Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 kerfinu einkar vel, og þannig eigum við ákveðna talsmenn í öllum mplaf lokkum Það kom f minn hlut þegar við upphaf kjörtímabilsins, að gegn formennsku í æskulýðs- ráði borgarinnar, Þar er fjallað um viðkvæman málaflokk og vissulega eru ekki allir á eitt sáttir um hversu athafnasöm borgaryfirvöld skuli vera á þeim vettvangi. Sumir telja, að þau skuli algjörlega halda að sér höndum. Stefnan hefur í reynd verið önnur. Æskulýðsráð hefur að undan- förnu einbeitt sér að upp- byggingu félagsaðstöðu úti í hverfunum. Þannig eru fram- kvæmdir nú langt á veg komn- ar í félagsmiðstöð í Fellaskóla í Breiðholtshverfi III og ákvarðanir hafa verið teknar um uppbyggingu svipaðrar að- stöðu í Bústaðakirkju. Á báðum þessum stöðum verður húsnæðisþörf æskulýðsfélaga og klúbba leyst auk þess sem við gerum ráð fyrir að félags- skapur fólks á öllum aldri fái ákjósanlegan starfsvettvang í þessum nýju hverfamiðstöðv- um. Á næsta ári verður svipuð aðstaða I Árbæjarhverf i og Breiðholtshverfi I efst á við- fangsefnalista. Til að tryggja blómlegt og þroskandi starf í þessum nýju húsakynnum og eins í eldri starfsstöðvum hefur æskulýðs- ráð nú gert tillögur um ákveðið fyrirkomulag styrkveitinga borgarinnar til æskulýðsfélaga í Reykjavík, bæði þeirra sem fyrir eru og annarra, er í fram- tíðinni kunna að verða stofn- sett. Tel ég mjög mikils vert, að félögin fái með þessum hætti traustan rekstrargrundvöll og nái vonandi þar með fótfestu í úthverfum.ört vaxandi borgar. Hröðun á framkvæmdum við þjónustustofnanir í hverfunum verður eítt af þýðingarmestu verkefnum næstu borgar- stjórnar. Búseta fólks í nýjum hverfum og bygging og rekstur skóla, dagvistunarheimila verzlana og annarra þjónustu- miðstöðva verður að haldast I hendur, og sérstaklega ber á næstu árum að bæta heil- brigðisþjónustu i hverfunum með stofnun læknamiðstöðva, þar sem heimilislækna- þjónustan verði staðsett ásamt vissum sérfræðigreinum og slysahjálp. Ekki er mér grunlaust um, að margir hafi spurt sjálfa sig og aðra: „Hversu stór á Reykjavík að verða?‘.‘ Kostirnir til enn meiri útvíkkunar byggðar- svæða borgarinnar eru ekki óþrjótandi. Enn er þó landrými fyrir hendi og á því verður að skipuleggja ný b.vggingarsvæði hið fyrsta. Þar þarf að leggja áherzlu á sem fjölbreytilegast framboð á lóðum, svo að ein- staklingurinn fái færi á að byggja eins og hann vill. Hugur flestra Reykvíkinga stendur til þess að búa I einbýlishúsum eða raðhúsum og verða borgar- yfirvöld því að bjóða upp á möguleika til byggingar þeirra húsagerða I ríkum mæli. En okkur má þó ekki skorta heildaryfirsýn yfir byggðina í borginni. Hvað er að gerast í fullbyggðum borgarhlutum eins og t.d. í þeim elztu vestur í bæ? Dæmi eru um að á sumum svæðum í gamla bænum séu aðeins um tveir einstaklingar á hverja íbúð á móti fimm á ibúð i yngstu hverfunum. Þarna gætir vaxandi röskunar á jafn- vægi I byggð borgarinnar, sem yfirvöld verða að hafa strangar gætur á. Ungt fólk verður að fá kost á að eignast íbúðarhús- næði í elztu hverfunum, sem það á bágt með eins og nú er ástatt vegna verðlagsins. Lána- fyrirgreiðslu verður því að auka í þessum tilfellum. Borg- arfélaginu í heild eru augljós hagur af jafnri skiptingu aldursflokka í öllum borgar- hlutum, svo að þjónustustofn- anir, sem þar eru fyrir, nýtist að fullu, og komið verði í veg fyrir alvarlegar félagslegar af- leiðingar, sem breiðara bil milli kynslóða í búsetu borgarinnar myndi óhjákvæmi lega leiðatil. Markús Örn Antonsson ritstjóri. Helztu upplýs- ingar um próf- kjör sjálf- stæðis- manna A morgun kl. 14 