Morgunblaðið - 01.03.1974, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.03.1974, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 Próf- Runólfur Pétursson: kjör Sjálfstæðis- manna óþrjótandi og þess vegna er höfuðnauðsyn að samhentir aðilar vinni að úrlausn þessara verkefna. Það er von mín að árangur þessa prófkjörs verði sá, að framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík í vor, skipi dugmikið og hug- myndaríkt fólk, sem í samvinnu við Reykvíkinga tryggi borg- inni okkar áfram trausta stjórn — stjóm sjálfstæðismanna. Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri Ragnar Júlíusson: Treystum sigur Sjálfstæðis- flokksins í vor ÞEGAR sýnt var að svo margir borgarfulltrúar gæfu ekki kost á sér til endurkjörs og þar á meðal aðal talsmaður skólanna í borgarstjórn, ákvað ég að gefa kost á mér til prófkjörs. Áhugi minn á borgarmálum hefur alla tið verið mikill, enda í náinni snertingu við stjórn borgarinnar og æskuna sem kennari og skólastjóri um tveggja áratuga skeið. Á sumr- in hefi ég stjórnað Vinnuskóia borgarinnar, sem veitt hefur stórum hluta unglinga sumar- störf. Af þessum störfum mínum með æskunni hefi ég kynnst hennar þörfum og vandamálum. Eðlilegt er því að aðaláhugamál min séu á sviði skóla-, æskulýðs- og félagsmála. Ég hefi af eigin reynslu, gert mér ljóst, að nánari tengsl eru nauðsynleg milli frjálsrar æskulýðsstarfsemi og skóla. Skólarnir verði gerðir að mið- stöð félagsstarfs í viðkomandi hverfi. íþróttafélög, safnaðar- starf og félagsstörf eldri og yngri borgara ættu að fá þar aðstöðu. Þannig má á hag- kvæman hátt færa æskulýðs- og félagsstarfið inn í sjálf hverfin. Unglingum gefst þá kostur á að sækja tómstundastörf í ná- grenni heimila sinna. Það er skoðun min að Æskulýðsráð borgarinnar eigi að efla til að annast leiðbeininga- og ráð- gjafastörf við hin frjálsu fé- lagasamtök æsku borgarinnar. í stuttri grein sem þessari, er aðeins hægt að minnast á fáein atriði. Hvað viðvíkur starfi Sjálfstæðisflokksins bind ég sem formaður Landsmálafé- lagsins Varðar miklar vonir við samstarf Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ég leyfi mér að vænta þess, að sem allra flestir kjósendur, sem ætla að styðja Sjálfstæðis- flokkinn i borgarstjórnarkosn- ingunum taki ábyrga afstöðu í prófkjöri og fylki sér siðan tii stuðnings við flokkinn — og sigri. Ragnar Júlíusson skólastjóri. Efling iðnaðar ÞEC5AR ég var beðinn um að gefa kost á mér til prófkjörs, fór ég að hugsa um þá mörgu málaflokka sem spanna yfir málefni borgarinnar. Þegar ég var varaborgarfull- trúi 1966—1970 hafði ég mik- inn áhuga á æskulýðsmálum og málefnum aldraðra. Þá má ekki gleyma þeim þætti sem fjallar um þá sem sjúkir eru og liggja heima og þurfa á hjálp að halda frá heimilishjálp Reykjavíkur- borgar. Meira get ég talið upp sem kemur upp í hugann svo sem atvinnumál og húsnæðismá) sem ég tel að þurfi að leggja mikla áherzlu á. Ég tel, að mikla áherzlu beri að leggja á eflingu iðnaðarins i höfuðborginni. En eins og margir vita hefur iðnaður í miklum mæli flutzt héðan úr borginni i nálæg sveitarfélög því að þau hafa sýnt honum meiri skilning. Runólf ur Pétursson iðnverkamaður. Sveinn Björnsson: I fararbroddi í íþróttamálum I REYKJAVÍK hefi ég búið allt mitt líf, kynnst flestum þáttum hennar og hvergi annars staðar starfað. Með starfi mínu innan íþróttahreyfingarinnar og ann- arra félagsmála hefi ég komist í snertingu við hin ýmsu félags- legu vandamál borgarbúa, og eru þau mér hugljúf verkefni. íþróttastarfsemi borgarinnar er nátengd uppeldismálum hennar og verður uppeldislegt gildi íþróttaiðkana seint ofmet- ið. Það er beggja hagur, að gott samstarf sé á milli borgar- stjórnar og hinnar frjálsu íþróttahreyfingar, enda hefur verið til þess ætlast að höfuð- borgin sé í fararbroddi um að skapa æskunni skilyrði til náms og leikja. Á undanförnum árum hefur mikið áunnist á sviði íþrótta- og æskulýðsmála og að sjálfsögðu ber að viðhalda þeirri stefnu og stuðla að því að íþrótta- og félagsleg aðstaða verði tryggð hverju íþróttafélagi í sínu borgarhverfi. Ég tel því fé vel varið, sem