Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNÍ 1977 5 FUNDUR <menntamálaráóherra Noróurlanda var haldinn 14. þ.m. á Húsavík. Meðal málefna sem rædd voru, var skýrsla norrænu ráðuneytisstjóranefndarinnar, sem starfað hefur að athugun möguleika á notkun gervihnatta til dreifingar sjónvarps- og út- varpsefnis. i skýrslu nefndarinn- ar er komist að þeirri niðurstöðu, að slfk dreifing norræns sjón- varps- og útvarpsefnis um öll Noröurlönd sé möguleg, bæði frá tæknilegu og fjárhagslegu sjónar- miði, og ákveðið var að senda skýrsluna til margra aðila í hverju landi til umsagnar. Lögð var áhersla á að sem víðtækastar umræður færu fram áður en að því kemur að taka lokaákvörðun um málið. í skýrslunni er áætlað, að sameiginlegur stofnkostnaður dreifikerfis fyrir öll löndin verði um það bil 575 milljónir sænskra króna og að árlegur rekstrar- kostnaður verði um 113 milljónir sænskra króna. Ráðgert er að bygging Norræna hússins i Færeyjum hefjist á næsta ári og verði lokið árið 1980. Gert er ráð fyrir að húsið kosti 9 milljónir danskra króna. Samþykkt var ályktun um að- gang erlendra og norrænna náms- manna að háskólum á Norður- löndum, þrátt fyrir inngöngutak- markanir sem i gildi kunna að Framhald á bls. 21 Fulltrúar sjálfstæðismanna bruna þarna upp I meistarakeppni f gamanhandbolta. 1 hinni vfgalegu stetlingu með boltann er Guðni Grfmsson að skora hjá alþýðuflokksmanninum Jðhanni Úiafssyni sem kom engum vörnum við eins og sjá má. Lengst til vinstri er Jóhann Friðfinnsson á þrumuferð inn á lfnuna, næst honum er Unnur Guðjónsdóttir laus við jörðina og bak við hana Sigurbjörg Axelsdóttir og Stefán Runólfsson eins og klettar í vörn sjálfstæðismanna. Ljós- mynd Mbl. Sigurgeir. „Þú færð þetta eða ekkert” Rætt við Jón Hjaltason hrl. um bætur Viðlagasjóðs til Vestmannaeyinga hraun, fengust aðeins bættar á brunabótamati, sem yfirleitt var lágt í Vestmannaeyjum fyrir eld- gosið. Var fjærri því að þeir fengju fullar bætur. Húsgrunnar og margvísleg mannvirki, stein- garðar og annað á lóðum, var og verður allt óbætt. Bótagreiðslur voru greiddar vaxtalausar löngu eftir að tjónin urðu og töpuðust þannig í veróbólguna. Sann- leikurinn var sá að rikið gerði allt til þess að halda utan um gjafa- féð. Ef það hefði runnið til þess aðila sem það var gefið til, Vest- mannaeyinga, en ekki verið ráð- stafað í ríkssjóð, hefði margt get- að farið öðruvisi þegar upp var staðið, sagði Jón að lokum. í grein f Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum um Viðlagasjðð og málefni Vestmannaeyinga í því sambandi, kom fram, að málssðkn tjðnþola í Eyjum á hendur Viðlagasjðði, leiddi til þess að tjónþol- inn fékk næstum 100% meiri bætur en Viðlaga- sjóður hafði ákveðið sam- kvæmt mati. Morgunblaðið innti Jón Hjaltason hæsta- réttarlögmann og formann Húseigendafélags Vest- mannaeyja eftir því hvort húseigendur ættu ennþá möguleika á leiðréttingu sinna mála í bótagreiðsl- um frá Viðlagasjóði. Taldi Jón þess ekki að vænta eins og sjóðurinn hefói hagað greiðslum bóta, en Viðlagasjóður var lagður niður um áramótin sið- ustu og Viðlagatrygging íslands tók við skuldbindingum hans. Kvað Jón fólk ekki hafa átt margra kosta völ i sambandi við bótagreiðslur Viðlagasjóðs og hefðu þeir fengið minnst sem mestu hefðu tapað. Kvað hann þá sem hefðu átt eignir fjærst eld- stöðvunum hafa sloppið skást. Þar urðu minnstar skemnldir og bótaféð var mögulegt að nýta strax. Eftir að bótareglur Viðlaga- sjóðs voru birtar í ágúst 1973 kvað Jón afstöðu Viðlagasjóðs hafa verið ósveigjanlega. Menn fengu ekki einu sinni afrit af skemmdarmötum til athugunar, en við niðurstöðurnar urðu menn að sætta sig. Þeim var sagt: Þú færð þetta, eða ekkert. Menn áttu engra kosta völ og urðu fjárhags- ástæðna vegna að kvitta fyrir þvi sem að þeim var rétt gegn loka- kvittun. 1 upphafi eldgoss var Vest- mannaeyingum gefið það fyrir- heit af rikisstjórn að allt tjón yrði bætt. Efndirnar urðu aðrar. Kvaó Jón það augljóst þar sem húseign- ir er eyðilögðust eða fóru undir Bama- Unglinga- sumarskór NÝKOMNIR: VERÐ ST/ERÐIR SANDALAR RAUÐIR LJÓSBRUNIR 4.130- 25-41 GÖTUSKÓR HVÍTIR 5.060- 27-43 STRIGASKÓR BLÁIR 1.390- 34-41 PÓSTSENDUM PÖNTUNARSÍMI: 2 73 09 BEINLÍNA símr. 27211 Austurstræti Fjölmenni á 17. júní hátíð í Eyjum ÓVENJU margt fólk sótti 17. júní hátíðarhöldin í Vestmannaeyj- um, en þau hófust við iþróttahús- ið við Brimhólalaut kl. 13 með skrúðgöngu æsku- og íþróttafólks á Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vestmannaeyja lék fyrir göng- unni, sem var mjög fjölmenn, en dagskráin á Stakkagerðistúni hófst með því að Samkór Vest- mannaeya söng þjóðsönginn und- ir stjórn Sigurðar Rúnars Jóns- sonar, þá flutti Hanna Birna Jó- hannsdóttir ávarp Fjallkonunnar og slðan var hátfðarræða dagsins flutt af Árna Johnsen. Glampandi sól var í Eyjum á 17. júni, en að lokinni hátiðarræðu söng Samkórinn nokkur lög og Lúðrasveit Vestmannaeyja lék einnig nokkur lög og Lúðrasveit Vestmannaeyja lék einnig nokkur lög áður en sérstök dagskrá hófst fyrir börnin. Þá var meistara- keppni Vestmannaeyja i gaman- handbolta og áttust þar við lista- menn af listum flokkanna í bæj- arstjórn. Var líf og fjör i hand- boltanum og ýmis tilþrif hjá lista- mönnum og kom það áhorfendum mjög á óvart. Dómgæzlu önnuðust Páll Zóphoníasson, bæjarstjóri, og Einar H. Eiríksson, forseti bæjarstjórnar. Dómararnir munu hafa gleymt gulu og rauðu spjöld- unum heima og sigruðu listamenn Alþýðuflokksins þvi auðveldlega í keppninni. Að iokinni handbolta- keppni fór fram víðavangshlaup unglinga, en siðan voru dansleik- ir fyrir allan aldur síðla dags og um kvöldið. íþróttafélagið Þór annaðist framkvæmd hátíðar- halda að þessu sinni, en íþrótta- félögin skiptast á um það. Týr sér að þessu sinni um Þjóöhátíð Vest- mannaeyja. Menntamálaráðherrar Norðurlanda héldu fund á Húsavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.