hefst prófkjör á vegum Sjálfstæðisflokksins um skipan framboðslista Sjálfstæðis- flokksins við borgarstjórnar- kosningarnar, sem fram fara í vor. Prófkjör þetta stendur næstu 3 daga. A morgun laugardag 2. marz og sunnudaginn 3. marz verða kjörstaðir opnir I átta kjör- hverfum borgarinnar á tfma- bilinu kl. 14—19, en mánudaginn 4. marz verður kjörstaður opinn I Tjarnarbúð frá kl. 16—20. Hér er um opið prófkjör að ræða, sem þýðir, að ekki aðeins flokks- bundnir sjálfstæðismenn hafa rétt til þátttöku, heldur allir þeir, sem hyggjast styðja Sjálfstæðis- flokkinn I borgarstjórnarkosning- unum I vor. Til þess að prófkjörið geti orðið bindandi fyrir kjör- nefnd þurfa 6.967 kjósendur að greiða atkvæði I þvf. Hér fara á eftir nokkrar upplýsingar um prófkjörið og framkvæmd þess. Atkvæðisréttur Atkvæðisrétt I prófkjörinu hafa allir stuðningsmenn D-listans í borgarstjórnarkosningunum, sem náð hafa 20 ára aldri 26. maí 1974 og áttu Iögheimili í Reykjavík 1. desember 1973, ennfremur með- limir sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem ná -18 ára aldri 26. maí 1974 eða fyrr og lögheimili áttu í Reykjavík 1. desember 1973. Frambjóðendur Frambjóðendur í prófkjöri voru valdir með framboðum studdum af minnst 25 flokks- bundnum sjálfstæðismönnum, en að auki tilnefndi kjörnefnd fram- bjóðendur I prófkjörið, en hún er skipuð 15 kjörnum og tilnefndum sjálfstæðismönnum. Ctfylling atkvæðaseðilsins Á atkvæðaseðli er nöfnum frambjóðenda raðað eftir stafrófsröð. Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12. Skal það gert með því að setja kross fyrir framan nöfn frambjóðenda, sem viðkomandi óskar eftir að skipi .endanlegan framboðslista. Bindandi úrslit Til þess að úrslitin geti orðið bindandi fyrir kjörnefnd, þarf fjöldi þeirra, sem þátt tekur i prófkjörinu að vera 1/3 af kjör- fylgi Sjálfstæðisflokksins við síðustu borgarstjórnarkosningar eða minnst 6.967. Auk þess þurfa einstakir frambjóðendur að hljóta minnst 50% greiddra at- kvæða til þess að kosning þeirra verði bindandi. Birting úrslita Ef þátttaka I prófkjörinu nem- ur 1/3 eða meira af kjörfylgi Sjálfstæðisflókksins við borgar- stjórnarkosningarnar 1970 er kjörnefnd skylt að birta opinber- lega upplýsingar um úrslit I próf- kjörinu, að því er tekur til 16 efstu sætanna. Átta kjörhverfi Eins og fyrr segir verða laugar- dag og sunnudag opnir kjörstaðir I 8 kjörhverfum borgarinnar. Kjörhverfi og kjörstaðir eru sem hér segir: 1) Nes- og Melahverfi, Hringbraut og öll byggð sunnan hennar. Kjörstaður: KR-heimili við Frostaskjól. 2) Vestur- og miðbæjarhverfi, öll byggð vestan Bergstaða- strætis, Oðinsgötu og Smiðjustígs og norðan Hringbrautar. Kjör- staður: Galtafell, Laufásvegi 47. 3) Austurbæjar-, Norðurmýrar- Hlíða- og Holtahverfi. Hverfið takmarkast af 1. og 2. kjörhverfi I suður og vestur, Kringlumýrar- braut í austur, en af Laugavegi og Skúlagötu í norður. Kjörstaður: Templarahöllin við Eiríksgötu. 4) Laugarnes-, Langholts-, Voga- og Heimahverfi. Öll byggð norðan Suðurlandsbrautar og hluta Laugavegs. Kjörstaður: Samkomusalur Kassagerðarinnar h/f við Kleppsveg. 5) Háaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Hverfið takmarkast af Kringlu- mýrarbraut I vestur og Suðurlandsbraut í norður. Kjör- staður: Miðbær við Háaleitisbraut 58—60. 6) Árbæjarhverfi og önnur Reykjavíkurbyggð utan Elliðaáa. Kjörstaður: Kaffistofa verksmiðjunnar Vífilfell h/f, Draghálsi 1. 7) Bakka- og Stekkjahverfi (Breiðholt I). Kjörstaður: Urðar- bakka 2. 8) Fella- og Hólahverfi (Breið- holt III). Kjörstaður: Vesturberg 197.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.