Reykjavíkurborg ver árlega til uppbyggingar íþróttahúsa, sundlauga og íþróttaleikvanga til hagsbóta fyrir alla sem íþróttum unna. Markvisst þarf að vinna að því, að unglingar og æskufólk hafi störfum að sinna og lendi í góðum félagsskap meðal yngri sem eldri. Eg hefi áhuga á því, að frjáls verzlun fái að blómgast, og stuðlað verði að bættri aðstöðu fyrir þá atvinnugrein, svo og aðrar atvinnugreinar, í hinum ýmsu hverfum borgarinnar. Tryggja þarf borgarbúum örugga atvinnu við arðbær störf, enda eru atvinnumál borgarbúa undirstaða að vel- ferð borgaranna. Traust at- vinnulif er sá grundvöllur, sem við verðum að byggja allar framfarir á. Málefni aldraðra þarf að standa vörð um og skapa þeim enn betri aðstöðu svo þeir fái að njóta ávaxta erfiðis sins. Vinna ber að því, að allir eignist eigið húsnæði, og að eigi verði bið eftir aðstöðu til bygg- ingarframkvæmda, með því að skipuleggja borgarhverfi, svo hægt verði að leggja grundvöll að framkvæmdum, sem snerta dagiega velferð okkar og kom.- andi kynslóða. Það yrði mér ánægjulegt verkefni að starfa að hinum ýmsu borgarmálefnum, enda eiga borgarfulltrúar að hafa mestan áhuga á þeim málum, sem eru til úrlausnar og ákvörðunar hverju sinni. Sveinn Björnsson kaupmaður Sveinn Björnsson: Heilbrigð mark- mið og stefna SENN líður að því, að Reykvík- ingar velji sér borgarstjórn fyr- ir næsta kjörtimabil. Eftir fjögurra ára setu í borg- arstjórn sem varafulltrúi, er mér ljósara en nokkru sinni áð- ur, hversu áríðandi það er, að þetta val takist vel. í bókstaf- legri merkingu er vellíðan okk- ar borgarbúa allt frá vöggu til grafar að talsverðu leyti háð því, að borgin uppfylli margvís- legar óskir og þarfir okkar, bæði i daglega lífinu og þegar lengra er horft. Hvaða skilyrði eru það þá, sem tryggja okkur borgurunum hæfa stjórn og markvissa starf- semi og framkvæmdir? Grundvallaratriði er heil- brigð markmið og stefna. Hér verður að gera skýran greinar- mun á þvi, hvort stefnt er öfga- laust að heill og velferð allra borgarbúa jafnt, hvar í stétt sem þeir standa, eða hvort markmiðið er að gera stjórn borgarinnar að leiksviði fyrir pólitiska tilraunastarfsemi, jafnvel með stéttafjandskap að leiðarljósi. Annað meginskilyrðið er, að meiri hluta borgarstjórnar skipi samhentur hópur með al- hliða reynslu og yfirsýn yfir alia þætti borgarmála. Hér dug- ar fólkinu í borginni lítt, að um stjornvölinn haldi póiitískir harðlínumenn með þröng sjón- armið og annarleg áhugamál. Það þriðja, sem ég vildi nefna, er mikilvægi þess, að borgin hafi f þjónustu sinni hæfa embættismenn og starfs- fólk. É& hef átt þess kost að kynnast mörgu af þessu fólki og tel það mikla gæfu borgar- búa, hve vel hefur tekizt að manna margar stöður í borgar- kerfinu. Fjóða skilyrðið, sem ég vildi nefna, er traustur fjárhagur og skynsamleg fjármálastjórn. Oðaverðbólga og lítt vinsamleg afstaða rikisvaldsins til borgar- stjórnarmeirihlutans hefur nú um stundarsakir að ýmsu leyti gert borginni erfitt fyrir í þess- um efnum, en vonir standa til, að úr rætist. Nefna mætti sitthvað fleira, sem rétt er að hafa í huga, þegar velja skal borgarstjórn, en hér verður látið staðar num- ið. Samhent forysta hefur jafn- an verið aðalsmerki sjálfstæðis- manna í Reykjavik. Við þekkj- um, hvað þetta hefur þýtt f reynd. Áratuga forysta og frumkvæði t.d. í raforku- og hitaveitumálum talar hér skýru máli. Margþætt verkefni á sviði umhverfismála og útivistar, heilbrigðismála, skólamála, fé- lags- og menningarmála bíða úrlausnar svo eitthvað sé nefnt. Það er ósk min til Reykvík- inga á þessu merkisári í sögu þjóðarinnar, að áfram haldi styrkur meirihluti um stjórnvöl í borgarstjórn, þannig að áfram haldi samfelld uppbygging og þróun með stöðugt betra mann- lif aðmarkmiði. Sveinn Björnsson verkfræðingur. Úlfar Þórðarson: Uppbygging Borgarspítalans EITT mest aðkallandi mál á sviði heilbrigðismála borgar- innar er áframhaldandi upp- bygging Borgarspítalans. Ekki fer milli mála, að ein alvinsæl- asta stofnun Reykjavíkurborg- ar er slysadeild Borgarspítal- ans. Þar leita borgarbúar trausts og halds á nóttu sem á degi