Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖ STUDAS UR 1. MARZ 1974 Björn Þ. Guðmundsson, borgardómari: Sjálfstœðir dómstólar eru hornsteinn þjóðfélagsins Dómarafélag Regkjavíkur 10 ára Aðskilnaður framkvæmdavalds og dómsvalds, fjárhagslegt sjálf- stæði dómara, dómnefndir til að kveða á um hæfi umsækjenda um dómarastöður, Dónhús Reykjavíkur. — Þetta eru nokkur þeirra málefna, sem árum saman hafa verið á dagskrá samtaka dómara, þar á meðal Dómarafé- lags Reykjavfkur, sem er tfu ára um þessar mundir. Af þvf tilefni verður í stuttu máli nánar fjallað um þessi atriði, sem a.m.k. dóm- arar telja öll horfa til bætts rétt- arfars og aukins réttaröryggis. Þar sem undirritaður er núver- andi formaður félagsins er rétt að taka fram, að Iíta ber á greinar- korn þetta sem persónulegar skoðanir hans, nema annars sé getið. Dómarafélag Reykjavfkur var stofnað 27. febrúar 1964. Það er nú sjálfstætt félag, sem ásamt Sýslumannafélaginu er aðili að Dómarafélagi Islands, en áður voru félögin tvö sérstakar deildir í því. Formaður félagsins fyrstu þrjú árin var Þórður Björnsson, núverandi saksóknari ríkisins, en síðan Bjarni K. Bjarnason, borg- ardómari, allt til síðasta árs, eða í samfleytt 7 ár. Félagsmenn eru hæstaréttardómarar, borgardóm- arar, sakadómarar og borgar- fógetar í Reykjavík, héraðsdóm- arar, sem skipaðir eru við emb- ætti bæjarfógeta og sýslumanna, saksóknari ríkisins og hæstarétt- arritari. AÐSKILNAÐUR DOMSVALDS OG FRAMKVÆMDAVALDS Samkvæmt stjórnskipunarlög- um er dómsvaldið talið einn af þrem þáttum ríkisvaldsins, þ.e. ásamt löggjafarvaldi og fram- kvæmdavaldi. í öðrum ríkjum, sem byggja stjórnskipun sína á svipaðri þrígreiningu, eru skilin á milli hinna þriggja þátta yfirleitt skarpari en hér á landi. Stafar það m.a. af stöðu bæjarfógeta- og sýslumannsembætta í réttarkerf- inu, þar sem sama embættis- manni er fengið f hendur víðtækt framkvæmdavald auk dómsvalds. 1 nágrannalöndum okkar er það keppikefli að tryggja sjálfstæði dómstólanna, en í því efni erum við því miður skemmra á veg komin. Aukin umræða um dóm- stólaskipan hér á landi, skipun svonefndrar réttarfarsnefndar og einstök ákvæði í nýlegri löggjöf gefa þó fyrirheit um, að við hyggj- umst feta í fótspor þeirra ná- granna, sem við teljum eftir- breytniverða og tryggja dóm- stólum þá stöðu í ríkiskerf- inu, sem þeim ber í rétt- arríki. í stjórnarskránni er raunar gert ráð fyrir víðtæku sjálfstæði dómara, þar sem m.a. segir, að dómarar fari með dóms- valdið, skipun þess verði eigi ákveðin nema með lögum, dóm- endur skeri úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda, þeir skuli í embættisverkum sínum einungis fara eftir lög- unum og að þeim dómendum, sem ekki hafi að auki umboðsstörf á hendi, verði ekki vikið úr emb- ætti, nema með dómi. Síðastnefnd tilvitnun ber með sér, að gert er ráð fyrir, að hér á landi starfi dómarar, sem hafi á hendi umboðsstörf. Þar er fyrst og fremst um að ræða bæjar- fógeta og sýslumenn, sem inna af hendi umfangsmikil innheimtu- störf fyrir ríkissjóð, fara með stjórn lögreglu o.fl., sem m.a. hef- ur leitt til þess, að þeir verða mjög oft vanhæfir til dómsstarfa, vegna fyrri afskipta sinna af mál- efni. Ókostir þessa kerfis eru mönnum löngu ljósir, en úrbætur taldar hafa strandað á fjárskorti, fámenni og sérstöðu íslenzks þjóðlífs yfirleitt. Þó er mér nær að halda, að alkunn tregða til kerfisbreytinga og ótti við hags- munaárekstra, sem