Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNÍ 1977 23 Iðnkynning í Skagafirði — Iðnkynning í Skagafirði — Iðnkynning í Skagafirði — Iðnkynning í Skagafirði Svipmyndir af skagfirzkum iónfyrirtækjum HÉR á síðunni getur að líta nokkrar myndir frá iðnfyrirtækjum í Skagafirði, sem gestir skoðuðu á iðnkynningunni þar á dögunum. Þær gefa ekki nema litla hugmynd um það sem fram fer í þeim og ekki er farið nánar út í að skýra frá þeirri margvíslegu starfsemi sem skag- firzk iðnfyrirtæki reka, en þessar myndir tala sínu máli. Lætur nærri að um það bil þriðjungur íbúa á Norðurlandi vestra hafi atvinnu af iðnaði, eins og fram hefur komið í fréttum af iðnkynningunni. í ÞESSU keri er verið að framleiða ost og hér er Hilmir Jóhannesson mjólkurfræðingur að skera hann ásamt öðrum starfsmanni Mjólkursamlags Skagfirð- inga. Þar vinna 17 manns og er Sólberg Þorsteinsson framkvæmdastjóri. Reksturinn hófst í júlí 1935 og eru unnar allar venjulegar mjólkurvörur. Þegar osturinn hefur verið f kerinu í nokkra tíma er hann tekinn úr því eins og sést á hinni myndinni og sfðan pressaður. ■ W SÆNGURGERÐ StS, sem er í eigu Iðnaðardeildar StS saumar sængur, kodda, svefnpoka, rúmteppi og kerrupoka og sagði Jófríður Björnsdóttir framkvæmda- stjóri sængurgerðarinnar, að þær hefðu varla undan í svefnpokaframleiðslunni núna, eftirspurnin væri mest á vorin. Starfsemin hófst f ágúst 1976 og er sængurgerðin tii húsa í leiguhúsnæði og hjá henni starfa 13 starfsmenn. Á myndinni má sjá hvar verið er að undirbúa að sauma sæng með töivustýrðri saumavél. KÁRI Valgarðsson stendur hér hjá hluta af eldhúsinnréttingu, sem Trésmiðjan Borg h.f. hefur smfðað. Starfssvið hennar er að smíða innréttingar, inni- og útihurðir og húsbyggingar hvers konar að sögn Kára, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Borg h.f. hefur um 650 fermetra eigið húsnæði og starfa þar 24 manns þar af 11 iðnlærðir, 4 nemar og 9 iðnverkamenn. Kári sagði að mest væri unnið við innréttingar á vetrum én á vorin færðu þeir sig út og aðeins væru þá fáir inni á verkstæðinu. HJÁ saumastofunni Vöku, sem er til húsa f eigin 350 fermetra húsnæði, vinna um 20 manns að sögn Erlends Hansen, sem hér er að sýna gestum framieiðslu fyrirtækisins (lengst til hægri). Sagði Erlendur að framleitt væri úr ofnum og prjónuðum ullarefnum aðallega fyrir erlendan markað og selur fyrirtækið til Álafoss, SÍS og svo til Rammagerðarinnar og íslenzks markaðar. Selt var fyrir um 42 millj. króna á sfðasta ári og sagðist Erlendur búast við að f ár yrði aukningin mikil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.