Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 43 Argentína: Lögreglumenn eru í uppreisnarhug Snorri Sveinn sýnir í Norræna húsinu Cordoba, Argentinu 28. febrúar AP-NTB. UM 10.000 lögreglumenn f næst stærstu borg Argentfnu, Cordoba, hafa gert uppreisn til þess að ýta á eftir kröfum um að vinstri sinn- uð yfirvöld héraðsins verði fjar- lægð. Hafa lögreglumennirnir tekið sýslumanninn fastan og halda honum og nokkrum helztu fylgismönnum hans f gíslingu. Hafa lögreglumennirnir útvarps- stöð á valdi sfnu, og sögðu þeir hinum 9ÖÖ.ÓÖ0 fbúum borgarinn- ar ao tara ekki til vinnu f dag. Juan Peron forseti Argentínu hélt skyndifund með ráðgjöfum sfnum um málið, en ekki var vit- að um niðurstöðu þess fundar. Sýslumaðurinn í Cordoba, Ricardo Obregon Cano, hefur Jón G. Kristjánsson Nýr skrifstofu- stjóri borgar- verkfræðings FRÁ og með deginum f dag tekur Jón G. Kristjánsson lögfræðingur við starfi skrifstofustjóra borgar- verkfræðings af Má Gunnarssyni, sem gegnt hefur þvf starfi undan- farin ár. Jón er fæddur á Hólmavfk árið 1944, sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar, stöðvarstjóra Pósts og síma, og Önnu Jónsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1964 og embættisprófi i lögfræði frá Háskóla íslands 1971. Síðan starfaði hann um skeið sem full- trúi tollstjóra, en f október 1971 varð hann lögfræðingur hjá Sjóvátryggingafélagi íslands og hefur starfað þar þangað til nú. Vantraust í Finnlandi Helsingfors, 28. febr. — NTB. Stjórnarandstöðuflokkarnir f Finnlandi lögðu f gær fram van- trauststillögur f þinginu gegn rfk- isstjórninni, en þá var orkumála- stefna hennar tekin til umræðu. Er stjórnin einkum gagnrýnd fyr- ir að Iáta viðgangast að olfuverð hafi hækkað of ört að undanförnu og aðgerðir hennar hafi verið van- hugsaðar. Þá er kvartað yfir þvf að orkumálastefnan sé of óljós og láti ýmsum vandamálum ósvarað. Stjórnmálaskýrendur telja að ríkisstjórnin muni engu að síður halda velli eftir atkvæðagreiðsl- una í þinginu á morgun, föstudag. stöðugt verið sakaður um að vera vinstrisinnaður allt frá því er Per- on hóf hreinsanir meðal vinstri manna í valdastöðum. Borgin hef- ur lengi verið óeirðasöm í verka- lýðsmálum, en verkalýðsforystan er einnig nokkuð á vinstri kantin- um. Ekki er vitað um mannfall í þessu uppþoti. ÓBREYTT VERÐ Á LOÐNU TIL FRYSTINGAR Á fundi Verðlagsráðs sjávar- útvegsins í gær varð samkomulag um, að lágmarksverð á ferskri loðnu til frystingar frá og með 1. marz til 15. maí 1974, skuli vera óbreytt frá þvi verði, sem gildir til 28. febrúar, þ.e. kr. 13.60 hvert kg miðað við nýtingu. Ekið á kyrr- stæða bifreið Miðvikudaginn 27. febr. sl. kl. 08—19 var ekið á rauða Vauxhall Viva-bifreið, R-28827, á stæði framan við Tómstundahúsið að Laugavegi 164 og dældað farangurskistulokið og farangurs- kistan sjálf. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ákeyrsluna, eru beðnir að láta lögregluna vita. — Seinn til svars Framhald af bls. 16 gefa skýringu á lögfræðilegum hugtökum og vildi ógjarnan fara með staðlausa stafi. Ræddi þetta mál við f jölda manna og frétti þá, að til væri rit, sem heitir „Eignar- réttur" eftir próf. Ölaf Lárusson. Það er ekki að visu á glámbekk (fæst ekki í verzlunum). Nú hefi ég þetta rit undir höndum og hefi ekki lengi lesið, þegar ég finn full rök fyrir fuliyrðingum mínum. Á bls. 11 stendur meðal annars: „Maður, sem á jörð, getur búið á henni og nýtt sér afrakstur henn- ar, gert mannvirki á henni, breytt mannvirkjum á henni eða lagt þau niður,“ o.s.frv. Ég tel mig hafa eignazt ábýlis- jörð mína með öllum þeim rétt- indum, sem foreldrar mínir áttu Og jörðinni hafa fylgt frá dögum Ingólfs Arnarsonar. Skerðing þessa réttar, eignarréttarins, hef- ir kostað mig það, að i stað þess að eiga nú lífvænlegt bú, er aðstaða min einyrkja hokur. Um þetta mætti rita langt mál sem um hið furðulega traðk þétt- býlisins á rétti bóndans: Fasteignagjaldið á Reynisvatni, aðförina að bóndanum á Reykja- borg við Reykjavik o.s.frv. Hér verður