allar breyt- ingar hafa óhjákvæmilega í för með sér, hafi meiru ráðið um það, að réttarkerfi okkar hefur ekki komizt í nútímalegra horf, þrátt fyrir gjörbyltingar á öðrum svið- um þjóðfélagsins. Nýlega voru stofnuð sérstök héraðsdómara- embætti við sýslumanns- og bæjarfógetaembætti, og hefur reynsla sýnt, að þeir héraðsdóm- arar, sem þegar hafa verið skip- aðir í þessi embætti, stunda nær eingöngu dómsstörf. Þetta hefur fært mönnum heim sanninn um, að auðvelt er að einangra dóms- málaþáttinn 1 núverandi starfi sýslumanna og bæjarfógeta, og hert á þeim kröfum, að dómsstörf verði algerlega skilin frá þessum embættum. Um nánari fram- kvæmd þess hafa margar hug- myndir komið fram, svo sem um skipan sérstaks dómstóls í hverj- um landsfjórðungi. Áður er fram komið, að þessir embættismenn fara með stjórn lögreglu, þ.á m. rannsóknarlög- reglu. Með framangreindri breyt- ingu yrði komið í veg fyrir það vandræðafyrirkomulag, að sami embættismaður hafi bæði á hendi rannsókn refsimáls og dómsvald í því. Þessi háttur hefur oft vakið furðu og tortryggni útlendinga, t.d. í málum út af landhelgis- brotum, þar sem sami maður rannsakar meint brot, m.a. með því að yfirheyra sakborninga, og kveður síðan upp dóm í málinu. Meðan ekki hafa verið gerðar breytingar í ofangreinda át.t er ekki hægt að tala um sjálfstætt dómsvald hér álandi. FJARHAGSLEGT SJALFSTÆÐI dómara Sjálfstætt og óháð dómsvald er hvarvetna talið undirstaða lýð- ræðislegra stjórnarhátta. Veiga- mikill þáttur í því efni er, að svo sé að dómendum búið, að þeir séu efnalega sjálfstæðir og geti helg- að sig starfi sínu heilir og óskipt- ir, en þurfi ekki að leita sér auka- tekna utan dómarastarfsins. Slíkt fyrirkomulag er að mörgu leyti ósamrýmanlegt dómarastarfi og veldur hættu á því, að við það geti dómarar orðið hagsmunalega háð- ir mönnum og málefnum utan starfa síns. Getur það leitt til tor- tryggni í garð dómsvaldsins og grafið undan því trausti, sem nauðsynlegt er, að almenningur beri til þess. Einnig hefur verið á það bent, að óæskilegt sé, að dóm- arar standi í kjaradeilum, m. a. vegna þess, að kjaraágreiningur er oft úrlausnarefni þeirra í starfi. Þetta hefur víðast erlendis leitt til þess, að dómar'ar eru hátt launaðir, en jafnframt bönnuð aukastörf og oft eru laun þeirra ákveðin með öðrum hætti en ann- arra þegna, vegna framan- greindra sérsjónarmiða, sem gera allaviðmiðun erfiða. Hér á landi hafa þessi sjónar- mið náð fram að ganga að því er hæstaréttardómara varðar, á þeim grundvelli, að þeir einir væru umboðsstarfalausir. Eru laun þeirra sérstaklega ákveðin af kjaradómi. Staðreyndin er hins vegar sú, að hið sama gildir í raun um langflesta dómara í Dómara- félagi Reykjavíkur. Á þá stað- reynd hefur margsinnis verið bent, en þrátt fyrir margra ára hljóðláta baráttu, hefur dómurum ekki tekizt að vinna sér þann sess í þessum efnum, sem telja má, að þeir eigi stjórnarskrárverndaðan rétt til. 1 þjóðfélagi, þar sem afkoma manna byggist meira og minna á afrakstri aukavinnu, er varla hægt að ætlast til þess, að dómarar einir skeri sig úr af sjálfsdáðum, án þess að þeim sé það bætt upp að einhverju leyti. Þessa sanngimiskröfu hafa aðrar þjóðir skilið og ákvarðað dómur- um laun t.d. með sérstökum lög- um. Hef ég áður i blaðagreinum rökstutt, að e.t.v. væri sá háttur heppilegastur og er ekki tóm til að fara nánar út í þá sálma að sinni. Á það skal þó bent, að um- boðsstarfalausir dómarar