Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNÍ 1977 15 Opmmartónleikar Fall er fararheill og tónlistarhá- tfS æskufólks hófst meS þvl aS ungur fslenskur tónhöfundur, sem öðrum fremur hefur haft veg og vanda af skipulagningu hátfðar- innar, fær ekki að heyra frumsmfð sfna flutta vegna þess aS einhverj- ir tónflytjendur, að því aS sagt hefur verið söngvarar, hafi ekki treyst sár til að flytja verkið. eSa uppteknir við önnur störf, þá væntanlega revfu- eSa jarSarfara- söng. ÞaS er leitt til þess aS vita að Fslendingar hafa ekki á aS skipa söngvurum, sem telja verSur færa f flestan sjó, eSa svo smekklega innréttaða, að telja annað þýðingarmeira en að stuðla að framþróun fslenzkrar tónmenntar. ÞaS verður ekki spurt um meðferS þeirra á einhverju dægurgumsi, heldur hvar tekist var á við erfiS Guðmundur Hafsteinsson viðfangsefni og hlut þeirra að þeim atburSum, sem horfa til framtfSarinnar. Sem sagt Konsert kantata eftir Guðmund Hafsteins- son var á efnisskránni talandi vottur um dugleysi og olli hljóm- leikagestum umtalsverðum von- brigðum, þvf þaS eru tfðindi hár á landi, þegar frumflutt er fyrsta verk ungs tónhöfundar. Vegna þess hneykslis voru tónleikarnir sérlega stuttir og eins og fólk tryði þvf ekki að þeir væru búnir. Undir- ritaSur hygguraS þessara tónleika verSi minnst um langan tfma. Annað verkiS á tónleikunum var Tombeau til Minona eftir Synne Skouen (1950). en hún, eins og sagt er f efnisskrá, skrifar um tónlist f Arbeidebladet f Oslo og lærði hjá Alfred Uhl og Dieter Kaufmann f Vfn og Finn Morten- sen f Osló. VerkiS var þægilegt en án allrar skerpu. Eftir Tuomo Teirlá var því næst leikið Andante fyrir óbó og hljómsveit. Einleik f verkinu lék Marjatta Teirilá. ÞaS er greinilegt að höfundurinn er ekki laus undan praktfskum áhrif- um leiðbeinenda og hætti sér Iftt inn á refilstigu vafasamra tiltekta. Þriðja verkið, En Trakl-sáng eftir Lars Hallnás, var undarlegt sam- bland af hef ðbundnum fyrirbærum og nýlegri tiltektum, án þess þó að nokkur þessi atriði hefðu áhrif. Þar sem Hallnás fjallar um róman- tfk f efnisskrá, er ekki úr vegi að minna hann á, að það tfmabil f listsköpun, er ein mesta menningarbylting sem gengið hefur yfir mannkynið og þær hug- myndir, sem þá urðu til eru for- senda margra þeirra endaskipta. sem enn eru að ganga yfir, en ekki stöðnuð úrkynjun, eins og margt fólk um miðjan aldur og yngra heldur. Hallnás stundaði nám hjá Mogens Winkel-Holm og Per Nörgárd f Kaupmannahöfn, Lidholm f Stokkhólmi og Hljóð- stúdfóinu ! Utrecht. Sfðasta verkið á þessum stuttu tónleikum var Stratifiactions (lagmyndun eða jarðlagsmyndun) eftir Hans Abrahamsen. Hann lagði stund á hornablástur og leggur nú stund á tónsmfðar hjá Nörgárd F Kaupmannahöfn. Verkið var skemmtilegt og lagskiptin skýrt aðgreind f blæ og formi sem gaf verkinu stefnu frá einum punkti til annars en endaði ef til vill. þó það geti verið markmið f sjálfu sér, einum of óþægilega. Þó hér sé verið að tæpa á einhverju sem Framhald á bls. 21 Tónlistarhátíð æskufólks TÖNLISTARIDJA NOHRANS Æ5KUFÖLKS UNG NORDISK MUSIK FESTIVAL REYKJAVlK 1977 20. 6.-26. 6. Tönllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON UNGIR tónhöfundar á Norðurlönd- um standa að veglegri tónlistarhá- tíð dagana 20. til 26. júnl, hér Reykjavík. Það er trúlega ekki undirbúið á einum degi, að skipu- leggja slíka hátíð og verður hún að teljast með merkari viðburðum f islenzku tónlistarlífi til þessa. Til Reykjavikur er stefnt hljómlistar- mönnum, 'tónsmiðum og hljóð- færaleikurum, sem munu standa að flutningi verka yngstu tónhöf- unda Norðurlanda. Meðal þess sem er á boðstólunum, mætti sér- lega nefna fyrirlestra eldri tón- skálda, sem bæði eru ætlaðir til kynningar á tónverkum þeirra og til fræðslu. Sá sem reið á vaðið var bandaríska tónskáldið George Crumb og má segja að tónlistarhá- tiðin hefjist með fyrirlestri hans. Crumb er doktor frá Michigan- háskóla og kennir við háskóla Pennsylvaníufylkis, hefur dregið til sín fjölda verðlauna fyrir tón- smíðar sínar, sem hann kveður bera merki um margvísleg áhrif frá öðrum tónskáldum og nefnir þar til fínleg vinnubrögð hjá Anton Weberns, átthgatónlist eins og gerist hjá Gustav Mahler, ýmiss konar blæbrigði og tæknibrellur hjá Bala Bartok og Arnold Schoen berg. Fyrirlesturinn var í fram- kvæmd mjög óformlegur, nánast rabb og hófst á lauslegum útskýr- ingum á einu þekktasta tónverki fyrirlesarans, Söng hvalsins. Verk- ið er I þrem hlutum og samið fyrir þrjá grímuklædda hljóðfæraleik- ara, er leika skulu á raftekin hljóð- færi, flautu, píanó og cello, en cellistinn þarf auk þess að leika lltillega á tónstillt forn-gjöll (symbals), sem Berlioz notaði með góðum árangri. Fyrsti hluti verks- ins er framfærður af flautuleikara og syngur hann í flautuna jafn- framt sem hann leikur á hana. Þessi samruni söngs og hljóðfæra- hljóða er ætlaður til að ná blæ- brigðum, sem höfundur segist hafa heyrt af hljóðupptöku á hval- hljóðum, og eiga að vera óttaleg eða ægileg og óraunveruleg að gerð. Öðrum þætti verksins er skipt í fimm tilbrigði byggðum á „sjávar-tema", sem leikið er á cello, nánar tiltekið með yfirtóna- tækni og leikið undir á djúpa og tónaffærða pfanóstrengi. Tilbrigð- in hefjast með veiðigargi máfsins og enda á nánd örlaganna. en viðvist mannsins er táknuð með tilvitnum í Saraþústra. Niðurlags- kafli verksins er „sjávar- George Crumb næturhljóð", hrein og glaðleg um- myndun „sjávar temans ", sem endar í H-dúr og deyr út svo veikt, að hlustandinn verður að endurlifa með sér síðustu endurtekningar stefsins, I gegnum „leikinn" leik hljóðfæraleikaranna Annað verk- ið sitt, sem Crumb lék á þessum fyrirlestri, var Nótt fjögurra mána, við textabrot eftir Garcia Lorca. Verkið var samið meðan fyrsta ferðirw til tunglsins stóð yfir og er gert fyrir alt rödd, alt flautu, banjó, rafcello og slaghljóðfæri. Framhald á bls. 21 Melchior í Norræna húsinu HLJÓMSVEITIN Melchior heldur hljómleika í Norræna húsinu fimmtu- daginn 23. júní kl. 20.10. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem heyrist í Melchior, því hljómsveitin leystist upp eftir útkomu tveggja- lagaplötu árið 1975. Hljómsveitina skipa Hilmar Oddsson, Hróðmar Sigurbjörns- son, Karl Roth og Ólafur Flosason auk Gunnars Hrafnssonar, en þeim til aðstoöar á þessum hljóm- leikum verða Kristín Jóhanns- dóttir og Sfefán S. Stefánsson, sem leika með Gunnari Hrafns- syni í Sextettinum, Rósa Gísla- dóttir, Helga Þórarinsdóttir og Jónas Þórir. Tónlistin sem Melchior flytur er frumsamin og aðgangseyrir er 300 kr. 30. umdæmisþing Rotaeymanna á Laugarvatni 30. umdæmisþing Rótaryklúbb- anna á íslandi, verður haldið að Laugarvatni dagana 24. ,— 26. júní. Rótaryfélagar á íslandi eru 830, en 800.000 í heiminum i 17.800 klúbbum í 51 þjóðlandi. Búist er við góðri þátttöku á þing- inu en meðal gesta eru nokkrir erlendir fulltrúar. Fulltrúi Rotary Inetenational er Mr. Thomas H. Cashmore. Full- trúi Norpurlandanna er Dr. Ake V. Ström, Svíþjóð. Umdæmis- stjóri er Jóhann Pétursson, Kefla- vík, en viðtakandi umdæmisstj. er Jón R. Hjálmarsson Rkl. Hvols- velli. „YÐAR HÁTIGN JÍ600C, iBMí ÞAÐ ER EKKERT FLOKIÐ VIÐ AMBASSADEUR VEIÐIHJÓLIN ÞAU ERU EINFALDLEGA ÞAU BESTU í HEIMINUM. ABU AMBASSADEUR Hafnarstræti 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.