að láta staðar numið í trausti þess að fá glögg og góð svör og stuðning við þann forna rétt, að bændur hafi fjárforræði sem aðrir fullveðja menn. Með beztu kveðju. Úlfarsfelli i Mosfellssveit, 19. júlí 1973. — Varnarliðið Framhald af bls. 18 frá fæðingardeildinni ásamt sjúkraliða þyrlunnar önnuðust konuna allan timann, meðan á fluginu stóð. 21. nóvember nauðlenti Navy C-117 á Sólheimasandi. Áhöfn vélarinnar, 7 manns, var flutt með þyrlu varnarliðsins til Kefla- víkurflugvallar. Björgunarsveit SVLÍ, Víkverja, Vík í Mýrdal, veitti varnarliðsmönnum mikla aðstoð við að gæta flugvélarinnar, auk þess sem þeir höfðu 24 klukkustunda hlustvörslu í tal- stöðvarbil við flak flugvélarinnar. Snorri Sveinn Friðriksson listmálari opnar sýningu í sýningarsal Norræna hússins kl. 15 næstkomandi laugardag og sýnir þar 35 stórar kolmyndir, sem hann hefur gert á þessu og síðasta ári. Þetta er þriðja einkasýning Snorra Sveins, hinar tvær hélt hann 1964 og 1969. Auk þess hefur hann tekið þátt í mörgum Þetta var sú skýrsla, sem borist hefur frá Slysavarnafélagi íslands um samvinnu við varnar- liðið á árinu 1973 um björgunar- störf. Eins og ég áðan sagði, voru þessar beiðnir 20 á s.l. ári, en alls voru aðstoðarbeiðnir opinberra aðila samtals 52 á árinu, mest út af eldgosinu í Vestmannaeyjum. Þessu má skipta þannig, að farin voru 25 sjúkraflug, 12 leitarflug, 4 björgunarflug og 11 ferðir voru famar vegna brottflutnings frá hættusvæði. A tímabilinu frá 23. janúar. 1973, þegar Vestmannaeyjagosið byrjaði og tii 15. mars sama ár, lagði varnarliðið fram um 50 þús. vinnustundir til aðstoðar, t.d. fóru yfir 1000 hermenn til hjálparstarfa á Heimaey. Flug- vélar varnarliðsins fluttu um 850 tonn af húsgögnum, birgðum, tækjum, búsmala og matvælum. Þær fluttu og yfir 1500 flugfar- þega til og frá Heimaey. Einnig má nefna, að varnarliðið annaðist flutning á nærri 600 gámum frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur á 5 dögum i upphafi gossins. Það lagði til slökkvibifreiðar og alls konar slökkvitæki, auk ýmiss konar útbúnaðar. Að lokum er rétt að minnast á það, að varnar- liðið og Bandaríkjaher lögðu fram mikið starf við það að safna saman dælum, vatnshönum og leiðslum 1 Bandaríkjunum fyrir kælikerfið, sem notað var gegn hraunstraumnum. Fyrir utan þá aðstoð, sem nú hefur verið minnst á, má geta þess, að samkomulag er um það við varnarliðið að flytja nýrna- Sjúklinga til Kaupmannahafnar, hvenær sem á þarf að halda, en þegar skipta þarf um nýra í fólki, má ekki langur timi líða þar til nýtt nýra af réttum flokki er komið á sinn stað í líkama sjúklingsins. 4. spurningin er um það, hvort ég telji nokkuð því til fyrirstöðu, að íslendingar geti tekið þessa björgunarstarfsemi að sér. Ég tel ekki vafa á því, að íslendingar geti haftþessi störf með höndum, ef þeir fá fulla þjálfun. Það er hins vegar alltaf matsatriði, hve öflug slík björgunarsveit þarf að vera til þess að fullkomið öryggi sé fyrir hendi og um það get ég ekki fullyrt. Hins vegar er ljóst, að spurningin er fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis og ef hafa ætti sams konar rekstur á Keflavíkur- flugvelli og nú er þar i höndum varnarliðsins, er enginn vafi á þvi, að um mjög háar fjárhæðir væri að ræða.“ samsýningum, bæði hér álandi og erlendis. Hann hefur til dæmis tvfvegis átt verk á útisýningunni á Skólavörðuholti. Undanfarin ár hefur hann ennfremur fengizt nokkuð við skreytingar ný- bygginga í samvinnu við arki- tekta. Hann skreytti hús Lands- banka íslands á Akranesi bæði að utan og innan og vinnur nú að skreytingu fleiri bygginga. — Bretland Framhald af bls. 1 átaka milli uppivöðsluseggja og hermanna, og tveir menn voru skotnir. Herskáir leiðtogar beggja trúflokka hvöttu kjósend- ur til að sitja heima. Norður- trland á 12 sæti í neðri málstofu þingsins. Þetta eru fyrstu kosningarnar í Bretlandi, sem haldnar eru þegar neyðarástand gildir i landinu. Heath, leiðtogi íhaldsflokksins, sagði, er hann hafði greitt sitt atkvæði um 11-leytið í