skv. framansögðu, eru nú um 30 hér á landi. Það er því varla ofrausn, að þessum fáu mönnum séu ákvörðuð laun i samræmi við þær kröfur, sem þjóðfélagið óneitan- lega gerir til þeirra og ekki er farið dult með. Það er staðreynd, að islenzkir dómstólar hafa glatað mörgum góðum dómurum vegna lélegra launakjara, og varla getur það talizt þjóðhagslega hagkvæmt, að sérmenntun og starfsreynslu sé þannig e.t.v. kastað á glæ. Það er óskemmtilegt hlutskipti fyrir dómara að þurfa að sitja undir sifelldum ásökunum um seina- gang dómsmála á sama tíma og óskir þeirra um að mega starfa óskiptir að dómsstörfum eru virt- ar að vettugi. Meðan úrbætur fást ekki í framangreinda átt er ekki hægt að tala um sjálfstætt dómsvald hér á landi. dOmnefndir fjalli um HÆFI UMSÆ KJENDA UM DÓMAR ASTÖÐUR Á almennum fundi I Dómara- félagi Reykjavíkur í síðasta mánuði var samþykkt samhljóða ályktun þess efnis að skora á dómsmálaráðherra, að hann beitti sér fyrir því, að skipunum í föst dómaraembætti verði komið í það horf, að sérstök dómnefnd fjalli um hæfi umsækjenda um þau, svo sem tíðkast viða erlendis. Þessari ályktun fylgir mjög ítarleg greinargerð, sem Stefán Már Stefánsson borgardómari, hefur samið fyrir félagið. Hér er um að ræða svo merka nýskipan, að ástæða væri til að birta greinar- gerðina í heild í fjölmiðlum, en rúmsins vegna verður hér aðeins vikið að nokkrum atriðum. I inn- gangi greinargerðarinnar er fyrst að því vikið, að það sé m.a. hlut- verk dómstóla að skera úr um, hvort hinir tveir handhafar rikis- valdsins, þ.e. löggjafarvalds og framkvæmdarvalds, hafi farið að réttum Iögum. Til þess að dóm- stólar geti rækt þetta hlutverk þurfi þeir að vera sjálfstæðir. Ákvæði í stjórnarskránni um þetta efni miði í rétta átt, en gangi of skammt og veiti dómstól- um tæpast næga tryggingu fyrir sjálfstæði sinu og er i því efni vitnað til rits Ólafs Jóhannesson- ar, Stjórnskipun Islands. Síðan segir orðrétt í greinargerðinni: ,J>að er þekkt, að dómstólar verða að vera nokkuð á verði um sjálf- stæði sitt, enda er hætt við, að aðrir hafi ekki meiri skilning á sjálfstæði dómstóla en þeir, sem vinna að dómstörfum. Örstutt má nefna i hverju slík ásókn gæti verið fólgin: a. Frá lagasetningarvaldi. Hér má t.d. nefna ákváeði eins og 2. mgr. 5. gr. laga um meðferð opin- berra mála nr. 73/1973 þess efnis, að dómsmálaráðherra getur skip- að sérstakan umboðsdómara í vissum tilvikum og sett þar hinn reglulega héraðsdómara úr leik, losaraleg ákvæði laga um dómara- fulltrúa, sem á tímabili inntu af höndum umfangsmikil dómstörf, ákvæði í lögum um umboðsstörf dómara, tilhneigingu löggjafar- valds til að koma á fót sérdómstól- um af ýmsu tagi og þá jafnvel með ákvæðum þess efnis, að ráð- herra geti úrskurðað dómara önnur verkefni en lögin ákveði, (sbr. lög nr. 52/1973 um sér- stakan dómara og rannsóknar- deild í ávana- og fíkniefnamál- um). Mörg slík ákvæði jaðra við stjórnarskrárbrot, og öll eru þau til þess fallin að veikja sjálfstæði dómstólanna. b. Framkvæmdarvaldið. Hér má t.d. nefna, að framkvæmdarvaldið hefur áhrif á þjóðfélagslegan „status“ dómara, þ.e. laun þeirra, en varia er nokkur óháður, sem ekki er fjárhagsiega óháður. Framkvæmdarvaldið hefur enn- fremur á valdi sinu fjárveitingar til dómstóla, það hefur eftirlit með dómurunum sjálfum, það skipar dómara, það semur lög og reglugerðir, sem varða dómstóla og það gefur jafnvel út almenn tilmæli til dómstóla að þyngja refsingar, eins