og reyndar landsmenn al- mennt. Það er því brýn nauð- syn að styðja og auka þá frá- bæru þjónustu, sem þar er veitt, bæði með þvi að bæta aðstöðu deildarinnar sjálfrar eins og deilda þeirra i spítalan- um, sem eru bakhjarlar starf- seminnar, en þess er enginn kostur í núverandi húsnæði. Nær þetta til nærri allra deilda, þó sérstaklega til röntgen- og aðgerðadeilda. Teiknistofa Borgarspítalans er langt komin með teikningar af fyrsta áfanga þjónustudeilda, sem munu leysa þennan vanda. í annan stað eru þegar til frá sama aðila teikningar af B-álmu Borgar- spítalans, sem ætlað er að leysa fyrst og fremst vandamál aldr- aðra langlegusjúklinga, en sam- kvæmt rannsóknum borgar- læknis, McRastor og annarra er það langstærsta vandamálið í sjúkrahúsmálum borgarinnar Og landsins alls. Teikningar þessar eru nú til umsagnar í heilbrigðisráðuneytinu. Einnig þyrfti að skapa aðstöðu fyrir um 80 aldraða með ferlivist í samvinnu við byggingarnefnd Öryrkjabandalagsins, en að því máli hefur borgarlæknir fyrir hönd heilbrigðismálaráðs átt frumkvæðið. Í Arnarholti þarf einnig að ljúka þeim endurbót- um á húsnæði, sem þegar eru ákveðnar og biða útboðs, en ríkisvaldið hefur Iagt sína dauðu hönd á framgang þessa máls. í Heilsuverndarstöðinni er á döfinni mikil fræðsla og upp- lýsingastarfsemi fyrir almenn- ing um heilsuvernd. Áfengis- vandamálið ber auðvitað hæst, en heilbrigðismálaráð hefur ný- lega gert samþykktir, er miða að því að fella saman sem mest átakamátt hinna ýmsu áhuga- mannasamtaka og opinberra stofnana, sem starfa að því að veita viðnám og draga úr afleið- ingum þessarar sýkingar, sem er bæði læknisfræðilegs og félagslegs eðlis og sem enginn virðist vita á hvem hátt eigi að bregðast við með nokkrum verulegum árangri. Enginn vafi er á, að hér þarf á bættri löggjöf að halda ásamt upplýs- inga- og aðvörunarstarfi. En fyrst og siðast, hjálparstarfsemi til að gera sjúklingum kleift að skilja, að hjálpin verður að koma innan frá. Tannlækningar í skólum kosta nú 50 millj. króna, en ávöxturinn af starfinu er líka þegar orðinn ljós. Árbatnandi ástand tanna skólabarna í Reykjavík, mikill áhugi tann- lækna á starfinu, en milli 30 og 40 tannlæknar eru starfandi að þessum málum, svo og vaxandi árangur af varnarráðstöfunum gegn tannskemmdum. Almenn- ingi er orðin ljós hin mikla þýð- ing tannverndar sem liðar f heilsuvernd. Þegar er ákveðið að hefja tannréttingar í erfiðustu tilfell- unum á því sviði. En i meðferð þessara galla má vænta bylting- ar á næstu árum. Aukning bæði í magni og fjölbreytni á hinni almennu heilsugæzlu og vernd liggur í hlutarins eðli. Beita þarf fjölmiðlum I þessu skyni og stjórnendur fjölmiðla þurfa að sýna meiri skilning á þessum málum. Nátengdur allri heilsu- verndarstarfsemi er stuðningur við almennar íþróttir og hina frjálsu íþróttahreyfingu. Uti- vist og hreyfing er bezta trygg- ing fyrir góðri heilsu, hvort sem er andlegri eða líkamlegri, og þeir peningar ávaxta sig því vel, sem til þessara hluta er varið. Ulfar Þórðarson læknir. Valgarð Briem: Betri borg . . . í DAGLEGU starfi lögfræðings ber ýmislegt á góma. Sumt gleðilegt, annað sorglegt, sumt svo ömurlegt, að það situr lengi í manni. Allt er þetta þjónusta við meðborgarana i einni eða annarri mynd. Þegar ung hjón hafa fest kaup á íbúð í bjartsýni og trú á framtíðina, er ánægjulegt að annast þau viðskipti. Þegar sama íbúð er seld á nauðungar- uppboði vegna vanskila sökum óreglu annars eða beggja hjón- anna, með hjúskaparslitum i kjölfarinu og öllum þeim vanda, sem sliku fylgir, fer gamanið af. Þott flestar fjölskyldur borg- arinnar kannist við margvisleg- an vanda vegna ofneyzlu áfeng- is af eigin raun eða nánum kynnum við aðra, gera einungis fáir sér fulla grein fyrir því, hve áfengisvandamálið er gifurlegt þegar allt leggst sam- an. Tjón bæjarfélagsins vegna hvers einstaks borgara, sem verður afenginu að bráð, er stórkostlegt. Áhyggjur og sorg aðstandenda og ástvina er ómælanleg. Þetta vandamál virðist vaxa hraðar en íbúafjöldi borgarinn- ar. Mikið er gert af opinberri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.