morgun, að hann væri fullviss um að flokkur sinn myndi sigra. Þegar dró að lokum kosninga- dagsins í kvöld, óku áróðursbif- reiðar um stræti hinna ýmsu borga og létu slagorðin dynja á vegfarendum. íhaldsmenn not- uðu slagorðið: „Heath fyrir trausta og réttláta ríkisstjórn", Verkamannaflokkurinn: „Við getur hreinsað upp óreiðuna eftir ihaldsmenn“, og Frjálslyndi flokkurinn hvatti menn til að gefa sér tækifæri til að rjúfa áratuga langa pólitiska einokun ihalds- og Verkamannaflokksins. — Frestuðu afgreiðslu samninga Framhald af bls. 44 kröfu til þess, að viðskiptaráð- herra yrði viðstaddur. Á siðari fundinum var við- skiptaráðherra viðstaddur. Hann tók mjög í sama strang og for- sætisráðherra, en í ljós kom á fundinum, að hann hafði ekki gert sér fulla grein fyrir því, hve mikill hluti af kostnaði heild- verzlunarinnar væri launa- kostnaður, en hann er 55%. Kaup- menn höfðu um þessa kröfu fullt samráð við Samband islenzkra samvinnufélaga, sem styður þá í þeirri viðleitni að fá verðlags- ákvæðum breytt. A meðan á sáttafundum stóð, endurtók Lúðvík Jósepsson loforð sín um að launahækkunin mætti fara út í verðlagið að fullu fyrir smásöluverzlunina, en vandamál heildverzlunarinnar yrðu athugað nánar. Þó tók Árni Gestsson það fram á fundi stórkaupmannanna i gær, að heldur hefði hann tekið betur undir óskir stórkaupmanna, er á leið en fyrst er þær hefðu Snorri Sveinn er leikmynda- teiknari sjónvarpsins og hefur gengt því starfi í fimm ár. Árið 1972 gerði hann leikmynd fyrir Þjóðleikhúsið við „Sjálfstætt f ólk“ eftir Halldór Laxness. Sýning Snorra Sveins Friðriks- sonar í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 16 — 22, laugar- daga og sunnudaga kl. 15 — 22. verið bornar fram. Lúðvík endur- tók síðan loforð sín að viðstöddum fulltrúum í 7-mannanefnd Vinnu- veitendasambandsins og lét Hjörtur Hjartarson, formaður Verzlunarráðs Islands, sáttasemj- ara bóka þar ummæli ráðherrans. Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtakanna kvað og Lúðvík Jósepsson hafa skýrt sér frá því, að ekki aðeins launapró- sentan færi inn í verðlagið, held- ur myndu og sérkröfur, sem geng- ið hefði verið að, verða metnar inn í heildardæmið. I FÍS urðu engar umræður um afgreiðslu málsins og samþykktu menn strax einróma að fresta fundi og ákvörðun um fullgild- ingu samningsins. Meðal smásölu- kaupmanna urðu aftur á móti talsverðar umræður, m.a. á hvern hátt annan yrði unnt að mæta kostnaðaraukningunni og urðu allmiklar umræður um styttingu opnunartíma o.fl. Árni Gestsson, formaður FÍS, sagði í viðtali við Mbl. eftir fund- inn í gær, að kaupmenn hefðu átt þrjá kosti — að samþykkja samn- ingana, fella þá eða slá afgreiðslu málsins á frest. Hann taldi mjög eðlilegt, að ákvörðun hefði verið frestað þar til kaupmenn sæju á hvern hátt yfirvöld stæðu við gef- in loforð. Hækkunin, sem verzlun in yrði að bera af þessum nýju kjarasamningum, væri gífurleg og taprekstur fyrirsjáanlegur, ef ekki kæmu á móti einhverjar bæt- ur. Gunnar Snorrason sagði, að það, hve fundur Kaupmannasam- takanna hefði verið fjölsóttur, sýndi að félagsmenn hefðu áhuga á þessu. Sagði hann að afgreiðsla málsins væri eðlileg og hefði hún ekki komið sér á óvart. Nú reyndi á það, að loforðin yrðu efnd, því að kaupmenn vildu vita hvar þeir stæðu. Gunnar tók fram, að ekki mætti lita á þessa afstöðu kaup- manna sem árás á launþega i verzlunarstétt, heldur væri káup- menn aðeins að leggja áherzlu á, að unnt yrði að greiða laun sam- kvæmt nýja kjarasamningnum og það hlyti að vera beggja hagur, launþega og vinnuveitenda. Hjörtur Hjartarson, formaður Verzlunarráðs Islands, sat báða félagsfundina. Hjörtur sagði í við- tali við Mbl., að afgreiðsla málsins væri að sfnum dómi mjög eðlileg. Kaupmenn hlytu að þurfa að hafa einhverja fyrirvara um að staðið yrði við gefin loforð um leiðrétt- ingu verðlagsmálanna. Samtök verzlunarinnar myndu og fylgja þvi eftir af miklum þunga, að við loforðin yrði staðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.