og dæmi eru til hér á landi. Það má alveg liggja á milli hluta, hvort ástandið sé I raun slæmt hér á landi eða hvort gengið sé óhóflega á rétt dóm- stólanna, því að aðalatriðið er alveg Ijóst, þ.e. því vandaðri sem sjálf byggingin er, þeim mun bet- ur er kerfið sjálft fallið til að tryggja réttaröryggi. Sem höfuð- markmið dugar því ekkert minna en að dómstólar geti með ein- hverjum hætti haft áhrif á öll lög, allar reglugerðir og allar stjórnar- farsathafnir, sem snerta dóm- stólana eða einstaka dómara. Bezt væri, ef þessi réttur væri tryggð- ur fullnægjandi í stjórnarskrá, en sérstök dómaralög væru mikill fengur. Öll þessi atriði hafa meira og minna verið á dagskrá erlendis á undanförnum árum. Kemur i ljós, að dómarafélög erlendis hafa lagt sitt af mörkum til að hafa áhrif á þróunina." 1 greinargerðinni er þess síðan getið, að varðandi sjálfstæði dóm- stóla, sé framkvæmd skipunar í dómarembætti ekki veigaminnsta atriðið. 1 islenzkum lögum sé aðeins eitt ákvæði, sem hér skipti máli, þess efnis, að leita skuli umsagnar Hæstaréttar um dómaraefni, áður en dómaraemb- ætti er veitt. Næst er fjallað um lagaákvæði um þessi efni í 16 ríkjum. I niðurstöðu greinar- gerðarinnar segir m.a. orðrétt: „Varðandi íslenska löggjöf virðist einsætt, að það þurfi að taka henni tak og auka verulega íhlutunarvald dómstóla við veitingu dðmaraembætta. Æski- legust væri lausn, sem tryggði slikan rétt í verulegum mæli. Þó er vafasamt, að slík lausn næði fram að ganga hér á Iandi miðað við venjur og viðhorf. Að svo komnu máli ætti senni- lega ekki að ganga lengra en að leggja til stofnun nefndar, þar sem allir nefndarmenn eða að minnsta kosti meiri hluti þeirra, kæmi úr röðum dómara og voru kosnir af þeim sjálfum. Skylt ætti að vera að leita umsagnar þessarar nefndar við fyrirhugaða veitingu i dómaraembætti. Hér verða ekki settar fram full- mótaðar skoðanir á því, hvort eða hvernig nefnd þessi ætti að geta bundið hendur veitingarvaldsins, en ljóst er að óopinbert álit, sem ráðherra er ekki bundinn við, gengur of skammt i þessu efni. Sérstakrar athugunar þarf við, að hve miklu leyti sérreglur ættu að gilda um Hæstarétt." DOMHUS REYKJAVÍKUR Bygging sérstaks dómhúss i Reykjavík hefur lengi verið eitt af áhugamálum samtaka dómara. Á aðalfundi Dómarafélags Reykjavikur árið 1968 báru Þórð- urBjörnsson, nú saksóknari ríkis- ins, og Hákon Guðmundsson, fyrr- verandi yfirborgardómari, fram tillögu í því efni og síðan hefur mál þetta oft borið á góma. Hefur verið leitað til borgarstjórnar um, að slíku húsi verði ætlaður staður í framtíðarskipulagi borgarinnar og til fjárveitingavalds um fjár- mögnun slíkrar byggingar. Hefur á það verið bent, að víðast erlendis er slíkt dómhús einn af miðpunktum hverrar borgar, eigi s.íður en aðsetur löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Héraðsdómaraembættin þrjú hér i Reykjavík hafa alla tið verið á hrakhólum með húsnæði og aðbúnaður Hæstaréttar verður varla talinn þjóðarsómi. Öll rök sýnast hniga að þvi, að sérstök bygging, sem a.m.k. hýsti borgar- dómaraembættið, borgarfógeta- embættið og sakadómara- embættið, hefði í för með sér mikilþægindi fyrir hinn almenna borgara, létti fyrir lögmenn, hag- kvæmni fyrir dómara og sparnað fyrir ríkið. Slík bygging myndi einnig auka reisn dómsvaldsins og sjálfstæði. Ákvörðun um byggingu slíks húss væri rós í hnappagat höfuðborgarinnar á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.