eru nú hit- aðar upp með gastæ. jum lfkum þeim, sem íslendingar nota Þrátt fyrir vaxandi fylgi Frjálslynda flokksins, að því er virðist, þá er talið, að margir hiki við að kjósa flokkinn þegar að kjörborðinu kemur, því eng- inn veit hvað þessi flokkur, sem staðið hefir utan stjórnar í ára- tugi, býður upp á, ef hann fær einhvern tíma völd. „Við vitum hvað við höfurn," segir almenningur, „en enginn veit hvað við tekur ef frjáls- lyndir sigra.“ Að sjáfsögðu eru dagblöðin hér full af kosningaáróðri og kosningafréttum. Öll forsíða Daily Mirror, útbreiddasta blaðs Bretlands, er til dæmis áskorun til fólks um að kjósa Verkamannaflokkinn. Fyrir- sögnin For All Our Tomorrows Vote Labour Today þekur alla forsíðuna. Önnur blöð eru ekki eins bundin flokkunum að því er virðist og reka misjafnlega mik- inn áróður af ýmsu tagi. Hvor er betri Heath eða Wil- son, að áliti Breta? Það kemur í ljós i nótt eða fyrramálið, og vfst er, að ef íhaldsflokkurinn bíður lægri hlut mun enn meiri ivissa en nú er verða í brezku efnahagslífi á næstunni. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.